Dagur - 29.04.1943, Blaðsíða 3

Dagur - 29.04.1943, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 29. apríl 1943 DAGUR .3 LoddaraieiKur Kommoista ð mpiogl. (Framh. af 2. síðu). deildar ætlaði þeim. En kommúnistar og Alþýðu- flokksmenn sögðu nei við þessu tilboði. Þeir mátu meira að varð- veita skatthlunnindi stórgróða- manna og þjónustu sína við íhaldið en hagsmuni alþýðu- trygginganna. Málalyktir urðu þær í efri deild, að kommúnistar felldu með íhaldinu tillöguna um af- nám varasjóðshlunninda, sem flokksbræður þeirra í neðri deild höfðu borið fram og samþykkt þar. Því eina atriði tókst Fram- sóknarmönnum að koma fram til endurbóta, að smáútvegs- mönnum væri leyfilegt að leggja 33(4% af hreinum tekjum í ný- býggingarsjóði í stað 20% áður. Þessi loddaraleikur kommún- ista á Alþingi mun lengi í minn- um hafður, enda sýnilegt að þeir eru nokkuð skelkaðir við sín eigin verk. Þess vegna þótt- ust þeir óhnir vilja halda áfram að vinna að skattamálunum á nýja þinginu, þegar þeir vissu, að búið var að ákveða að fresta þinginu. Það yfirklór kemur þeim ekki að neinu haldi. Þjónslund þeirra við íhaldið og stórgróðavaldið er orðin opinber, engu síður en dáleikar þeirra og dekur við er- lenda einræðisstefnu. IV. íhaldið vissi hvað það söng 1. þ. m., er_það lét í ljós gleði sína yfir því í Mbl., að kommúnistar fengjust ekki til að bíta á agnið, er Framsóknarmenn hefðu beitt á öngulinn. íhaldið orðið þetta svo: „En vegna þess að ákafamenn- irnir í Framsókn sáu aldrei ann- að sjónarmið en þetta eina (að fá stjórnartaumana í hendur), snerust viðræður þeirra í 9 manna nefndinni svo að segja JNNILEGT hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför föður okkar JÓNATANS JÓHANNESSONAR. Kristbjörg Jónatansdóttir. Rósa Jónatansdóttir. eingöngu að skattamálunum, því að þessir rnenn vissu, að þar voru hinir flokkarnir veikastir fyrir. Buðu Framsóknarmenn stórkostlegar skattahækkanir og margs konar flokksleg fríðindi. Með þessu átti að koma á sam- starfi og mynda vinstri stjórn. Agnið var freistandi fyrir hina flokkana. En samt hafa þeir ekki enn fengizt til að bíta á öngulinn". íhaldsmenn hafa sýnilega vit- að vel hvað klukkan sló hjá kommúnistum í skattamálun- um, þegar þetta var ritað. Þeir vissu, að óhætt var að treysta á bandalag við þá um að halda skatthlunnindum heildsala og stórútgerðarmanna við líði. En hvað segir óbreyttur verkalýður um þetta? Fjárlagaþingi frestað {Framhald af 1. síðu). inlega — eitt aðalviðfangsefni þingsins. Sýndist því engin á- stæða til þess, að þingið sæti á- fram á rökstólum,nemaknýjandi nauðsyn bæri til að lengja þing- haldið af öðrum ástæðum. Nú vildu Framsóknarmenn á þingi skattleggja stríðsgróðann í þágu bjóðarheildarinnar,, og hafði flokkurinn náð samkomulagi við verkalýðsflokkana báða um að bera fram frumvarp um sérstak- an eignaaukningaskatt, þar sem eignaaukning frá stríðsbyrjun til síðustu áramóta, er næmi 80 þús. kr. eða meira, væri skattlögð. En þar sem þetta er alveg sérstakur skattur og miðaður við síðustu skattaframtöl, eins og þau liggja nú þegar fyrir, J)á skiptir engu máli, hvort þessi skattur væri lagður á nú þegar, eða í haust, þar sem fullt samkom'ulag hafði þegar náðst um afgreiðslu máls- ins. Vegna þessa máls var því ó- þarít að lengja þinghaldið að þessu sinni. Öðru máli gegndi um afnám skattfrelsis stórgróða- fyrirtækja. Það mál þurfti að samþykkja nú þegar, ef sú breyt- ing átti að ná til ársins 1942. Framsóknarmenn óskuðu að af- greiða [jað mál nú |)egar, og hefði Jjví flokkurinn aldrei sam- Jjykkt þingfrestun strax, ef nokk- ur von hefði verið til Jtess að fá þetta mál afgreitt á Jiinginu. Framsóknarflokkurinn skrifaði báðum verkalýðsflokkunum oft- ar en einu sinni, og bauðst til Jiess að flytja með Jjeim frurn- varp um Jietta efni, enda stæðu þá þessir flokkar saman um af- greiðslu málsins á þingi. Al- Jjýðuflokkurinn svaraði jildrei bréflega, en gaf munnlegt af- svar, og var þá þegar sýnt, að málið myndi ekki ná nokkurri afgreiðslu á þessu Jjingi. En sósíalistar svöruðu fyrst vífi- lengjum einum, og báru síðan sjálfir fram frumvarp í þessa átt, en tengdu í því afnám skatt- frelsis stórgróðafyrirtafkja við ýmis önnur atriði, sem ekki var hægt að ganga að, enda virtust þau seft í frumvarpiðtil þess eins að spilla fyrir aðalatriðinu, ef til vill vegna launsamninga þeirra við íhaldið, sem áður var getið. ÖIl framkoma sósíalista í þessu máli, var því aðeins til þess að sýnast en ekki vera. — Þegar svo var komið, sá Framsóknarflokk- urinn enga ástæðu til Jjess að lengja þinghaldið fremur en orðið vár, algerlega að þarflausu, og samþykkti því þingfrestun til hausts fyrir sitt leyti, enda komi þing eigi síðar saman en 1. september. — Að lokum að- eins þetta: Þjóðin sýpur nú að- eins seyðið, sem ráðandi meiri- hluti hefir bruggað með tveim- ur þingkosningum á einu ári, alójjörfum, háskasamlegum og heimskulegum stjórnarskrár- breytingum á einhverjum við- sjárverðustu tímum, sem yfir þjóðina hafa gengið, og mest reyndu á krafta hennar að snú- ast sameiginlega gegn aðsteðj- andi og óvæntum vanda styrj- aldarástandsins. Og ábyrgðar- snauðasti þingflokkurinn var verðlaunaður með auknu kjör- fylgi og stóraukinni fulltrúatölu á Alþingi. — Hins vegar er Jjó ekki vfrr komið en svo, að alger- lega lögleg og ábyrg stjórn sit- ur ennþá að völdum í landinu, og er reiðubúin að víkja, hve- nær sem þingmeirihlutinn ósk- ar Jjess, og er þess umkominn að leggja til nýja þingræðislega stjórn og veita henni brautar- gengi af fullum heilindum og þegnskap, með hagsmuni allrar Jjjóðarheildarinnar fyrir augum. Það er því bæði heimskulegt og ástæðulaust að fjargviðrast svo mjög sem margir gera nú yfir ástandinu og óstarfhæfni og sundrungu þingsins. Þingið er eins og kjósendurnir hafa skap- að það, — hvorki betra né verra — svo sem jafnan er í lýðræðis ríki. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför systur . okkar ÁLFHEIÐAR PÉTt/RSDÓTTUR. Sigurlaug Pétursdóttir. Kristín Pétursdóttir. Sigurður Pétursson. BÆKUR Menningarsjóðs og Þjóðvina- félagsins komnar. Vitjist sem fyrst í Bókaverzl. Þorst. Thorlacius. Stof a til leigu frá 1. maí til 1. október. Upplýsingar í síma 403. aðgerðir samkvæmt þessari alls- herjaráætlun. — Aðalmarkmið sóknarinnar var að tryggja ör- yggi Ukrainu fyrir sókn af Rússa hálfu, en Ostland var ekki talið í hættu. Það var vegna öryggis Ukrainu, sem sótt var austur til Volgu og til Kákasus. En 1. sept. s.l. var Halder leystur frá störfum. Jodl, hers- höfðingi, áhrifamesti hernaðar- leiðtogi Þýzkalands nú sem stendur, tók við. Hann lagði fram nýja áætlun, sem í mörgu var lík Halders-áætluninni, en gekk lengra á ýmsum sviðum og tók meira tillit til heimsstyrjald- arinnar en Halder hafði gert. Aðalefni er þetta: Jodl-áætlunarinnar 1. Verja „virkið Evrópu“ og leiðir til þess, þ. á. m. Túnis. 2. Endurskipuleggja Evrópu sem eitt allsherjarríki, frá fjárhagslegu og hernaðarlegu sjónarmiði. 3. Allur sjóhernaður Þýzkalands rekinn með kafbátum. Auka fram- leiðslu kafbáta upp í 250 á ári, eða fimm sinnum fleiri en áætluð há- markstala tapaðra báta. Hver kaf- bátur er talinn sökkva 100 þús. smál. skipastóls að meðaltali, en „sevi hvers báts er stutt. Með þessari aukningu kafbátaflotans yrðu Banda- menn að smíða 25 millj. smálestir skipastóls á ári, til þess að halda í horfinu. 4. Allar hernaðaraðgerðir á aust- urvígstöðvunum framkvæmdar með það fyrir augum að verjast, eyði- leggja hernaðartæki og mannafla Rússlands, fremur en taka ný lönd, og þannig auka þörf Rússa fyrir vopn frá Bandamönnum. 5. Flytja þungaiðnaðinn þýzka austur á bóginn og byggja sprengju- held neðanjarðarbyrgi fyrir þær iðn- greinar, sem ekki verða fluttar. 6. Auka þátttöku undirgefnu þjóð- anna í Evrópu í hernaðinum á aust- urvígstöðvunum. 7. Spara flugvélar og flugmenn til þess dags, að Bandamenn reyna inn- rás á meginlandið. JODL hershöfðingi telur, að til þess að áætlun hans geti heppnazt, verði „forðabúrið í austri“ að vera starfandi og full- nægja þeim kröfum, sem til þess verða gerðar, og jafnframt verði stóraukinn árangur að nást af kafbátahernaðinum. Nazistaflokkurinn hefir tekið að sér að afgreiða varninginn samkvæmt pöntun Jodls og Hitlers, matvæli og aðrar nauð- synjar frá Ostland og kafbáta örar en áður. Kafbátarnir sjálfir eru nú stórum fullkomnari en áður og þar af leiðandi erfiðari viðfangs. Jafnframt hefir tilhög- un kafbátahernaðarins verið breytt svo, að nú stunda Jjeir veiðar sínar í hópum, 12 eða fleiri saman. Nazistar vinna nú af ofurkappi að fullkomnun „forðabúrs“ síns í austri. Öll tækni og skipulags- gáfa Þjóðverjans hefir verið hag- nýtt til hins ýtrasta í Ostland og Ukrainu. Meira en 800,000 bændur hafa verið fluttir Jjang- að frá Mið- og Vestur-Evrópu. Rússneskir stríðsfangar og borg- arar eru neyddir til vinnu. Fjór- ar af hverjum fimm fullorðnum konum í þessum löndum hafa verið teknar í nauðungarvinnu. Börn 12 ára og eldri verða að vinna stranga erfiðisvinnu. FESTUNG EUROPA“ á að vera, samkvæmt hugmynd Jodls, óvinnanleg, varin marg- földum „línum“ og virkjum frá nyrzta tanga Noregs til Pyrenea- fjalla, og nú í seinni tíð á Mið- jarðarhafsströnd Frakklands, Ítalíu og Grikklandi. í austn séu mörg og breið varnaibelti Þýzki herinn og málalið frá und- irgefnu þjóðunum standi vörð um virkið. Innan múranna séu milljónir verkamanna önnum kafnir í hergagnaverksmiðjum og til þess að fæða og klæða þá og herinn allan, sé „forðabúrið í austri“, sem byggist á sam vizkulausri rányrkju landsins og nauðungarvinnu barna þess. Lykillinn að sigurvon Þýzka- lands í langvinnu stríði er graf- inn í frjósamri mold Ostlands og Ukrainu, en Rússar sýndu Þjóð- verjum það í vetur, að þessi lykill er ekki örugglega geymd- ur Jjar. Þess vegna líta Þjóðverj- ar ennþá alvarlegri augum á sig- urvinninga Rússa en á framsókn Bandamanna í Norður-Afríku. Og þess vegna búa Þjóðverjar sig nú undir það, að greiða Rússum þung högg, lokahöggið ef mögulegt reynist, á sumri komanda. Því nái Rússar „forðabúrinu“ á sitt vald, þá líð- ur að Jjví að tjaldið falli í hild- arleiknum, sem Hitler hefir sett i á svið undanfarin ógnarár. FIMLEIKASYNINGIN 2. PÁSKADAG. TÞROTTAFEL. ÞOR efndi til fim- leikasýningar í Samkomuhúsi bæj- arins 2. páskadag. Komu þar fram tveir flokkar, drengja og karla, undir stjórn Tryggva Þorsteinssonar kenn- ara. Um sýninguna í heild má segja, að hún tækist vel. Drengirnir, sem eru flestir 11—12 ára, eru fremur linir og táplitlir, en gera þó mörg stökk laglega og eru sumir töluvert mjúkir í hreyfingum, má óhætt full- yrða, að í þessum litla flokki (aðeins 12) eru mörg góð fimleikamannsefni. Karlaflokkurinn, sem í voru aðeins 9 menn, var sérstaklega skemmtileg- ur í mottustökkunum, hann var mun betri í þeim en á hestunum, enda þau tæki lítil og léleg. Þó fannst mér það galli á stökkunum yfirleitt hjá flest- um, að þeir gengu ekki nógu vel frá þeim, hlupu út af mottunni miðri, í stað þess að stöðva sig eftir hvert stökk og ganga síðan mottuna á enda. Staðæfingarnar voru rösklegar og fjörlegar og þó einkum tveggja- mannaæfingamar, er mikinn vöktu fögnuð. Tómast Arnason var sá langbezti í flokknum og mundi hann sóma sér vel í hvaða úrvalsflokki sem væri; öll hans stökk frá höfuðstökki og upp í heljarstökk aftur á bak, voru stílhrein og góð, svo að ég efast um að betra hafi sézt hér á Akureyri. Victor Aðalsteinsson er afar léttur stökkmaður og á eflaust eftir að batna mikið, en hann hefir lítinn stökkstíl og stekkur auk þess oft of kæruleysislega. Og illa er eg svikinn, ef Gunnar Oskarsson á ekki eftir að teygja betur úr sér á hestunum áður en lýkur. Sem sagt, sýningin var góð og til sóma fyrir þá er að henni stóðu, þó börnin hefðu svo mikinn hávaða í húsinu meðan á henni stóð, að líkast var fuglabjargi. Ahorfendur voru mjög margir og urðu þó margir frá að hverfa. Verð- ur sýningin því endurtekin annað kvöld, föstudag, á sama stað. abí. HAPPDRÆTTIÐ Endurnýjun er byrjuð. Á að vera lokið 5. maí. ATHUGIÐ: Þér, sem endurnýjuðuð ekki í 1. flokki, getið gert það aft- ur nú í 3. flokki. ENDURNÝIÐ í TÍMA. Eftir 5. maí má selja nú- mer yðar öðrum. KAUPIÐ NÝJA MIÐA. Bókaverzl. Þorst. Thorlacius.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.