Dagur - 04.02.1943, Side 3

Dagur - 04.02.1943, Side 3
Fimmtudagur 4. febrúar 1943 DÁGUR 3 BKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKt Hugheilar hjartans þakkir til allra þeirra, £jær og nær, sem á einn eða annan hátt sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför konu minnar og fósturmóður, Kristjönu Salómonsdóttur. Guð blessi ykkur öll. Litlá Árskógssandi, 23. janúar 1943 Sigurvin Edilonsson. Marinó Sölvason. KHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKBKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKHKHK með íslendingum, eða „eyjarskeggj- um“, eins og sjóliðsforinginn kýs að nefna oss, ráði lögum og skeri úr deil- um, minnir óneitanlega á Munchau- sen. Það kann einnig vel að vera, að þessir brezku piltar hafi einhvern tíma bjargað „villtum ferðalöngum'” í stórhríð, þótt ekki höfum vér heyrt þess getið. Hitt er aftur á móti al- kunna, að islenzkir bændur og sjó- menn hafa hvað eftir annað bjargað brezkum mönnum frá bráðum bana, bæði á sjó og landi. Hefði vel matt geta þeirra starfa „eyjarskeggja" að einhverju. Staðieyndirnar í „taugastríði" við „Verkamanninn". ER í blaðinu var nýlega skýrt frá kaupkröfum sjómanna hér í bæn- um, þeirra, er siglt hafa með ísfisk til Englands og jafnframt sk>rt frá því, að Utgerðarmannafélag Akureyrar hefði hafnað kröfum sjómanna og til- kynnt þeim, að ekki gæti orðið að ræða um neinar breytingar á kjörum. í ritsmíð einni í síðasta tbl. „Verka- mannsins", er þessi frásögn „Dags'1 tekin til méðferðar af Tryggva Helga- syni, sem mun telja sig sjálfkjörinn málsvara sjómannastéttarinnar á Ak- ureyri. Tryggvi þessi kemst að þei.ri niðurstöðu, að frásögn „Dags‘ um þessi viðskipti sjómanna og Utg ítöar- mannafélagsins sé „taugastríð1- gegn sjómannastéttinni! Samkvæmt þeos- ari nýstárlegu kenningu er bað „stríð" gegn einhverri stétt ef skýrt er frá kaupi og kjörum, kröfum um hækkan- ir og svari atvinnurekenda. ,,Dagur“' skýrði frá staðreyndum i þessu máli og engu öðru. Grein T. H. ber þess vott, að maðurinn á í stríði við sínar eigin taugar, en ekki „Dag“. Allar bollaleggingar hans um fjandskap „Dags“, Framsóknarflokksins og KEA > garð sjómanna, í sambandi við þessi skrif, eru helber vitleysa og ekkert annað. LÚÐRASVEIT AKUREYRAR (Framhald af 1. síðu). hún ekki eins og stendur. — Kennslukrafta vantar einnig til- finnanlega, a. m. k. einhvern tíma. Vona eg að úr því rætist“. Það væri óneitanlega ánægju- legt, ef liægt væri að halda hér uppi lúðrasveit eða annarri hljómsveit. En marga erfiðleika þarf að yfirstíga áður en það get- ur orðið að veruleika. Hér er t. d. enginn maður sem kennir blásturs- eða strengjahljóðfæra- leik- Meðan svo er, verður erfitt að fást við slíka starfsemi. Hér er mál, sem þarfnast skilnings og stuðnings bæjarbúa allra. ERLEND TÍÐINDI. Framh. af 1. sfðu. hans, Paulus, markskálk, og her- foringjaráð allt höndum. Alls voru það 330 þúsund menn, sem innikróaðir voru við Stalingrad og hafa Rússar ýmist fellt þá, tekið höndum, eða þeir hafa lát- ist af kulda og vosbúð. Mjög lít- ill hluti liðsins komst undan loft- leiðis. Herfang Rússa er gífur- legt. Brezkir lierfræðingar segja, að þess séu engin dæmi í hernaðar- gögunnir að her, sem setið hefir um borg, hafi komizt í aðra eins úlfakreppu og 6. þýzjei herinn, sem lét verjendur borgarinnar og hjálparlið umkringja sig. Telja þeir, að Hitler sjálfur hafi ráðið því, hverriig fór, en þýzka herfor- ingjaráðið muni liafa viljað láta herinn halda undan í tíma og bjarga honum þannig frá eyð- ingu.Churchill hefir látið svourn mælt í blaðaviðtali, að stórsigur Rússa við Stalingrad' geti vel markað þáttaskipti í styrjöldinni. íþ % í Túnis er átök harðnandi. Tí- unda þýzka skriðdrekaherfylkið er komið þangað og hersveitir Rommels, sem hörfuðu frá Tri- politaniu búast til þess að sam- einast herjum von Anims liers- höfðingja, sem Hltler hefir skip- að yfirmann þar um slóðir í stað Nehrings. A.ttundi brezki herinn er á hælum Rommels og sækir vestur, en her Bandaríkjamanna, undir stjórn þeirra Eisenhowers og Clarks berst við Þjóðverja að vestan og sækir austur. Hefir her Bandaríkjamanna lítið orðið ágengt til þessa. Talið er víst að Bandamenn leggi allt kapp á að ljúka styrjöldinni ý Afríku hið b'ráðasta til þess að geta snúið sér að meiri hernaðaraðgerðum er vora tekur. * ❖ Brezki loftflotinn heldur áfram itórárásum á jiýzkar borgir. í fyrrinótt sendu Bretar flota sprengjuflugvéla til árásar á Köln, sem er mjög.mikilvæg samgöngu- og iðnaðarborg. Varð mikiíj tjón af. Köln og Hamborg hafa orðið verst úti allra þýzkra borga í loftárásum Breta. Mikið gaman var hent að því í löndum Bandamanna, að Bret- ar skyldu vera óboðnir gestir á hátíðáhöldum nazista 31. jan. s.l. í tilefni af 10 ára afmælis valda- töku Hitlers. Brezkar sprengjuflugvélar gerðu tvær dagárásir á Berlín þennan dag og trufluðu allar áætlanir nazista, m. a. varð Göring, marskálkur, að fresta rá*ðu sinni í klukkutíma vegna árásanna. Mussolini hélt ræðu í fyrra- dag, en ítalir höfðu vit á því að láta ekkert uppskátt um það, hvar hann væri staddur í það sinn, til þess að „óboðnir gestir“ kæmu ekki á vettvang. Musso- lini var afar daufur í dálkinn, enda horfir óvænlega fyrir ítöl- um um þessar mundir. Hann sagði, að sá stríðsaðili, sem held- ur út stundarfjórðungi lengur en andstæðingurinn, muni hljóta sigurinn. Barnastúkan „Samúð“ heldur fund næstk. sunnudag kl. 10 f. h. í Skjald- borg. Áríðandi að sem flestir mseti. — B-flolíkur skemmtir. Góðir kiiattspyrnumenn. Það mun sennilega hafa kom- ið mörgum á óvart, hér urn slóð- ir, er úrvalsliðið úr knattspyrnu- félögunum hérna vann íslands- meistarana „Val“ hér í snmar. Sýndi Jrað sig jiá, að bér eru margir mjög góðir knattspyrnu- menn, og hefir jró verið minni gaumur gelinn en vera ber. [,ið Jrað, er þennan leik lék hafði þó sáralitla samæfingu, aðeins nokkra Bretaleiki, og þá venju- lega eitthvað breytt um menn, svo að segja má, að j>eir 11 menn er þennan leik léku, liafi aldrei fyrr á sumrinu leikið saman. — Helgi Schiöth mun enn, sem fyrr, hafa verið bezti knatt- spyrnumaðurinn hér í sumar. Eer þar saman góð knattmeðferð og hugsun um það, hvað gera skal í hvert skipti. Hann byggir mjög vel upp samleik framlín- unnar og virðist æfinlega Irafa tíma til að líta kringum sig áður en hann gefur knöttinn. Hann leikur því, að mínum dómi, al- veg á réttum stað á vellinum. aftastur af framlínunni, því að hann er ekki nógu fljótur að skjóta. Aftur eru þeir Júl. Magn- ússon og Páll E. eldfljótar skytt- ur, þeir nota hvert tækifæri strax; Júlíus er þó betri sem hægri útherji en miðherji, þvf hann er of stuttur til að ná mörg- um loftboltum og ekki nógu duglegur að leika sig frían, hann lék sem hægri úthérji hjá Þór í haust og gerði þar rnargt laglega. Páll E. er, sem fyrr segir, fljótur að skjóta á rnark, en skotin eru bara ekki nógu viss og helzt til mikill bægslagangur á honum jregar hann fær knöttinn. Tveir nýir menn komu fram í haust, á meistaraflokksmótinu.er léku vel og gefa góðar vonir, þeir Arnald- ur Arnason og Sigtryggur Ólafs- son. Munu þeir fyrr en varir komast í úrvalsliðið. í framvarðalínu mun Árni Ingimundarson hafa verið bezt- ur í sumar. Hann er mjög örugg- ur í vörn, enda mæðir mest á honum (leikur þriðja bakvörð), þó vill J>að bera við, að ef rnikið Iiggur á hans liði, að_spyrnur hans verða dálítið út í bláinn, gætir þess ekki nógu vel að spyrna til sinna manna. G. Ber-g vandar ætíð sínar spyrnur og er nrjÖg knattviss, enda koma knettir frá honum venjulega að mestum notum fyrir framlínuna, hann er líka úthaldsgóður en er betri að leika sig frían heldur en að „dekka upp“. Þá rná nefna Valtýr Guðmundsson, sem virð- ist vera jafnvígur á haus og fæt- ur, viðbragðsfljótur, ósérhlífinn og er alltaf í knettinum, enda líka er hann bróðir Sverris á Lómatjörn! Bakvarðalínan virðist vera út- undan nú um skeið og var hún fremur léleg hjá báðum félögun- um í sumar. Bjarni Pétursson var þó einna skárstur í haust, þó hann væri tekinn úr framlínu og settur aftur. Um markverðina er jrað að segja, að J>eir eru báðir góðir og mundi hlutkesti sennilega ráða hvor færi, sem aðalmaður, í úr- valslið. Sveinn var betri , vor- leikjunum en Baldur í haust. Eftir leikjunum í haust að dæma, hefði eg raðað þannig í úrvalslið, alveg án tillits til Jiess í hvaða félaginu mennirnir eru, talið frá markmanni og vinstri: Baldur, G. Berg, Bjarni P.. Val- týr, Árni, Nunni, Sigtryggur, Schiöth, Þórhallur, Páll E., Júl- íus. T akmark knattspyrnumann- anna hér á Akureyri ætti nú að vera það, að fá húspláss og æfa inni í vetur, byrja svo af fullum krafti úti, strax og tíð leyfir í vor, fá ]>á knattspyrnukennara, fara svo á Islandsmótið í súmar og sækja Islandsbikarinn, sem hing- að til hefir verið í höndum Reyk- víkinga. abí Fanney Bergsdóttir fædd 14.okt. 1901, dáin 17.nóv. 1942. Kveðja frá Kvenfélagi Svarfdæla. (Lag: Ó blessuð stund er burtu þokan líður). Ef sólu byrgir ský á miðjum morgni þá myrkvast jörð og svali fer um kinn því dregst það oft að daggartárin þorni er dregur sortan yfir himininn. Við finnum glöggt, er Fanney, þú ert dáin að fallið hefir rós um miðjan dag. Því stöndum við og störum út í bláinn ó, stillt er oft og hljótt um sólarlag. Við söknum þín og sjáum aldrei framar þinn svip er létti starfsins vængjatak. En drottinn veit og sér hvað að þér amar hann ávallt heyrir lægsta bænakvak. Þín hönd var markviss, hugur fylgdi máli, í hverju og einu heil og sigurdjörf, hve fjarri öllu falsi varstu og táli. Við félagssystur þökkum unnin störf. Nú heimili þitt hefir margs að sakna þar hélztu vörð með stakri fórnarlund. Hve indæl stund, er vinir þínir vakna í vorsins dýrð við ljúfan endurfund. Við finnum vel að skarð er fyrir skildi og skiljum ei, því hvarfstu svona fljótt. Það umflýr dauðann enginn, þó hann vildi. Við allar segjum hljóðar: Góða nótt. Hu&rún. Hárnetin ódýru og góðu komin aftur. Hannyrðaverzlun Ragnh. O. Björnsson. Til sölu: KOLAOFN og HNAKKUR. Jón Kristjánsson, Spítalaveg 17. Nokkur sett af karlmanna- og unglinga- fötum til sölu, einnig VETRARFRAKKAR. Gufupressun Akureyrar. Ý M I S K O N A R smíðaverkfæri nýkomin. Vöruhús Akureyrar. Þeir, sem hafa í hyggju að fá hjá mér í vor útsæðiskartöflur ættu að senda pantanir sem fyrst. Óvíst að ég geti sinnt pöntunum sem berast eftir 20. febr. Hefi Ineina og lieilbrigða stofna af „Gullauga", „Rauðum íslenzk- um“, „Skán“ og „Jarðargulli“. Sel nokkra poka af smáum kart- öflum (Rauðum ísl.) með af- slætti. Sýnishorn lijá Birni Sig- mundssyni, K.E.A.,v sem tekur á móti pöntunum. KRISTINN SIGMUNDSSON, Arnarhóli. NVKOMIÐ BLANDAÐ GRÆNMETI í dósum GRÆNAR ERTUR LAUKUR "'3Íh KJÖIBÚÐKEA tilky nnir: Skrifstofan verður framvegis opin alla virka daga kl. 10—12 og 3—6, nema á laugardögum kl. 10-1.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.