Dagur - 08.04.1943, Blaðsíða 2
2
DAGUR
Fimmtudagur 8. apríl 1943
Sparsemi er mikil dyggð, þar sem hún á við
Einn þáttur í ráðstöfunum nú-1
verandi ríkisstjórnar til að vinna
bug á dýrtíðinni er í því fólg-
inn að setja allar vörur undir
verðlagseftirlit, ýmist með há-
marksverði eða hámarksálagn-
ingu. Gildir þetta ekki aðeins
um vísitöluvörur, heldur og aðr-
ar vörur, sem almenningur kaup-
ir. Arangurinn af þessum ráð-
stöfunum stjórnarinnar varð í
byrjun kunnur af lækkuðu verði
á eggjum, smjöri, kindakjöti og
kolum. Síðar hafa svo verið sett
ákvæði um hámarksverð á æ
fleiri vörur. Öllum þessum ráð-
stöfunum hefir almenningur tek-
ið fegins hendi sem vænta mátti
og goldið ríkisstjórninni þakkir
fyrir þær eins og verðugt er.
Það hefir margoft verið á það
bent, að dýrtíðarráðstafanir
komi því aðeins að fullu gagni,
að almenningur fylgist vel með
þeim og hallist ósvikið á sveif
með valdhöfunum um fram-
kvæmd þeirra. Þetta hefir ríkis-
stjórninni auðsjáanlega verið vel
ljóst, má m. a. marka það á grein-
argerð, er hún lét blaðamönnum
í Reykjavík í té um dýrtíðarráð-
stafanir sínar laust eftir síðustu
áramót. Þar farast henni m. a.
svo orð um þetta efni:
„Það má vel vera, að almenn-
ingur vantreysti því, að verðlags-
eftirlitið komi að fullum notum,
en rík áherzla verður lögð á að
svo megi verða, og raunar getur
fólk sjálft gengið úr skugga um,
að fylgt sé ákvæðum um há-
marksverð, ef það geymir allar
auglýsingar (Leturbr. gerð hér)
og aðgætir, að rétt verð sé tekið
fyrir vörurnar".
Þessi ábending stjórnarinnar
til fólks um að vera vakandi á
verði gegn því, að vörur séu ekki
seldar hærra verði en leyfilegt
er, verður að teljast þörf og rétt-
mæt. Á þessum tímum gróða-
hugsana og gullgræðgi má ekki
treysta því, að tilhneiging þess
að ná í óleyfilegan gróða sé
hvergi fyrir hendi. En þar getur
fólkið sjálft verið sínir eigin lög-
gæzlumenn, ef því eru kunnar
þær reglur, sem fylgja ber.
Stjórnin bendir nú einmitt á
ágætt ráð í þessu efni, en það er
að „geyma allar auglýsingar um
hámarksverð“, svo að kaupendur
geti sjálfir aðgætt vöruverðið.
Þegar á allt þetta er litið, kem-
ur það úr hörðustu átt, er sjálft
hið opinbera verðlagseftirlit set-
ur hömlur fyrir, að almenningur
á stóru landsvæði eigi greiða
leið til að notfæra sér fyrrgreint
ráð ríkisstjórnarinnar. Þetta hef-
ir það eigi að síður gert með því
að setja strangt bann við því, að
blöð norðanlands flytji auglýs-
ingar þess um hámarksverð og
hámarksálagningu, en vill láta
það nægja, að Reykjavíkurblöð-
in og líklega ,,Vesturland“ á ísa-
firði flytji þessar auglýsingar.
Hver er ástæðan fyrir þessari
fáránlegu ráðstöfun verðlagseft-
irlitsins?
Að líkindum á þetta að vera
sparnaðarráðstöfun. Sparnaður
er að sjálfsögðu mikil dyggð, en
þó því aðeins, að hann eigi við
og bæti, en skaði eigi. Öskynsam-
legur sparnaður veldur oft tjóni,
og eru dæmin um það deginum
ljósari. Sparnaður verðlagseftir-
litsins í umræddu efni er af þeim
toga spunninn. Hann er smá-
smugulegt hnefahögg í andlit al-
mennings á Norðurlandi, sem
eðlilega vill skyggnast um eftir
auglýsingum um verðlag í sín-
um eigin blöðum, en grípur þar
í tómt, af því að honurn er gert
lægra undir höfði en íbúum
Reykjavíkur og nærsveitanna
þar, sem fyrst og fremst lúta að
blaðakosti höfuðstaðarins og ráð-
andi Reykjavíkursjónarmiða.
Það er rétt, að hið opinbera
verðlagseftirlit fái að vita það nú
þegar, að Norðlendingar una því
ekki lengur, að þeir séu gerðir
að hornrekum og fótaskinnum
Reykjavíkursjónarmiða, hvorki
um aðstöðu til verðlagseftirlits
eða annað.
I fullri vinsemd skal því nú
vikið að hinu virðulega Við-
skiptaráði, að hyggilegt væri af
því að taka ákvörðun sína um
auglýsingabannið til endurskoð-
unar, og umfram allt má Ráðið
ekki gleyma því, að „víðar er
guð en í Görðum“, þ. e. a. s„ að
víðar er fólk en í Reykjavík, sem
á í'étt á að fá að njóta þeirrar
hagsældar, sem ætlazt er til, að
dýrtíðarráðstafanirnar komi til
leiðar.
(Framh. af 1. síðu).
Alstaðar, sem athugað er, kem-
ur í ljós óskiljanlegt ósamræmi,
en vera má að heilbrigðisstjórn-
in geti frætt almenning um það,
hvernig á þessu ósamræmi stend-
ur. En niðurstaðan virðist mér
vera sú, að Reykjavík sé nokk-
urs konar þurfalingur á Lands-
spítalanum. Glöggt er líka hvað
þeir vilja í þeim efnum. Eftir
síðustu fréttum að dæma er sagt,
að það eigi að byggja fæðingar-
deild við Landsspítalann. Ríkið
á að kosta bygginguna með ein-
hverjum byggingarstyrk frá
Reykjavíkurbæ, en svo losnar
bærinn við reksturinn, sem er
auðvitað aðalatriðið.
Þá er ekki betra ástandið með
geðveikt fólk norður hér.
Árunt saman liggur það hér á
sjúkrahúsinu og fær engan styrk
úr ríkissjóði, t. d. hafa tveir
sjúklingar úr Akureyrarkaupstað
legið hér síðastliðið ár, og varð
bærinn að greiða fyrir þá kr.
8.554.00, en ef þessir sjúklingar
hefðu legið á Kleppi og gengið
er út frá sömu daggjöldum, þá
hefði ríkið greitt af þessari upp-
hæð kr. 6.844.00. Því vill heil-
brigðisstjórnin ekki styrkja þessa
Vinnustofur
í Kristneshæli
Á síðustu árum hefir það æ
komið betur og betur í ljós, hve
áríðandi það er, að láta þá
berklasjúklinga, sem hressir eru
og hafa fótaferð, hafa einhver
gagnleg störf fyrir stafni. Vinn-
an stælir líkama og sál, styttir
tímann og kemur í veg fyrir
leiðindi og deyfð, sem alltaf er
samfara langvinnum hælisdvöl-
um. Til þessa þarf þægilegar
vinnustofur og handhæg verk-
færi. í Vífilsstaðahæli hefir
nokkrum slíkum stofum verið
komið á laggirnar, og hafa
reynzt vel, en í Kristnesi hefir
enn ekki verið kleift að full-
nægja þessari brýnu þörf vegna
húsnæðisskorts. Líkur eru þó
til, að innan skamms megi
vænta þess, að framkvæmdir
verði á máli þessu, enda hafa
bæði félög og einstaklingar sýnt
lofsverðan skilning og áhuga á
því. Þótt aldrei hafi verið leitað
samskota í þessu efni, hefir þeg-
ar gefizt talsvert fé til að koma
upp vinnustofum við hælið, og
þó aðallega í þeim tilgangi, að
kaupa fyrir það hentug verk-
færi, efni og annað það, er gert j
gæti sjúklingunum störfin sem
léttust og gagnlegust. Fer hér á
eftir greinargerð yfir gjafir þær,
er hælinu hafa borizt í þessu
skyni:
Frú Jónína Jónsdóttir, Rvík
kr. 2000,00, Ungmiél. Saur-
bæjarhrepps 1000,00, Fjöl-
skyldan Jódísarstöðum 100,00,
Bernh. Stefánsson, alþm. og frú
Hrefna Guðmundsdóttir Akur-
eyri 1000,00, Kf. N.-Þingeyinga
Kópaskeri 400,00, Samb. norð-
lenzkra kvenna 1368,00, Frá
útskrifuðum sjúklingi 21,00,
Kvenfél. Keldhverfinga 50,00,
Kvenfél. Austurhúnv. kvenna
30,00, Kvenfél. Stjarnan, Kópa-
skeri 30,00, Kvenfél. Öxarfjarð-
ar 30,00, Kvenfél. Hlín, Höfða-
hverfi 30,00, Kvenfélagasamb.
S.-Þingeyinga 55,00, Kvenfél. I
Ólafsfjarðar 30,00, Kvenfél. |
Hvöt, Árskógsströnd 30,00,
Kvenfél. Freyja, Raufarhöfn
30,00, Dánarbú Gunnl. Gunn-
arssonar frá Svertingsstöðum
1948,72. Samtals kr. 8156,72.
Öllum þessum góðu mönn-
um og konum vilja sjúklingar
og forráðamenn hælisins tjá
innilegar þakkir sínar, og mun
verða allt gert til þess, að hver
sú króna, er hælinu gefst í þessu
skyni, verði sjúklingunum að
sem mestu gagni og ánægju.
Kristnesi, 29. marz 1943.
Jónas Rafnar.
Onnur blöð bæjarins eru vinsamlega
beðin að birta línur þessar.
SEYDD
RÚGBRAUÐ
fást nú aftur
í brauðbúðum
vorum
Kaupfjelag Eyfirðinga
ORÐSENDIKG TIL GARDEIGENDA
Sé mér ekki fært annað en hætta allri garðavinnu út um bæ
og nágrenni í vor og sumar.
Jón Rögnvaldsson.
ÞVOTTARAÐSKONUSTAÐAN
við Kristneshæli
er laus til umsóknar frá 14. maí n. k. Umsóknir sendist skrifstofu
hælisins fyrir 30. þ. m.
Ennfremur vantar 2 starfsstúlkur að hælinu 14. maí. — Stuttur
vinnutími! Hátt kaup!
Allar upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan.
HROSSAKJOT
örfáar hálftunnur óseldar ennþá.
SLÁTURHÚS K.E.A.
Óréttlætið í skipan
sjúklinga, þó þeir liggi ekki á
Kleppi, þegar þess er þá. jafn-
framt gætt, að Kleppur getur
ekki veitt þeim móttöku? Hvar
sem er athugað, kemur fram ó-
samræmi.
Væru daggjöldin aftúr á móti
sett jafnhá hér og á Landsspítal-
anum, kæmi á bæinn að greiða
stórfelldan reksturshalla, en eft-
irfarandi skýrsla sýnir glögglega,
að slíkt kemur ekki til mála,
þegar athugað er, að mikill
minni hluti sjúklinga og legu-
daganna er af Akureyri.
Hafa legudagar fallið þannig
á hina ýmsu landshluta 1942:
Akureyri Legudagar 7502
Útlendingar 91
Eyjafjarðarsýsla 5152
S.-Þingeyjarsýsla 2082
Reykjavík 1392
N.-Þingeyjarsýsla 902
N.-Múlasýsla 797
V.-ísaf jarðarsýsla 246
Árnessýsla 229
Strandasýsla 218
S.-Múlasýsla 216
Kjósarsýsla 192
Borgarfjaruarsýslíi 185
sjúkrahúsmálanna.
Skagafjarðarsýsla 158
Siglufjörður 115
Seyðisfjörður 112
Vestmannaeyjar 74
ísafjörður 50
Austur-Skaftafellssýsla 46
Hornafjörður 5
Samtals 19764
Allir geta séð, hvað mikið
ranglæti og skipulagsleysi ríkir í
heilbrigðismálunum.
1. Ríkið rekur spítala fyrir
Reykjavík og Hafnarfjörð.
2. Akureyri, ísafjörður og Seyð-
isfjörður halda uppi sjúkra-
húsum fyrir sig og ýmsa
landshluta.
3. Ríkissjóður mismunarsjúkra-
húsunum með greiðslum fyr-
ir berklasjúklinga, t. d. hefir
ísafjarðarsjúkrahús fengið
mun h-ærri greiðslur en mörg
önnur sjúkrahús.
4. Aðeins þeir geðveikissjúkl-
ingar fá styrk úr ríkissjóðij
sem ligg ja á Kleppi.
5. Mjög mikill munur er á dag-
gjöldum hinna ýmsu sjúkra-
húsa, veldur það ósamraemi
jiannig, að byggðarlög,
eins og t. d. Eyjafjarðarsýsla
og Múlasýslur, verða' að
greiða miklu hærri sjúkra-
húskostnað fyrir sína sjúkl-
inga. Munar það t. d. sjúkl-
inga úr Eyjafjarðarsýslu, mið-
að við legudaga 1942, kr.
30260 með læknishjálp sam-
anborið við það að liggja á
Landsspítalanum.
Hér er því ekkert annað að
gera, en að ríkið byggi og taki að
sér rekstur sjúkrahúsanna, að
minnsta kosti eitt fyrir hvern
landsfjórðung, því að það hlýtur
hver heilskyggn maður að sjá,
hvað mikið ranglæti það er, að
ríkið reki aðeins almennan spít-
ala fyrir Reykjavík og Hafnar-
fjörð.
6. Með því að ríkið taki að sér
að reka eitt sjúkrahús í lands-
fjórðungi hverjum, kæmist á
sanngjarn jöfnuður. Því á
þessum verðjöfnunartímum
er það fjarri öllu réttu, að
Reykjavík og umhverfi henn-
ar búi við miklu betri kjör
vegna ranglátrar heilbrigðis-
löggjafar en aðrir landshlut-
ar. —
Gunnar Jónsson,