Dagur - 11.03.1943, Blaðsíða 3

Dagur - 11.03.1943, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn ll.marz 1943 D A G U R 3 Innilegt þakklæti vottum við öllum, er auðsýndu samúð við and- lát og útför Marselíu Jóhannesdóttur. Sérstaklega þökkum við hjónunum Soffíu Jóhannsdóttur og Júníusi Jónssyni, bæjarverk- stjóra, fyrir margvíslega hjálp. Eiginmaður, sonur og tengdadóttir. Þökkum innilegtPöllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlut- tekningu vegna andláts móður okkar og fósturmóður, GUÐRÍÐ- AR BRYNJÓLFSDÓTTUR frá Stokkahlöðum. Einnig þökkum við öllum þeim, sem veittu okkur aðstoð í veik- indum hennar. Aldís Einarsdóttir. Rósa Einarsdóttir. Bjarni Einarsson. Eiríkur G. Brynjólfsson. Jón Jónsson hagyrðingur frá Sælu. JJINN 22. f. m. báru Svarfdæl- ingar hann til grafar að Tjörn, kominn fast að níræðu. Allir Svarfdælir kannast við Jón. Hann var borinn meðal þeirra og barnfæddur, og þar átti hann jafnan lieima. Og þótt hann hefði þar ekki mikið for- ræði um dagana, var hann sí- vinnandi, hjálpsamur þegnskap- armaður, fús til að rétta hverj- um manni og hverju drengilegu vejki hjálparhönd án þess að spyrja um laun. Og þótt tökin væru máske stundum í stirðara lagi, voru þau heilhuga og flátt- laus. Þess vegna varð öllum hlýtt til hans. Og vissulega var oft gaman af Jóni, háttum Iians, spaugi og glaðværð. Óg svo voru jaað vísurnar hans, sem flugu oft um sveitina þvera og endilanga, oft smellnar og kröftugar, og munu sumar þeirra lengi uppi. Því að Jón var síyrkjandi um menn og málefni heima fyrir, — hagmæltur prýðilega, kjarnyrt- ur og hvassyrtur og stund’um skemmtilega skömmóttur, en laus við alla rætni og meinfýsi, enda var hann drengskaparmað- ur og hjartahlýr. Þess vegna voru allar vísurnar vel jjegnar, hversu kröftugt sem orðfærið var, þvf að allir vissu að skamm- imar voru allar utangarna, ekk- ert eiginlega í jjeim frá höfund- inum sjálfum, hvergi hugur með máli, heldur aðeins smellinn orðaleikur hnittinnar hag- mælsku. Skrifa }:>arf þátt af Jóni, um vísur hans, með viðeigandi skýr- ingum, og myndi J>að geta orð ið skemmtilegur þáttur. Því að þótt Jón sé nú horfinn af sjónar- sviðinu, og við höfum þakkað honum ágæta samfylgd og marga skemmtilega stund, og sveitungar lians sýnt lionúm lilý- hug í ellinni og kvatt hann með virðulegri útför, þá mun hann enn lengi lifa nteðal jæirra, gamansamur og græskulaus. Sn. S. Andlátsfregn. Þann 2. marz s. 1. lézt á sjúkra- húsinu hér, eftir langvinna van- heilsu, frú Guðrún J. Einars- dóttir, kona Guðmundar Sig- freðssonar í Lögmannshlíð. Hún var 71 árs að aldri. Guðrún var dóttir Einars Thoroddsen, er lengi bjó að Vatnsdal við Pat- reksfjörð, en hann og Jón Thor- oddsen skáld voru bræðrasynir. Árið 1895 giftist Guðrún el'tir- lifandi manni sínum, Guð- mundi Sigfreðssyni, og reistu Joau bú að Krókurn á Rauða- sandi og bjuggu þar til ársins 1930, er })au fluttust að Lög- mannshlíð. Guðrún stundaði 1 jósmóðurstörf á Rauðasandi um áratugi af frábærri skyldu- rækni og ávann sér hylli og virðingu sveitunga sinna. Þau hjpnin eignuðust 7 syni og lifa 6 þeirra. Þeir eru: Jón, raf- stöðvarstjóri á ísafirði, dr. Krist- inn, menntaskólakennari hér, Karl, sýningarstjóri í Reykjavík, Sigfreður, bóndi í Lögmanns- hlíð, Einar, læknanemi í Rvík og Torfi, stúdent, til heimilis hér í bænum. Ætlar Bandaríkjastjórn að taka í taumana. (Framhald af 1. síðu). spurningar að vakna hér, því að Jrað er ástæðulaust að ætfti. að aðalefni hennar (uppástungur Bandaríkjastjórnar í íslenzkum dýrtíðarmálum) sé gripið úr lausu lofti af fréttaritara blaðs- ins í Washington. Af hálfu ís- lenzkra stjórnarvalda hefir ekk- ert verið sagt um slíkar uppá- stungur Bandaríkjastjórnar. — Mönnum mun því leika hugur á að vita, hvort íslenzka rikisstjórn- in hefir meðtekið einhverjar dýr- tíðartillögur frá W'ashington, og hvernig hún hyggst að snúast við þ^im. í fljótu bragði er ekki auð- velt að sjá hvernig jressi afskipti Bandaríkjastjórnar, ef ummæli N. Y. Times eru rétt, af innan- landsmálum íslendinga, geta samrýmst samningnum sem gerð- ur var um leið og herliðið steig hér á land. Þó skal hér ekki lagð- ur dómur á Jrað að sinni. Hitt er aftur á móti síður undrunarefni, að Bandaríkjamönnum blöskri hin gegndarlausa dýrtíð hér og sá kostnaður, sem af henni leiðir beinlínis fyrir þá sjálfa. En þess- ar upplýsingar N. Y. Times ættu e. t. v. að stuðla að því enn betur en orðið er, að menn áttuðu sig á því, liversu hættulegur skrípaleikurinn í stjórnmálum jrjóðarinnar s.l. sumar hefir reynzt og hversu þung er ábyrgð Jreirra manna, er settu hann á svið. Ef til vill eru ekki öll kurl komin til grafar enn í þessum máltim. BEVERIDGE-tillögtirnar. (Framhald af 1. síðu). til ársloka 1942, en þá lagði liann athuganir sínar fyrir ríkis- stjórnina og voru þær síðan gefn- ar út og lesnar um gjörvallt Bretaveldi og síðan annars staðar í frjálsum löndum. Beveridge byggði athuganir sínar á þeim megin-forsendum, að hið stórfellda atvinnuleysi síðustu áratugi eigi ekki aftur- kvæmt, enda eru þar um skýrar yfirlýsingar stjórnarvaldanna og allir flokkar landsins sammála unt, að jrað sé skuldbinding af hálfu rikisins, að allir skulu hafa lífvænlega atvinnu. Jafnframt er jrví slegið föstu, bæði af Beveridge sjálfum og málgögnum stjórnarinnar, að ti! þess að svo megi verða, þurfi að breyta til nýrra hátta. Um jiað segir ,,London Times“ 27. jan. s.l., m. a.: „Við verðum að horf- ast í augu við þá staðreynd, að óháð, frjáls samkepni einstakl- inganna og stöðug atvinna fyrir alla geta aldrei samrýmzt. Þetta verður að viðurkenna, ef ekki á að fljóta sofandi að feigðarósi". Beveridge sjálfur lét ummælt í ræðu í London um svipað leyti, samkv. Times: „Aðalgalli sam- kejrpnisskipulagsins er, að það hefir ekki afstýrt atvinnuleysinu. Það hefir reynzt sæmilegt far í góðviðrum, en í jreim stórviðr- um, sem nú geysa og í vænduin eru, þurfum við traustbyggðara skij)“. — Og þetta trausta skijr. sem á að fleyta jrjóðinni til fvrir- heitna íandsins, er að-dómi hans allsherjar áætlun (plan) ríkisins, sem grípur inn í alla atvinnu-. vegi, skipuleggur samvinnu þegnanna, þar sem hver styður annan, en treður ekki niður af honum skóinn. Hin víðtæka iryggingarstarfsemi í tillögu Beveridge er framkvæmd jressa síðasttalda atriðis. A þessum grúndvelli er Beveridge-áætlunin ( samin og með þessu hugarfari eru tillög- urnar vegnar af brezkum al- menningi og brezkum leiðtog- um. Mun mörgum j>ykja sem breyting hafi orðið á viðhorfi brezkra íhaldsmanna og brezkra íhaldsblaða. Stríðið gegn eymdinni. gEVERIDGE hefir sjálfur látið svo unnnælt, að framkvæmd II. £|ITT orðhagasta og andríkast skáld íslenzkt, sem uppi hefir verið á síðari tímum, svo að ekki sé dýpra tekið i árinni, Einar Benediktsson, segir í einu kvæða sinna: „Eg skildi, að orð er á íslandi til um allt, sem er hugsað á jörðu“. Þó líkir hann á öðrum stað skáldlistinni við „mannsandans draum í orðsins hafti“. — Og myndi ekki sannleíkurinn vera sá, að þótt íslenzk tunga sé geysi auðug af snjöllum orðum og táknrænum, skorti þó rnikið á það, að hún eigi sérstakt og af- markað orð um hvert iðukast hugsana og tilfinninga, er hrær- ast kann í liöfði mannverunnar og brjósti. Vetður þá oft fang- ráðið að láta sama orðið tákna mörg og óskyld hugtök, eftir því í hvaða sambandi það stendur við önnur orð- Þannig eru þess fjölmörg dæmi, að orð, sem í sjálfu sér er lofsamlegrar eða já- kvæðrar merkingar, getur í viss- um tengslum við önnur orð orð- ið niðrandi eða neikvætt. Okkur Konráði mun t. d. koma vel sam- an um, að það sé hverjum manni fremur til lofs en lasts að hafa rétta trú, en þó hafa orðin rétt- trúnaður (ortodoksi) og rétttrú- aður (ortodoks) vægast sagt feng- ið misjafnlega geðfellda merk- ingu á tungu þjóðarinnar. Sömu- leiðis munum við Ki V. vera sam- mála um það, að orðin iðnaður og iðnaðarmaður séu „vegleg orð og vel mynduð“ og listiðnað- ur þá ekki síður. Þó Joættist eg ekki gera þeim mönnum, sem I leggja stund á þessar þörfu og virðulegu starfsgreinar, rangt til, þótt eg t. d. vamði ungan myndlistamann, málara eða myndhöggvara, við því að gera list sína að listiðnaði. En myndi ekki hlutfallið milli skáldskapar annars \ægar og hagmælsku hins vegar líkt í eðli sínu muninum á list og listiðnaði? Hjá báðum, skáldinu og myndlistarmannin- um, gengur „mannsandans draumur" í hafti, — hjá öðrum í hafi orðanna, hjá hinum í hafti efnisins. Og báðir hoj>jiúm við- Konráð í slíkum hnappheídum, eins og aðrir dauðlegir menn, og getum hvorugur naumast stung- ið svo niður penna, að við eigum það ekki á hættu að hneyksla einhvern „rétttrúnaðarmann" í heimi bókmenntanna með orða- vali okkar. Verðum við í þeim efnum helzt að treysta því, að menn lesi ritsmíðar okkar með einhverjum örlitlum votti þeirr- ar viðleitni góðs lesara, að skilja hvað fyrir höfundinum vakir, fyrr en skellur í tönnum hinna elztu merkinga frumorðanna, en l'æri ekki a 111 til verri og vitlays- ari vegar, eins og þeim mönnum er tamast, sem orðhenglar nefn- ast á gamalli og góðri íslenzku. Og vill víst hvorugur okkar Kon- ráð teljast í þeirri sveit. I næsta blaði mun eg, ef hent- ugleikar leyfa, ræðá nokkuð jrær kenningar Konráðs, sem fram koma í nefndri grein, að íslenzk- um ljóðskáldum sé nú mjög aft- urfarið um rétta meðferð brag- ’iða og áherzluorða, sem og — að mér skilst — aðra meðferð bttnd- ins máls, og sé því helzt um að kenna, að þeir viti „kynlega Iftið um bragfræði og kveðandi". Hygg eg, að hér ráðist Konráð býsna ómaklega og forsjárlaust á garðinn, þar sem hann er ekki lægstur, er hann hyggst upphefja fortíðina á kostnað nútímans í þessum efnum. J. Fr. tillagnanna eigi jafnframt að vera framkvæmd fyrirheitanna sem felast í Atlantshafsyfirlýs- ingu þeirra Roosevelts og Chur- chills. Með þeim sé hafin styrj- öld gegn fimm megin Jráttum eymdarinnar í þjóðfélaginu: Skortinum (nreð skuldbindingu ríkisins um atvinnu og atvinnu- tryggingar). Sjúkdómunum (með nýju skipulagi heilbrigðismála, aukinni heilsuvernd og aðgangi að sjúkrahjálp fyrir alla). Fáfræð- inni (með stóraukinni allsherjar- menntun). Óhollu umhverfi (með bættu skipulagi bæja og sveitarfélaga-og viðunandi lausn húsnæðismálanna) og iðjuleysi (með skipulagsbundnum at- vinnuframkvæmdum og afnámi atvinnuleysisins). Beveridge tek- ur það fram, að tillögur sínar séu þó aðeins þáttur í allsherjar- sókn þjóðfélagsins. Nánar tiltek- ið fela tillögurnar í sér félagslegt öryggi einstaklinganna, með því að tryggja þeim lífvænlegar tekj- ur alltaf, hvernig sem á stendur, og jafnframt veita þeim mögu- leika til þess að standast óvenju- leg útgjöld við barnsfæðingar, giftingu og dauða. Tillögurnar ná ennfremur til heilsutrygg- ingar, atvinnuleysistryggingar, eftirlauna, lífeyris ekkna og munaðarleysingja, slysatrygging- ar verkamanna, lífeyris gamal- menna án gjalds og framfæris blindra og vanaðra. Þær ná til allra þegna þjóðfélagsins, án til- lits til þjóðfélagsaðstæðna, og allra helztu þarfa borgaranna í nútíma þjóðfélagi. Allir leggja jafnt af mörkum til fram- kvæmdanna og állir eiga jafnan rétt samkvæmt tillögunum, Jaeg- ar þörfin er til staðar. Skal nú vikið að tillögunum í einstökum atriðum. H. Sn. (Framhald). Skrítnir náungar. (Frainh. af 2. síðu). hver hávirðuleg persóna í Aust- urvegi, sem þá batzt „órjúfandi" vináttuböndum við Hitler og þýzku nazistana? Ójú, jrað var sjálft átrúnaðargoð konnnúnista, Jósep Stalin, sem drýgði þessa óheyrilegu stórsynd. Qkunnugir mundu nú ekki efast um, að ís- lenzku kommúnistarnir, og þeirra á meðal ritstj. Vrn., hefðu fyllzt heilagri bræði yfir þessu tiltæki Stalins og talið j>að versta „skandala" að bindast þannig vináttu- og tryggðaböndum við „blóðhundinn" og „óvini menn- ingarinnar". En kommúnistar eru alltaf sjálfum sér líkir. Þeir lögðu blessun sína yfir allt þetta, af þvf að Stalin átti hlut að máli, hjúfruðu sig upp að Hitler, en bölvuðu Bretum í sand og ösku, er þá höfðu tek-ið uj>jd baráttuna gegn yfirráðastefnu nazista. Af þessu má ráða, hversu vel j>að fer ritstjóra „Verkamanns- ins“ að brigzla alsaklausum mönnum um samband við naz- ista og fylgi við stefnu þeirra, þar sem hann sjálfur hefir setið á bekk með nazistum svo árum skiptir og sæti þar enn, ef nazist- ar hefðu ekk-i snúið vopnum sín- um gegn Stalin og rauða hern- um. En hverjum stendur það nær en Rússuum sjálfum að verja Jand sitt gegn ásókn fyrrverandi v>na sinna?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.