Dagur - 28.01.1943, Page 2

Dagur - 28.01.1943, Page 2
2 DAGUR Fimmtudagur 28. janúar 1943 i Árið 1939 hófu þrír stjórn- málaflokkar á Alþingi stjórnar- samvinnu. Tvær ástæður lágu til þess, að þjóðstjórnin svonefnda var mynduð. Önnur var sú, að sjávarútvegurinn var þá í voða staddur, og tóku því flokkarnir það ráð að reyna í sameiningu að bjarga honum frá hruni. Hin ástæðan var ótti við yfirvofandi stórveldastyrjöld. Þjóðstjórnin sat að völdum liátt á þriðja ár, þar til samvinnan rofnaði. Flestir munu líta svo á, að það hafi verið happ fyrir þjóð- ina, að þessi stjórnarsamvinna átti sér stað á þessu tímabili. Þess vegna var það, að meiri hluti þjóðarinnar mun hafa talið það æskilegast, að ný þjóðstjórn allra þingflokkanna yrði sett á lagg- irnar að afstöðnum síðustu kosn- ingum. Til þessa var og gerð til- raun, en hún bar engan árangur að sinni. Þinginu hefir verið álasað fyr- ir þroskaleysi, þar sem það gat ekki komið sér saman um stjórn- armyndun. En áður en dómur er felldur í þessu efni, verða menn að gera sér Ijósar allar ástæður. Og því verður ekki neitað, að að- stæður til samstjórnar voru hinar erfiðustu vegna undangenginna atburða. T. d. má benda á, að mjög vafasamt verður að teljast að stærsti þingflokkurinn, Sjálf- stæðisflokkurinn, geti talizt samningahæfur, þegar litið er til nánustu fortíðar hans. Flokkur- inn hefir sem sagt reynzt svo óá- reiðanlegur í stjórnmálaviðskipt- um, að honum getur ekki orðið treyst eins og sakir standa. — Sjálfstæðisflokkurinn hefir reynzt svo brigðmáll og reikandi í stefnumálum sínum, að hann hefir lofað einu í dag, en tckið það aftur á morgun, fullyrt eitt þessa stundina, en snúizt öfugur gegn því áður en varði. Skulu nú nefnd nokkur dæmi þessu til staðfestingar. Vorið 1941 bundust þing- flokkarnir samtökum um kosn- ingafrestun. Var Sjálfstæðis- flokkurinn einkum harður á því að þessi leið væri farin. Hér skal enginn dómur á það lagður, hversu heppileg þessi ráðstöfun var. Skömmu síðar varð eitt þingsæti laust. Sjálfstæðismenn vonuðu, að þeir gætu unnið þetta sæti, og þá voru þeir ekki lengi að gera kröfu um kosn- ingabaráttú. Vonin um flokks- hagsmuni feykti hugsuninni um frið í sambandi við kosninga- frestun út í veður og vind. Þetta sama vor tóku Sjálfstæð- ismenn á þingi þátt í ráðstöfun- um gegn dýrtíðinni. Allt næsta sumar neituðu ráðherrar flokks- ins að framkvæma þessar ráðstaf- anir og gengu þannig á móti sín- um eigin tillögum og vilja þings- ins. Þessi brigðmacli Sjálfst.rðis- manna leiddu til þess, að þingið var kallað saman haustið 1941. — Voru Sjálfstæðisráðherrarnir þess hvetjandi. Á því þingi flutti Eysteinn Jónsson sínar þjóð'- kunnu tillögur um festing kaup- gjalds og verðlags. Sjálfstæðis- mönnum þótti svo mikið varið í þessar tillögur, að þeir eignuðu sér þær, þó að Eysteinn hefði ,,fært þær í letur“. En Adam var ekki lengi í Paradís. Alþýðu- flokkurinn skarst úr leik í mál- inu af ótta við fylgistap meðal verkamanna, ef kaupið yrði fest. Þá þorðu Sjálfstæðismenn ekki að standa við sín eigin orð vegna hræðslu við að missa fylgi sinna verkamanna og lötruðu í slóð Alþýðuflokksins. Eftir næstsíðustu áramót voru gerðardómslögin sett. Ólafur Thors sagði, að lög þessi væru „lífsnauðsyn" fyrir þjóðina. Svo leið og beið, þar til Sjálfstæðis- flokkurinn tók einn við völdum á síðasta vori. Ólafur Thors flutti þjóðinni þann boðskap, scm sjálfsagður var, að gerðar- dómslögin skyldu verða fram- kvæmd, hvað sem tautaði. Ólafur Thors, þáverandi for- sætisráðherra, gerði meira en að bregðast þessu hátíðlega loforði sínu. Hann lét það ekki aðeins ttndir höfuð leggjast að fram- kvæma gerðardómslögin, heldur afnam hann lögin, sem hann áð- ur hafði lýst yfir að væru „lífs- nauðsyn“. Nú fannst þó Ó. Th. þörf á afsökunum. En þær voru sitt á hvað. Einn daginn sagði liann, að hann hefði orðið þess var, að eitthvert ,,fólk“ væri á móti gerð- ardómnum, og því hefði verið nauðsynlegt að afnema „lífs- nauðsynina“. Annan daginn hélt hann því fram, að af því að Vil- hjálmur Þór hvarf úr dóm- nefndinni, hefði hún orðið óstarfhæf, og því hefði hann orð- ið að afnema lögin, en í sömu andránni sló Ólafur því fram, að í staðinn fyrir Vilhjálm hefði starfhæfari maður honum kom ið í dómnefndina. Þriðja daginn var því svo borið við, að Her mann Jónasson hefði eyðilagt framkvæmd gerðardómslaganna Eftir áramót í fyrra áttu bæj arstjórnarkosningar að fara fram í Reykjavík. Þá stóð svo á að Sjálfstæðismenn gátu ekki gefið út blöð sín vegna prentaraverk- falls, þó að Alþýðuflokkurinn kæmi út sínu blaði. Sjálfstæðis- mönnum þótti þessi ójafni leik- ur neyðarkostur, sem von var, og sóttu það fast við Framsókn- armenn að kosningunum yrði frestað, þar til blöðin gætu kom- ið út. Framsóknarmönnum þótti nokkttr sanngirni mæla með þessari málaleitun og tóku því liðlega undir hana, en notuðu jafnframt tækifærið og fóru fram á að kjördæmamálimi, sem þá var í uppsiglingu, yrði slegið á frest þar til betur stæði á. Ólaf- ur Thors tókst á loft af gleði yf- ir þessum málalokum og gaf há- tíðlegt drengskaparloforð um, að kjördæmamálið skyldi lagt á hill- una, ef kosningafrestunin gengi fram. F.r mælt, að hann hafi rétt upp þrjá fingur heiti sínu til staðfestingar. Um efndirnar á þessu dreng- skaparheiti er öllum kunnugt, en heppilegast er fyrir Sjálfstæð- isflokkinn að um þær séu höfð sem fæst orð. Fyrir vorkosningarnar lofaði Ólafur Thors þjóðinni að geng- ið skyldi frá sjálfstæðismálinu á síðasta sumri. Þegar til efndanna skyldi koma, tilkynnti hann, að ,,ný viðhorf" hefðu skapazt í málinu, svo að það yrði að bíða. Þessi „nýju viðhorf“ voru raun- ar gamalkunn frá árinu 1941, og Ólafur Thors hlaut því að vera vel vitandi um þau, er hann hampaði úrslitum sjálfstæðis- málsins hæst á undan kosningun- um. Til þess að fegra brigðmælin í þessu ináli, auglýsti forsætis- ráðherra Sjálfstæðisflokksins „nýjan sigur“ í sjálfstæðismálinu, en þegar til kom, var hér um engan nýjan sigur að ræða, held- ur aðeins árétting á áður gefn- um ummælum. Eitt síðasta dænrið um orð- heldni Sjálfstæðisstjórnarinnar var það, að fyrir haustkosning- arnar staðhæfði Ólafur Thors, að bændur fengju síldarmjöl samkvæmt pöntunum sínum. Eftir kosningarnar kom annað hljcið í strokkinn, þá kom það í ljós, að bændur gátu ekki fengið 100% síldarmjöls eins og þeim hafði verið lofað, heldur aðeins 60%. Reyndar var þá lofað að bæta þetta upp með fiskimjöli, en jregar það atriði var krufið til mergjar, vitnaðist það, að fiskimjölið eða efnið í það væri í djúpum hafsins! Nú standa bændur víða uppi ráðþrota með búpening sinn út af þessum brigðmælum fyrv'. rík- isstjórnar. Þegar allt þetta er athugað, þarf engum að koma á óvart, þó að ekki reynist áhlaupaverk að gera málefnasamning við Sjálf- stæðisflokkinn, og jafnvel er mönnum vorkunn, þó að þeim korni til hugar, að ósemjandi sé með öllu við flokk með slíkri fortíð. Það er þó ekki með öllu víst, að þessi skoðun sé rétt. Megin- þungi ábyrgðarinnar af brigð- mælum í stjórnartíð Sjálfstæðis- flokksins hvílir á ráðherrum flokksins, þó að flokkurinn allur sé þar að vísu í bakábyrgð. Það verður að teljast sennilegt, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið frámunalega óheppinn um val á ráðherrum sínum og vart hugs- anlegt að það val hefði ekki get- að tekizt stórum betur. Þess vegna er það ekki útilokað, að innan Sjálfstæðisflokksins leyn- ist samningahæfir kraftar, ef vel er leitað. Undir núverandi for- ustu er ekki hægt að treysta Sjálfstæðisflokknum. Eftir tvennar kosningar til Al þingis á síðasta ári gerðu ýmsir ráð fyrir, að upp rynnu nýrri og betri tímar. Sjálfstæðismenn pré- dikuifiu ágæti Logið með tölum. Stærðfræðin hefir löngum mcð fullum rétti verið talin fullkomnust, rökvísust og óskeikulust allra fræðigreina. Öll önn- ur vísindi keppast og við að iklæða kennisetningar sínar og lærdóma svo stærðfræðilegum búningi scm framast er nokkur kostur. og öðlast þannig tölvís- lega nákvæmni, scm ekki verði véfengd. Þrátt fyrir þetta er hitt þó jafn satt, að það er furðulega léttur leikur. að „ljúga með tölum“, og það ckki all-ófróðlega í fljótu bragði. Stundum er þetta gert ó- viljandi. þegar sá, sem ..galdurinn" frem- ur, botnar sjálfur hvorki upp né niður í því. sem hann fer með. Má þá segja, að hann ljúgi bæði að sjálfum sér og öðrum með úlreikningum sínum. En oftar mun þó leikurinn framinn í blekkingaskyni við alntenning, .og er það oftast hægur vandi, ef sá, sem þá íþrótt stundar, kann vel að dylja lögmálsbrotin, því að þorri manna her lítið skyn á töfra talnanna. Skýzt, þótt skýrir séu. Hér skulu aðeins tvö dæmi nefnd. sitt af hvoru tagi, af mörgum, sein enn mega kallast ný af nálinni. Hið fyrra er vafa- laust aðeins orðið til í fljótfærni og gá- leysi, cn ekki í blekkingarskyni, þar- sem villan hefir enga stjórnmálalega þýðingu og breytir engu ttm niðurstöður höfund- arins i aðalatriðum, enda eru þær réttar. Hins vcgar skal hér ekkert fullyrl um það, af hvaða toga hin síðari kórvillan sé spunnin, þótt óneitanlega virðist hún sverja sig greinilega í ættina við vísvit- andi blekkingar og rökfalsanir. — í ræðu þeirri, er Einar Arnórsson, þá nýorðinn dómsmálaráðherra, flutti í útvarpið um áramótin, komst hann svo að orði, eftir að hafa lýst afleiðingum hinnar ofboðs- lcgu dýrtíðar í landinu vel og réttilega: „I’eir, sem lagt hafa gróðafé sitt i bygg- ingar eða fasteignir nú á styrjaldartíman- um, munu verða að afskrifa nokkur 100% af verði þcirra eigna," o. s. frv. — l>að skal fram tekið, að ekki gat hér verið um misheyrn að ræða, enda voru um- inælin siðar lálin óbreytt og orðrétt á „þrykk út ganga". þ. á m. í sérprentuð- uin rillingi. — Nú væri býsna fróðlegt að heyra, hvernig þessi hálærði lögfræði- kennari og viðurkenndi skarpvitri dóm- ari ætlar sér að framkvæma svo slórkost- legar afskriffir. Fram að þessu liefir „sauðsvörtumí alntúganum" ncfnilega verið kennt — a. m. k. í barna- og ung- lingaskólum, hvað sem hinum „æðri" og töldu, að framkvæmd þess myndi lækna flest mein í stjórn- málum þjóðarinnar. En hvar kemur lækningin í Ijós? F.kkert sýnir betur vanmátt Sjálfstæðis- flokksins en það, að hann megn- aði hvergi nærri að korna á inn- anjjingsstjórn, jirátt fyrir þá sér stöðuað geta einn þingflokkanna myndað meirihlutastjórn með hverjum hinna þingflokkanna, er vera skyldi. Ekkert sýnir betur en þetta, að ,,réttlætismálið“ hef- ir engu komið til leiðar um breytt og bætt ástand í stjórn- málunum. En aftur á móti orkar það ekki tvímælis, að þetta mál hefir leitt margt illt af sér, skap- að úlfúð, ófrið og langvarandi deilur á þeim tímnum, er marg vísleg verkefni kröfðust sameig- inlegra átaka allra dugandi manna í landinu. Sigur Sjálfstæðisflokksins í kjördæmamálinu mun verða honum til dómsáfellis um langa framtíð. Svo fer u.m hvern þann sigur, sem unninn er með hlutdrægni og ofbeldi. Og Sjálfstæðisflokk urinn stendur á engan hátt bet- ur að vígj eftir en áður. skólum líðnr, — að engin verðmæti verði afskrifuð meira en um 100%, því að þá séu þau komin niður í 0, þ. e. verðmætin að fullu þurrkuð út! Gerisl þá harla crf- itt að átta sig á því, að fasteignir geti orð- ið markfalt minna virði en ekki neitt! Vísindalegur prósentureikningur! Nú vfkur sögunni að frammislöðu Jóns Blöndals, hins sprenglærða hagfræðings Alþýðuflokksins og eins „klárasta heil- ans"er lætur að jafnaði ljós sitt skína þar á bæ. í grein einni, er birtist í „Alþýðu- blaðinu" 19. þ. m., er nefnist „Grunn- kattpshækkanir og dýrtiðarilppbót", ræð- ir hann þá „hclberu fjarsta’ðu", að hækk- un grunnkaupsins sé ein aðalorsök dýr- 'tíðarinnar. Nú skal hér ekki farið út í þá sálma að sinni að rökræða, hvort þessi „helbera fjarsta-ða" hafi við nokk- ttð að styðjast cða ekki. Rökfærsla hag- fræðingsins fyrir sfnum málstað er jafn fjarri lagi, hvað sem því líður, og ekki stórum gáfulegri en það, ef eldheitur trú- maður færði þau rök ein fyrir franthalds- lffi sálarinnar, að hann hefði séð hvítt sparlak á kústsskafti, og sýnzt það vera svipur fiamliðins vinar sfns! Aðal-„rök" hagfræðingsins, orðrætt tilfasrð, eru á þessa leið: „Tökum sem dæmi launþega, sem liafði -100 kr. grunnlaun á mánuði fyrir st-ríð. Segjum, að grunnkaup hans hafi hækkað um 30%. I’á fær hann nú í kaup samkvæmt siðustu vísitölu (272 stig): •Grunn- Grunnkaups Verðlags kaup hækkun uppbót AIls kr. kr. kr. kr. 400 120 894,40 1414,40 Með öðrum orðum: kaupið hefir hækk- að um 1014,40 kr. á mánuði, þar af er grunnkaupshækkunin 120 kr. (eða tæp 12% af hækkun kaupsins)." Og síðar f grcininni leggur hagfræð- ingurinn ennþá megináherzlu á þennan útreikning sinn, og hyggst nú taka af öll tv'mæli. Þar segir svo m. a.: „AðalatriðÁ er, hve mikil heildar- kauphækkunin er, ög af henni er grunn- kaupshækkunin aðeins Iítið brot (f dæm- inu 12%).“ Alþýðlegur prósentureikningur. Nú virðist ekki úr vegi að taka þenn- an st.ærðfræðilega vfsdóm sérfræðingsins, sem hann bcr svo ötullega á borð fyrir skjólstæðinga sína, alþýðuna í landinu, og ætlar henni að trúa scm nýju neti, til atlnigunar frá sjónarmiði leikmanns- ins, sem hcfir við engin hagvisindi að styðjast, né nokkra aðra sérfræði, utan barnalærdóminn cinan. Þá lítur dæmið svona út: 400 kr. grunnkaup verður cftir 30% grunnkaupsliækkun og með 272 stiga vfsitölu borgað út með 1414,40 kr... (cins og hagfræðingurinn segir). Hefðit nú engin grunnkaupshækkun komið til! skjalanna, væri heildarkaupið hins veg- ar 400 x 2,72 = 1088 kr. Þarna munar því 1414,40 -t- 1088 = 326,40 kr., sem- grunnkaupshækkunin hefir orkað á hcildarkaupið til hækkunar, en ekki 120 kr„ eins og hagfræðingurinn vill vera láta, og reiknast oss til, (að vísu með að- férð gamla barnalærdómsins f tölvfsil), að sú hækkun nemi rösklega 32% af heildarhækkuninni (kr. 1040,40), en ekki 12%, sem mun vera hin vísindalega reikningsaðferð! Ennfrcmur skilst oss, að það sé öldungis vfst, að þessi kauphækk- un muni orka á vísitölu næstu mánaða til hækkunar og þannig komi siðar fram sem ný hækkun heildarkaupsins (en ckki aðeins þessara 120 kr.), og svo koll af kolli. En framhjá þessu markverða atriði hefir hagfræðingurinn algcrlega gengið í útreikningum sínum, þótl hann segi raunar á öðrum stað f grein sinni, þar sem sá hugsanagangur á betur við hið vfsindalega orsakasamband, að nú sját „hver heilvita maður, að sá hluti kaup- ha-kkananna, sem heitir grunnkaups- hækkun, hlýtur að verka nákværalega cins á hag fyrirtækisins, eins og sá, sem heitir verðlagsuppbót," og cr það hverju orði sannara. Er þetta veturinn? Vffs m4, í« bleníKir atvlnnuvtijir

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.