Dagur - 11.03.1943, Blaðsíða 2

Dagur - 11.03.1943, Blaðsíða 2
2 D A G U R Fimmtudaginn 11. marz 1943 SKRlTNIR NÁUNGAR I. Fyrir nokkrum árum töldu ís- lenzkir kommúnistar það versta glæp að vera tækifærissinni og hyggja til samstarfs við aðra flokka. Þetta var á þeim tímum, er kommúnistar boðuðu koll- vörpun þjóðskipulagsins, sem þeir kváðust mundu framkvæma með blóðugri byltingu, þegar fylling tímans kæmi. Kommúnistar urðu þess brátt varir, að alþjóð manna léði ekki eyru byltingarskvaldri þeirra. Þá gerðu þeir byltingu í boðskap sínum og sneru því upp, er áður vissi niður. Það, sem áður var dauðasynd, var nú orðið að hinni æðstu dyggð. Nú Var það heilög skylda að nota tækifærin ræki- lega sér til framdráttar, þó að allt slíkt væri áður talið verk djöfulsins. í krafti þessarar nýju kenningar kommúnista tóku þeir nú af hinum mesta fjálgleik að bjóða sig til samfylkingar og samstarfs við aðra flokka, þeir þóttust vera orðnir afhuga byltingu og blóðsúthellingum, sögðust vera einlægir vinir lýð- ræðis og þjóðfrelsis, en andvígir öllu ofbeldi og kúgun í garð smælingjanna. Til þess að staðfesta sem ræki- legast hina nýju túlkun á sjálf- um sér og hið breytta viðhorf sitt gagnvart mönnum og mál- efnum, tóku kommúnistar það ráð að breiða yfir nafn og númer á stjórnmálafleytu sinni. Þeir hættu að kenna sig við kommún- ista og skírðu flokk sinn nýju nafni, sem mun vera hið víðáttu- mesta heiti á stjórnmálaflokki í öllum heiminum. Nöfn hinna stjórnmálaflokkanna á íslandi eru fremur þægileg á vörum manna og auðvelt að kenna áhangendur þeirra við þá: Al- þýðuflokksmenn, Framsóknar- menn, Sjálfstæðismenn. En þeg- ar kenna á kommúnista við sinn flokk með langa nafninu á sama hátt, þá vandast málið. Það vrði að vera á þenna hátt: Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokks- mennirnir! Nei, fólk gefst alveg upp við þetta langa heiti og nefnir þetta manndót sínu rétta og uppruna- lega nafni —■ kommúnista. Hér er að vísu um aukaatriði að ræða, en það er þó merki um óhagsýni í vinnubrögðum kommúnista. Það er og í meira lagi fíflslegt af kommúnistum að kenna flokk sinn við sameiningu alþýðu, því allir vita, að þeir hafa lagt mikla stund á að sundra félagssamtök- um alþýðunnar. Hefði því verið réttnefni að kalla flokk þeirra Sundrungarflokk alþýðu og for- kólfana sundrungarmenn. II. Menn eru minnugir þess at- burðar frá síðustu árum, að eitt mesta stórveldi og herveldi Norðurálfunnar stefndi her sín- um að smáþjóð einni í nágrenni sínu og heinrtaði land hennar til eignar og yfirráða. Þegar hin litla þjóð neitaði að auðmýkja sig og verða við hinum vansæm- ?ndi kröfum um uppgjöf og af* | hendingu ættjarðarinnar mót- stöðulaust, var hún kúguð með vopnavaldi og blóðugri árás af sínurn margfalt sterkari ná- granna. Ástand smáþjóðarinnar varð hið ömurlegasta við það, að hnefarétturinn fékk að ráða og var látinn skera úr málefna- ágreiningi. Víða um lönd fyllt- ust menn samúð með lrinni illa leiknu smáþjóð, og til þess að lina þjáningar hennar, voru samskot hafin henni til hjálpaf. íslendingar létu nokkuð af hendi rakna í þessu skyni. Mannúðar- tilfinningin sagði til sín meðal minnstu menningarþjóðar í heimi. Þátttaka íslenzkra kommún- ista í þessari hjálparstarfsemi til handa hinni nauðstöddu smá- þjóð varð með nokkuð sérkenni- legum hætti. Þeir spilltu á allan hátt fyrir því, að íslendingar tækju nokkurn þátt í hjálpinni og fóru hinum nöprustu háðs- og hrópyrðum um þá viðleitni að rétta veikum bræðrum hjálp- arhönd. Þessa samúðarviðleitni uppnefndu kommúnistar ogköll- uðu hana „Finnagaldur". Þá kom það óskiljanlega innræti kommúnista skýrt í Ijós, að þeir ckki einungis kærðu sig kollótta um það, a.ð eitt sérstakt stórveldi kúgaði og rnolaði lítið lýðríki, heldur stórglöddust þeir yfir því. lýstu blessun sinni yfir ofbeldis- verkinu, en hrakyrtu smáþjóð- ina saklausa, er fyrir ofbeldinu varð. Þá kom það í ljós, að komm- únistar voru haldnir af ofsafrti á herveldið, er ofbeldinu hafði beitt, eða þó öllu heldur á eina háttstandandi persónu þessa her- veldis, sem þeir féllu fram fyrir í gagnrýnislausri tilbeiðslu og blindri dýrkun. Þessi blinda trú íslenzkra kommúnista á Stalin er hliðstæð átrúnaði þýzkra nazista á „foringjanum", nema hvað Stalinstrúin er sýnu verri að því leyti, að hún byggist á undir- lægjuhætti við útlendan valds- mann. Nú er svo komið, að Rússar eiga um sárt að binda og hafa beðið mikið tjón vegna þess ægi- I. J£ONRÁÐ skáld Vilhjálmsson ritar í síðasta tbl. „íslend- ings“, 5. þ. mán„ alllanga grein, er hann nefnir: „Hagyrðingar og skáld“. Tilefni greinarinnar virðist vera ritdómur, er eg reit og birti hér í blaðinu fyrir skemmstu um Qýkomna Ijóða- bók, en í bókarfrétt þessari komst eg m. a. svo að orði, að hagyrð- ingsbragur sá, er eg tel vera á ýmsum kvæðum í bókinni, þyki mér stórum verri en ýmsir aðrir smíðisgallar, sem mér finnast á benni vera. Og síðar vara eg höf- undinn við hroðvirkni, kæru- leysi og hagyrðingslegri léttúð í sambúðinni við hina torveldu íþrótt orðsins. — Nú þykir K. V., að eg leggi rpeð þessu orðið hag- yrðingur við hégóma og noti það í nýrri og niðrandi merkingu. Telur hann augljóst, „af anda Qg hljúðan þessara orða, að sú leg ahildarleiks, sem háður er í landi þeirra. Þá stendur ekki á kommúnistum að gangast fyrir fjársöfnun á íslandi til handa stórveldinu og hafa þeir fengið nokkur stór nöfn til að flagga með í því sambandi, þó að jaeir sömu konnnúnistar gerðu háð og hróp að f jársöfnuninni til finnsku smáþjóðarinnar um ár- ið. Það verður að segja það eins og er, að þessi fyrirlmgaða gjöf til styrktar Rússum í stríðinu er ekkert annað en hégómlegt tild- ur, gert til að sýnast en vera ekki. Þó að allir Islendingar, rúmlega 100 þús. að tölu, reyttu sig inn að skyrtunni til fjárstyrks handa 180 miljóna stórveldi, þá gæfi það ekki lraft nokkur áhrif á gang og úrslit stríðsins í Rúss- landi. Því miður eru íslendingar þess ekki um komnir að geta veitt Sovétríkjunum nokkurn stuðning, er að gagni komi, enda allar horfur á, að Rússum muni takast að reka nazistaherinn úr landi sínu án okkar hjálpar! Kommúnistar hafa heldur aldrei efast um, að þeirra eigin sögn, að rauði herinn gengi með stór- sigur af hólmi í viðureigninni við nazista. Af sjónarhól sambýlismanna: Amerískur dýralæknir ræðir um íslenzkan landbúnað. Dýralæknar amcríska setuliðsins iiafa heimsótt mörg kúabú í nágrenni Reykja- víkur. I>að liefir verið gainan að veita því atliygli, hversu lítill munur er á háttuin og aðferðum þeirra og kúabúa í Bandaríkjunum. En ameríski bóndinn er þó betur settur, þar sem hann getur aflað sér fleiri og betri tækja og birgða en fáanjeg eru hér á landi. En í grund- vallaratriðum ættu aðferðirnar að vera þær sömu: 1. Gotl kúabú á eingöngu að liafa hraustar kýr. Það hefir geysimikla þýðingu, ef mjólkin á að verða góð og örugg. Sjúka kú skal taka burtu frá hinum kúnum. 2. Hóflcgt fóður og gnægð af vatni stuðlar að góðri heilsu. Þó að ís- Ienzku kúnum sé gcfið dálítið af korni, virðíst það ekki vera nægi- lcgt til þess að haUla í þeim góðri heilsu. Til þess að bæta og auka heilsu kúnna og magn og gæði mjólk- urinnar, skal gefa kúnum salt, þorska- lýsi og fiskiinjöl. Það er gott að gefa - kúnum kom, en á þessum tímum er bæði dýrt og erfitt að ná í það. 3. Hreyfing er nauðsynleg bæði fyrir mcnn og skepnur til jiess að viðhalda eðlilegú líkamsstarfi og heilsu. Það er greinilegt að mjólkurkýmar vant- ar hreyfingu yfir vetrarmanuðina. Kýrnar eiga að fá að hreyfa sig dag- lega, þó að ekki sé lengur en um hálfa klukkustiuid í cinu. Slík hreyf ing cykur blóðrásina og efnaskipti líkamans og stuðlar að aukningu mjólkurinnar. Þar sem loftslagið er miklu kaldara en í nágrenni Reykja- víkur eru kýmar æfinlega reknar úr fjósunum á degi hverjum, til þess að þær gcti hrcyft sig og andað að sér hreinu lofti. Arangurinn hefir verið góður. Mcðan kýmar cm úti, má inoka flórinn og þrífa betur til en þegar þær eru inni. Það ætti ekki að vcra úr vcgi að gcra slíka tilraun og athtiga áhrif jiau, sem það hefir á kýmar. 4. Til þess að hægt sé að framleiða góða mjólk er nauðsynlegt að hafa nægi- Iega bjart í fjósunum mcðan verið er að mjólka. 5. Fjós og mjólkurgeymslur verða að vera hrein til þess að hægt sé að framleiða hreina mjólk. Rannsókn- ir hafa sýnt að mjólk, scm er frá óhreinum fjósum er óhrein og súm- ar miklu fyrr en mjólk frá hreinum fjósum. III. Þau vægustu orð, sem hægt er að viðhafa um kommúnista, eru, að þeir séu skrítnir náungar. Gott dæmi þess er sá fáráanlegi fugl, sem hafður er til þess að garga í málgagni kommúnista hér á Akureyri. Ritstjóri „Verk'a- mannsins" gerir sér það að venju að skiþta mönnum í tvo flokka: kommúnista og nazista. Allir þeir, sem ekki játa blinda trú á Stalin og ekki geta fallizt á, að Sovétríkin séu paradís á jörðu, eru nazistar og í vinfengi við Hitler, eftir því sem ritstj. Vm. heldur fram. í samræmi við þessa tvískiptingu hans í engla og djöfla, stimplar hann aðstand- endur Dags sem nazista. Það er hið mesta skammaryrði, sem rit- stj. Vm. getur sagt um nokkurn mann, að hann sé í vinfengi við þýzku nazistana og leiðtoga jteirra, Hitler. En hvernig var það annars urn það leyti, er núverandi Evrópu- styrjöld brauzt út? Var ekki ein- (Framhald á 3. síðu). Úr 1. tbl. Dags, 12. febrúar 1918. — Höfuðstaður Norðurlands hefir verið í kolahraki. Ráðstafanir hafa verið gerðar til að útvega bænum kol, en gengið tregt, þar til bæjarfulltrúa Otto Tulinius tókst með sínum al- kunna dugnaði og hjálpfýsi að útvega bænum 70 til 100 smálestir norðan úr Jötunheimum. — Á síðasta bæjarstjórnarfundi hér í bæ var ákveðið að taka allt að 50 þús. kr. bankalán til dýrtíðarráðstaf- ana. — Kvenfélagið „Framtíðin" ætlar að fara að reka eldhús í barnaskólan- uum og gefa fátæklingum miðdegis- verð. Lofsvert fyrirtæki. — Barnaskóli Akureyrar tók til starfa 4. þ. m. eftir þriggja vikna lok- un vegna kulda. — í „íslendingi“ eru tilnefnd þrjú ráðherraefni líkleg: Klemens, Vigur- klerkur og Flygenring. Sú stjórn mundi tæplega eiga nema tvo stuðn- ingsmenn, einn í Þingeyjarsýslu og einn á Akureyri. Tilboð óskast í húseiénina nr. 3 við Norður- götu. I húsinu eru 11 herbergi og 3 eldhús. Tilboðum sé skilað til Olafs Ágústssonar, Strandgötu 33, iyrir 20. þ. m. Réttur áskil- inn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna ölfum. BIBLÍUR komnar. Vasaútgáfan, — 5.kr. Aðrar teg- undir EKKI komnar enn. ARTHUR GOOK. BÓK DAGSINS er VINSÆLDIR 0G ÁHRIF. LIST OG USTIÐNAÐUR. / • hugreifa sveit, sem hagyrðingar | um ummælum mínum, né notað hefir verið kölluð, rísi ekki hátt í augumþessaritdómara.“Hyggst nú Konráð ganga fram fyrir skjöldu til varnar hagyrðingUn- um gegn þessari ótnaklegu og óvæntu árás. Eg er fullkomlega sammála K. V. um margt jrað, er hann segir í grein sinni í þessu tilefni um þýðingu og hlutverk hagyrðing- anna, alþýðuskáldanna, í vín- garði tungunnar og bókmennt- anna.-Það er t. d. rétt, að „hug- tökin skáld og hagyrðingur eru engar andstæður“, og svið hag- yfðinganna „er sá jarðvegur, sem skáldin hafa vaxið upþ úr“. Hins vegar get eg engan veginn fallizt á það, að eg hafi gert hagyrðing- unum nokkra hnei.su m?ð þess- nafngift þeirra í nýrri og breyttri merkingu frá því sem áður hefir tíðkast, eins og K. V. virðist álíta. Að vísu tekur hann það fram, að eg sé ekki alveg einn í þessari sök, heldur hafi hann orðið þess var „í seinni tíð, bæði í útvarpi og blöðurn, að merking þessa orðs sé að nálgast niðrandi merkingu", enda sýnist sér merk- ingu orðsins „hafa verið svipt nokkuð til á síðustu tímum“. (Leturbr. hér). Máli sínu til stuðnings vitnar svo K. V. í hina miklu orðabók Sigfúsar Blön- dals, en þar sé orðið hagyrðing- ur þýtt svo: „Rimkunstner,--- som laver flydende Vers“. Virðist V- V.. eftir þessu að dæma, telja, að dönsk skáld mvndu þykjast I i jsérlega vel haldin af lofinu, ef slík ummæli væru um þau höfð(!) En hvers vegna sleppir Konráð síðari þýðingu Blöndajs I á orðinu og táknar hana aðeins með tveim þankastrikum í grein sinni? En J^ar Jrýðir Blöndal orð- ið með „Versemager“, hvað út- leggst á íslenzku leirskáld, eða baglari? Myndi það ekki vera sökum Jress, að með því er af- sannað það, sem K. V. hugðist sanna: Þ. e. að hin niðrandi merking orðsins sé svo ný í mál- inu — „frá síðustu tímum" — að Blöndal hafi ekki við hana kann- azt? Að vísu þykir mér slík með- ferð heimilda harla ólík því, sem eg vænti mér af vini mínum og fyrrverandi samstarfsmanni um margra ára skeið, Konráði Vil- hjálmssyni, en „fyrr er gilt en valið" mun mega um það segja, og „svo bregðast krosstré sem önnur tré"-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.