Dagur - 05.11.1942, Síða 1

Dagur - 05.11.1942, Síða 1
Vikublaðið DAGUR Ritstjórar: INGIMAR EYDAL, JÓHANN FRÍMANN. Afgreiðala, auglýiingar, innheimta: Jóhann Ó. Haraldsson. Skrífstofa viS Kaupvangstorg. Simi 96. Árgangurinn kostar kr. 8,00. Prtntwrk Odda Bjömssonar. 1 RiKISSTJÓRN ÚLAFS THORS SEGIR AF SER STRAX OG ÞING KEMUR SAMAN 10.-15. NÓVEMBER Frá bókamarkaðinum. Sven Hedin: Lönd leyndar- dómanna. Ferðir um fjöll og eyðimerkur Mið-Asíu 1893— 1897. í íslenzkri þýðingu eftir Sigurð Róbertsson. Bókaforlag Pálma H. Jónssonar. Prentverk Odds Bjömssonar. Akureyri 1942. SVEN HEDIN, hinn heimsfrægi sænski landkönnuður, mun svo sem kunnugt er, vera einhver þekktasti ferðalangur, sem nú er uppi. Meðal landfræðinga, mannfræðinga og annarra visindamanna mun hann að sjálfsögðu frægastur fyrir rannsóknir sínar á náttúrufari Mið-Asíu- landanna, þessara líttkunnu hágangna og tröllabyggða, og á þjóðfélagsháttum hinna frumstæðu þjóða, er þar búa í svintandi hæð meðal ókleifra tinda. En öllum þorra manna mun Hedin þó kunnastur fyrir hinar alþýðlegu ferðabækur sínar, sem þykja óvenjulega skemmtilegar aflestrar, enda er hann ritsnillingur mikill, sem kann vel þá list að segja skemmtilcga frá ferðalögum sínum, hvort hcldur hann reikar á úlfaldabaki um eyðlmerkur og brunasanda, eða klífur risajökla og ófæru- tinda í slíkri hæð, að loft gerist svo þunnt, að mannleg lungu þola illa þá árcynslu að draga andann og liggur því við köfn- un. Og ferðafélögum sfnum, dýrum og mönnum, og öllum þcim ólíku þjóðflokk- um og kynkvíslum, er hann kynnist, lýslr Hedin af slikri samúð, skilningi og frá- sagnargleði, að lesandanum finnst hann sjálfur þekkja þetta fólk og hafa með því dvalizt, að lcstrinum loknum. NÚ hefir Sigurður Róbertsson snarað einni þessara skemmtilegu og alþýð. legu ferðabóka á íslenzku, en bókaforlag Pálma H. Jónssonar gefið hana út — í vandaðri útgáfn. Þýðing Sigurðar virðist ágæt, málið hreint, látlaust og allþrótt- mikið og hinum heiðríka og karlmannlega frásagnarstíl Hedins vel haldið. Prentun og annar frágangur bókarinnar er mcð ágætum, eins og allt það, sem frá Prent- verki Odds Bjömssonar kemur af því tagi. Þá spillir það heldur ekki, að bókin cr skreytt fjölda ágætra mynda, og cru þær flestar eftir höfundinn sjálfan, en Hedin er prýðilegur dráttlistannaður, t. d. eru ýmsar pcnnateikningar hans mjög rómaðar. Pappírinn er vandaður og fal- legur, en mætti þó vera þykkari. Ferðabækur eftir góða höfunda em nú mjög i tízku meðal ýmissa bókavina, og er það vel. Þarf því naumast að draga það í efa, að „Lönd leyndardómanna" verða eftirsótt gjafabók, t. d. nú um jólin, enda virðist bókin einkar vel fallin til tækifær- Isgjafa. J- Fr. Meðalþungi dilkanna varð 13,5 kg. Slátrun sauðfjár á vegum Kaupfélags Eyfirðinga er ný- lega lokið. Alls var slátrað 31.456 kindum, þar af 19.501 hér á Ak- ureyri. Er þetta nokkru meira en verið hefir undanfarin haust. Meðalþungi dilkanna reyndist vera 13 kg., að þessu sinni, eða svipað og verið hefir. Þyngsti dilkurinn vóg 25 V2 kg. Ennþá hefir ekkert verið til- kynnt um það, hvenær þing verður kvatt saman, en talið er að það muni verða 10.—15. þ. m. Landkjörstjórn hefir ennþá ekki úthlutað uppbótarþingsætum, en Washinéton, 26. okt. gENDISVEIT hinna stríðandi Frakka hér tilkynnti í dag að kostnaður á hverjum klukku- tíma af hernámi Nazista í Frakk- landi myndi geta fætt og klætt 500 franskar þriggja meðlima fjölskyldur í heilt ár. Daglegur kostnaður myndi einnig geta greitt árs kaup fyrir 20.000 verkamenn, eða byggt 2.500 fyrirmyndar heimili, 80 mílur af járnbrautarteinum eða 150 eimreiðir. LeikfélagAkureyrar hefur að nýju sýningar á „Nýjársnóttinni“. Æfir auk þess danskan gamanleik. Leikfélagið hafði fyrstu sýn- ingu sína á þessum vetri á „Ný- ársnóttinni“, hinu vinsæla al- þýðuleikriti Indriða Einarssonar í gærkvöldi. í vor lék félagið leik- rit þetta 12 sinnum hér í bæn- um við ágæta aðsókn og viðtök- ur. Leikendur eru allir þeir sömu og í vor, nema í hlutverki Önnu; frú Sigurjóna Jakobs- dóttir fór með það í vor, en hún er nú forfölluð vegna veikinda. Fer frú Guðbjörg Bjarnadóttir með hlutverkið að þessu sinni. Leiðbeinandf er Jón Norðfjörð, eins og áður. Þá æfir félagið danska gaman- leikinn „Þrír skálkar" eftir Carl Gandrup, um þessar mundir, að því er hr. Gunnar Magnússon, formaður Leikfélagsins, hefir tjáð blaðinu. Er Jón Norðfjörð einnig leiðbeinandi við þær æf- ingar. Þetta er skemmtilegur gaman- og söngvaleikur og lík- legur til þess að hljóta vinsældir. Sýningar munu væntanlega hefj- ast í byrjun desember. Vegna aukins kostnaðar af völdum dýrtíðar hefir félagið neyðzt til þess að hækka verð að- göngumiða að sýningum- eftir því mun beðið. Öll gögn hafa ekki borizt frá kjörstjórn- um úti á landi, en búizt er við, að það verði nú næstu daga. Ekki er vitað, hvaða flokkar muni standa að ríkisstjórn. Eng- New York, 28. okt. JSLF.NZKA söngkonan María Markan mun halda áfram að syngja við Metropolitan óper- una á hljómlistatímibili ársins 1942-43. Félagið tilkynnti í dag söng- leikjaáætlanir fyrir komandi vet- ur, 101 söngvarar munu starfa við Metropolitan óperuna. Ekki var skýrt frá vetrarsöng- skrá Maríu Markan, en hún sagði við blaðamenn, að hún vonaðist eftir að „syngja mjög oft“, og lofaði að tilkynna mjög bráðlega þau hlutverk, sem hún fengi. María Markan hefir upp á síð- kastið sungið annars staðar. í síðastliðinni viku söng hún á hinum fræga stað „Stage Door Canteen" í New York, sem fræg- ir listamenn frá leikhúsum, út- varpi og kvikmyndum halda uppi til að skemnjta hermönn- um. Þessa viku syngur hún á fleiri samkomum, sem haldnar eru til að auka sölu stríðsverð bréfa og til að styðja stríðsfram kvæmdir með ýmsu rnóti. (Framh. á 4. síðu). Dómsmálaráðuneytið hefir itaðfest, að það hafi skipað Jón Sveinsson, fyrrv. bæjarstjóra til þess að vera skattdómara ríkis- ins, frá 1. október s. 1. að telja. Embætti þetta var stofnsett með skattlögunum frá 1942 og segir svo í lögunum um starf þessa embættismanns: „Dómsmálaráðherra skipar lögfræðing til þess að hafa á hendi rannsóknir í skattamál- um, er hafi heimild til þess að hefja rannsóknir og setja rétt í hvaða umdæmi landsins sem er. Auk valds rannsóknardómara skal hann hafa sama rétt til þess að krefjast upplýsinga og sama aðgang að bókum og skjölum og ríkÍ9skattanefnd hefur samkv. lögum þewum. Kostiuður ai inn einn flokkur hefir þing- meirihluta að baki sér, svo sem tunnugt er, og eru uppi ýmsar tilgátur um myndun ríkisstjórn- ar. Ólafur Thors hefir gengið á fund ríkisstjóra og tjáð honum, að hann muni biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt strax og þing er komið saman. Var gefin út tilkynning um þetta frá skrifstofu ríkisstjóra s. 1. þriðju- dag. Verður þar með lokið ó- happasælasta stjórnartímabili, sem um getur í íslenzkri stjórn- arfarssögu á þessari öld. Vænta menn nú þess, að þing- ið láti ékki undir höfuð leggjast að taka skjótt og röggsamlega á Áætlunarverð á kjöti, ull og gærum ákveðið. STJÓRN KEA hefir nýlega samþykkt, að áætlunarverð á I. flokks kjöti, sem lagt er inn í sláturhús félagsins á þessu hausti, skuli vera 4 krónur fyrir hvert kíló. Endanlegt verð til bænda verðúr, eins og venja er, ákveðið síðar, þegar kjötið er selt. Þá samþykkti stjórnin enn- fremur, að áætlunanærð á ull sé það sama og í fyrra, kr. 4.50 fyr- ir kíló. Fyrra árs ull og þessa árs er öll óseld og óútflutt. Gæru- verð var einnig áætlað jrað sama og í fyrra, eða kr. 1.50 fyrir kíló. þessari ráðstöfun greiðist úr rík- issjóði". Um það bil, er lögin voru sam- jiykkt, hafði Hermann Jónasson, þáverandi forsætisráðherra, gert ráðstafanir til þess, að Baldvin Jónsson, lögfræðingur, sonur Jóns heitins Baldvinssonar, yrði settur í embætti þetta. Þegar rík- isstjórn Sjálfstæðisflokksins tók við völdunum, var sú ráðstöfun fym. forsætisráðherra að engu höfð. Mun þá hafa verið ráðið. að Jón Sveinsson fengi embætt- ið, jrótt ekki hafi þótt hyggilegt að gera það opinbert þá. Borgararnir rnunu lxafa vænzt þess, að í embættið veldist mað- ur, sem hefði tiltrú þeirra fyrir sakir óhlutdrægni og réttsýni. Hér skal enginn dómur lagður á . i S. megin vandamálum þjóðarinnar á yfirstandandi tíma, dýrtíðar- málunum og verzlunarmálun- um, þótt jrað komi við kaun einhverra. Dýrtíðin fer enn hraðvaxandi og má telja fullvíst, að vísitala yfirstandandi mánaðar verði mun hærri en hin síðasta, seni j)ó var 67 stigum hærri en þá er ríHsstjórn Ólafs Thors tók við völdum og ekki ólíklegt, að hún vei"ði allt að 90 stigum hærri, er hann lætur af völdum en þegar hann tók við þeim. Þjóðin ætlast áreiðanlega til þess nú, að eitthvað sé gert í mál- unum, — að tími blekkinganna sé útrunninn, en tími fram- kvæmdanna hafinn. Virðing manna fyrir Alþingi mun enn fara þverrandi, ef þar verður nú uj pi sama linkindin og áður í meðferð þessara mála. Fyrra árs kartöflur af reiknaðar með 42-48 kr. verði hver tunna. Stjórn KEA hefir nýlega ákveðið endanlegt verð á þeim kartöflum, sem félagið tók til sölumeðferðar á s.l. ári og s.l. vetri. Þær kartöflur sem lagðar voru inn til áramóta 1942 verða reiknaðar með 42 krónum tunn- an, frá 1. jan. til apríl með 45 krónum og þær kartöflur, sem lagðar voru inn eftir þann‘tuna, með kr. 48.00 tunnan. Þéssi misnrunandi vei'ðlagning stafar af því, að sanngjarnt þótti, að þeir, sem lögðu á sig að geyma kartöflurnar sjálfir, fengju eitthvað fyrir ómak sitt og svo hitt, að þeir, sem síðast leggja inn, seinna hluta vetrar og á vorin, verða æfinlega að bera meiri rýrnun á vörunni, vegna langrar geymslu en hinir, sem koma vörunni frá sér strax á haustin. Ævintýri eyfirzks bónda Fann sprengju og lagði á sig að flytja hana langa leið og afhenda setuliðinu! Herstjórnin biður menn að VARAST AÐ SNERTA Á SLÍKUM HLUTUM. Nýlega skeði það, h'ér út með firðinum, að bóndi nokkur fann sprengju í flæðarmálinu neðan undan bæ sínum, tók hana upp, (Framh. á 4, síðu). r Jón Sveinsson, fyrrv. bæjarstjóri, skip- aður skattdómari ríkisins frá 1. okt. s.l.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.