Dagur - 27.08.1942, Blaðsíða 4
4
DAGUR
Fimmtudaginn 27. ágúst 1942
ÚRBÆOGBYGGÐ
GuSsþjónustur í Grundarþinga-
prestakalli: Hólum, sunnudaginn 6.
sept., kl. 1 e. h. — Saurbæ, sunnudag-
inn 13 .sept., kl. 1 e. h. — Möðruvöll-
um, sama dag, kl. 3 e. h. — Grund,
sunnudaginn 20. sept., kl. 1 e. h.
Bændahöfðingi látinn. Nýlega er
látinn, að óðali sínu, Ásgarði í Döl-
um, bændaöldungurinn Bjarni Jens-
son. Var hann einn hinn þekktasti af
bændum vestanlands og kom mjög
við sögu héraðs síns um marga ára-
tugi. M. a. lét hann mjög til sín taka
í kaupfélagsmálum þar um slóðir.
Gestrisni hans var víða rómuð.
NíræSur varð Kristján Jónsson,
fyrrum bóndi að Litlu-Hámundar-
stöðum á Árskógsströnd, þann 23. þ.
m. Kristján var um langt skeið áhrifa-
maður í sveit sinni, dugnaðarbóndi
og vinsæll mjög. Hann hefir jafnan
haft hinn mesta áhuga á þjóðmálum
og hefir enn, þótt heilsu hans hafi
mjög hnignað hin síðustu 2 árin, enda
er hann prýðilega greindur og vel les-
inn. Hann dvelur nú á heimili sonar
síns, Vigfúsar, í Litla-Árskógi.
Ruslkörtumar: Þótt margir bæjar-
búar séu svo hirðusamir og prúðir í
háttum sínum, að vilja nota ruslakörf-
urnar við aðalgötu bæjarins fyrir
vindlingapakka, bréfarusl o. fl. þ. h.,
þá eru hinir sjálfsagt jafnmargir, sem
finnst gatan sjálf jafnprýðilegur
geymslustaður fyrir þessa hluti. Þetta
er afleitt sinnuleysi um útlit bæjarins.
Vill blaðið ennþá einu sinni skora á
bæjarbúa alla, að vinna að því, að
gera Akureyri að fyrirmyndarbæ um
hirðusemi og þrifnað. Ruslkörfurnar
eru spor í rétta átt, ef .menn vilja
vinna að þessu .í alvöru.
Þýzk flu&vél réðist með sprengju-
kasti og vélbyssuskothríð á togarann
„Vörð“ frá Patreksfirði úti fyrir Vest-
fjörðum s.l. mánudag. Sprengjan
hæfði ekki í mark, en flugmennirnir
létu vélbyssuskothríðina dynja á þil-
fari og stjórnpalli skipsins. Einn há-
setanna, Sigurjón Ingvarsson, frá Pat-
reksfirði, varð fyrir skoti og beið bana
af. Aðrir skipsmenn sluppu óskaddað-
ir og engar teljandi skemmdir urðu á
skipinu.
Vísitalan fyrir ágúst hefir nú verið
kunngerð og er 195, eða 12 stigum
hærri en í júlí.
Verkfall stendur yfir þessa dagana
hjá verkamönnum í vinnu hjá ame-
ríska setuliðinu. Mun setuliðið' ekki
hafa fallizt á að greiða grunnkaups-
hækkun þá, sem nýlega hefir orðið á
verkamannakaupi víðast hvar á land-
inu. Er leitt til þess að vita, að sam-
búð ameríska setuliðsins og verka-
manna hér norðanlands skuli hafa
byrjað með svo óskemmtilegum
hætti.
GJAFIR
til Húsmæðraskólafélags Akureyrar
til kaupa á innanhússmunum í
skólann.
(Framh.)
Kr.
Bernh. Stefónsson, alþm. 50.00
Gerður Jónsdóttir, verzl.mær 50.00
Stefán Halldórss., vélstj. 50.00
Ingibj. Halldórsd., Strandg. 17 50.00
N. N., Rvík 50.00
Guðm. Jónasson, bílstjóri 20.00
Ragnar Ólason, efnafræðingur 20.00
Freyja Hallgrímsd., Strandg. 13 20.00
Sigríður Friðfinnsd., Glerárg. 11 15.00
Þórunn K. Johansen, Glerárg. 1 10.00
Jónasína Þorsteinsd., Gr.f.g. 19 10.00
Sigríður Sakaríasd., Gránufél.g. 10.00
ísleifur Oddsson, trésmiður 20.00
Axel Jóhannesson, Glerárg. 5 15.00
N. N. S. 5.00
Bílstjóri Nr. 913 10.00
Kristinn Jónsson, Hafnarstr. 20 20.00
Laufey Jónsdóttir, Hafnarstr. 4 10.00
Sigurlaug Benediktsd,, Hafn.stc- 10.00
Áuglvsing ■ hámarksverð Dráttarvextir
Dómnefnd í kaupgjalds- og verðlagsmálum hefir samkvæmt
heimild í lögum 29. maí 1942, ákveðið að setja eftirfarandi há-
marksverð á brauð, á þeim stöðum, þar sem brauðsöluhús eru:
Rúgbrauð óseydd 1500 gr. kr. 1.15
Rúgbrauð seydd 1500 — — 1.20
Normalbrauð 1250 — — 1.15
Franskbrauð 500 — — 0.82
Heilhveitibrauð 500 — — 0.82
Súrbrauð 500 — — 0.67
Wienerbrauð pr. stk. — 0.27
Kringlur pr. kg. — 2.14
Tvíbökur pr. kg. — 4.75
Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd, en að ofan greinir,
skal verðið vera hlutfallslegt.
Á þeim stöðum, þar sem ekki eru brauðsöluhús starfandi, má
verðið vera þeim mun hærra, sem nemur flutningskostnaði á
brauðunum.
falla á fyrri helming þeirra útsvara, sem eigi greið-
ast íyrir 1. sept. 1942. Vextirnir eru 1 prc. á mánuði
og reiknast frá 1. júlí s. 1.
J?á er athygli vakin á ákvæðum laga nr. 23, 12.
febr. 1940, en samkvæmt þeim ber vinnuveitend-
um að halda eftir af kaupi þeirra útsvarsgjaldenda,
er þeir hafa í þjónustu sinni og eigi sýna skilríki
fyrir að hafa gert skil á útsvörum sínum. Hinum
innheimtu upphæðum ber vinnuveitendum síðan
að skiia jafnóðum til bæjarsjóðsins. Dráttarvaxta-
áKvæðin ná eigi til útsvara, sem greiðast á þennan
hátt.
Akureyri, 20. ágúst 1942.
BÆJARGJALDKERINN.
Reykjavík, 22. ágúst 1942.
Llstsðningln
(Framhald af 1. síðu).
cr og framúrskarandl vel gcrð. „Hestar“
heitir látlaus mynd, en lifandi; Melgras
önnur, skemmtileg og litaauðug.
Eg hygg, að menn fari ekki erindis-
Ieysu á listsýninguna í kirkjukapellunni.
Þeir leikmenn, sem hafa yndi af málara-
list, geta dvalið þar lengi og notið lita
og lína. Myndimar gefa óneitanlega til-
efni til margvíslegra huglelðinga og
skemmtilegra dagdrauma. Sú varð reynsla
mín. ^
Gestur.
SddariðnaðiTinn oo Ah.
(Framhald af 1. síðu).
að þar rísi upp bæir, sem at-
vinnu hafa af síldarverksmiðj-
unum um hásumarið, en berjast
við atvinnuleysi aðra tíma árs-
ins. Virðist með tilliti til þessa
skynsamlegra að reisa a. m. k.
eitthvað af hinum fyrirhuguðu
nýbyggingum í því nágrenni,
sem hefir nægan vinnukraft án
allra aðflutninga, til þess að fyr-
irtækið geti starfað. Verður auk
þess ekki komizt hjá að álíta, að
ríkinu beri skylda til að stuðla
að því, eftir því sem við verður
komið, að létta undir um at-
vinnuframkvæmdir í næst
stærsta bæ landsins, svo að
ekki verði hér fyrirsjáanlegt at-
vinnuleysi strax og hinum óeðli-
legu hernaðarframkvæmdum
lýkur.
Frá sjónarmiði útgerðar-
manna virðist og mjög æskilegt
að síldarverksmiðjur séu þar
settar, sem hægt er að fá verka-
fólk til síldarsöltunar með litl-
um fyrirvara; hefir Otto Tulini-
us útgerðarmaður réttilega bent
á þetta atriði í grein, er hann
skrifaði nýlega í „ísl.“.
Þetta mál er stórmál frá sjón-
armiði bæjarbúa og þeirra, sem
í nágrenni bæjarins búa. Mætti
því vænta þess að ráðamenn
bæjarins og fulltrúi hans á Al-
þingi tækju þetta mál upp við
stjórn Síldarverksmiðja ríkisins
og flokkana á Alþingi.
Rannveig Bjamard., veitingak. 25.00
Bóra Sigurjónsd., verzlunarmær 25.00
(Framhald).
Feröafélag Akureyrar. Munið ferð-
ina í Glerárdal um næstu helgi. Kynn-
ið yður grein Dr. Trausta Einarssonar
um Glerárdal í blaði félagsins 1942.
Dansleik heldur U. M. F. „Ársól“
á Munkaþverá laugardaginn 29. þ. m.
kj, 10 ». h. Vaitingar á staSnum.
Erlend iiðlndft
En flotinn er töluverður og get-
ur veitt Bandamönnum hina
mikilvægustu aðstoð í barátt-
unni við kafbátana.
* *
pRAMLEIÐSLUNEFND
Bandaríkjanna hefir ákveð-
ið að láta byggja 500 risaflug-
báta af gerð þeirri, er nefnist
Mars, til flutninga, og enn
fremur gera tilraun með smíði
200 smálesta flugbáta.
Til þess að flytja 450.000
smálestir á ári mundi aðeins
þurfa 180 tvö hundruð smálesta
flugbáta og til smíði þeirra
mundi aðeins þurfa 18 þúsund
smálestir af hráefnum. Til þess
að flytja sama magn með skip-
um mundi þurfa 235 þúsund
smálestir hráefna.
* *
Stokkhólmur, 30. júlí
(N. Y. Times 31/7).
EF BRETAR gera innrás í
Noreg mun National sam-
ling koma af stað „hroðalegri
borgarastyrjöld“, sagði Quisling
í ræðu, sem hann flutti að
Stiklastöðum í gær. Ræðan var
flutt í tilefni af Olsok-hátíðinni.
Þegar Quisling hafði borið sam-
an nýskipan sína og Ólafs kon-
ungs helga, sagði hann hlust-
endum sínum, að hann vissi ,,að
þeir óskuðu að Bretar kæmu og
frelsuðu þá“.
Quisling sagði ennfremur að
National Samling ætti ekki að
vera fjöldahreyfing. „Við viljum
ekki fá alla í flokkinn", sagði
,,forsætisráðherrann“, þvert
ofan í hinar ítrekuðu til-
raunir flokksforingjanna til þess
að fá hverja einustu sál í flokk-
inn, konur og börn jafnt sem
karla. Mörg merki sjást þess að
andstaða Norðmanna og aukin
hætta um innrás hafi mikil
áhrif á taugastyrk „forsætisráð-
herrans". Mun hann vera farinn
að óttast um stöðu sína.
(Frá ameríska blaðafulltr.).
* *
Síðustu fréttir.
p[ERTOGINN AF KENT,
bróðir Bretakonungs, fórstí
flugslysi s.l. þriðjudag, er
Sunderland flugbátur, sem
hann ferðaðist með og var á leið
til íslands hrapaði í Norður-
Skotlandi. í enska útvarpinu var
sagt að hertoginn hefði átt að
gegna sérstökum skyldustörfum
á íslandi. Ekki var nánar frá
þaim greint
Ellilaun og örorkubætur
Umsóknum um ellilaun og örorkubœtur
ber að skila til skrifstofu bœjarstjóra fyrir
1. október n. k. Umsóknareyðublöð fást á
bæjarstjóraskrifstofunni. Umsóknum um
örorkubætur verður að fylgja vottorð hér-
aðslæknis. Tekið skal fram í umsóknum,
hvort umsækjandi er sjúkratryggður eða
ekki.
Akureyri, 26. ágúst 1942.
• BÆJARSTJÓRINN.
Verkaiólk
er undanfarin haust hefur unnið á slátur-
húsi voru á Akureyri og ætlar að sæta
vinnunni í haust, er beðið að gefa sig fram
eigi síðar en 10. september næstkomandi.
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
Sraásöluverð á vindlura
Útsöluverð á amerískum vindlum má ekki vera hærra en
hér segir:
Panetelas 50 stk. kassi kr. 41.40
Corporals 50 — — — 37.20
Cremo 50 —- — — 37.20
Golfers (smávindlar) 50 — — — 18.50
Do. — 5 — pakki — 1.85
Piccadilly (smáv.) 10 — blikkaskja — 2.20
Muriel Senators 25 — kassi — 22.80
Do. 50 — — — 45.60
Rocky Ford 50 — — — 32.70
Muriel Babies 50 — — — 27.60
Van Bibber 5 — pakki — 2.25
Le Roy 10 — — — 4.30
Royal Bengal 10 — — — 3.25
Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverðið vera 3%
hærra en að framan greinir, vegna flutningskostnaðar.
ATH.: Vegna þess, að kvartanir hafa borizt til Tóbakseinka-
sölunnar um það, að verzlanir selji vindla stundum með hærri
smásöluverðsálagningu en leyfilegt er samkvæmt lögum, viljum
vér hér með skora á allar verzlanir að gæta þess nákvæmlega, að
brjóta eigi lagaákvæði um smásöluverðsálagningu, og benda þeim
á, að háar sektir liggja við slíkum brotum. Jafnframt viljum vér
benda almenningi á það, að yfir slíkum brotum ér rétt að kæra
til næsta lögreglustjóra, hvar sem er á landinu.
T6bakseinkasaU dkisins.