Dagur - 27.08.1942, Blaðsíða 1

Dagur - 27.08.1942, Blaðsíða 1
Vikublaðið DAGUR Ritstjórar: INQIMAR EYDAL, JÓHANN FRÍMANN. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Jóhann Ó. Haraldsson. Skrifstofa við Kaupvangstorg. Sími 96. Árgangurinn kostar kr. 8,00. Prentverk Odda Björnasonar. XXV. árg. Akureyri, fimmtudaginn 27. ágúst 1942 46. tbl. Listsýningin í kirkju- kapellnnni HJÓNIN Barbara Moray Williams og Magnás Á. Ámason hafa málverka- sýningu í kirkjukapellunni hér þcssa dag- ana. Sýningin var opnuð almenningi s.l. sunnudag og verður opin til mánaða- móta. Magnús sýnir 35 olíumálverk, flest frá Austur-Skaftafellssýslu og Snæfells- nesi, en frúin 25 vatnslitamyndir; flcstar eru þæ reinnig af íslenzku landslagi. Erlendir ferðamenn, sem reynt hafa að lýsa islenzkri náttúrufegurð, að aflokinni skammri heimsókn, hafa stundum ekki fundið annað ráð betra, til þess að koma tilfinningum sínum á framfæri, en líkja henni við landslag á tunglinu eða á Marz, eða eitthvað ámóta fjarlægt og draum- kennt. Svo mjög hefir þeim fundizt ís- lcnzk náttúra, mótuð af isi og eldi, frá- brugðin því, sem annars staðar gerist á hnetti hér. Þeim, sem hér eru fæddir og uppaldir, kann að koma þetta nokkuð spanskt fyrir, og vel má vera að kunnáttumönnum i málaralist finnist það skringilegt, að leik- manni í þcim efnum, sem mér, skuli verða líkt innanbrjósts við að skoða mál- verk Magnúsar Á. Ámasonar. En slík eru áhrif þeirra engu að síður. Ég gæti t. d. vel hugsað mér landsýni i Álfheimum eitthvað svipaða myndinni „Ströndin", sem er óneitanlega fögur, en yfir henni hvílir einhver fjarlægur draumabjarmi; framliðnir gætu án alls efa alveg eins átt heima á „Dyrhólaey“ (minni myndin) og á „dauðraeyju“ Böcklins. Þessi fjarlægi, jafnvel annar- legi blær, virðist mér hvíla yfir fleiri myndum, svo sem „Sumartungl á Snæ- fellsnesi" og stærri myndinni frá Dyr- hólaey. Ég ætla mér ekki þá dul, að dæma myndirnar út frá þcssum hugleiðingutn, en vildi aðeins með þeim leiða athygli að þeim nýstárlega, jafnvel æfintýralega blæ, sem yfir þeim er, og vel má vera, að íslenzk náttúra sé annarsheimslegri en flest á hnetti hér. pRÚ Barbara hefir fyrir löugu vakið “ athygli á landi hér með teikningum sinuin og vatnslitamyndum. Myndimar, sein frúin hefir valið til sýningar, að þessu sinni eru yfirlætislausar og fagrar. Sérstaklega hygg ég að myndiii af „Helgu" muni vekja aðdáun. Það er dá- samlcga fögur og lífi innblásin mynd, af fslenzkri stúlku í skógi á sumardegi. Þar er sólskin í hverjum pensildrætti. Tréskurðarmyndin af íslenzkum sveitabæ Framhald á 4. síðu. firaulaveri nækkar Brauðverð hér í bænum mun hækka allverulega frá 1. sept. næstkomandi. Undanfarið hefir verð brauða verið allmikið lægra hér en í Reykjavík. Ný- lega hefir orðið grunnkaups- hækkun hjá bakaraaveinum og fengu sveinar hér sömu kjör og starfsbræður þeirra í Reykjavík. Stafar verðhækkunin á brauð- unum mestmegnis af þessu. Ein- stakar tegundir munu kosta eftir 1. sept.: Kr. Rúgbrauð 1.15 (0.90) Franskbrauð 0.80 (0.64) Vínarbrauð 0.27 (0.20) Kringlur 2.10 (1.70) Tvíbökur 4.75 (3.60) Síldariíliiiiðurinii og Akureyri Síldin er veidd fyrir mynni Eyjafjarðar, — stórfelld aukning Laxár- virkjunar er ráðgerð, — nauðsynlegt er að tryggja verkafólki í næst stærsta bæ landsins atvinnu í framtíðinni. Allt þetta mælir sterk- lega með því, að ríkið reisi eina af hinum fyrir- huguðu síldarverksmiðj- um í nágrenni Akur- eyrar. Amerísk herskip skjóta á stöövar < & Japana á Kyrrahaiseyjunum. - Bandaríkjamenn eru í sókn á Salomonseyjum og haia gert vel J f, heppnaðar árásir á Gilbertseyjar, sem einnig eru á valdi Japana. Eins og kunnugt er liggur nú fyrir Alþingi frumvarp til laga um heimild fyrir stjórn Síldarverksmiðja ríkisins til þess að taka 25 miljón króna lán, til þess að auka afköst síld- arverksmiðjanna um 30 þúsund mál á sólarhring, með því að reisa nýjar verksmiðjur á Sauð- árkróki, Skagaströnd, Húsavík, Siglufirði og Raufarhöfn. Þessar framkvæmdir vekja að vonum mikla athygli um land allt, og ekki sízt hér á Ak- ureyri, en í ráðagerðum þessum hefir bærinn algerlega verið settur hjá. Mun mestu hafa ráð- ið um það, að hingað þyki of löng sigling með síldina og aðr- ir staðir séu þess vegna heppi- legri. Síldarvertíðin, sem nú er að enda, hefir sannað það gagn- stæða. Mesta veiðin hefir verið fyrir mynni Eyjafjarðar. Verk- smiðjurnar á Hjalteyri og Dag- verðareyri hafa fengið mjög mikla síld til vinnslu. Er hin mesta f jarstæða að ætla, að verksmiðja á Svalbarðseyri til dæmis, eða annars staðar í ná- grenni Akureyrar hefði ekki haft jafn góða aðstöðu til vinnslu og þessar verksmiðjur. Þar að auki er svo það, að hér eru hafnarskilyrði hin beztu, en á sumum þeim stöðum, sem nú er ráðgert að byggja á, þarf að leggja stórfé til hafnarmann- virkja áður en vinnsla getur hafizt þar; stórfelld aukning Laxárvirkjunarinnar stendur fyrir dyrum og bærinn væri því fær um að leggja verksmiðjum til raforku í ríkum mæli og loks er bænum mikil nauðsyn að hafnar séu auknar atvinnu- framkvæmdir hér í bænum eða næsta nágrenni, til þess að taka við af setuliðsvinnunni og öðr- um tímabundnum framkvæmd- um. í þorpum þeim, sem nú á að hefja framkvæmdir í, er ekki nóg vinnuafl til, til þess að reka þar verksmiðjur, að óbreyttum aðstæðum. Þangað mun því liggja straumur fólks úr sveitun- um í nágrenni þeirra og annars staðar að, og því stefnt að því, Framh. á 4. síðu. Frú Gerd Grieg neiir >norsHt kudiu< r samkomMsi oæjarins næstkumandi laugardag. Frú Gerd Grieg og leikarar úr Reykjavík, sem starfað hafa með henni undanfarið þar við leiksýningar hennar, eru vænt- anleg hingað til bæjarins á morgun. Páll ísólfsson tónskáld er og með í förinni. Mun frúin efna til skemmtunar í Sam- komuhúsi bæjarins á laugar- daginn kemur með aðstoð þeirra sömu er starfað hafa með henni undanfarið í Reykjavík, en það eru Brynjólfur Jóhannesson, Lárus Pálsson, Valur Gíslason og Ólafía Jónsdóttir. Páll ísólfs- son mun aðstoða við einsöng frúarinnar. Frúin mun sýna kafla úr leikriti Ibsens, „Hedda Gabler“, lesa upp úr norskum bók- menntum og syngja norsk þjóð- lög. Frúin er, svo sem kunnugt er, ein hin þekktasta listakona Noregs. Stórhýsi fyrir póst og' síma reist hér í bænum á næstnnni Nýlega hefur verið ákveðið að hefja byggingaframkvæmdir fyr- ir póst og síma hér á Akureyri, að því er segir í fréttum frá skrif- stofu húsameistara ríkisins í Reykjavík. F.ins og kunnugt er, hefir liús- næði það, sem pósthúsið og síma- stöðin hér á Akureyri Itefir átt við að búa undanfarin ár, verið a-lgerlega ófullnægjandi, svo að til vandræða hefir horft. Síma- stöðin er t. d. orðin þannig, að þrátt fyrir dugnað og árvekni starfsfólksins er síma-afgreiðsla á innanbæjarkerfinu mjög bágbor- in oft á tíðum, vegna þess að bær- inn er vaxinn stöðinni yfir höfuð fyrir löngu síðan. Sama máli gegnir um póstliúsið. Þar eru húsakynni allt of þröng og ó- hentug og tefja alla afgreiðslu þar til mikilla óþæginda. Póst- og símamálastjórnin hef- ir keypt lóðina nr. 10_2 við Hafn- arstræti og mun hið væntanlega stórhýsi eiga að rísa þar. Hefir blaðið frétt, að það muni eiga að vera fjögra hæða bygging, mjög vönduð í hvívetna. Ef mögulegt reynist, er ráðgert að hefja framkvæmdir í haust. Húsameistari ríkisins mun ann- ast uppdrætti að byggingunni. ERLEND TIÐINDI Washington, 22. ágúst. gRASILÍA, stærsta og auðug- asta ríki Suður-Ameríku, á nú í styrjöld við Þýzkaland og Ítalíu. Brasilía er 11 ríkið á vesturhveli jarðarinnar, sem segir Möndulveldunum stríð á hendur. Stríðsyfirlýsingin var gefin út eftir að kafbátar Mönd- ulveldanna höfðu sökkt 6 strandferða- og flutningaskip- um við strendur landsins. Þessi atburður er hinn mikilvægasti, því að Brasilía er hráefnaauð- ugt land. Landið er stærra en Bandaríkin að flatarmáli en íbúatalan er 40 miljónir. Mörg hráefna þeirra, sem mikilvæg eru í hernaði, eru til í landinu, t. d. kemur þaðan mest af því gúmmíi, sem hinar frjálsu, sam- einuðu þjóðir hafa nú aðgang að. Herinn og flugherinn eru smávaxnir en mjög vel æfðir. Framhald é 4. síðu,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.