Dagur - 18.02.1943, Blaðsíða 4
4
DAGUR
Fimmtudagur 18. febrúar 1943
ÚRBÆOGBYGGÐ
I.O.O.F. = 1242198'/2 ^ II =
Messað í Akureyrarkirkju riæstk.
sunnudag kl. 2 e. h.
Hjúskapur. Nýlega voru gefin sam-
an í hjónaband af sóknarprestinum,
sr. Friðrik J. Rafnar, vígslubiskupi,
ungfrú Fjóla Valgerður Jonsdóttir fra
Daðastöðum og Tryggvi Haraldsson
frá Flatartungu í Skagafirði.
Sextuéur varð Oddur Kristjánsson
frá Glæsibæ s.l. sunnudag.
Barnastúkan Bernskan heldur fund
í Skjaldborg næstk. sunnudag kl. 1 e.
h. — Foreldrum og öðrum aðstand-
endum barnanna boðið á fundinn.
Barnastúkan Samúð heldur fund
næstk. sunnudag í Skjaldborg kl. 10
f. h. — Munið að greiða ársfjórðungs-
gjöld. — C-flokkur skemmtir á fund-
inum.
*
Tíðarfarið hefir verið mjög um-
hleypingasamt að undanförnu. I s.l.
viku.kyngdi niður snjó og mátti heita,
að ekki sæi á dökkan díl. En á þriðju-
dag brá til sunnanþýðviðris og tók
snjóinn ört þann dag og næstu nótt,
en í gær var enn komin norðanátt
með hríðaréljum og frosti. Er ófærð
hin mesta á götum bæjarins af völd-
um umhleypinganna.
Nýi stúdentagarðurinn.
Jón Geirsson
Bernharð Laxdal
Gunnar H. Kristjánsson
Árni Bjarnarson
Árni Guðmundsson
Richardt Rye^
Björn Halldórsson
Halldór Halldórsson
Ingimar Eydal
Anna Laxdal
kr. 200.00
— 100.00
— 100.00
— 100.00
— 100.00
— 100.00
— 100.00
— 50.00
— 30.00
— 50.00
Eriend tiDindi.
(Framhald af 1. síðu).
framsveitir Breta komnar fast að
Mareth-línunni svonefndu, sem
Frakkar komu sér upp á sinni
tíð, til varnar gegn ítölum í
Tripolitaníu. Aftur á móti verð-
ur Bandaríkjamönnum lítið
ágengt, þar sem þeir leitast við
að sækja austur á bóginn í Tun-
is. Hafa hersveitir Þjóðverja,
undir stjórn von Arnims hers-
höfðingja meira að segja unnið
á þar að undanförnu.
j SÍÐASTLIÐINNI viku yfir-
gáfu [apanar Guadalcanal-
eyju í Salomonseyjaklasanum
með öllu og hafa Bandaríkja-
menn J)ví gengið með sigur af
hólmi í Jreirri viðureign, sem
staðið hefir látlaust síðan í fyrra-
sumar. Hafa miklar orustur ver-
ið háðar uin eyju þessa, bæði á
landi, í lofti og á sjó.
J^IISTO RYTI hefir verið end-
urkjörinn forseti Finnlands.
Stúlka
vön jakkasaum, getur fengið at-
vinnu strax. — Ákvæðisvinna
með núgildandi verðlagi kr.
58.00 á jakkann.
B. LAXDAL.
AUGLYSING
um innköllun vöruávísana.
Hér með tilkynnist félagsmönnum vorum, er hafa
vöruávísanir frá oss í höndum, að eftir 1. MAÍ 1943
verða þær ekki gjaldgengar í búðum vorum. Fyrir
því er hér með skorað á alla þá, er vöruávísanir hafa
í fórum sínum, annað tveggja að verzla fyrir þær fyr-
ir þann tíma, eða skila þeim á skrifstofur vorar til
innleggs í reikninga sína.
Virðingarfyllst.
Kaupfélag Eyfirðinga.
ÚTSALA
i Brekkugötu 1 (uppi) á skófatnaði,
tilbúnum fatnaði ýmis konar, höttum, tösk-
um o. m. fl. 5—25 prc. afslállur.
Pöntunarfélagid.
Bókauppboð
verður haldið á skrifstofu bæjarfógeta laugardaginn 20.
febrúar n.k. og hefst kl. 2 e. h. — Meðal annarra bóka
verða þar seldir Ynargir árgangar af Speglinum og Fálk-
anum. — Greiðsla við hamarshögg.
Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, 16 febr. 1943.
Sig. Eggerz.
Ársiundur Mlðihursamiags
K. E. A.
(Framh. af 1. síðu).
ar sé athugað, hvort ekki sé rétt
að lækka útsöluverð mjólkur á
Akureyri um 10%, enda sé um
leið lækkáð útsöluverð á mjólk í
Reykjavík að verulegum mun til
þess að hafa áhrif á vísitöluna, en
að þessu hefir verið óeðlilegur
munur á mjólkurverði á Akur-
eyri og Reykjavík. Sér fundurinn
ekki ástæðu til þess, að mjólkur-
verð þurfi að vera hærra i
Reykjavík, þar sem framleiðslu-
kostnaður norðanlands og sunn-
an mun vera mjög svipaður.
Urðu miklar umræður um til-
löguna. Stefán í Fagraskógi lagði
frarn svohljóðandi dagskrártil-
lögu:
„Þar sem fundurinn telur eigi
tímabært, að taka nokkrar
ákvarðanir um lækkun á mjólk-
urverði á mjólkurverðlagssvæði
Akureyrar, tekur hann fyrir
næsta mál á dagskrá".
Dagskrártillaga Stefáns var
samþykkt með 17 atkv. gegn 4
og var tillaga Jóns Melstað þar
með úr sögunni.
noregssðlniinin.
(Framh. af 1. síðu).
ef að nú mætti verða sú breyting
á hér í bænum, að Akureyri stæði
hlutlallslega fremst bæjar- og
sveitafélaga landsins í fjárfram-
lögum til Noregssöfnunarinnar.
Þeir borgarar bæjarins, sem að
því vilja vinna, geta komið fram-
lögum sínum til gjaldkera söfn-
unarinnar, hr. framkvæmdastj. J.
Jentoft Indbjörs, eða til þeirra
fyrirtækja, sem hafa söfnunar-
lista. Jafnframt mun Dagur fús-
lega veita þeim móttöku.
Oxford-
buxur.
Mikið úrval.
B. LAXDAL.
Hus til sölu.
Húseignin nr. 37 við
Munkaþverárstræti er til
sölu og laus til íbúðar frá
14. maí n. k.
Tilboð óskast, en réttur
til þess að hafna tilboðum
er áskilinn.
BRYNJA HLÍÐAR.
MOlorvOl tilSDIU.
8 til 16 ha. Vickmanvél til sölu
nú þegar, í nothæfu standi. Upp-
lýsingar hjá
VALM. GUÐMUNDSSYNI,
vélameistara — Akureyri
sími 15.
Kona
óskast til að vera hjá eldri konu
hálfan daginn.
Nýbjörg Jakobsdóttir,
Oddeyrargiku 34.
Til sölu:
8 kýr, flestar ungar, 1 kvíga,
um 50 ær og nokkur hross, ef
um semur. Sex af kúnum eiga
að bera á tímabilinu frá 1
apríl til 1. júlí, en tvær eru
haustbærar. Vegna anna og
fjarlægðar frá símastöð verður
fyrirspurnum ekki svarað í
síma.
Hlöðum í Hörgárdal il/2 1943.
GÍSLI ÁRNASON.
Hessian*
strigi
Uðruhus Ahureyrar.
Jörðj lil sölu.
Jöiðin Ipiwhóll í Skagafirði er til sölu. Tilboð ósk-
ast fyrir 10 marz n k. Sendist til Sigurðai Sigurðssonar
sýslumanns á Sauðárkióki eða RagnaisJ Trampe, Gránu-
félagsgötu 39, Akureyri, sem gefa nánari upplýsingar.
Frá landssimanum
Stúlka verður tekin til náms við símastöðina á Akureyri.
Eiginhandarumsókn sendist undirrituðum fyrir 20. þ. m.
Símastjórinn á Akureyri 11. febrúar 1943.
GUNNAR SCHRAM.
GULA BANDIÐ
er smjQrllhi hinoa oandiðtu.