Dagur - 25.03.1943, Blaðsíða 1

Dagur - 25.03.1943, Blaðsíða 1
Vikublaðið DAGUR Ritstjórar: INGIMAR EVDAL, JÓHANN FRÍMANN. Afgrciðsla, auglýsingar, innheimta: Sigurður Jóhannessou. Skrifstofa við Kaupvangstorg. Sími 96. Argangurinn kostar kr. 8,00. l’rentvcrk Odds Björnssonar. GLR XXVI. árg. Akureyri, fimmtudaginn 25. marz 1943 12. tbl. SÍLDARVERKSMIÐJUR RÍKISINS MUNU VÆNTAN- LE6A KAUPA KROSSANESVERKSMIDJUNA OG REKA HANA EFTIRLEIDIS Áðrar fréttir af afkornu síldarverksmiðj- anna og fyrirhuguðum franikvæmdum næsta sumar SÁMTAL ¥1» ÞORSTEIN M JÓNSSON Nýjar leiðir Fyrirlestrar og ritgerð- ir eftir Jónas Kristjáns- son lækni. Rvík 1942. ■pNN eru til menn, sem eru eins og kötturinn Bakkabræðra, sem át allt og varð gott af. Líkaminn er furðu slyngur að færa sér góða hluti í nyt, en losa sig við hina, sem honum koma að engu haldi eða illu. Þó munu þeir ekki vera margir nú orðið, sem svo eru hraustir, að hvorki megi þeitn eit- ur granda utan né innan, eins og sagt var um Sigmund konung Völsungsson og postula frumkristninnar, og var slíkt talið með miklum íþróttum í fornöld. Verst kann það þó að vera, ef líkaminn fær ekki til langframa þau efni, sem honum eru heilsusam- legust til starfs og uppbyggingar. Honum eru þá allar bjargir bannaðar. Þá mornar hann og þornar og gengur af göflunum. Hafa læknar ærið starf og ónæðissamt við það, að stagla og bæta hina hrörnandi tjaldbúð, og hrekkur þó skammt allt strit þeirra með hníf og meðalaglös. Mannanna mein eru eins og ormurinn í Lernu- vatni. Þó að eitt höfuðið sé höggvið af, vaxa fram mörg í þess stað. Þann- ig spretta fram óteljandi flýir kvillar, þó að sigrazt sé á gömlum. Kynslóð- irnar veslast upp í höndum fjölgandi lækna og batnandi sjúkrahúsa. Lung- un grotna sundur af berklum, holdið af krabbameini, tennurnar af tannátu, og heili, æðar og hjarta kalkast og bila. Eitthvað hlýtur að vera bogið við lifnaðarhættina og öðruvisi en á að vera. TÓNAS KRISTJÁNSSON vill gera * læknislistina að öðru og meira en sjúkravagni, sem fer á eftir fylkingu volaðra og tinir upp Jpá, serri liggja særðir við veginn. Hann vill láta byrgja brunninn, áður en barnið er dottið í hann. Hann bendir á, að sú leið sé miklu ágætari til heilsuvernd- ar, að verjast sjúkdómum með skyn- samlegum lífernisháttum, svo sem notkun sólarljóss, útiveru og hollu mataræði, heldur en það að hugsa ekki fyrir þvi að berja í brestina, fyrr en í óefni er komið Mataræðið telur hann þó vera eitt meginatriðið. Heilsu þjóðarinnar hafi stórum hrakað, síðan hún tók að venja sig á nýtízku fæðu- tegundir,enfjarlægjast þá fornu háttu, að leggja sér fæðuefnin til munns sem næst því er þau koma úr skauti nátt- úrunnar, óspillt af hinni fínni mat- reiðslu. jyjÖRG ÁR eru síðan læknirinn fór að rita greinar, er vöktu allmikla athygli um það öfugstreymi í lifnað- arháttum þjóðarinnar, er hún hætti að borða súrt skyr og harðfisk og mala sjálf korn sitt í brauð og grauta og fór í þess stað að leggja sér til munns sætabrauð úr fjörefnalausu hveiti, hýðislaus hrisgrjón, og drekka sætt kaffi í staðinn fyrir nýmjólk. Þá voru vísindin um fjörefni og hormóna enn komin skammt á veg og sýndi þessi ötuli og áhugasami héraðslæknir það fljótt, hversu vel hann fylgdist með í öllu því, sem framast var hugsað um þessi málefni. Nú hafa skoðanir ým- issa ágætustu vísindamanna á sviði heilsufræðinnar mjög hnigið í þessa sömu átt, að fjöldi sjúkdóma stafi (Framhald á 8. síðu). þORSTEINN M. JÓNSSON skólastjóri kom heini með v/s ,,Esju“ um s.l. helgi. Hefir hann dvalið í Rvík nú unrskeið og m. a. setið þar stjórnarfundi Síldarverksmiðja ríkisins, en svo sem kunnugt er hefir hann átt sæti í verksmiðjustjórninni mörg undanfarin ár sem fulltrúi Framsóknarflokksins, ásamt Þor- rnóði Eyjólfssyni ko;isúl á Siglu- firði. — „Dagur“ átti tal við Þor- stein skömmu eftir heimkomuna og spurði frétta um fyrirhugaðar framkvæmdir ríkisverksmiðj- anna næsta sumar. — Sjálfsagt mun mönnum hér á Akureyri þykja það mestum tíðindum sæta í bili, að ríkið hef- ir nú þegar leitað kauptilboða á Króssanesverksmiðjunni. F.ftir að suður kom, “vorum við Þor- móður Eyjólfsson strax einhuga um að leggja til, að verksmiðjan yrði keypt, ef viðunandi kjör fengjust, en aðrir meðlimir verksmiðjustjórnarinnar töldu varlegra að leita aðeins leigutil- boða að sinni. Framkvæmda- stjóri S. R., Jón Gunnarsson, fylgdi og okkur Þormóði að mál- um í þessu efni. Verksmiðju- stjórnin ræddi síðan þetta mál við atvinnumálaráðherra, Vil- hjálm Þór, og réð það úrslitum, að hann lagði eindregið til, að verksmiðjan yrði keypt fremur en leigð, ef þess'væri nokkur kostur. Utanríkismálaráðuneyti- ið hefir síðan leitað sölutillroða á eigninni gegnum norsku stjórn- ina í London, en Krossanesverk- smiðján liefir, svo sem kunnugt er, verið norsk eign frá upphafi. Hafði þegar borizt allhagstætt tilboð, er öll verksmiðjustjórn- in var einhuga um að svara með gagntilboði. Má telja víst, ef einhverjar alveg övæntar hindr- anir koma ekki til skjalanna, að verksmiðjan verði keypt innan skamms. — Og rekin í sumar? — Já, vafalaust með einhverj- um hætti, ef þetta nær fram að ganga, sem eg vona fastlega. — Hvað er fleira að frétta af framkvæmdum S. R.? — Flestar bryggj'ur verksmiðj- anna á Siglufirði voru rifnar niður s.l haust. Verða þær nú reistar að nýju, auknar og end- urbættar, og sjálfvirkum löndun- artækjum komið fyrir á þeinr. Hafa tæki þessi öll verið smíðuð á Siglufirði í vetur og eru hin ör- uggustu og miklu ódýrári en hægt var að fá þau frá vélsmiðj- um í Rvík. Var aðeins einn fag- maður fenginn þaðan, til þess að stjórna verkinu. — Þá er og á (Framh. á 2. síðu). Ríkisstjórain nær hagkvæmum samning- nm om kjötsölu ti! Bandaríkjastjórnar Ríkisstjórnin gaf út tilkynn- ingu s.l. þriðjudag um kjötsölu til Bandaríkjastjórnar. Segir svo í tilkynningu þessari: ,,.... Utanríkis- og atvinnu- málaráðherra skýrði frá því á Alþingi í dag, að lokið hefði ver- ið samningum þeim, um sölu á frosnu dilkakjöti, sem hann fyrir fáurn dögum skýrði frá að stæðu yfir. Hefir Bandaríkjastjórn keypt af ríkisstjórninni 1500 smálestir af frosnu kjöti fyrir verð, sem svarar kr. 5.40 fyrir hvert kg. f. o. b. Kjötið kaupir Bandaríkja- stjórn til flutnings til Bretlands. Þetta verð gefur fyrir nefnt kjötmagn sem næst V-/% millj. kr. yfir markaðsverð það, sem haft var til hliðsjónar * jan. f»r ht- r Islenzk Beveridge- áætlun? Þessi mynd af JÓHANNESI R. SNORRASYNI, höfuðsmanni í kana- diska fluéliðinu, hefir nýleéa borizt hinéað. Jóharmes dvelur nú vestur undir Klettafjöllum oé þjálfar flué- menn i einum af skóíum Kanada- stjórnar. — Jóhannes er sonur Snorra Siéfússonar, skólastjóra hér í bænum. jpélagsmálaráðuneytið . hefir skipað nefnd til þess að gera rannsókn á því, hvernig bezt megi tryggja félagslegt öryggi í sem flestum greinum hér á landi, m. ö. o., gera drög að íslenzkri Beveridge-áætlun. í nefndinni eiga sæti Klemenz Tryggvason hagfræðingur, Guðm. K. Guð- mundsson, tryggingafræðingur og Jón Blöndal, hagfræðingur. Með nefndarskipun þessari hefir verið hafizt handa um mjög merkilegt mál. Er vafalaust að almenningur muni fagna þessari ráðstöfun og bíða skýrslu nefnd- arinnar með nokkurri óþreyju. Vér sjáum ekki ástæðu til þess að álíta annað, en að nefndar- skipun þessi hafi tekist vel. Morgunblaðið telur að undir- búningurinn sé „hæpinn", tel- Framh. á 3. sfSu. gjöld.ríkissjóðs vegna uppbóta á þessari vöru voru áætluð. Nærri 4 millj. kr. nemur upp- hæð sú, sem samtals sparast rík- issjóði með sölu til Bandaríkja- stjórnar á þessu kjöti og gærunr, sem tilkynnt var um fyrir nokkr- um dögum að seldar væru til Bandaríkjanna, frá því markaðs- verði, er reiknað var með í jan.sl. Samningar standa nú yfir um sölu ullarframleiðslu áranna 1941 og 1942. . . .“ Ríkisstjórninni hefir heppnast að leysa þessi mál á mjög glæsi- legan Irátt. Mega landsmenn all- ir mjög vel við una, slíkt sem út- litið var fyrir skenrnrstu nreð sölu þessara afurða og nrilljóna upp- bætur úr ríkissjóði. NÝJA REGLUGERÐIN UM ÚTBÚNAÐ FARÞEGASKIPA STÖÐVAR MÁNN- FLUTNINGA UM- EYJAFJÖRÐ Póstbáturinn „Ester“ hættur siglingum! j LÖGBIRTINGABLAÐINU 19. febr. s. 1., er birt ný reglugerð um útbúnað skipa, er sigla á ófriðarsvæðinu og jafnframt ný ákvæði unr útbúnað strandferðaskipa og varðskipa. í 3. kafla reglugerðarinnar segir, að auk þess að fullnægja skilyrðum unr siglingar skipa skv. lögunr frá 1938, skulu þau fullnægja eftirfarandi fyrirnræl- unr: Hafa varðtunnu í framsiglu eða varðskýli ofan á stýrishúsi. Hafa morse-ljóstæki með spegl- unr. Utan á bátununr skulu vera' korkpúðar. A botní bátanna skulu vera handlistar. I bjargbátnum skal vera lit- búnaður til />ess að þétta leka. Skipið skal hafa bjargfleka með öllum útbúnaði, svo að flek- inn ásamt bjargbátum geti rúm- að alla á skipinu miðað við hina mestu farþegatölu, sem skipið má flytja. Reglur þessar koma til fram- kvæmda fyrirvaralaust. Póstbáturinn Ester átti að leggja héðan í póstferð til lrafn- anna við fjörðinn og til Siglu- fjarðar og Grímseyjar s.l. föstu- dag. Voru farþegar kornnir um borð, er skipaeftirlitsmaður kom á vettvang og lét alla farþega og póst fara í land aftur, þar eð ,,Ester“ fullnægir ekki ofan- greindum fyrirmælum. Fór ,,Est- er“ eingöngu með vörur þessa ferð, en farþegar komust ekki kiðar sinnar. Farb§gar, sepi agtU að höfðu að taka skipið á við- komustöðum hér út með firðin- um, komust heldur ekki leiðar (Framhald á 3. síðu). „Á hverfanda hveli“ Frumsýning kvikmyndar- innar hér verður næstk. mánudagskvöld NýJa BÍÓ hefir fengið kvik- myndina „Á hverfandi hveli" (Gone With the Vind) hingað norður og munu sýningar hefjast n. k. mánudagskvöld. Þetta er ein hin íburðarmesta kvikmynd, sem nokkru sinni hef- ir verið gerð. Hún er gerð eftir hinni frægu skáldsögu Margaret Mitchell, en sú skáldsaga hefir náð meiri vinsældum en dæmi eru til um slík verk á síðari tínr- um, ekki aðeins í Bandaríkj- unum heldur og víða um lönd. Þýðing Arnórs Sigurjónssonar hefir náð mikilli útbreiðslu hér á landi. Myndin er lengri en venja er til um kvikmyndir. Hún er í 2 köflunr, en verður sýnd í einu lagi og mun sýningin taka tæpar 4 klst. Hefjast sýningar kl. 8. Verð aðgöngumiða rnun tölu- vert hærra en að venjulegum sýrjingvi.m,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.