Dagur - 08.04.1943, Blaðsíða 4
4
DAGUR
Fimmtudagur 8. apríl 1943
ÚR BÆ OG BYGGÐ
□ Rún 59434147 = Frl:.
I.O.O.F. = 124493' 2 =
Messað verður í Akureyrarkirkju
n. k. surmudaé kl. 2 e. h.
Aheit á Akuteyrarkirkju kr. 25.00
frá Þ. Á. Þakkir. Á. R.
Bazar heldur kvenfélagið Hlif í
Skjaldborg n. k. laugardag kl. 4 e. h.
Messur í Möðruvallakl.prestakalli:
Bægisá sd. 11. apríl, Bakka sd. 18.
apríl (Pálmasunnudag) kl. 1 e. h.
Kvenfél. „Hlíf" heldur fund mið-
vikud. 14. apríl kl. 8 V2 e. h. í Skjald-
borg.
St. Brynja heldur fund í Skjaldborg
n. k. miðvikudag kl. 8.30 e. h. Kosn-
ing fulltrúa á þingstúkufund. Hag-
nefnd sér um skemmtiatriði.
T emplarar! Sameiginlegt systra-
kvöld halda stúkurnar Brynja og Isa-
fold laugardaginn 10. apríl kl. 8V2 e.
h. í Skjaldborg. Kaffidrykkja, ræður,
einsöngur, upplestur og dans. Góð
músík. Oskað er eftir að bræðurnir
fjölmenni.
Zíon. Föstusamkoma á föstudag kl.
8V2 e. h. — Takið Passíusálma með.
— Allir velkomnir. A sunnudag:
Barnasamkoma kl. IOV2 f- h. Almenn
samkoma kl. 8V2 e. h. Verður það síð-
asta samkoma þeirra Bjarna Eyjólfs-
sonar og Gunnars Sigurjónssonar að
þessu sinni. Allir velkomnir.
Barnastúkan Sakleysið. Fundur í
Skjaldborg n. k. sunnudag kl. 1.30
e. h. Nýir félagar verða ekki teknir
inn. Skýrt frá starfsemi flokka stúk-
unnar í vetur og verðlaun veitt. Heið-
urSfélagi stúkunnar mætir á fundin-
um. Dans á eftir. Góð músík. Dansinn
hefst um kl. 3. Félagar stúkunnar
borgi 50 aura inn á dansinn. Félagar
úr hinum barnastúkunum mega koma
á dansinn gegn 75 au. gjaldi.
Blaðinu hefir borizt grein frá Síld-
arverksmiðjum ríkisins á Siglufirði,
um skipti verksmiðjanna við K. E. A.
Greinin mun birt í næsta blaði.
Fjöldi gesta heimsótti Ingimar Ey-
dal, ritstjóra, og frú hans, x tilefni af
sjötugsafmæli Ingimars í gær. Barst
honum mikill fjöldi heillaóskaskeyta
víðsvegar að, og kunningjar hans og
vinir færðu honum góðar gjafir.
Leikfélag Akureyrar hefur frum-
sýningu á „Fjalla-Eyvindi“ í Sam-
komuhúsi bæjarins í kvöld.
Hjúskapur. S. 1. laugardag voru gef-
in saman x hjónaband af sóknarprest-
inum, sr. Fr. J. Rafnar, vígslubiskupi,
ungfrú Jóna Sigríður Jónsdótir og
Adolf Ingimarsson, starfsmaður hjá
Gefjunni.
Látin er hér í bænum ekkjan Katr-
ín Jacobsen, 82 ára að aldri.
Bæjarstjórnin hélt fund í fyrradag.
Fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár
var til framhalds 1. umræðu og varð
henni lokið. Samþykkt var að hækka
fasteignaskattinn samkvæmt vísitölu,
en þó aldrei yfir 1% af fasteignamati.
Btldudalssöfnunin á vegum K. E. A.
heldur enn áfram en verður lokið 15.
apríl. Þeir sem ætla að leggja eitthvað
af mörkum ættu því ekki að draga
það lengur. Framhald söfnunarlist-
anna verður birt í næsta tbl. „Dags“.
HLJÓMLEIKAR.
(Framh. af 1. síðu).
og Ragnar Stefánsson. Þá sungu
þær ungfrú Guðrún Þorsteíns-
dóttir og frú Helga Jónsdóttir
tvísöngva eftir Rubenstein og
Mendelsohn, og þeir Henning
Kondrup og Ragnar Stefánsson
sungu Sólsetursljóð Bjarna Þo’r-
steinssonar. Þá söng Hermann
Stefánsson einsöng: tvö lög eftir
Björgvin Guðmundsson. — Vrar
söngskráin þannig hin fjölbrevtt-
asta og kór og einsöngvurum á-
gætlega fagnað af áheyrendum,
og varð kórinn að endurtaka
mörg viðfangsefnanna. — Að-
göngumiðar að söngskemmtun
þessari . munu hafa verið upp-
seldir þegar á laugardaginn, og
munu því fjölmargir, sem annars
hefðu viljað hlýða á Kantötukór
inn að þessp sinni, hafa prijjig frá
að hverfa. Má á þessu glöggt
rnarka hversu miklum vinsæld-
um söngflokkurinn og söngstjóri
íans á að maklegleikum að tagna
hjá bæjarbúum. Er þess að
vænta, að hljómleikar þessir
verði bráðlega endurteknir, og
er ekki að efa það, ef að líkurn
lætur, að Kantötukórinn fengi
þá enn troðfullt liús þakklátra
áheyrenda.
DÝRTÍÐARMÁLIN.
Framh. af 1. aíðu.
sem birt var í fyrradag eru gerð-
ar gagngerðar breytingar á
stjórnarfrumvarpinu og miðlun-
artillögum stjórnarinnar. Er þar
ekki gengið eins langt í verð-
lækkun landbúnaðarafurðanna
og stjórnin leggur til að gert
verði. Er talið óvíst, að stjórnin
muni fyrir sitt leyti sætta sig við
þessi málalok á tillögum hennar.
Ef svo fer, er ekki nema um
tvennt að ræða: að stjórnin fari,
eða reynd verði ný málamiðlun
og málið dragist enn á langinn.
Rúmsins vegna er ekki hægt
að víkja nánár að þessum málum
að sinni, en verður gert síðar.
sýnir í kvöld kl. 8:
Á HVERFANDA HVELI
Föstudags-, laugardags- og
sunnudagskvöld kl. 9:
BÓFAFORINGINN,
með Cesar Romero og Vir-
giniu Gilmore.
Laugardaginn kl. 3.
Á I4VERFANDA HVELI
Sunnudaginn kl. 3:
Á HVERFANDA HVELI
(í síðasta sinn).
MATSKEIÐAR
KAFFISKEIÐAR
HNÍFAR
GAFFLAR
AUSUR
VÖRUHÚS AKUREYRAR
$*$»/(*$»<}>*$»$>*$*$*$*$*$>*$>
STÚLKU
vantar til
hreingerninga
GILDASKÁU K.E.A
Kven-Úr
tapaðist á leiðinni frá Oddeyrar-
götu 10 að Gilsbakkaveg 5. Vin-
samlegast skilist gegn fundar-
launum í Nýlenduvörudeild K.
E. A.
Tvö lierbergi
og eldhús óskast 14. maí n. k.
Sigurður O. Björnsson.
Sírnar 45 og 370.
Góð stálka
óskast í vist frá 14. maí n. k.
Kristín Bjamadóttir,
Þingvallastræti 18, Akureyri.
Atvinna.
Stúlka óskast í Hattabúð Ak-
ureyrar frá 1. júní. — Þarf að vera
myndarleg til handanna.
Sigríður Kristjánsdóttir.
500,00 krónur
fær sá, sem útvegár 2—3 her-
bergi og eldhús frá 14. maí
n. k. Tilboð merkt: Þrennt
í heimili, leggist inn á af-
greiðslu blaðsins sem fyrst.
Fullri þagmælsku heitið.
100,00 krónur
fær sá, sem útvegar eldri konu
gott herbergi ásamt aðgangi að
eldhúsi frá 14. maí.
R. v. á.
TÍL SÖLU
tveggja hesta plógur.
Afgr. vlsar á.
KAUPAKONU
vantar mig í sumar að
Hrafnagili. Má hafa
með sér barn.
Hólmgeir Þorsteinsson.
Tvær kaupakonur
óskast í vor og sumar.
Sigurður Steíánsson,
Möðmvöllum í Hörgárdal.
(Símastöð).
HÚSMÆÐUR!
Matreiðslubók Jóninnu
Sigurðardóttur er komin
út í mikið aukinni og
endurbættri útgáfu. Er
þetta tvímælalaust full-
komnasta matreiðslubók
sem komið hefir út á ís-
lenzku.
Fæst bæði bundin og
óbundin.
Rókavérzlunin EDDA
UPPBOÐ
verður haldið við Kaupvangsstræti 3 á Akureyri, laugar-
daginn 10. apríl, kl. 2 e. h.
Selt verður skófatnaður, prjónavörur og margs konar
annar vainingur.
Greiðsla við hamarshögg.
Skrifstofu Akureyrar, 6. apríl 1943.
Sig. Eggerz.
HEILBRIGSISFULLTRÚASTARFID
I
er laust til umsóknar. Gert er ráð fyrir tveggja stunda vinnu á dag
að meðaltali. Mánaðarlaun kr. 100,00 og dýrtíðaruppbót, Heil-
brigðisfulltrúinn skal leggja sér til síma.
Umsóknir sendist til skrifstofu bæjarstjóra.
Umsóknarfrestur er til 20. apríl n. k.
Akureyri, 7. apríl 1943.
Bæjarstjóri.
OPAL RÆSTIDUFT
Fæst í nvlenduvörudeild vorri og
útibúum hér á Akureyri.
MUNIÐ ÓPAL!
Kaupfélag Eyfirðinga.
SUMAREÐ NALGAST...
Þá þari að hugsa iyrir iötum handa
hörnunum, áður en þau íara í sveitina.
Mæðurnar vita aí margra ára reynslu,
að í fötum úr GEFJUNAR-einum,
líður börnunum hezt.
Það er nú rifizt um iramleiðsluvörur
verksmiðjunnar í allar áttir og er því
betra að athuga málið með iyrra iall-
inu fremur en því seinna.
ULLARVERKSMIÐJAN GEFJUN
SKAUTAR
Höfum fengið margar tegundir skauta, bæði með skóm og án.
Birgðir eru mjög takmarkaðar, svo fólk ætti því að nota tækifærið
á meðan þær endast og fá sér skauta, því að óvíst er, hvort önnur
sending kemur meðan á stríðinu stendur.
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
Járn* og glervörudeildin.