Dagur - 16.07.1942, Blaðsíða 3

Dagur - 16.07.1942, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 16. júlí 1942 DAGUR að Siglufjörður væri orðinn sérstakt kjördæmi og sveitirnar og Eyjafjörð- ur byggi einn að sínu. Mun honum þá hafa virzt tvísýnt nokkuð, að hlut- fallskosning gæti tryggt Sjálfstæðinu annað þingsætið, og við búið, að Framsókn héldi þeim báðum eftir sem áður. Segir sagan, að Garðari hafi þá orðið að orði: „Það sýnist mér, að hún verði linsteikt nokkuð, þessi gæsin.“ „Hvers hlutur er lítill — hvers er stór?“ ’C'YRRVERANDI þingmanni úr Al- ^ þýðuílokknum, þjóðkunnum fyrir gáfur og mælsku, — en að vísu ekki sérlega spámannlega vaxinn að öðru leyti — varð að orði, er hann frétti, að Gísli Jónsson stórspekúlant væri orðinn þingmaður þeirra Barðstrend- inga: „Ekki veit eg hvor flokkurinn hefir beðið meira tjón: Framsókn að tapa Barðastrandarsýslunni eða Sjálf- stæðið að vinna hana — og fá á sína ábyrgð Gisla Jónsson inn í þingið.“ Handknatt- leiltsmeist- aramót íslands 1942 Óllum þeim, sem heimsóttu mig á áttræðisafmæli mínu 6. þ. m. og glöddu mig með nærveru sinni, höiðinglegum gjöíum og heillaskeytum, þakka eg hjartanlega, og bið guð að launa þeim. Ytri-Hóli, 13. júlí 1942. Sigmundur Björnsson. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ íslandsmót í handknattleik, íyrir kvenfólk, heist hér á Ak- ureyri í kvöld. Er. þetta í annað sinn, sem slíkt mót er haldið; hið fyrra í Reykjavík s.l. sumar. (Vann Þór það mót og er því íslandsmeistari nú). í þetta sinn taka fimm félög þátt í mótinu: „Þróttur“ frá Norðfirði, „Völsungur“ frá Húsavík, „Ármann“ frá Reykja vík og Akureyrartélögin „Þór“ og K. A. Félögin keppa, sem hér segir: Fimmtud. kl. 8.30: K. A. — „Þróttur“ og „Ármann“ Völs- ungur“. — Föstud. kl. 9: „Völs- ungur“ — „Þróttur“ og „Þór“ — K. A. — Laugard. kl. 8.30: „Ár- mann“ — K. A. og „Völsungur' — „Þór“. — Sunnud. kl. 1.30: „Þróttur“ — „Ármann“ og „Völsungur“ — K. A. — Mánu- dag kl. 8.30: „Þór“ — „Þróttur“, — Þriðjud. kl. 8.30: „Ármanrí1 — „Þór“. Öll þessi félög eru mjög vel æfð og má því búast við harðri og spennandi keppni. Undirbúning að þessu móti hefir „Þór“ annast og hefir verið prentuð leikskrá með nöfnum allra keppenda og stöðu á vell- inum, er það til stórþæginda fyrir áhorfendur. Allir leikirnir fara fram á K A.-vellinum og kostar aðgangur eina krónu í hvert skipti fyrir fullorðna og 50 aura fyrir börn abí. Væntanlegt með Esju: COTY ilmvötnin margeftirspurðu. Verzlunin LONDON, ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Jarðarför eiginmanns, föður og tengdaföður okkar, Sigurjóns Friðbjarnarsonar, sem andaðist 11. þ. m., er ákveðin laugardag- inn 18. þ. m. og hefst með húskveðju að heimili hans, Aðalstræti 22, kl. 1 e. h. Sigríður Kristjánsdóttir. Hulda Sigurjónsdóttir. Bára Sigurjónsdóttir. Alíreð Jónsson. Pétur á Stórif-Laugum nn. Þegar húsbændur mínir í Búnaðarfélagi íslands lögðu fyr- ir mig, að flytja tuttugu mín- útna erindi á kvöldvöku Bændavikunnar í útvarpinu í vetur, þá valdi eg mér að segja frá ýmsu, sem fyrir augu og eyru mín bar í Suður-Þingeyjar- sýslu í fyrrasumar. Eitt atriði þessarar frásagnar minnar hefir gefið hinu aldraða skáldi á Sandi efni til góðlát- legrar athugasemdar í „Degi“, 30. apríl þ. á. og las eg hana með ánægju, vegna þess fróð- leiks, sem hún hefir að geyma um efni, sem eg aðeins stiklaði — um „Barna“-Pétur. Tilefn- ið var, að eg sá gamla ljósmynd af manni, sem mér leizt vel á, hjá vini mínum, Hallgrími Þor- bergssyni á Halldórsstöðum, og spurði um nafn hans. Þar sem Hallgrímur nefndi hann Barna- Pétur, vaknaði eðlileg forvitni mín um, hve mikill barnafjöld- inn væri, og undrun mín yfir, að þetta voru allt framhjátöku- börn. Orðrétt frásögn mín var á þessa leið: „. . . . en Pétur átti þrettán börn með þrettán kon- um og sá prýðilega vel fyrir þeim öllum. En eg hugsaði með hryggð til þeirrar afturfarar, sem orðið hefir upp á síðkastið í þessum sveitum, þar sem heil hverfi eru nú kennd við pipar, og mikil er afturförin, þegar lína er dregin ofan frá Barna-Pétri og alla leið niður að bæjunum, þar sem einsetumennirnir híma nú í kuldanum. Hið göfuga, bláa þingeyska blóð á betra skilið". Svo mörg voru þau heilögu orð, og er þar sannarlega ekki hallað á Pétur, heldur bent á hann sem fyrirmynd í að fjölga góðum kynstofni og ala hann vel upp. Kemur það heim við svar Péturs við prestinn, sem áminnti hann fyrir framhjátök- urnar: „Þitt er að skíra barnið, mitt er að sjá því farborða“, sem lýsir svo vel ábyrgðartil- finningu þessa mæta manns. Grein Guðmundar Friðjóns- sonar í „Degi“ varð ekki á vegi mínum fyrr en 17. júní, er eg var staddur á Akureyri með Austur-húnvetnsku bændunum. En þetta kom til tals við ætt- fróða Þingeyinga, sem eg hitti daginn eftir heima í sýslunni og hefi eg það nú eftir þeim, að börn Péturs hafi ekki verið tíu, eins og skáldið yrkir, ekki þrettán, eins og Hallgrímur ságði mér, heldur átján — og líkar mér sú tala bezt. En tölu á barnsmæðrunum veit eg ekki, enda finnst mér það aukaatriði, úr því hún er komin upp í hina helgu tölu, sjö, samkvæmt því, sem skriflega er staðfest af skáldinu í umræddri grein. Guðm. Friðjónsson gerir svo að lokum gáfaðri konu þá hugs- un upp, að þingeysku stúlkurn- ar hafi hagað svo til, að þær yrðu á vegi Péturs, sem „senni lega“ hafi verið gefinn fyrir kvenna ástir. Myndu víst flestir aðrir telja það fullsannað. Milli línanna í grein Guð- mundar Friðjónssonar skín í þá meiningu hans, að Pétur hafi í rauninni lítill kvennamaður verið, heldur orðið fyrir frek- legri misbrúkun af völdum þingeyskra stúlkna, sem hafi eignast fjölda barna með þess- um náttúruríka manni. Þar fer greinarhöfundur ólíkt ver með Þingeyinga en ég gerði í minni Þá getur Guðm. Friðjónsson þess í „eftirhreytu", að hann hafi ekki heyrt Reykjahverfið nefnt Piparhverfi og telur það tilhæfulaust. „En hitt er eigi til- hæfulaust“, bætir hann við, „að ógiftar stúlkur eru til í Hverf- inu, gjafvaxta, og þó fleiri karl- menn ókvæntir". Eg þakka fyrir svo fullkomna staðfestingu á frásögn minni um þetta. En að þessi fagra, litla byggð væri stundum nefnd umræddu nafni sögðu mér stúlkur í Reykja- hverfi og tel eg þær betri heim- ild í þessu máli en skáldið. Bak við spaug geymist stund- um bláköld alvara, og kjarninn í þessu er að þarna bregzt „ráð deildarfólk" í menningarhéraði frumstæðustu skyldu sinni við ætt sína og þjóðfélag. Þama væri þörf á nokkrum Barna Pétrum, því til hvers er að sofa hjá sparisjóðsbókum, þó þær innihaldi máske nokkrar þús undir, en láta ættina deyja út og landið fara í auðn? — Á meðan „ráðleysingjum á möl inni fjölgar eins og kanínum“: — að sögn skáldsins. Eg er ekki eins hræddur við fólkið, sem mölina byggir, Reykjavík eða á Akureyri og Húsavík og Guðmundur Frið- jónsson. Það er yfirleitt ættað úr öllum sveitum og sýslum landsins — líka úr Suður-Þing eyjarsýslu — og úrkynjast ekki eins fljótt og sumir vilja vera láta, hafi það aðeins verið góður Gítar óskast til kaups. Má vera lítt nothæfur. Egill Sigurðsson, sími 92 Handklæði og HANDKLÆÐA- DREGILL, ódýr. Verzl. GUÐJÓNS BERNHARÐSSONAR Skipagötu 1. Pappírsrúllur í reikningsvélar koma með „Súðinni". Verzl. GUÐJÓNS BERNHARÐSSONAR Skipagötu 1. stofn, sem úr sveitinni flutti og lifi við sæmileg atvinnuskilyrði. Aftast í eftirhreytu Guðm. Fr. er löng setning, sem lýsir óskum „margra sveitamanna“ um að ráðunautar ættu að tala minna en þeir gera um kýr og kartöflur o. s. frv., en vinna þeim mun meira „á hólmi lífs- baráttunnar, þar sem skortir þögula iðjuhneigð og fáorða vinnugleði". Eg þekki ekki hið aldraða skáld á Sandi persónulega og veit því ekki hvort öll greinin um Barna-Pétur er skrifuð til þess að koma þessari setningu að. Þetta sama sagði kunningi minn, Oddur af Skaganum, við mig fyrir fáum misserum, að vísu ekki jafn spekingslega og G. F. Eg gat ómögulega farið að rökræða það við Odd — og mun einnig leiða það hjá mér nú. En svo margt hefi ég lesið eftir Guðmund Friðjónsson um dagana og svo oft hefi eg á hann hlustað, að eg hygg, að hann hafi malað á við hvem meðal ráðunaut. Hafi hann svo beztu þökk fyrir það af því sem var gott. Þá er þessu máli einnig lokið frá minni hálfu. St. á Akureyri 20. júní. Ragnar Ásgeirsson, Skófatnaður ýmsar teg. til sölu næstu daga. TÆKIFÆRISVERÐ. Skóverksmiðjan KRAFTUR, Hafnarstræti 85. Nýkomið: HATTAR (karlmanna) Manchettskyrtur Bindi Pöntunarfélagið. Nýkomið: Politur, gulur Gluggahengsli Sandpappír Sagir Sporjárn EYÞ»ÓR TÓMASSON PENINGABUDDA hefir fund- izt í Hafnarstræti. Réttur eig- andi vitji hennar til Elínar Ein- arsdóttur, skrifstofu KEA gegn greiðslu auglýsingakostnaðar. Nýja Bíó sýnir í kvöld kl. 9: Ævintýri leikarans (í síðasta sinn). Föstudaginn kl. 6 og 9: Gæfubarnið. Laugardaginn kl. 6 og 9: Maðurinn, sem vissi of mikið. Sunnudaginn kl. 3: Gæfubarnið. Kl. 5: Maðurinn, sem vissi of mikið. Kl. 9: Gæfubarnið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.