Dagur - 20.08.1942, Blaðsíða 2
2
DAGUR
Fimmtudaginn 20. ágúst 1942
Vaxandi dýrlíð og
upplausn ú öllum
sviðui
m uiidir stjórn
íhaldsins
Vinnubrögð stjórnar og þings fyrir neðan
allar hellur.
Alþingi hófst að þessu sinni
með nánu bandalagi Sjálfstæð-
isflokksins og Alþýðuflokksins
við forsetakjör og við kosningar
í nefndir. Bandalag þetta hélt
síðan áfram innan nefndanna,
og kusu bandamenn eingöngu
menn úr sínum flokkum fyrir
formenn og ritara þeirra, en úti-
lokuðu Framsóknarmenn. —
Kommúnistar höfðu vit á að
halda sér utan við þetta banda-
lag, en þó ekki að öllu leyti, því
að í fjölmennustu nefndunum,
þar sem þeir gátu komið manni
að af eigin atkvæðamagni, kusu
þeir formenn og ritara með
bandalaginu.
Blöð íhaldsins halda því fram,
að Framsóknarflokknum hafi
verið boðið upp á samninga um
forsetakjör. Þetta er með öllu
rangt. Framsóknarmönnum'var
einhliða boðið að fá að ráða öðr-
um deildarforseta, en ekki upp
á neina samninga. Annars kem-
ur þetta tilboð um annan deild-
arforsetann undarlega fyrir
sjónir nú, eftir að stjórnarblöð-
in eru farin að staðhæfa, að
bandalagið hafi verið gert til
þess að tryggja framgang kjör-
dæmamálsins og gefa þar með í
skyn, að forseti frá Framsókn-
arflokknum mundi með ofbeldi
hafa hindrað framgang þess
máls. Þessi staðhæfing íhalds-
blaðanna er nú fyrst og fremst
vitleysa í sjálfu sér, því að slíkt
er ekki á valdi forseta, en svo
má einnig benda á reynsluna
frá síðasta þingi. Ekki hindruðu
forsetar úr Framsóknarflokkn-
um framgang kjördæmamáls-
ins þá. í efri deild gekk það
meira að segja fram með af-
brigðum, en það getur þó ekki
gerzt í trássi við forseta.
Það var ekki lítill völlur á
Sjálfstæðismönnum þegar þeir
komust einhliða í stjórnarað-
stöðu í vor. Allt átti nú að
ganga svo liðlega og misfellu-
laust, þegar þeir væru lausir við
ófétis Framsóknarflokkinn, sem
alltaf hefði verið þeim fjötur
um fót í viðreisnarstarfinu. En
þeim hefði verið betra að láta
heldur minna. Eftir örfárra
mánaða stjórn íhaldsins er allt
komið í öngþveiti og upplausn.
Bandalag íhalds, krata og
komma er að afnema gerðar-
dómslögin, sem Ólafur Thors
segir að séu „merkustu lögin“,
er sett hafi verið um langa hríð
og „lífsnauðsyn fyrir þjóðina“.
Þetta mun vera fjórði snúning-
ur íhaldsins í þessu máli á
rúmu missiri. Geri aðrir betur!
Skír spegilmynd af vinnu-
brögðum Sjálfstæðisflokksins
og bandamanna þeirra á þingi
birtist við 1. umræðu un\afnám
gerðardómslaganna í efri deild.
Magnús Jónsson atvinnumála-
ráðherra reifaði málið og lagði
ríka áherzlu á, að það gengi
sem greiðlegast fram, til þess að
þingstörfin tefðust ekki. Þessari
beiðni ráðherrans um fljóta af-
greiðslu málsins var svo tekið
af flokksmönnum og stuðn-
ingsmönnum ráðherrans, að
þeir héldu 11 ræður um mál-
ið við þessa umræðu og voru
allir hjartanlega sammála! Frá
Framsóknarmanna hálfu var
ein ræða flutt.
Greinilega hefir það komið í
ljós í blöðunt Sjálfstæðisflokks-
ins ,að það er vegna kröfu stuðn-
ingsflokka stjórnarinnar að dýr-
tíðarlögin eru afnumin, en ekki
af umhyggju fyrir þjóðarheild-
inni. Þannig segir blaðið Vísir í
forystugrein nýlega:
„Það er viðurkennt af for-
sætisráðherra, að samkvæmt
kröfum og vegna andstöðu Al-
þýðuflokksins verður dýrtíðar-
löggjöfin afnumin, — en þá er
bara þetta, — hvað kemur í
staðinn? Ekki dugar að skiljast
svo við þessi mál á þessu þingi,
að í algeru öngþveiti sé“.
Og Morgunblaðið segir um
sama efni:
„Er það skoðun mín, hvað
sem annars verður um þessi
lög sagt og afnám þeirra, að það
er ósigur fyrir framfarir og
framtíð þjóðarinnar, að vikið er
af þeirri braut að hamla á móti
lággenginu og öllum þeim af-
leiðingum, er það hefir í för með
sér“.
Meira en lítið bogið hlýtur
að vera við þriggja mánaða
valdaferil Sjálfstæðisflokksins,
þegar sjálf stuðningsblöð stjórn-
arinnar kveða upp þá dóma, að
dýrtíðarmálin séu komin í „al-
gert öngþveiti“, og að „framfar-
ir og framtíð þjóðarinnar“ hafi
beðið „ósigur“ á þessum tíma.
En ástæðurnar til „öngþveit-
isins“ og „ósigursins“, sem
stjórnarblöðin tala um, liggja í
augum uppi. Ihaldsstjórnin þarf
að kaupa sér fylgi Alþýðu-
flokksins og kommúnista með
því að fórna öllu öryggi í dýr-
tíðarmálunum. Helzt lítur út
fyrir, að Alþýðuflokkurinn ætli
til frambúðar að líma sig fastan
við íhaldið og bíða hans þá
vafalaust þau örlög að verða
„deyjandi flokkur“. Erfa þá
kommúnistar þær reytur, er
hann lætur eftir sig.
Framsóknarmenn á Alþingi
hafa skrifað hinum flokkunum
öllum og stungið upp á sam-
starfi allra flokka í þeim til-
gangi að hefja sameiginlega
baráttu gegn því ástandi, sem
nú hefir skapazt: dýrtíð og upp-
lausn á öllum sviðum. En nauð-
synlegt skilyrði þess, að slíkt
samstarf geti hafizt, er að hætt
verði við kosningar í haust og
þar með kjördæmamálið að
sinni. Þörfin á slíku samstarfi
er að sjálfsögðu enn brýnni, þar
sem utanað komandi hættur
sýnast sífellt fara í vöxt, og að
þá og þegar getur ísland orðið
styrjaldarvettvangur. Eigi að
síður hefir hin nýja samfylking
hafnað með öllu þessu tilboði
Framsóknarflokksins og virðist
nú eiga það eina áhugamál að
halda þjóðinni í sem mestum
kosningaspenningi á næstu
mánuðum. Slíkt ábyrgðarleysi
er hreinasta blöskrunarefni. Það
er eins og mönnunum sé ekki
sjálfrátt.
En ofan á „algert öngþveiti“
og „ósigur“ þann, er „framfarir
og framtíð þjóðarinnar“ hafa
beðið við stjórn eða öllu heldur
stjórnleysi udanfarandi þriggja
mánaða að dómi Mbl. og Vísis,
bætist svo ofbeldi það, er Sjálf-
stæðisflokkurinn beitti við val
manna til efri deildar nú á
þinginu. Samkvæmt þingsköp-
um ber forseta að sjá um, að
hver þingflokkur eigi fulltrúa í
efri deild í samræmi við at-
kvæðamagn hans í sameinuðu
þingi. Samkv. þessu ber Fram-
sóknarflokknum að eiga þar 7
fulltrúa, en Sjálfstæðisflokkn-
um 5 fulltrúa. Eigi að síður set-
ur hinn síðartaldi flokkur 6
menn á sinn lista. Var þá tala
manna á listunum einum fleiri
en sæti eiga í efri deild. í stað
þess að fella niður 6. mann á
lista Sjálfstæðisflokksins lætur
forseti fara fram kosningu í
sameinuðu þingi, sem þingsköp
gera alls ekki ráð fyrir. Auðvit-
að var hér um hlutfallskosningu
að ræða. Samkvæmt þeim föstu
reglum, er gilda um slíkar kosn-
ingar fékk 7. maður á lista
Framsóknarflokksins 2% atkv.,
þegar öll atkv. flokksins (20)
eru talin, en 6. maður á lista
Sjálfstæðisfl. fékk 25/c atkv.
Munurinn á þessum brotum er
sá, að % er V42 hærra en 5/c.
Að þessu loknu úrskurðar for-
seti, að Framsóknarflokkurinn
skuli aðeins fá 6 menn til efri
deildar og Sjálfstæðisflokkur-
inn jafnmarga.
Þess ber að geta, að einum
þingmanni Framsóknarflokks-
ins, Bjarna Bjarnasyni, var
varnað þess að geta verið við-
staddur atkvæðagreiðsluna,
vegna hryggilegra heimilis-
ástæðna, sem hverjum góðum
dreng hlýtur að renna til rifja.
Þetta notaði Sjálfstæðisflokk-
urinn sér til þess að koma fram
ofbeldi og órétti gagnvart Fram-
sóknarflokknum. Almenningur
getur í kyrrþey dæmt um þann
stjórnmálalega drengskap, er í
þessu athæfi felst.
Orsökin til þessa ofurkapps
mun fyrst og fremst hafa verið
sú, að hefðu 7 Framsóknar
menn verið í efri deild, mundi
hafa orðið hlutkesti við forseta-
kjör þar milli Einars á Eyrar-
landi og Jóhanns Þ. Jósefsson-
ar. Á það vildu Sjálfstæðismenn
ekki hætta, heldur tryggja Jó-
hanni sætið og útiloka Einar.
Kemur þetta ofurkapp illa heim
við tylliboð íhaldsins áður um
annan deildarforsetann.
Allt þetta athæfi íhaldsins
verja Alþýðuflokksbroddarnir
af sömu ákefð og hæna ver unga
sína. Það er ein afborgunin af
skuld þeirri, er þeir telja sig
standa í við Sjálfstæðisflokkinn
fyrir að sleppa dýrtíðinni lausri.
Noregssöfnunin. i
Blaðinu hefir borist eftirfarandi bréf
um Noregssöfnunina:
TSLENDINGAR hafa sett sér það
" mark að rétta frændum sínum
Norðmönnum hjálparhönd, og þess
þurfa þeir með, eftir stríðið. Og það
má ekki verða vesæl hjálp, með
hangandi hendi, heldur myndarleg og
af heilum hug veitt. Ekki megum við
láta minni upphæð frá okkur fara en
svo sem eina milljón króna. Og það
getum við hæglega, ef við viljum, nú
þegar allir vaða í peningum.
Gömul hjón, óvinnufær og allslaus,
réttu fram 20 krónur hér á dögunum
af fétækt sinni. Það ætti að vera
metnaðarsök hvers einasta íslendings,
að láta nokkuð af hendi rakna, held-
ur fyrr en seinna, meðan hann hefir
nóg fé handa í milli.
Og sveitafélög, bæjafélög, fyrirtæki
og ríkið sjálft, allir eiga að sýna skiln-
ing, og þá drenglund, að taka þátt í
þessu miskunnarverki.
Söfnunin gengur of hægt. Henni
þarf að hraða. Legg þú fram þitt lið!
S.“
T7ÉR erum alveg samdóma bréfrit-
aranum. Stríðið hefir fært flest-
um þjóðum þjáningar og dauða, en
oss, enn sem komið er, fullar hendur
fjár. Gifta lands vors hefir forðað oss
frá hörmungum, en af því megum vér
ei ofmetnast svo, að vér ekki sjáum
neyðina og þjáningarnar allt umhverf-
is oss og gerum ekkert til þess að
rétta frændum vorum hjálparhönd.
Norðmenn eru oss skyldari en aðrar
þjóðir. Það verður óafmáanlegur
blettur é sjélfum oss og eftirkomend-
um vorum, ef vér bregðumst eigi
mannlega við, er til vor er leitað á
slíkri neyðarstund, sem nú er runnin
upp yfir hina norsku þjóð. Minnumst
öll Noregs!
T"tTVARPSHLUSTANDI“ skri
',yj blaðinu:
„Oft hefir dagskrá útvarpsins ve
léleg, en var varla nokkru sinni c
aumari en í sumar. Ef það eiga að
vera sparnaðarráðstafanir, að hlust-
endum er næstum alltaf boðinn sami
grautur í sömu skál — og hann ekki
yfrið þykkur upphaflega — virðast
þær óneitanlega koma allhart niður á
þessari „æðstu og áhrifamestu
mennta-, menningar- og skemmti-
stofnun þjóðarinnar“, eins og útvarpið
hefir stunduð verið kallað, og ætti
líka að geta verið, ef rétt og sómasam-
lega væri á haldið. — Og stundum er
þessi vizka og andlegheit kynnt þjóð-
inni af þulum, — konum og körlum,
— sem varla eru mælandi að kalla á
mennskra manna vísu. — Þé munu
þeir, sem stautandi eru, vera í sumar-
fríi og aðrir úr þeirri skúffu ekki til-
kippilegir!
þÓ tekur fyrst út yfir allan þjófa-
bálk, þegar til íþróttafréttanna
kemur: Kvöld eftir kvöld verða þeir
útvarpshlustendur, sem eru svo
heimskir eða bíræfnir að „skrúfa frá“
tólum sínum á þeim tíma sólarhrings-
ins, sem bezt er fallinn til flutnings
skemmtilegs og fróðlegs útvarpsefnis
(ef almenningi er annars ætlað að
lifa í slíku bílífi að hlusta á slíkt), að
gera sér að góðu að hlýða á þrotlaus-
ar nafnaþulur, tölur og alls konar firr-
ur, sem kallaðar eru fréttir af íþrótta-
mótum og kappleikjum hvaðanæfa
að af landinu. Eg skil ekki, að íþrótta-
fólki sé nokkur greiði gerður með
slíku málæði, og sé sálarástandi þess
svo farið, að því sé einhver fróun að
því, að allur almenningur í landinu
sé tröllplógaður með slíkum upptaln-
ingum, og útskýringum á því, hvað
einhverjir Pétrar eða Pálar, sem ein-
hverntíma hafa villst út á íþróttavöll
einhvers staðar á landinu sem þátt-
takendur í íþróttakeppni, hafa stokk-
ið marga cm. — ekki aðeins í ár,
heldur einnig í fyrra og jafnvel í hitt-
eðfyrra, — þá skilur það illa í hverju
hið sanna gildi íþróttanna er fólgið.
Þetta fyrirkomulag þénar og helzt til
þess að drepa þvx algerlega á dreif,
þá sjaldan einhver veruleg íþróttaaf-
rek eru unnin í landinu, sem vert
væri, að almenningur veitti nokkra
eftirtekt, — 'drekkir þeim bókstaf-
Æfintýri Churchills
í Búastríðinu.
(Niðurlag).
BRYNVARÐA EIMREIÐIN.
Með miklum erfiðismunum
tókst okkur að velta fyrsta
vagninum svo langt til hliðar,
að hann var ekki til hindrunar
lengur. Brautin framundan virt-
ist greiðfær; undankoma okkar
virtist örugg. — Vonbrigðin
urðu þess vegna sár, þegar eg
komst að raun um, að enn varð
að yfirstíga mikla erfiðleika, áð-
ur en heimferðin gæti orðið að
veruleika.
Við komust að raun um, að
ennþá vantaði nokkra þuml-
unga til þess að vagnarnir kæm-
ust fram hjá. í sjötíu mínútur
var hamast við að ryðja þessari
torfæru úr vegi. Umhverfis okk-
ur sprungu „fallbyssukúlur og
riffilskotin glumdu á járnbyrð-
ingi vagnanna, en svo mikil var
eftirvæntingin, að menn
gleymdu hættunni; annars veg-
ar var fangavist í óvinalandi, en
hins vegar öryggi, frelsi og sigur
á örðugleikunum.
Við höfðum gætt þess vand-
lega, að hætta ekki á, að eim-
reiðin færi af sporinu; þá væri
öll von úti. En nú efldizt fall-
byssuskothríð Búa og eg ákvað
að tefla á tæpasta vaðið. Eg lét
eimreiðina aka með fullri ferð
á torfæruna; það var ógurlegur
gnýr við áreksturinn og fyrst
hélt eg að eimreiðin mundi kast-
ast af sporinu, — én það varð
þó vagninn sem sporreistist;
eimreiðin slapp fram hjá um
leið, — en vagninn féll í samt
lag aftur að baki hennar. Hvað
átti nú að gera? Ekki var hægt
að fara með eimreiðina til baka.
En vagnarnir þrír voru ennþá
óvinamegin torfærunnar. Mér
flaug í hug að eina ráðið væri
að reyna að færa torfæruna af
sporinu með handafli.
Eg skundaði aftur með lest-
inni á fund Haldanes. Hann
féllst á uppástungu mína og
skipaði mönnum sínum að
reyna að komast til eimreiðar-
innar.
Þessi áætlun okkar var nægi-
lega skynsamleg til þess að