Dagur


Dagur - 29.04.1943, Qupperneq 4

Dagur - 29.04.1943, Qupperneq 4
4 DAGUR Fimmtudagur 29. apríl 1943 ÚRBÆOGBYGGÐ I.O.O.F. = 1254308'/2 = Messað í Akureyrarkirkju næstk. sunnudag klukkan 2 e. h. — Börn, sem eiga að fermast 9. maí, eru beð- in að koma til viðtals í kirkjunni. Áheit á Akureyrarkirkju: Kr. 100.00 frá N. N. og kr. 20.00 frá N. N. — Þakkir. Á. R. Hjúskapur. Nýlega voru gefin sam- an í hjónaband, af sóknarprestinum, sr. Friðrik J. Rafnar vígslubiskupi, ungfrú Ida Magnúsdóttir og Ragnar Guðmundsson, verkamaður, til heim- ilis hér í bænum. Axel Andrésson knattspyrnukenn- ari mun væntanlegur hingað til bæj- arins um mánaðamótin, hann mun eiga að kenna hjá félögunum hér, því að í ráði er að þau sendi sameig- inlegan knattspyrnuflokk á Islands- mótið í Reykjavík í sumar. Bazar og katfisölu hefir Kristni- boðsfélag kvenna í Zíon á morgun (föstudag) kl. 3 e. h. Fundur í st. Ísaíold-Fjallkonan nr. 1 á þriðjud., 4. maí. Kosning og inn- setning embættismanna. I. O. G. T. Munið fund ungmenna- stúkunnar Akurlilju nr. 2 í Skjald- borg kl. 8.30 sunnudag 2. maí. Síðasti fundur í vor. Nauðsynlegt að sem flestir mæti. — Æ. T. Frá barnaskólanum. Öll börn, sem fædd eru á árinu 1936, eiga að mæta til prófs og innritunar í barnaskólan- um kl. 1—3 mánud. 10. maí. Heiibriéðisfulltrúastarfið. Tíu um- sóknir hafa borizt um starfið. Verður það væntanlega veitt á næsta fundi bæjarstjómar. Umsækjendur eru þessir: Gunnar Jónsson, spítalaráðs- maður, Stefán Árnason, framkv.stj., Jakob Ó. Pétursson, ritstj., Jens Eyj- ólfsson, skrifstofustjóri Sjálfstæðis- flokksins, Jón Antonsson, kaupm., Ari Leo Björnsson, ljósmyndari, Tryggvi Emilsson, starfsm. Rafveitu Ak., Júlíus Baldvinsson, Kristnesi, Kristinn Jónsson, umboðsm. Flugfél. ísl. og Páll Skúlason, skrifstofustj. hjá Kveldúlfi h.f. Námsstyrkir frá British Council. Þeir, sem óska að sækja um náms- styrki þessa geta fengið eyðublöð hjá Sigurði Guðmundssyni, skólameist- ara. Til viðtals í Menntaskólanum kl. 6—7 e. h. þessa viku. Gjafir til gamalmennahælisins í Skjaldarvík: Pétur Jónsson kr. 100.00 Tryggvi Jónass., Norðg. 3 — 25.00 N. N. . — 25.00 Baldur Guðjónsson, Ak. — 15.00 Hjartans þakkir. Stefán Jónsson. sýnir í kvöld kl.9 : Sæúlfurinn Föstudaginn kl. 6 og 9: Starfsfólkið hjá Matuschek & Co. Laugardaginn kl. 9: Gættu þín fagra mær Sunnudag kl. 3 og 5: Sjá götuauglýsingar Kl. 9: Starfsfólkið hjá Matuschek & Co. Sportfataefnið (TWEED) er komið. JLiSl'JCCl.U'I.f TILKYNNING Samkvæmt fyrirskipun Sauðfjársjúkdómanefndar ríkisins ber öllum fjáreigendum í Öngulstaða- og Hrafnagilslireppum, norðan varnargirðingar hjá Grund og Rútsstöðum svo og fjáreig- endum á Akureyri og í Glæsibæjarhreppi sunnan varnargirðingar hjá Lónsbrú, að mála fé sitt greinilega á hægra horn, með rauðum lit eða í hægri vanga ef kollótt er, áður en því er sleppt í vor. Þar sem mæðiveiki hefir’ fundizt á heimili, ber að mála féð með rauð- um lit á bæði horn. Málning fæst hjá K. E. A.. Hreppstjórum ber að sjá um að fyrirmælum þessum verði framfylgt. Brót gegn þessu varða þungum sektum. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu 28. apríl 1942. I Sig. Eggerz. Nýtt frá Ameríku! LADY ESTER - FEGURÐARV ÖRUR - Þessar þekktu vörur eru f rægar um alla Ameríku Munið LADY ESTER! IÍAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Nýlenduvörudeild STÚLKU vantar mig í vist. Guðrún Björnsdóttir, Hafnarstr. 86b (Verzl. Eyjafjörður). ylNNUFÖT ^innuhanzkar gjóstakkar ’pjaldadúkar gegldúkur gjófatapokar VÖRUHÚS AKUREYRAR SAUMUR 1”, 2”, 21/2”, 3”, 4”, 5”, 6” smásaumur 5/8”, þaksaumur 2” galv., pappasaumur galv. YERZLUNIK EYJAFJÖRÐUR 2 snemmhærar Kjjr til sölu. — R. v. á. STÚLKU vantar til hreingerninga og 2—3 í eldhús. GILDASKÁLI K.E.A. SÍÐASTLIÐNU hausti var mér dregið lamb með mínu marki: hálftáf framan hægra, biti framan vinstra. Lamb þetta á ég ekki og getur réttur eigandi vitjað andvirðis- ins til mín, að fiádregnum kostnaði. Jökli 21. apríl 1943. Sigurður Sigurðsson. Aðalfundur Skákfélags Akureyrar verður haldinn föstudaginn 30. apríl n: k. í Verzlunarmanna- húsinu, kl. 81/2 e. h. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Verðlauna-afhending Skák- þings Akureyrar . 3. Önnur mál. Félagsmenn eru áminntir um að mæta vel og stundvíslega. Stjórnin. Kaupið „AMAIZ0“ (Maísduft) í hálfs kg. pökkum á kr. 1.10 pakkinn. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild. $*$*$>*$*$»$>*$*$*$>*$*$*$*$i*i AÐALFUNDUR Flugfélags íslands h.f., verður haldinn í Oddfellow- húsinu í Reykjavík, miðvikud. 5. maí nk„ kl. 2 e. h. D a g s k r á : 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. Stjórnin. 5 VERÐIR vegna sauðfjárveikivarna í Eyjafjarðarsýslu verða ráðnir á þessu sumri. Upplýsingar hjá undirrituðum. Akureyri, 28. apríl 1943. Halldór Ásgeirsson. . UPPBOÐSAUGLÝSING Þriðjudaginn 11. maí 1943 kl. 10 f. h., hefst uppboð að Hlöðum í Hörgárdal. — Seld verður búslóð innan bæjar og utan, t. d. mjólkurdunk- ar, heyvinnuvélar, kerra, aktygi, langgrindur, sleðar, heyskúffa, hnakkar. klifberar, reipi, hankmoherfi, útungunarvél, amboð, rnikið af bókurn og margt fleira: — Einnig 30—40 ungar ær, 2 hrút- ar og nokkur tryppi ef viðunanleg boð fást. Hlöðum 22. apríl 1943. GÍSLI ÁRNASON. AD GEFNU TILEFNI leyfum vér oss að taka f ram, að engin kvörtun hefir borizt um hreinolíu (Mjallhvít) frá Shell-félaginu, og að ekki er vitað til, að neitt óhapp hafi orðið við notkun hennar. Shellumboðið á Akureyri. ÖPAL-RÆSTIDUFT Fæst í nýlenduvörudeild vorri og útibúum hér á Akureyri. MUNIÐ ÓPAL! Kaupfélag Eyfirðinga.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.