Dagur - 16.07.1942, Blaðsíða 2

Dagur - 16.07.1942, Blaðsíða 2
2 DAGUR Fimmtudaginn 16. júlí 1942 Kosningaúrslitin um land allt urðu kunn laust fyrir síðustu helgi. Eins og kunnugt er, var kjör- dæmamálið aðalþungamiðja kosninganna, þó að ýmislegt fleira kæmi þar og til greina. Kjósendurnir hafa nú kveðið upp dóm sinn í þessu máli. í aðalatriðum er hann á þá leið, að forvígisflokkar kjör- dæmabreytingarinnar hafa tap- að fylgi í stórum stíl. Einkum hefir Alþýðuflokkurinn, sem átti frumkvæðið að hinu van- hugsaða stjórnarskrárbrölti, goldið mikið afhroð í kosning- unum. Heildarútkoma flokkanna í kjördæmunum, að því er þing- mannatölu snertir, er sú, að af 38 kjörnum þingfulltrúum fær Framsóknarflokkurinn 20 þing- menn, Sjálfstæðisflokkurinn 11, Alþýðuflokkurinn 5 og Komm- únistaflokkurinn 2 þingmenn. Framsóknarflokkurinn kem- ur því út úr kosningunum með hreinan meirihluta kjördæma- kosinna þingmanna. Hann hefir tveimur þingmönnum fleira en allir hinir flokkarnir til samans. Þetta er dómur þjóðarinnar í k j ördæmamálinu. En þó að Framsóknarflokk- urinn hafi aukið fylgi sitt til stórra muna, en Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn orðið fyrir miklu fylgistapi, þá hefir þessum tveim flokkum tekizt með öflugri kosningasam- vinnu í nokkrum kjördæmum að hindra það, að Framsóknar- fLokkurinn fengi stöðvunarvald á Alþingi. Þingmannatölur þær, sem hér hafa verið nefndar, eru vit- anlega ekki þær endanlegu vegna uppbótarfyrirkomulags- ins. Talið er líklegt, að Sjálf- stæðisflokkurinn fái 6 uppbót- arþingsæti, kommúnistar 4 og Alþýðuflokkurinn 1. Hefir þá Sjálfstæðisflokkurinn 17 þing- menn, eða jafnmarga og eftir síðustu kosningar, Alþýðuflokk- urinn 6 í stað 8 eftir kosning- arnar 1937, og kommúnistar einnig 6 í stað 3 áður. Um kosningaúrslitin í ein- stökum kjördæmum má taka fram eftirfarandi, þegar miðað er við úrslitin 1937. I kaupstaðakjördæmunum fékk Sjálfstæðisfl. 13701 atkv. 1937, en nú 11959. Fylgishrun hans þar nemur því 1742 atkv. Alþýðuflokkurinn fékk 1937 6659 atkv. í kaupstöðunum, en fær nú 5585, eða nær 1100 at- kvæðum færra. í kaupstöðum utan Reykjavíkur hefir Fram- sóknarflokkurinn aukið atkv.- magn sitt um 662 atkvæði, en í Reykjavík hefir flokkurinn tapað 142 atkvæðum, og er því hrein aukning hans í öllum kaupstöðunum 520 atkvæði, og er sú aukning að langmestu leyti á Akureyri, eða 374 atkv. Er það sú langmesta fylgisaukn- ing í kjördæmi við þessar kosn- ingar, að undanteknum komm- únistum í Reykjavík, sem fóru úr 2742 atkv. 1937 upp í 5335 atkv. nú við kosningarnar. í Hafnarfirði tapaði Sjálf- stæðisflokkurinn 240 atkv. og missti þingsætið til krata. Á ísafirði tapaði Sjálfstæðis- flokkurinn 140 atkv. og Al- þýðuflokkurinn gekk saman um 87 atkv. Á Seyðisfirði gekk Alþýðufl. saman um 108 atkv. og Sjálf- stæðisfl. um 46. í Vestmannaeyjum tapaði Sjálfstæðisfl. 143 atkv. í Reykjavík tapaði Sjálf- stæðisfl. 1225 atkv. frá því í síðustu kosningum og Alþýðufl. 816 atkv. Kommúnistar unnu þar 1617 atkv. frá síðustu kosn- ingum og náðu einu þingsæti frá íhaldinu. A Akureyri græddi Sjálf- stæðisfl. sig um 167 atk., Fram- sóknarfl. um 374 atkv. eins og fyrr er greint, kommúnistar um 11 atkv., en Alþýðufl. gekk saman um 44 atkv. Þessu næst skal litið til úr- slitanna í nokkrum kjördæmum í dreifbýlinu. í kjördæmi sínu tapar Ólafur Thors 258 atkv. I Snæfellsnessýslu eykur Framsóknarfl. fylgi sitt um 211 atkv. og vinnur þingsætið frá íhaldinu. Fylgi Sjálfstæðisfl. gengur þar saman um 174 atkv. og Alþfl. um 64 atkv. í Skagafjarðarsýslu hefir Framsóknarfl. aukið fylgi sitt allmikið, en fylgi íhaldsins jafn- framt gengið mjög saman. í Norður-Þingeyjarsýslu hefir Framsóknarfl. bætt aðstpðu sína verulega. í S.-Þingeyjar- sýslu bætti sami flokkur við sig nálega 130 atkv., en Alþýðufl. fær þar aðeins þriðjung þess at- kvæðamagns, er hann hafði 1937. Þegar litið er til þess, að Jón- as Jónsson hefir 474 atkv. fram yfir samanlagt fylgi keppinauta hans þriggja, verður brosleg sú drýldni frambjóðanda Sjálf- stæðisflokksins í þessu kjör- dæmi að gera sér í hugarlund, að hann mundi standa nærri því að bera sigur af J. J. í kosning- unum. Út yfir tekur þó atkvæðatap Sjálfstæðisflokksins í Norður- Múlasýslu. Er það sýnt, að í- haldið vinnur þar hvorugt þing- sætið, þó að fyrirkomulagi hlut- fallskosninga verði beitt þar. Svipað má segja um S.-Múla- sýslu. Þar hefir Sjálfstæðisfl. stórtapað fylgi. Enn hefir Sjálfstæðisfl. misst verulega fylgi í báðum Skafta- fellssýslum, og Vestursýsluna tekur sr. Sveinbjörn af íhaldinu, þrátt fyrir ýtrustu mótspyrnu þess og Alþýðuflokksbroddanna sem aldrei þreyttust á því að rógbera sr. Sveinbjörn. í Rangárvallasýslu er Fram- sóknarflokkurinn mun sterkari nú er 1937, og í Árnessýslu hef- ir íhaldið stórtapað fylgi frá því ári. í Eyjafjarðarkjördæmi hefir Framsóknarflokkurinn bætt stórum aðstöðu sína gagnvart íhaldinu, sem orðið hefir fyrir miklu fylgistapi síðan 1937. Al- þýðufl. hefir og gengið allmjög saman í þessu kjördæmi, en kommúnistum aukizt fylgi aðal- lega eða einungis á Siglufirði. Ihaldið hefir unnið tvo nýja sigra í kosningunum, annan í N.- Isafjarðarsýslu, hinn í Barða- strandarsýslu. Þar fyrir utan er nær óslitið tap þess á allri lín- unni. Framsóknarflokkurinn eykur fylgi sitt og bætir aðstöðu sína svo að segja í hverju kjör- dæmi. Hann er vaxandi flokkur. Sjálfstæðisflokkurinn er minnk- andi flokkur. Sjálfstæðisfl. vinn- ur eitt kjördæmi af Framsókn, en verður að láta tvö í staðinn. Þá er það sýnilegt, að á „steiktu gæsunum" verða svo og svo mikil vanhöld. Kommúnistar tvöfalda þing- mannatölu sína, en Alþýðufl. missir fjórða partinn af þingliði sínu. Það er því ekki að ástæðu- lausu að spurt er: Er Alþýðuflokkurinn að flýta sér til grafar? ýmsar stærðir, teknar upp í dag. Kaupfél. Eyfirðinga Járn- og glervörudeildin. T)öld, tveggja til sex manna — komu með Dettifossi. Kaupfél. Eyfirðinga Jám- og glervörudeild. Stúlka eða piltur, geta komizt að við afgreiðslustörf nú þegar. Nánari upplýsingar í I síma 305, Svarið iyrir sannleikann T"\AGUR benti þráfaldlega á það fyrir kosningarnar, að ekki væri annað sýnna, eftir tóninum í „Alþýðu- manninum“ að dæma og öðrum vinnubrögðum krataforingjanna hér, en að það væri meining flokksforyst- unnar að herleiða stóran hóp fyrrver- andi kjósenda Alþýðuflokksins yfir í hinar pólitísku verbúðir íhaldsins, til þess að tryggja þingsetu Sig. E. Hlíð- ar framvegis. Ennfremur var á það bent, að slíkt leynimakk og hrossa- kaup með atkvæði kjósendanna myndi vera á döfinni milli Sjálfstæð- isins og kratanna víða annars staðar á landinu. — Foringjum Alþýðufl. hér virtist koma þessi uppljóstun Dags mjög óþægilega, og hafði stjórn Alþýðuflokksfélags Akureyrar svo mikið við, að hún birti yfirlýsingu í málgagni sínu þess efnis, að slíkur orðasveimur væri með öllu tilhæfu- laus óhróður, og ósköp ljótt af Degi að vera að skrökva þessum svívirð- ingum upp á aumingja kratana! — Þessir virðulegu herrar, sem stýra penna Alþm. og stílað höfðu grein- arnar, þar sem skorað var mjög ber- lega og óskammfeilið á kjósendur hér að vinna „með fyrirhyggju og dugnaði að kosningu“ íhaldsframbjóðandans, eins og blaðið orðaði það, reyndust hafa brjóstheilindi til þess að þræta fyrir sín eigin verk og sverja og sárt við leggja, að ekki kæmi til mála, að nokkur Alþýðuflokkskjósandi hvarfl- aði yfir til íhaldsins fyrir þeirra til- verknað! Hafði stjórnin um þetta mörg og stór orð í nefndri yfirlýsingu sinni. „Gustukaverkið.“ 'P’N nú eru kosningarnar um garð gengnar í bráðina og því síður á- stæðu til þess en áður að þverskallast gegn staðreyndunum. Og nú stendur heldur ekki á hreinskilnilegum játn- ingum þessa sama blaðs: Um samstarf Alþýðuflokksins og íhaldsins í kosn- ingunum almennt segir svo í „Alþm.“ 8. þ. m.: „Hefir víða drégið til þess, að kjósendur hins fyrrnefnda hafa stutt kosningu Sjálfstæðismanna.“ — Og um kosninguna hér í bænum sér í lagi segir blaðið: „Fólk, sem áður hef- ir kosið með Alþýðuflokknum, hátt upp í eitt hundrað manns, sló sér á síðustu stundu yfir á Sig. Ein. Hlíðar." (sic!) — Skýrari játningar en þessar- ar gerist ekki þörf úr þeirri átt. — Auðvitað vill blaðið enn ekki kannast við það, að foringjaliðið hafi beinlín- is skipulagt þessar aðgerðir. Hinir ó- breyttu liðsmenn, alþýðan sjálf, hafi bara verið svona óðfús að fleygja sér x faðm blessaðs íhaldsins. — Foringj- arnir hafi við ekkert ráðið, því að kjósendurnir hafi ekki staðizt hinar „lótlausu skælur Sjálfstæðisins", eins og blaðið orðar það, og „héldu að þeir væru að gera gustukaverk á Sjálf- stæðinu“(!!) — Blessað fólkið! Skyldi það ekki vera stórhrifið af því, hve málgagn þess og forsvarsblað lýsir fagurlega hinum pólitíska þroska þess og fódæma brjóstgæðum við íhaldið! Ihaldið íyrst — svo alþýðan! JjjjN kratabroddarnir eru svo sem ekkert smeykir um sína hjörð, þótt hún villist um stund frá hinum góða hirði: „Alþm.“ er ekkert hræddur um það, aö þetta umrædda fólk komi ekki aftur til flokksins í haustkosn- ingunum" stendur þar! Og ennfremur: „Nú sér þetta fólk, að þessi vinnu- brögð voru alóþörf: Sjálfstæðið hefir, eins og er alltaf(sici) á annað hundr- að atkvæði í bænum fram yfir Fram- sókn. Þeir kjósendur, sem nú í þetta sinn héldu, að þeir væru að gera gust- ukaverk á Sjálfstæðinu(!) geta því rólegir gengið til kosninga með Al- þýðuflokknum í haust, eins og þeir hafa gert.“(!!) — Ja, því ekki það: Alþýða manna getur svo sem unað sér róleg hjá krötunum, bara að það sé öldungis tryggt, að íhaldið bíði við það enga hnekki! En þurfi blessað Sjálfstæðið á því að halda, er ekki nema sjálfsagt að lána því nokkra kjósendur, til þess að gera á því „gust- ukaverk", syo að íhaldið sé alltaf tryggt að lafa við völdin — fyrir fylgi og gustuk kratanna! „Linsteikt gæs!“ QÚ saga er sögð, að Garðar Þor- steinsson hafi, að afstaðinni taln- ingu atkvæða í Eyjafjarðarsýslu, sezt við að reikna út fylgi flokkanna ettir KQsninoaursiitiD Framh. af 1. síðu. Sigur Sveinbjarnar er hinn glæsilegasti. Atkvæðatala stjórnmálaflokk- anna í kosningunum hefir orðið þessi eftir því, sem næst verð- ur komizt: Sjálfstæðisflokkurinn 22.782 Framsóknarf lokkurinn 15.873 Kommúnistaflokkurinn 9.419 Alþýðuf lokkurinn 8.916 Samkvæmt þessu fær Sjálf- stæðisflokkurinn 6 uppbótar- þingmenn, kommúnistar 4 og Alþýðuflokkurinn 1. Næsta þing verður því þann- ig skipað: Framsóknarmenn 20, Sjálfstæðismenn 17, Kommún- istar 6, Jafnaðarmenn 6. Af þessum tölum kemur í ljós að Alþýðuflokkurinn hefir tapað 2200 atkvæðum frá því 1937, Sjálfstæðisfl. hefir tapað um 1300 atkv., Framsóknarfl. hefir AUKIÐ fylgi sitt um 1300 atkv. og Kommúnistar um 4500 atkv. Raunverulegt tap Sjálfstæðisflokksins nú er því miklu meira en 1300 atkv., því að í síðustu kosningum lánaði flokkurinn Bændafl. 2000 at- kv., að því er form. flokksins hefir sjálfur upplýst. Ætti tap flokksins samkv. þessu að nema um 3300 atkv. — og er þó ekkert tillit tekið til láns- fjaðranna frá jafnaðarmönnum, sem flokkurinn hefir skreytt sig með í þessum síðustu kosning- um. Útreið „réttlætisflokk- anna“, Sjálfstæðisfl. og Alþýðu- fl. í þessum kosningum var því öll hin hraklegasta, en makleg þó. Kvnnltt vður samþykktir Sjúkrasam- lagsins. Gætið þess að viðhalda réttindunum, með skilvísri greiðslu ið- gjalda. SJÚKRASAMLAG AKUREYRAR ÍBÚÐ óskast, 2—3 herbergi og eldshús, nú strax eða 1. október. Þrennt í heimili. Uppl. í síma 189.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.