Dagur - 20.08.1942, Blaðsíða 1
Vikublaðið DAGUR
Ritstjórar: INGIMAR EYDAL,
JÓHANN FRÍMANN.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Jóhann Ó. Haraldsson.
Skrifstofa við Kaupvangstorg.
Sími 96.
Árgangurinn kostar kr. 8,00.
PrentveTk Odda Bjömssonar.
XXV. árg.
Akureyri, fimmtudaginn 20. ágúst 1942
45. tbl.
Hundadagap,
liinip meiri
TTORIÐ 1941 áttu kosningar til Al-
þingis að fara frarn á íslandi. For-
ráðamenn þjóðarinnar, úr þremur helztu
stjórnmálaflokkunum ávörpuðu lands-
lýðinn í útvarpi og tilkynntu að flokk-
arnir hefðu komið sér sarnan um að
fresta kosnmgunum vegna liins uggvæn-
lega utlits, loftárásahættu og hernaðar-
ástands í landinu. Þjóðinni væri fyrir
beztu að stjómmálaflokkarnir sneru bök-
um sainan til varnar fjárhagslegum og
menningarlegum verðmætum á slíkum
örlagatímum og létu niður falla um siim
illvíga kosningabaráttu. Þjóðin hlýddi á
leiðtoga sína og lét kyrrt liggja. Þjóðin
vildi áreiðanlega frið og samstarf. Tím-
amir voru of alvarlegir til þess að póli-
tísk vígaferli ættu nokkum rétt á sér.
jt ÞESSU vori gafst mönnum tækifæri
til þess að dæma um hcilindi stjóm-
málaleiðtoganna í þessu efni. Vildu þeir
frið og samstarf til þjóðarheilla? Eða
vom þeir reiðubtinir til þess að varpa
hugsuninni uin alþjóð fyrir borð i skipt-
um fyrir stundarhag síns pólitíska valds?
Og þó er þetta tækifæri ennþá nærtæk-
ara nú í sumar. — Á þessu sumri eiga
enn að fara fram kosningar. — Hvemig
má það verða, fyrst að nauðsyn bar
til að fresta kosningunum vorið 1941
vegna hins hættulega ástands. Er stríðið
búið? Er loftárásahættan úr sögunni?
Er hinn erlendi her farinn úr landi? Er
dýrtíðin lögð að velli og fjármálakerfi
þjóðarinnar allt komið í öruggan farveg?
Það skyldi maður ætla, ef miðað er við
framkvæmdimar á hinum pólitíska vett-
vangi.
pN hvemig er þá umhorfs í raun og
og veru? Gera menn sér það ljóst,
jafnframt því, er þeir minnast innfjálgra
hugleiðinga stjórnmálaleiðtoganna utn
þjóðarlieill og þjóðamauðsyn árið 1941?
Styrjöldin hefir vissulega aldrci verið vof-
eiflegri en einmitt nú í sumar. íslandi
hefir vissulega aldrei verið meiri hætta
búin en einmitt nú. Loftárásir hafa ver-
ið gerðar á íslenzkt land og hættumerki
kveða við á nóttu og dcgi í íslenzkum
bæjum. Dýrtíðardraugurinn gengur Ijós-
um logum um gjörvallt landið og grefur
undan máttarstólpum þjóðfélagsins, at-
vinnuvegunum og fjármálakerfinu. Upp-
lausn og óreiða er ríkjandi á sviði allra
viðskipta og atvinnumála. Siglingarnar
til landsins hafa aldrei verið í jafn ntik-
illi óvissu og einmitt nú.
Og hversu er stjórn landsins háttað á
þessum örlagatímum, fyrst að svo mikið
kvað að nauðsyn samstarfsins áriíj 1941,
að fresta varð kosningunum, til þess að
tryggja starfsfriðinn? Menn skyldu ætla,
að við stýrið væri sterk og örugg sam-
stjóm bcztu manna þjóðarinnar, sem
glímdu dag og nótt við þá erfiðlcika, er
sækja að oss úr öllum áttum. En hvcr er
staðreyndin? Stjórn eins flokks, sem nýt-
ur stuðnings tveggja annarra flokka, eu
um eitt mál aðeins, — það málið, sem nú
er orðið hclzta málið, — að fjölga þing-
mönnum á löggjafarsamkomu þjóðar-
innar, — hið spaugilega en þó örlagaríka
kjördæmamál. í því máli hefir flokksof-
stækið birzt þjóðinni í sinni ömurlegustu
mynd.
OG nú virðast allir sammála um það,
að aldrei hafi upplausnin og vitleys-
an streymt eins ört yfir landið og nú.
Allir eru samntálá urn það, að ef marka
má af daglegum viðburðum, þá sé hem-
aðarhættan hér á landi margfalt meiri
en hún var árið 1941. Enginn véfengir,
að þetta séu örlagaríkir tímar fyrir þjóð-
ina, — miklu fremur en árið 1941. Þá var
samstarf þjóðarnauðsyn, og skyldi það
ekki vera það nú?
Hinn 7. þ. m. barst flokkum þingsins
bréf frá Framsóknarflokknum, þar sem
(Framhald á 3. síðu).
Það er eðlileg og sanngjörn krafa, að ríkið taki
að sér rekstur sjúkrahússins hér, þar sem mikill
meiri hluti sjúklinganna er ýmist utanbæjarfólk
eða á framfæri ríkissjóðs, hvort eð er. Reykjavíkur-
bær rekur engan spítala, en Landspítalinn er að
verulegu leyti bæjarsjúkrahús fyrir höfuðstaðinn,
og verður ríkissjóður þó árlega að greiða stórfé í
rekstrarhalla hans úr sameiginlegum sjóði allra
landsmanna. — Sjúklingum utan af landi er nú
iðulega neitað um pláss á Landspítalanum, geð-
veikrahælunum og berklahælunum sökum rúm-
leysis. Eðlilegt virðist, að Akureyrarspítali verði
eftir stækkunina aðalsjúkrahús fyrir Norður- og
Austurland, og hér verði stofnuð sérstök deild fyrir
geðbilaða sjúklinga, enda verði spítalinn þá rekinn
á ábyrgð ríkisins.
þVÍ hefir áður verið hreyft hér I
í blaðinu, og síðast í febrú-
armánuði s.l. vetur, að sjálfsagt
virðist, að Akureyrarbær verði
ekki eftirleiðis látinn einn um
alla áhættu og ábyrgð, er leiðir
af rekstri sjúkrahússins hér,
eins og verið hefir fram að þessu
og er enn, heldur taki ríkið að
sér rekstur spítalans, eftir að
fyrirhuguð bygging hefir verið
reist. Þrátt fyrir ónógan og
þröngan húsakost, og slæm ytri
skilyrði að ýmsu leyti, hefir Ak-
ureyrarspítali um langt skeið
verið afar mikið sóttur af sjúkl-
ingum hvaðanæfa af Norður-
og Austurlandi og jafnvel víða
annarstaðar að. Má að sjálf-
sögðu búast við því, að að-
streymi þetta aukist stórum, er
húsakostur og aðbúð spítalans
batnar vegna fyrirhugaðra
framkæmda.
Síðastliðið ár skiptust legu-
dagar sjúklinga þannig:
Sjúklingar frá Sjúkrasamlagi
Akureyrar 4475 legudagar.
Berklasjúklingar (ríkissjóð-
ur) 6352 legudagar.
Utanbæjarsjúklingar aðrir
9450 legudagar.
Útlendingar 78 legudagar.
Samtals 20355 legudagar.
Nokkrir berklasjúklinganna
eru auðvitað héðan úr bænum,
en þeir eru engu að síður á
framfæri ríkissjóðs að 4/s hlut-
um, samkv. berklavarnalögum.
— Af þessu yfirliti er ljóst, að
aðeins ca. 22%, eða röskur
timmti hluti leéuda£afjöldans,
kemur Akureyrarbæ raunveru-
lega við fjárhagslega. Hins veg-
ar hvílir, eins og nú er háttað
málum, öll fjárhagsleg ábyrgð
og áhætta af rekstri sjúkrahúss-
ins á Akureyrarbæ. Þótt svo
giftusamlega hafi að vísu tiltek-
izt, að undanfarin ár hafi rekst-
urshallinn orðið mjög lítill flest
árin, — þótt daggjöld hafi hins
vegar yerið mun Jægri en t. 4,
á Landsspítalanum, — er ekki
líklegt, að svo geti orðið eftir-
leiðis, þegar spítalinn flytur í
miklu stærri og margfalt dýrari
húsakynni, og því viðbúið, að
árlegur reksturshalli verði þá
verulegur. Reynsla annarra
sjúkrahúsa bendir a. m. k. mjög
sterklega í þá átt, að svo muni
fara. T. d. hefir ríkissjóður ár-
lega orðið að greiða svo hundr-
uðum þúsunda króna skiptir, til
þess að jafna hallann á rekstri
Landsspítalans. Sá spítali getur
þó raunar í vissum skilningi
talizt eins konar einkafyrirtæki
Reykjavíkurbæjar, þar sem
sjúklingar utan af landi eiga —
svo sem alkunnugt er — mjög
undir högg að sækja að fá þar
sjúkravist, sökum stöðugra
þrengsla, enda rekur Reykja-
víkurbær engan spítala, nema
ef vera skyldi lítið og lélega út-
búið sóttvarnahús. Virðist þess-
um tveimur stærstu bæjum
landsins þannig gert mjög mis-
hátt undir höfði í þessum efn-
um, eins og raunar svo mörgum
öðrum, og tími ti1 þess kominn
að taka þennan þátt heilbrigð-
isstjórnarinnar til rækilegrar
endurskoðunar og leiðréttingar.
Því miður eru hér engin tök
á, rúmsins vegna, að ræða þessi
mál, og ýmis önnur atriði, er
viðkoma rekstri sjúkrahússins
hér, svo rækilega sem þörf væri
á. T. d. er það ósvinna, að geð-
veikrasjúklingar þeir, sem hér
verða að dvelja langdvölum —
sumir jafnvel svo árum skiptir,
— sökum þrengsla á geðveikra-
spítölunum syðra, skuli ekki
njóta sama styrks úr ríkissjóði
og þeir, sem þangað komast.
Væri full þörf á sérstakri deild
fyrir slíka sjúklinga hér norðan-
lands, þar sem mjög er tvísýnt
að hafa þá í sama húsnæði og
aðra sjúklinga. Þá er og mjög
eftirtektarvert, hve margt
(Framhald á 3. síðu).
Ny bygging j
fyrir Sjúkra-
hús Akur-
eyrar
uriar uæntaniesa reist
a næsta írt
Bæjarstjórn hefir heim-
ilað spítalanefnd að hefja
nauðsynlegan undirbún-
ing nú þegar.
CJAMKVÆMT tillögum spí-
talanefndar hefir bæjar-
stjórn Akureyrar nýlega sam-
þykkt að fela nefndinni að hef ja
nú þegar nauðsynlegan undir-
búning nýrrar sjúkrahússbygg-
ingar hér á næsta ári. Taldi
nefndin og bæjarstjórn að vísu
æskilegast, að hægt hefði verið
að reisa bygginguna nú í sumar
eða haust, en þar sem ekki hefir
enn verið hægt að tryggja fé til
framkvæmdanna, var þó ekki
talið, að það væri kleift. Sem
stendur munu eftirtalin fjár-
framlög tryggð:
Kr.
Framlag frá Akur-
eyrarkaupstað . . 67000.00
Samskotafé frá
Kvenfél. Fram-
tíðin .......... 30000.00
Frá Guðm. K. Pét-
urssyni, yfirlækni 2000.00
Framlag frá Kaup-
fél. Eyfirðinga . . 30000.00
Framlag frá Eyja-
fjarðarsýslu .... 10000.00
Samtals kr. 139000.00,
ásamt 50% á móti þessari upp-
hæð frá ríkissjóði. Hins vegar
var talið í vor af byggingafróð-
um mönnum, að húsið, komið
undir þak, muni kosta kr.
320000.00 og vafalaust hefir
sú áætlun hækkað allmikið
síðan.
Svo sem kunnugt er, hefir
(Framhald á 3. síðu).
Einn hættulegasti þáttur upp-
lausnarinnar, er nú ríkir í land-
inu fyrir forgöngu ríkisstjórnar-
Sjálfstæðisflokksins, er ástandið
í siglingamálum landsins. Und-
anfarnar vikur hefir staðið yfir
kaupuppboð milli yfirmanna og
undirmanna á skipum Eimskipa-
félagsins. Málavextir eru í stuttu
máli þessir:
Fyrir nokkru var samið unr
það við undirmennina á skipun-
um, að þeir fengju 60 kr. á dag
HÁKON VII.
Noreéskonungur átti sjötuésafmæli
hinn 3. áéúst s.l. Norðmenn erlendis
efndu til hátíðahalda í tilefni daésins
oé heiðruðu hinn ástsæla konuné
sinn. Heima fyrir var stranéfeéa bann-
að að sýna konunéi nokkur virðinéar-
merki þennan daé ,en þrátt íyrir það
voru öflué samtök um það heima fyrir
að minnast daésins. T. d. éenéu maré-
ir Norðmenn með blóm í hnappaéat-
inu oé átti það að tákna það, að
menn myndu vel konuné sinn á þess-
um merkisdeéi i Ufi hans oé norsku
þjóðarinnar.
Kanp liækkai*
nm 25 ppc.
Verklýðsfélag Akureyrar hefir
samið við Vinnuveitendafélagið
hér á staðnum um 25% grunn-
kaupshækkun til handa verka-
mönnum .frá 15. ágúst að telja.
Þá hafa trésmiðir hér á staðn-
um, múrarar, járnsmiðir og bif-
vélavirkjar. . samþykkt. . 25%
hækkun á sínu kaupi og vega-
vinnumenn í nærsveitum hér
hafa fengið 20% grunnkaups-
hækkun.
í áhættuþóknun í millilanda-
siglingúm, en 10 kr. í strand-
ferðum. Var þetta sama áhættu-
þóknun og yfirmennirnir höfðu
þá. Undirmennirnir fóru fram á
að ákveðið yrði í samningunum,
að áhættuþóknun þeirra yrði
aldrei lægri en yfirmannanna.
Þessu var neitað. Undirrituðu
undirmennirnir samningana, þó
að þetta atriði væri fellt niður,
(Framhald á 3. síðu).
Cliaatsrlegl áslamcfl í
ségliDgamálnm
þjóðarinnar