Dagur - 04.02.1943, Blaðsíða 1

Dagur - 04.02.1943, Blaðsíða 1
Vikublaðið DAGUR Rjitstjórar: INGIMAR EYDAL, JÓHANN FRÍMANN. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Sigurður Jóhannessou. Skrifstofa við Kaupvangstorg. Sími 90. Argangurinn kostar kr. 8,00. Prcntverk Odds Björnssonar. GIR XXVI. árg. Akureyri, fimmtudaginn 4. febrúar 1943 5. tbl. Nukkur miuningar- orð um Þorstcin Þor- stcinsson brepp- stfóra á DaHastöðum i Núpasveit Svo sem getið hefir verið í blöðum og útvarpi, andaðist Þorst. Þorsteinsson, hreppstj. á Daðastöðum í Núpssveit nýlega, rúml. 71 árs að aldri. Þar með er fallinn í valinn cinn af beztu bændum í Norður-Þingeyjar- sýslu, mikill héraðshöfðingi, valdamaður í sveita-, sýslu- og héraðsmálum og glæsilegur full- trúi hinnar þingeysku sveita- menningar. Skal hans því minnzt hér með nokkrum orðum. Þorsteinn hreppstjóri var af góðu bergi brotinn, og er hægt að rekja ætt hans langt fram, þó það verði ekki gjört hér. En þess skal aðeins getið, að hann var í beinan karllegg kominn af sr. Þorsteini Jónssyni, er var prest- ur að Skinnastað í Axarfirði 1797-1812. - Áður hafði sr. Þorst. verið prestur að Eyjadals- á í Bárðardal í 30 ár. Hann var af góðum ættum, talinn gáfu- maður, en mun hafa verið fátæk- ur lengstaf. Á gamals aldri sótti hann til konungs um eins konar eftirlaun og getur þess í umsókn sinni, að hann hafi átt 17 börn. Sum dóu ung og önnur stálpuð. T. d. urðu tvö börn hans úti á leið frá kirkju, en 8 náðu full- orðinsaldri. Af sonum sr. Þorst. urðu þessir kunnastir: Ebenez- er sýslumaður, Guðmundur, er varð prestur að Skinnastað, Gunnar, sem almennt var kall- aður Skíða-Gunnar og Þorsteinn. Frá þeim Gunnari og Þorsteini eru komnar ættir miklar og eru langflestir afkomendur þeirra í Norður-Þingeyjar- og Múlasýsí- um. Þorst. þótti gáfaður vel og var settur til náms í Hólaskóla hinum forna, en hann varð að hætta að hálfnuðu námi, senni- lega vegna fátæktar. Hann flutti síðan með föður sínum til Öxar- fjarðar, giftist þar og gjörðist bóndi og bjó lengstaf á Staðar- Ióni, sem var hjáleiga frá Skinna- stað. Af börnum hans má nefna tvo sonu er hétu Þorsteinn og Benjamín, en þeir voru báðir afar Þorst. hreppstjóra á Daða- stöðum, sem hér er minnzt. — Benjamín bjó lengst í Akurs- seli í Öxarfirði og átti mörg börn og meðal þeirra var Kristín, sem nánar verður nefnd. En Þorst. bjó í Hafrafellstungu og átti son er Þorsteinn hét, er giftist Krist- ínu frá Akursseli. Þau Kristín og Þorsteinn fluttust frá Hafrafells- tungu, þá nýgift, að Daðastöðum 1 Núpssveit harða vorið 1867 og byrjuðu þar búskap við lítil efni. Á Daðastöðum bjuggu þau allan sinn búskap, komust í góð efni og náðu háum aldri. Hann and- aðist 1911 og hafði þá verið hrepjDstjóri í nálega aldarfjórð- ung. Elzti sonur þeirra var Þor- steinn hrejrjrstj. á Daðastöðum, sem hér er minnzt. Hann er fæddur að Daðastöð- um 10. maí 1871, og ólzt þar ujdj). Hann þótti snemma bráð- gjör og hefði vafalaust verið sett- ur til mennta, ef hann hefði ekki verið Norður-Þingeyingur. En í þann tíð var það næsta fátítt norður þar, að bændur sendu sonu sína til langskólanáms og inn á embættisbrautina. Hefir það vafalaust í mörgum tilfellum verið lán ' fyrir héraðið, að fá þannig að njóta sinna beztu manna. Þorst. naut þó ágætrar ujrpfræðslu í æsku hjá hinum vinsæla alþýðukennara Guðm. Hjaltasyni, og bjó vel að þeirri menntun. Annars vann hann við búið hjá föður sínum, unz hann giftist er hann var um þrítugt, Hólmfriði Halldórsdóttur frá Snartarstöðum, og tók við jörð og búi stuttu síðar. Hina ungu og glæsilegu konu sína missti Þorsteinn eftir stutta sambúð, en áður voru þau búin að missa börn sín. Nokkrum árum síðar giftist hann í annað sinn og átti Petrínu Þorgrímsdóttur frá Orm- arslóni, sem andaðist fyrir fáum árum. Hún var búkona mikil og stjórnaði hinu stóra heimili þeirra af mikilli prýði. Þau áttu 5 mannvænleg og glæsileg börn, sem öll eru nú uppkomin og dvelja heima, og tóku nú við jörð og búi að föður sínum látn- um. Sjötta barn þeirra hjóna var piltur, sem fórst af slysi nál. upj)- kominn. — Þorsteinn bjó stóru búi, og hafði jafnan margt hjúa, áður en börnin komu upjr, og var til þess tekið hvað hjúum leið vel hjá honum. Hann bætti jörð sína stórum, raflýsti bæ sinn og fyrir fáum árum byggði hann vandað íbúðarhús. — Þorsteinn var ekki metorðagjarn og sóttist ekki eftir mannaforráðum. En samt sem áður hlóðust á hann margvísleg og opinber störf, sem hann rækti, ásamt búskapnum, með framúrskarandi dugnaði og trúmennsku .Hann varð hrepp- stjóri Presthólahrepps að föður sínum látnum 1911 og var það til dauðadags, eða i 32 ár. Sýslu- nefndarmaður var hann í 18 ár, Ávarp til Flateyinga 09 lieiri gðöra manna. Á Flatey á Skjálfanda var kirkja, frá því kristni komst á hér á landi, til ársins 1898. Árið áður liafði verið byggð ný kirkja á Brettingsstöðum á Flateyjardal, höfðu þáverandi íbúar Elateyjar gefið eftir þenn- an kirkjuflutning, enda var þá fólksfjöldi svipaður á báðunt stöðum. Nú er jjetta breytt, fólki fjölgar í Flatey, en fækkar á Flat- eyjardal. Hugsandi menn í Flatey telja, að þessi kirkjuflutningur hafi verið mjög misráðinn. Flateyingar hafa vanizt af því að sækja helgar tíðir, ekki sízt síðan ÞönglabakkajDrestakall var lagt niður og komur presta í sveitina urðu fáar og strjálar. Síðan skólahús var reist í Flatey 1929, hafa jmestar stöku sinnum j)rédikað þar, við sæmilega a.ð- sókn, en þær guðræknisstundir eru of fáar og verða aldrei með sama helgiblæ og í kirkjum. .4 síðastliðnu ári kom hingað nýr prestur, Sigurður Kristjánsson. I fyrsta sinni, er hann prédikaði í skólahúsinu, hreifði hann því, að Flateyingar færu að safna fé í sjóð, til kirkjubyggingar í Flat- ey, og hvatti til Jaess að rnenn settu sér það takmark, að kirkjan yrði komin upp á 50 ára kirkju- leysisafmæli okkar Flateyinga. Prestur hélt aftur fund um málið í nóvember síðastliðnum og vorum við undirritaðir þar kosnir í nefnd, til þess að standa fyrir fjársöfnun þessari. Leyfum við okkur með ávarjai þessu að biðja alla Flateyinga fjær og nær, og aðra góða menn og vini kristindóms, að leggja fram á næstu árum, sem rífleg- asta f járupphæð, til þess fyrst og fremst að koma upp grafreit í eynni og síðan kirkju. Þyrfu að safnast' 20 þúsund krónur á næstu 5 árum, því vonandi verð- ur verðlag þá Jaannig á aðkeyptu efni, að sú upphæð nægi. Þetta getum við hæglega, ef allir eru yfirkjörstjóri sýslunnar í 21 ár, og í stjórn KaujTélags Norður- Þingeyinga í 34 ár (formaður stjórnarinnar í 26J/2 ár). Auk þessa gegndi hann margvíslegum störfum öðrum. Þorsteinn var stjórnsamur vel og hinn mesti skörungur, ágætur ræðumaður, drenglyndur og hjálpsamur og vinsæll með af- brigðum. Norður-Þingeyingar munu lengi minnast hans sem eins af sínum ágætustu mönnum. Benjpmín §igvaldgson. samtaka og enginn liggur á liði sínu. Helztu ástæður meðmælenda kirkjubyggingarinnar eru þess- ar: í fyrsta lagi að prestar munu koma hér oftar og ef til vill verð- ur hér jjrestssetur með tímanum. Þeir jirédika guðsorð og góða siðu og gera Jtannig fólkið betra Cn ella, og „þar sem góðir menn fara, eru guðs vegir". í öðru lagi er mjög mikilsvert að koma upj) grafreit á eynni. Það hefir oft verið miklum erf- iðleikum bundið að koma líkum úr Flatey að Brettingsstöðum. í þriðja lagi ætti það að vera metnaðarmál okkar Flateyinga, að vera ekki í þessu efni eftir- bátar fyrri kynslóða, sem í fleiri aldir héldu við kirkju á eynni, j)ó þeir liafi efalaust aldrei verið eins margir og nú eru þar. Notum nú stríðsgróðann til að reisa okkur þetta veglega minn- ismerki. Honum verður áreiðan- lega ekki varið betur á annan hátt fyrir framtíðina. Förum að dæmi Hríseyinga, sem byggðu myndarlega kirkju fyrir nokkr- um árum, og hafði þar þó aldrei verið kirkja áður. Minnist látinna vina og vanda- manna og gefið í kirkjubygg- ingarsjóðinn. Það þótti áður fyrr gott að heita á Flateyjarkirkju. Fékk hún eitt sinn mjög fallega gjöf, vandaðan hökul frá útlendum skipstjóra, sem heitið hafði á hana-í lífsháska. Reynið J)að, þegar þið eruð í vanda stödd, eða ykkur þykir mikið við liggja. Við höfum trú á að hin and- legu máttarvöld muni vera þessu máli hliðholl, og muni leysa vandræði yðar, sé til þeirra leit- að af alvöru og lieilum hug. — Heitið á Flateyjarkirkju. Flatey, 8. febr. 1942. Jóhannes Bjarnason. Jónas Jonasson. Þórarinn Jónsson. AdalfunduF Þórs Aðalfundur íþróttafélagsins Þór var haldinn í Iðnaðar- mannahúsinu 24. f. m. I stjórn voru kosnir: Jón Kristinsson for- maður, Jón P. Hallgrímsson rit- ari, Jósef Sigurðsson gjaldkeri og Kári Sigurjónsson og Tryggvi Þorsteinsson meðstjórnendur. Á s.l. ári bættust félaginu 30 nýir meðlimir, og telur það nú alls 290 félaga. Starfssvið þess var svipað og undanfarin ár og sömu íþróttagreinar stundaðar. Knattspyrnu iðkuðu um 60 fé- lagar í 3 aldursflokkum, þar af tók« þátt í alls 16 kappleikjum 45 félagar. Af þessum 16 kapp- leikjum vann félagið 10, gerði 2 jafntefli og tapaði 4. Hand- knattleik iðkuðu um 40 stúlkur í 4 aldursflokkum. íslandsmót í handknattleik var s. 1. sumar háð hér á Akureyri, og tóku þátt í því alls 5 félög. Þór stóð fyrir þessu móti, því hann hafði unn- ið meistaratign í þessari íþrótta- grein í Reykjavík árið áður. Nú fóru leikar svo, að Glímufélagið Ármann úr Reykjavík sigraði. Var Ármann vel að sigri kom- inn. Þór varð næstur að stiga- tölu, vann 3 leiki, gerði 1 jafn- tefli og tapaði 1. Leikfimi er æfð í 3 flokkum, kvenna, drengja og karla og eru þátttakendur rúm- lega 40. Þá heldur félagið einnig UPPÍ glímuæfingum í sambandi við leikfimina. Tryggvi Þor- steinsson kennir bæði leikfim- ina og glímuna. Frjálsar íþrótdr hafa verið lítið æfðar, og snjó- leysi hefir dregið úr skíðaferð- um, þó hafa um 20 félagar æft á skíðum, en ekki nema 5 tekið þátt í kepjmi. Aðalfundurinn samþykkti að ieggja kr. 1000,00 af reksturs- hagnaði síðastliðins árs í skála- sjóð félagsins, en hann var stofn- aður á 25 ára afmæli félagsins 1940. Svohljóðandi tillaga var ein- um rómi samþykkt á aðalfund- inum: ,,Aðalfundur ÍJrróttafélagsins Þór, haldinn 24. jan. 1943, lýsir óánægju sinni yfir þeim seina- gangi, sem verið hefir á bygg- ingu íþróttahúss Akurey rar, og heinir þeirri ósk til bæjarstjórn- arinnar, að hún beiti áhrifum sínum, til þess að framkvæmd- um verði nú hraðað svo, að tryggt sé, að húsið verði fullgert og tilbúið til notkunar á næsta hausti,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.