Dagur - 26.11.1942, Blaðsíða 4

Dagur - 26.11.1942, Blaðsíða 4
4 DAGUR Fimmtudagur 26. nóvember 1942 ÚR BÆ OG BYGGÐ □ Rún 5942127 — Frl. I.O.O.F.= 12411278»'2 = 9 — III. Kirkjan. Mes«að í Akureyrarkirkju kl. 2 e. h. n. k. sunnudag (aðventa). Stúkufundur: Ungmennastúkan Ak- urlilja nr. 2, heldur fund í Skjaldborg sunnudaginn 29. þ. m. klukkan 8.30 e. h. Inntaka. Hagnefndar atriði. Mætið mörg og stundvíslega. Vísitala framfærslukostnaðar fyrir yfirstandandi mónuð er 260 stig. Leiðrétting: í greininni um Jóhann- es Þórðarson frá Miðhúsum, sem birt- ist í síðasta blaði, féll niður lína í prentuninni. Átti að vera þannig: Þau hjón bjuggu lengst af að Syðri-Tjörn- um í Öngulsstaðahreppi o£ Miðhús- um í Hrafnaéilshreppi. Eru hlutað- eigendur beðnir afsökunar á þessum mistökum. Heimili oé skóli, rit Kennarafélags Eyjafjarðar, 1. árg. 5. h., er út komið og flytur greinar eftir Eirík Sigurðs- son, Björn H. Jónsson, Friðrik Hjart- ar og Hannes J. Magnússon og auk þess ýmislegt smávegis. Ritið er myndum prýtt Hvöt, blað bindindisfélaga í skól- um, 1. h. 11. árg., hefir blaðinu borizt. Efni: Það er indælt að vera ungur (kvæði). Að hafa samtök. í áföngum. Skemmtanalíf skólaæskunnar. íþrótt- ir. Eg lifi hvern dag ánægður. í ritinu eru allmargar myndir af áhugasömu bindindisfólki. Alþinéi hefir nú setið að störfum hótt á aðra viku. Gerðir þingsins þann tíma eru einkum þessar: Kosning for- seta og fastra nefnda. Ákveðið að fram skuli fara rannsókn út af kosn- ingu Gunnars Thoroddsen á Snæfells- nesi. Frv. til fjárlaga fyrir árið 1943 komið til 1. umræðu, ennfremur lagt fram frumv. til breytinga á stjórnar- skránni, hið sama sem samþykkt var á sumarþinginu. Forsetar þingsins eru þessir: í sameinuðu þingi: Haraldur Guð- mundsson, 1. varaforseti Gísli Sveins- son, 2. Bjami Benediktsson. í neðri deild: Jóhann Þ. Jósefsson, 1. varaforseti Emil Jónsson, 2. Sigfús Sigurhjartarson. í efri deild: Steingrímur Aðal- 8teinsson, 1. varaforseti Þorsteinn Þorsteinsson, 2. Gísli Jónsson. Kosningabandalag var með Alþýðu- flokksmönnum og sósíalistum við nefndakosningar. Þóroddur Guðmundsson, 1. vara- maður Sósíalistaflokksins, hefir tekið sæti ó Alþingi í stað 2. landkjörins, Þórðar Benediktssonar, sem er veik- ur. — Enn bólar ekki á nýrri stjóm- armyndun. Barnastúkan Samúð heldur fund n. k. sunnudag kl. 10 f. h. í Skjaldborg. B-flokkur sér um skemmtiatriði. Niðurjöfnunamefnd var kosin á bæjarstjórnarfundinum sl. þriðjudag. Tveir listar komu fram. Annar að til- hlutun Framsóknarmanna, Sjálfstæð- ismanna og Alþýðuflokksmanna, en hinn frá kommúnistum. Af A-lista voru kosnir: Dr. Kristinn Guðmundsson, Tómas Bjömsson og Halldór Friðjónsson. Af B-lista Tryggvi Helgason. Varamenn af A- lista Brynjólfur Sveinsson og Jakob Pétursson og Erlingur Friðjónsson. Af B-lista Óskar Gíslason. GULA BANDIÐ viðurkenna allir vandlátir. Húsmæður biðja um smjörlíki frá SMJÖRLÍKISGERÐINNI FLORU AKUREYRI AKUREYRARBÆR LÖGTAR Samkvæmt kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri og að undau- gengnum úrskurði, verða eftirtalin ógreidd gjöld til Akureyrar- kaupstaðar frá árunum 1941 og 1942 tekin lögtaki að liðnum 8 dögum frá birtingu þessarar auglýsingar: Útsvör, vatnsskattur, fasteignagjöld, aukavatnsgjöld, holræsagjöld og jarðeignagjöld. Sbr. þó lög nr. 23, frá 12. febr. 1940, 1. gr. A. Ennfremur öll ógreidd gjöld til Hafnarsjóðs Akureyrar. Akureyri, 16. nóvember 1942. Sýslumaður Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeti Akureyrar, S I G. EGGERZ. HANGIKJÖT ágætt og ódýrt fæst nú hjá VERZLUNIN EYJAFJÖRÐUR Söluturninn við Hamarstíg tllkynnir: Ný sending DÖMUKÁPUR nteð loðkrögum, og PELSAR frá „Feldur. — Útsala i Skjald- borg næstk. laugardag. kl. 1 —4 e. h. Einnig verða á útsölunni snyrtivörur o. fl. fyrir dömur. Það borgar sig á brekkuna að leita: Ódýrasti sykurinn, laukurinn tll jólanna og hálf- dúnnlnn, sem vantaði í bælnn Nýja Bíó sýnir í kvöld: Grunur eiginkonunnar með CARY GRANT, JOAN FONTAINE Föstudaginn kl. 6 og 9: Kvenskörungurinn mcð Lorette Young og Robert Proston Laugardaginn kl. 6: Draugahúsið Laugardaginn kl. 9: Grunur eiginkonunnar Sunnudaginn kl. S: Smámyndir Sunnúdaginn kl. 5: Hrói Höttur Sunnudaginn kL 9: Kvenskörungurinn Damask í sængur. Gardínutau. Pöntunarfélagið. LAUKUR nýkominn Verzlun Jóns Egils. Tapazt hefir frá Gilsbaitka f Hrafnagilshreppi, grá hryssa, 2 vetra, ómörkuð, afrökuð. — Þeir, sem kynnu að verða varir við hryssu þessa, em beðnir að gerá aðvart undirrituðum. ÓLAFUR JAKOBSSON, Gilsbakka. CHSHSHCISHCHOH9H9H9HHH(HCH9HCH(HfHOHMHOHHWK LAUKUR — SÍTRÓNUR Pöntunarfélagið. HkHkHH9HHhHh9hHHKhHhHh9HHH)hH ENSK OLIUKLÆÐI Kápur, svartar Buxur Jakkar Skálmar Sjóhattar Olíustakkar, gulir Kaupfél. Eyfirðinga Járn- og glervörudeild. DÓMNEFND í VERDLAGSMÁLUM hefir ákveðið éftirfarandi hámarksverð: í heildsölu pr. kg. ! smásölu pr. kg. Óbrennt kaffi ........ kr. 4,55 kr. 5,70 Brennt og malað kaffi, ópakkað — 6,55 — 8,20 Brennt og malað kaffi, pakkað — 6,75 — 8,44 Þó má álagning á kaffi ékki vera meiri en 614% í heildsölu og 25% í smásölu. Reýkjavík, 12. nóv. 1942. , Dómnefnd í verðlaesmálum. N Ý K O M I Ð: Jarðarberjasulta Apricosusulta Eplasulta Rabarbarasulta Blönduð Rabarbara og jarðarberjasulta Blönduð Epla- og jarðarberjasulta Appelsínu-marmelade Verðið lægra en annars staðar þekkist. KAUPFEL4G EYFIRÐINGA Nýlenduvörudeild. ÚTIBÚ: Strandg. 25. Hafnarstr. 20. Brekkug. 47.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.