Dagur - 25.02.1943, Blaðsíða 2

Dagur - 25.02.1943, Blaðsíða 2
2 DAGUR Fimmtudagur 25. febrúar 1943 KAFLAR ÚR ÚTVARPSRÆDU Eysteins Jónssonar við 2. umr. f járlaganna Ræðumaður, E. J., rakti í skýrum dráttum, hvernig kjör- dæmamálið hefði orðið orsök stjórnmálaupplausnár á síðastl. ári, þegar mikill meiri hluti þingmanna tók það ráð að slá á frest úrlausn aðkallandi vanda- mála, en taka í þess stað upp bar- áttu fyrir breytingu á kjördæma- skipun landsins, hafa tvennar kosningar á sama ári og magna með því stjórnmálaófrið í land- inu. Afleiðingarnar eru nú komnar í ljós: Á þeim 7 mánuðum, sem fyrv. ríkisstjórn fór með völd, hækkaði dýrtíðin um meira en helming, viðhorf í atvinnumál- um var orðið afar ískyggilegt og áfkoma ríkissjóðs hörmuleg, þeg- ar tekið er tillit til þess, að tvö mestu gróðaár eru að baki. Þáttur kjósenda í upplausnar- stefnunni. Um það atriði fórust ræðu- manni svo orð: „í þessu sambandi, og ekki síður út af því sem síðar hefir gerzt og því sem nú er svo mjög rætt manna á milli um störf Al- þingis og viðhorf þjóðarinnar til þess, er ekki aðeins réttmætt, heldur skylt að benda á, að % hlutar þjóðarinnar töldu þau vinnubrögð, sem viðhöfð voru á síðastl. ári, eigi svo athugaverð, að þeir léti það hafa áhrif á at- kvæði sitt. Sérstaklega er einnig rétt að benda á það, að enn veittu 21 þús. kjósendur < land- inu Sjálfstæðisflokknum braut- argengi í haústkosningunum, þrátt fyrir allt, sem undan var gengið og upplýst var um af- skipti þess stjórnmálaflokks af dýrtíðarmálunum, sem menn töldu sér þó hugleikin, og þrátt fyrir það, að hann tók með stjórnarmyndun sinni höfuð- ábyrgð á því, sem aðhafzt var á s.l. ári — og með þeim afleiðing- um, sem hverjum sæmilega glöggum manni var vorkunnar- laust að sjá fyrir í megindrátt- um, áður en gengið var að kjör- borðinu í síðara sinn. Ennfremur er nauðsynlegt að vekja í þessu sambandi athygli á því einkennilega fyrirbrigði, að fjöldi þessara sömu kjósenda virðist að loknum þessum leik, sem þeir ekki voru áhorfendur að, heldur þátttakendur í, verða alveg undrandi yfir því, að stjórnmálaflokkarnir á Alþingi skuli ekki þegar í stað geta orðið sammála um allt, sem þarf til þess að byggja það upp, sem rifið hefir .verið niður. Er ekki eitt- hvert undarlegt ósamræmi í und- irtektum manna og þátttöku annars vegar í þeim atburðum, sem hér skeðu á s.l. ári, og hins vegar öllum þeim sleggjudóm- um, sem menn fella nú um Al- þingi? Skyldi ekki vera hér til að dreifa fremur takmörkuðum skilningi margra á skyldum þeirra sem kjósenda í landinu og lítil yfirsýn um þau viðfangsefni, sem við blasa nú og eiga rætur sínar einmitt í því, hvernig á málum hefir verið haldið — ekki aðeins af stjómmálaforkólfum, heldur einnig af þeim, sem við tvennar kosningar á sjö mánuð- um hafa verið kvaddir til dóms um málin....... Það er eðlilegt, að menn varpi fram þeirri spurningu, hvernig unnt hafi verið að skapa annað eins ástand við þau skilyrði til góðrar afkomu, sem fyrir hendi voru. Til þess liggja að vísu fleiri ástæður en ein, en þó er að mín- um dómi ein meginástæða til þess, að hinir sjö síðustu mán- uðir ársins 1942 hafa reynzt svo örlagaríkir í þessum efnum, — og hún er sú, að landsmenn skyldu láta bjóða sér það að halda orustu um málefni, sem enga nauðsyn bar til að leysa, og að þeir skyldu gerast þátttakend- ur í því að halda uppi pólitísk- um höfuðorustum í nær heilt ár í landinu stjórnlausu í stað þess að halda einar almennar alþing- iskosningar, er skorið gætu fljótt og afgerandi úr málefnaágrein- ingi um lausn aðkallandi vanda- mála innan lands, ágreiningi, sem út af fyrir sig var óhjá- kvæmilegt að skera úr. Það dregur sig enginn nú und- an ábyrgð með því að minna á, að hann hafi verið óánægður eða jafnvel mótfallinn þessum starfs- háttum, ef hann getur ekki sagt um leið, að hann hafi gert sitt til þess að stöðva þennan leik. Reynslan mun nú sýna mönnum það, að litlu verður áorkað með því að nöldra í barm sinn og láta þar við sitja. Þegar menn ræða um stjórn- ' málaástandið og aðstöðu Alþing- is, þá mega menn þess vegna ekki gleyma því, að yfirgnasfandi meiri hluti landsmanna lagði lið sitt þeim vinnubrögðum, sem við voru höfð á s.l. ári, og menn mega ekki vera undrandi yfir því, þótt það taki tíma og kosti fyrirhöfn að leysa þau verkefni, sem lágu fyrir hinu nýkosna Al- þingi, þegar það hóf störf sín“. „Taugastríð“. Einn kaflinn í ræðu Eysteins Jónssonar fjallaði um það stríð, sem nú er hafið gegn þingræði og lýðræði. Um það efni mælti ræðumaður á þessa leið: „Við erum vottar að því, hvern- ig nú ,eftir þessár deilur, er reynt að snúa eðlilegri gagnrýni manna á þeim vinnubrögðum, sem viðhöfð hafa verið, upp í móðursýkiskenndan ótta við eðli- lega málefnagagnrýni - sem auð- vitað er alveg heilbrigð og ómiss- andi. — Við erum vottar að því, hvernig heilbrigð gagnrýni á störfum Alþingis og stjórnmála- manna er nú snúið upp í al- mennt ,,taugastríðu gcgn þing- ræði og lýðræði með því að telja mönnum trú um, að allar um- ræður um þjóðmál sé auvirði- legt rifrildi auvirðilegra manna. — Undir þenna söng taka margir þeirra, sem ekki telja sig metna að verðleikum, og sumir þeirra, sem hæst Iirópa ámælisorðin til Alþingis og þingmanna, eru úr hópi þeirra, sem fastast eggjuðu til þeiiTa sviftinga á s.l. ári, sem mestum ófarnaði hafa valdið, og því úr hópi þeirra, sem mestu valda um ástand það, sem nú hef- ir verið Alþingi fjötur um fót í störfum þess. — Við erum vottar að því, hvernig reynt er að nota ofureðlilega þreytu þjóðarinnar á háværum deilum, til þessa að bæla niður gagnrýni á stórfelld- um stjórnmálahneykslum, sem átt hafa sér stað. Þannig er t. d. reynt að telja til óþarfa rifrildis og ófriðar gagnrýni á því, að á s.l. hausti var þannig haldið á fóðurbætismálum landsmanna, að allt að helmingi meira var út- hlutað af fóðurbæti en venju- lega, en þrátt fyrir það er fjöldi bænda í landinu í stórkostlegum vandræðum með fóðrun búpen- ings vegna skorts á þessari vöru, og hér við bætist, að menn voru leyndir því hvernig komið var, þangað til eftir kosningar. Þannig er einnig reynt að telja það óþarfa rifrildismál, að gagn- rýnt sé opinberlega annað eins hneyksli og bifreiðaúthlutun fyrv. ríkisstjórnar. Við erum vottar að því, hvern- ig reynt er að fá almenning í landinu til þess að gefast upp við meðferð þjóðmálanna með því að prédika þá trú, að þjóðmála- starfið sé þýðingarlaust, allir stjórnmálaflokkar séu eins og allir stjórnmálaleiðtogar eins. Það sé vonlaust að reyna að greina á milli þess, sem satt er eða logið og þekkja rétt frá röngu. í hvaða skyni er þetta gert? Hvar endar þetta? Ef þjóðin verður fórnarlamb þessa áróðurs, þá er lýðræðið á íslandi úr sögunni. Þjóðin má ekki láta leggja á sig þann her- fjötur, sem leiðir til falls lýðræð- isins. Þingræðið og lýðræðið er byggt á málamiðlun að vissu marki, en ekki stöðvunarvaldi kyrrstöðunnar í skjóli þess, að enginn skoðanamunur eigi rétt á sér. Þjóðin verður að leggja það á sig að þekkja mismun á réttu og röngu, þekkja gagnrýni frá rógi og rök frá lýðskrumi. Þjóð- in þarfnast ekki uppgjafar í al- mennum málum, heldur aukinn- ar árvekni og samvizkusemi. Við þörfnumst heldur ekki þess, að á Alþingi standi allir saman um að gera ekki neitt. Ekki heldur að allir séu ósam- mála um allt. Hvort tveggja þetta hefir verið reynt. Það, sem við þurfum, er, að sem flestir eða a. m. k. nógu margir standi sam- an um að gera það, sem þeim finnst rétt — taki hæfilegt tillit til hinna, en fyrst og fremst fulla ábyrgð á því, sem þeir gera og standi eða falli síðan með þeim dómi, sem þjóðin kveður upp. Við þörfnumst rólegrar yfir- vegunar, manna, sem meta rök meira en upphrópanir og gefast ekki upp við að finna kjarna málanna, þótt tilraunir séu gerð- ar, til þess að leyna honum. Það er ekki fyrirhafnarlaust eða vandalítið að vera kjósandi í lýðræðislandi, þótt það sé-fá- mennt land, jafn flókin og mönnum finnst stundum við- fangsefnin vera. En menn verða að skilja, að ekkert mikilvægt vinnst eða helzt án fyrirhafnar. Steinvölu kastað úr glerhúsi. CÍÐASTI „íslendingur“ finnur ástæðu til þess að gera það að umtalsefni, að „íþróttasérfræðingi Dags“ (eins og „ísl.“ orðar það!) láð- ist að’ geta um það, í frásögn sinni af Skíðamóti Akureyrar nú á dögunum, að „Morgunblaðið" í Rvík hafði gefið bikar til verðlauna í sveitakeppni í skíðastökki. Telur blaðið þetta ber- sýnilega stafa af viljandi hlutdrægni í fréttaflutningi „Dags“. — í sama tbl. „ísl.“ er alllöng grein um flóabátinn, sem ráðgert er að haldi í framtíðinni uppi samgöngum hér um fjörðinn, til Siglufjarðar og hafnanna við Skaga- fjörð. Er þar getið um ýmis væntan- leg fjérframlög til bátsins. En hvernig stendur á því, Islendingur sæll, að þér láist alveg x því sambandi að geta um 20 þús. kr. framlagið til flóabátsins, sem Mjólkursamlag K. E. A. sam- þykkti nýlega að leggja af mörkum? Var það bara gleymska, eða þótti þér minna um þann skerf vert en um skíðabikarinn frá blessuðu Morgun- blaðinu? — Sumir sjá betur flísina í auga bróður síns en bjálkann í sínum eigin sálarsjónum. Ófagrar kveðjur. DITDEILA ein mikil hefir nú staðið yfir í höfuðstaðarblöðum milli þeirra flokksbræðranna fyrverandi, Garðars Þorsteinssonar og Árna Jóns- sonar frá Múla, út af afstöðu hins síð- arnefnda við þá samþykkt bæjar- stjórnar Reykjavíkur að taka rekstur kvikmyndahúsanna þar í bæ í sínar hendur. Árni frá Múla greiddi því at- kvæði, en Garðar er hinsvegar, eins og kunnugt er, eigandi annars kvik- myndahússins, sem um er að ræða. Árn.i frá Múla birti nýlega í blaði sínu, Þjóðólfi, „opið bréf“ til Garðars, þar sem gert er að umtalsefni símtal, sem milli þeirra hafði farið út af þessu máli. Þar sem deila þessi hefir vakið alþjóðar athygli, — svo ljót sem hún er, — en fæstir lesendur Dags munu sjá Þjóðólf, þykir rétt að birta hér fáeina kafla úr þessu „opna bréfi“. Tungutakið er svo hispxirslaust, að kaflarnir skýra sig fullkomlega sjálfir. Fyrirsagnir þeirra eru aðeins settar hér. Samtal þjóðarleiðtoganna. T UPPHAFI samtalsins varst þú #/J,ósköp blíðmáll og góður, vitnaðir í að við værum gamlir flokksbræður, þingfélagar og vinir. Það leit út fyrir að þér væri frekar í hug að berja lóm- inn yfir því að missa spón úr askin- um þínum, en að troða illsakir. Þú þakkaðir mér fyrir atkvæðagreiðsluna í bíómálinu. Virðulegi þingmaður! Nú snúum við okkur að samtalinu. Þegar við vorum búnir að tala saman eina eða tvær mínútur í dálitlum hálfkæringi, spyr þú allt í einu: „Hvað fékkst þú miklar mútur hjá Dungal?" Eg svaraði þessari spurningu með því að segja þér álit mitt á þér, einkar hispurslaust, en ekki með neitt sér- staklega völdum orðum. Eg sagði að eg væri fús á að láta þetta álit uppi, hvenær sem væri. Nú ætla eg að standa við þetta, hvort sem þú þorir að standa við brigzl þín í minn garð, hótanir og hrakspár. En þetta allt mun eg rifja upp éður en bréfinu lýkur. Sjúkdómsgreiningin. .... |,U ERT metnaðargjarn og duglegur. Þú vilt vera fínn, en þarft að dragnast árið út og árið Ef kjósendur reynast vandan- um vaxnir, þá verður öllu borg- ið. Ef þeir gefast upp, leggja ár- ar í bát, þá er leikurinn tapaður og lýðrseðið þcfir beðið ósiguf'i inn með eðli, sem sífellt þarf að hylja og breiða yfir. Og þetta eðli er svo ásækið, að ekkert má út af bera til þess það spretti upp eins og fjandinn úr sauðarleggnum. Það eru til alþjóða- hugtök, sem engin íslenzk orð ná yfir, t. d. „gangsterism", „racketeering", „blackmail". Eins er það með þig. Það verður að fara í útlend mál til að lýsa þér. Þú ert nefnilega í einu orði SIMPILL. Þú hefir gert þér vonir um að þú gætir keypt þér nóga dúða til að hylja innri manninn, ef þú yrðir nógu ríkur. En þetta er ekki til neins. Eðlið segir alltaf til sín. Þó þú ættir öll heimsins bíó, værir þú alltaf jafn simpill. Þú gengur í eilífum ótta um að innri mað- urinn ekki allt í einu fram smettið. Þú getur ekki keypt þig undan þeim ótta. Af því stafar auðnuleysi þitt Krabbameinið. TjÚ BRIGZLAR mér um að hafa þegið mútur af Nielsi Dungal, Ragnari í Smára og kommúnistum. .... Þú hótar mér að þú skulir mala mig mélinu smærra, og ekki bara mig, heldur líka „börnin þín, strákhelvítin og kerlinguna". I upphafi samtalsins baðstu mig að „skella ekki af“ í eyrað á þér. En hvernig sem eg benti þér á, að vera ekki að draga konuna og börnin inn í þetta tal, léztu þér ekki segjast. Þú hélst éfram að bannsyngja „helvítis hyskinu". Svona náði innri maðurinn tökum á þér, af því stórgróðavonir þínar höfðu beðið dálítinn hnekki. . En í öllu þessu var einn ljós punkt- ur, sem þú hlakkaðir yfir aftur og aft- ur: „Þú ferð að drepast, þú ert með krabbamein — þú ferð að drepast." Fulltrúar nýrrar yfirstéttar. TA, HVER veit? Það er að minnsta ^ kosti vissara að koma frá sér ein- hverju af því, sem maður vildi gjam- an sagt hafa. Eg hefði ekkert á móti því, að eftir mig lægi einhvers staðar fáeinar myndir af fulltrúum þeirrar nýju yfirstéttar, sem þykist ætla að bera uppi menningu íslands. Garðar Þorsteinsson er að vísu nokkuð sér- stakur í sinni röð. Hann er víst vel hraustur. En samt vildi eg ekki skipta á „krabbanum" mínum og því, sem hann er með innan í sér. Ekki þó að eg ætti að „drepast“ á morgun“. Þannig farast Arna frá Múla orð í hinu opna bréfi til Garðars Þorsteins- sonar í Þjóðólfi. Verður ekki um það kvartað, að hann sé sérlega myrkur í máli við þennan fyrverandi flokksbróður sinn og sálufélaga. Og margt fróðlegt ber á góma, þegar hjúin á íhaldsheimilinu deila, — eins og gengur! NÝJA BÍÓ sýnir í kvöld kl.9 : Slétturæningjarnir Föstudag kl. 6 og 9: Hugvitsmaðurinn Edison Laugardag kl. 6: Æska Edisons Kl. 9: Slétturæningjarnir Sunnudag kl. 3: Æska Edisons Kl. 5: Hugvitsmaðurinn Edison Kl. 9: Slétturæningjarnir *

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.