Dagur - 20.05.1943, Qupperneq 2
2
DAGUR
Fimmtudagur 20. maí 1943
100 ÁRA GÖMUL SAMVINNURÖDD
í ár er liðin ein öld, frá því að
Jón Sigurðsson birti ritgerð sína
um verzlunarbætur á íslandi í
Nýjum félagsritum. M. a. ræðir
hann við landa sína á þessa leið:
„Meðal samtaka þeirra, sem
vel mættu takast, eins og nú
stendur, og heppnast hafa sum-
staðar, er það, að heilar sveitir
eða héruð taka sig saman til
verzlunar og kjósi menn til að
standa fyrir kaupum af allra
hendi fyrir sanngjarna þóknun.
Það er auðsætt og hefir sýnt sig
sjálft, að slíkt er öllum þeim til
gagns, sem taka þátt í fyrirtæk-
inu, og mætti að vísu verða að
miklu meira gagni en hingað til
hefir orðið. Það getur sparað
mörgum manni ferðir og fyrir-
höfn og orðið þar að auki bein-
línis til ábata, það jafnar betur
viðskipti landsmanna og kaup-
manna; það verður einnig í
mörgu hentugra kaupmannin-
um og einhver hin bezta og auð-
veldasta aðferð til að koma á
betri vöruverkun í landinu og
kenna mönnum að þekkja og
velja útlenda vöru, því að ekkert
er vörubótum til eins mikillar
fyrirstöðu og landsmönnum eins
til skaða og kúgunar og smá-
kaupin. Þegar verzlunarfrelsi
kæmist á, mættu slík samtök
verða einnig til mikils gagns,
bæði til þess að gera verzlunina
þróttmeiri og til að koma upp
duglegum verzlunarmönnum,
sem svo mjög er áríðandi".
Þessarar hundrað ára gömlu
samvinnuraddar í verzlunarmál-
um mesta og vitrasta leiðtoga ís-
lenzku þjóðarinnar að fornu og
nýju ættu allir landsmenn nú að
minnast á aldar afmæli hennar.
Ekki fyrir það, að hún rísi svo
hátt, þegar mælt er á mæli-
kvarða núverandi ástands, held-
ur vegna hins, að hér er um að
ræða eina allra fyrstu hvöt til ís-
lendinga almennt um samtök til
verzlunarbóta; hér var verið að
sá fyrstu fræjunum, er upp af
skyldi rísa hinn voldugi sam-
vinnumeiður framtíðarinnar.
Þess er þó skylt að minnast í
þessu sambandi, að skömmu áð-
ur en Jón Sigurðsson hóf upp
rödd sína rúmlega þrítugur að
aldri um þörfina á verzlunar-
samvinnuíslendinga, hafði einn
helzti vökumaður þjóðarinnar,
síra Tómas Sæmundsson, skrifað
hrífandi ritgérð af miklum eld-
móði um sama efni. En þrátt
fyrir, að „lengi mun hans lifa
rödd“, auðnaðist honum ekki að
fylgja málinu fram til sigurs,
þar eð hann varð að hníga fyrir
sigð dauðans á unga aldri. Það
varð eitt af mörgum og stórum
hlutverkum Jóns Sigurðssonar
að leysa verzlunarfjötrana af
þjóð sinni og veita henni að-
stöðu til frjálsra samtaka, þegar
hún hefði öðlast þroska til að
færa sér frelsið í nyt.
En hér var við raman reip að
draga í þessum efnum fyrir 100
árum og lengi síðan. íslendingar
allflestir voru orðnir svo daufir
og dasaðir af langvinnri kúgun,
að þeir þorðu ekki að breyta til
um verzlunarhætti sína, og urðu
margir þeirra dauðskelkaðir, ef
brotið var upp á slíku. Menn
voru orðnir því svo vanir að
mæna vonaraugum til dönsku
stjórnarinnar og vænta sér föð-
urlegrar náðar úr þeim stað, að
þeir voru frá því bitnir að hefj-
ast handa sjálfir sér til hagsbóta.
Jafnvel eins hátt settur maður
og merkisklerkurinn síra Þor-
valdur Böðvarsson, skáldið, tel-
ur það „ískyggilegar fréttir", að
konungur „ætli að leyfa öllum
þjóðum ótakmarkaða höndlun
við ísland“, og óskar sér „burtu
héðan“, ef slíkt nái fram að
ganga.
Úr því að svona var ástatt um
hið græna tréð, einn af meiri
háttar gáfumönnum landsins,
iná fara nærri um lágsigldan
liugsunarhátt margra þeirra, er
skör lægra sátu.
Það þarf því engan að undra,
þó að Jón Sigurðsson færi hóg-
lega í sakirnar til að byrja með,
er hann tók að hvetja landa sína
til samvinnu í verzlunarbótum.
Þar réð fyrirhyggja hans og
djúpsæ þekking á mannlegu
eðli, sem oftast er tregt í taumi
til sameiginlegra átaka í fyrstu
atrennu. Enginn þarf heldur að
hugsa sér, að fyrir J. S. hafi ekki
vakað djarfari og dýpri hugsjón-
ir, en framkoma í tilvitnuðum
ummælum hans hér að framan;
þau voru aðeins fyrstu drög til
annars meira. Var þess og
skammt að bíða, að hann herti á
tökunum, því í næsta árgangi
Nýrra félagsrita kom önnur
grein eftir hann um sama efni.
Sýnir liann þar fram á og brýnir
fyrir mönnum nauðsyn sam-
vinnunnar, því að hún sé undir-
staða og skilyrði allra almennra
framfara og þroski auk þess vit,
gáfur og krafta hvers einstakl-
ings. Ekki dregur hann dul á, að
deyfð, framtaksleysi, vankunn-
átta og kúgun valdi því, að ís-
’endingar hafi enn ekki notið
þeirra gæða, er leitt geti af sam-
tökum. M. a. farast honum svo
orð um þetta efni:
„Er'ekkert fremra eður heil-
tgra í huga hverjum óspilltum
frjálsum manni en að samlagast
tneðbræðrum sínum til að koma
J^ORSKU samvinnufélögin
voru í hröðum vexti árin
fyrir stríðið. Á tímabilinu 1929
—39 tvöfaldaðist félagatala
þeirra, og viðskiptin jukust úr
105 millj. kr. í 196 millj. Skipu-
lag félaganna var styrkt, nýjar
búðir voru opnaðar víðs vegar
um landið og framleiðsla félag-
anna færðist í aukana, t. d. tóku
til starfa á þessu tímabili smjör-
líkisverksmiðjurnar í Oslo og
Bodö, skóverksmiðja í Drammen
og sælgætis- og efnagerð í Oslo.
Stríðið og hernámið hlutu
óhjákvæmilega að leggja stein í
götu þessarar þróunar. Meðan
barizt var í Noregi, vorið 1940,
urðu ýms fyrirtæki samvinnu-
manna hart úti, brunnu eða
eyðilögðust á annan hátt af
völdum styrjaldarinnar. Sam-
bandsslitin við önnur lönd ollu
og fljótlega skorti á nauðsynja-
varningi, og kom það vitaskuld
við kaupfélögin, En þrátt fyrir
því fram, sem honum þykir vera
gott og rétt og heillavænlegt,
hvort heldur það miðar til
framfara í trú eða siðgæði, vís-
indum eða fögrum listum, bú-
stjórn eða landsstjórn. Eigi að
varna þessu með lagaboðum,
mun það sjaldan sprottið af
góðri rót, heldur mun þar smá-
mennska eða ódugnaður eða tor-
tryggni eða og blind har.ýðgi
vera í fyrirúmi hjá stjórninni
eða þeim, sem ráðin hafa í
höndum".
Ennfremur segir hann: „I
verzlunarmálefnum tek eg fyrst
fram að hafa samtök að því að
beiðast verzlunarfrelsis; að leggj a
saman í skip, fyrst til fiskveiða
og svo til kaupferða; að slá sér
saman til kaupa og sölu; að ná
sem glöggvastri þekkingu á
verzlunarhag og verzlunaraðferð
annara þjóða og senda menn
þangað til að kynna sér það og
læra verzlun, ef því yrði við
komið; að auka samgöngur við
önnur lönd og í sjálfu landinu,
en þar til liggur sá beinn vegur
að endurlífga fjallvegafélagið,
sem menn hafa látið visna upp,
þjóðinni til mikillar minnk-
unar“.
Þessar hvatninga- og fræðslu-
greinar Jóns Sigurðssonar báru
skjótt nokkurn árangur, einkum
í Þingeyjarsýslu, þar sem menn
bundust brátt félagssamtökum
til verzlunarbóta. Varð J. S.
glaður við, ær hann sá svo fljótt
árangur tillagna sinna og mælir
svo út af þessum framkvæmd-
um:
„Þykir oss skylt að halda svo
gagnlegu fyrirtæki á loft, og vér
vonum, að mörgum muni koma
vel að sjá, hversu félag þetta hag-
ar fundum sínum og lögum;
vonum vér og, að það muni
verða öðrum til hugvekju og vís-
bendingar, þó að ýmsu kunni að
þurfa haga öðru vísi í öðrum
héruðum. Það væri oss einkar
kært að fá skýrslur um sérhvern
félagsskap til nytsamra fram-
kvæmda, sem lýsti því, að vér
röknum smám saman úr dauða-
dái margra alda til þjóðlífs og
þjóðdugnaðar".
Sá neisti, sem Jón Sigurðsson
kveikti í þessum efnum fyrir
heilli öld, mun aldrei hafa kuln-
alla erfiðleika hefir norsku
kaupfélögunum tekizt nokkurn
veginn að halda í horfinu og fé-
lagatalan hefir enn vaxið. Ný-
lega er komin út í Noregi hand-
bók fyrir meðlimi kaupfélag-
anna, eftir einn af framkvæmda-
stjórum N. K. L. (Sambands
norskra samvinnufélaga), Rand-
olf Arnesen, og er þar að finna
tölur, sem skýra ástandið á árun-
um 1940 og 1941. Samkvæmt
þessum upplýsingum eru kaup-
félögin 660 að tölu og var félaga-
tala þeirra 180.000 í ársbyrjun
1940, en 196.000 í ársbyrjun
1
DÝR SKEMMTUN.
j BRÉFI til „Dags“ frá bæjarbúa
segir:
„Eg brá mér inn í Samkomuhús
báejarins á laugardagskvöldið, hafði
þar verið auglýst skemmtun er Skíða-
nefnd I. R. A. gekkst fyrir. Skemmti-
atriði voru þau, að sýnd var kvik-
mynd af skíðafólki, er tekin var bæði
upp á Skíðastöðum og á skíða-lands-
móti u Hveradölum. Tók sýningin
um hálftíma. Því næst voru afhent
verðlaun fyrir unnin afrek á skíða-
mótinu hér í vetur; tók það um
klukkutíma og var afar þreytandi að
sitja undir því stagli, síðan var víst
að til fulls meðal íslendinga.
Lífshreyfingin, er hann hratt af
stað í verzlunarmálinu, varð vís-
ir að skipulögðum félagssam-
tökum, þegar stundir liðu, fyrst
Félagsverzluninni við Húnaflóa
og Gránufélaginu og síðar kaup-
félögum nútímans. Hin fyr-
nefndu voru hlutafélög, sem að
vísu gerðu mikið gagn framanaf,
en báru þó í sér sitt eigið dauða-
mein, þegar fram í sótti, af því
að þau hættu að sinna hag al-
mennings, en lögðu megin-
áherzlu á að greiða tiltölulega
fáum hluthöfum sem hæstan arð
af hlutafé sínu. Stefna kaupfé-
laganna er aftur á móti í því
fólgin að vinna að fjárhagsleg-
um hag fjöldans og efla félags-
þroska og félagsdyggðir almenn-
ings. Þess vegna báru þau frá
fyrstu byrjun starfsemi sinnar í
sér lífsfræ komandi daga.
Menn búa nú við margs kon-
ar þægindi í verzlunarmálum,
sem fyrr meir voru gjörsamlega
óþekkt. Ungur nútímamaður
getur setzt í þessi þægindi fyrir-
hafnarlaust að kalla, en þau hafa
ekki skapazt sjálfkrafa. Þau hafa
áunnizt fyrir langvinna baráttu
Jóns Sigurðssonar og síðan þrot-
laust starf ýmsra frumherja
kaupfélagsskaparins, sem áttu í
höggi við vanþroska, deyfð og
áhugaleysi almennings á aðra
hlið og óvináttu kaupmanna á
hina, sem lögðu tundurdufl
bragðvísi, rógs, laungjafa og yf-
1942; 49% félagsmanna eru iðn-
aðar-verkamenn, en 32V2% fást
við landbúnaðarstörf og 26%
eru sjálfstæðir bændur. Verzlun
félaganna varð 211 milljónir á
árinu 1941 en 196 millj. árið á
undan. Hækkunin stafar að
mestu leyti af aukinni dýrtíð í
landinu, en að öðru leyti af því,
að félagsmönnum hefir fjölgað.
Framleiðsla félaganna hefir
og vaxið. í árslok 1941 áttu fé-
lögin um 200 framleiðslufyrir-
tæki. Fé félagsmanna í vörslu
félaganna jókst úr 46 milljónum
í 52Yz millj. á árunum 1940—
dansað, en eg hypjaði mig nú heim,
því að eg er nú orðinn of gamall til
að sækja slíkar skemmtanir.
En hvað haldið þið nú, góðir háls-
ar, að aðgangurinn hafi kostað að
þessari skemmtun?
Jú, 8 krónur, segi og skrifa, átta
krónur, eins mikið og að horfa á
Fjalla-Eyvind eða fara þrisvar á Bíó.
Ja, fyrr má nú rota en dauðrota.
Eg vil aðeins skjóta því að að-
standendum þessarar skemmtunar,
að þótt málefnið sé gott, sem verið er
að afla peninga fyrir, þá eru takmörk
fyrir því, hvað hægt er að bjóða upp
á lélega skemmtun fyrir mikið gjald.
X.
ÓSÆTT MEÐAL SIÐBÓTA-
MANNA.
KKI alls fyrir löngu var, svo sem
kunnugt er, stofnaður nýr pólitísk-
ur flokkur, þjóðveldisflokkur, eða
flokkur þjóðveldismanna, eins og
hann kallar sig tíðast, gegn öllum
flokkum og flokksræði í landinu, og
hverskonar klikuskap, ófriði, illind-
um og óheilindum í opinberu lífi.
Ekki leið á löngu, unz fyrsta ritstjóra
málgagns hins nýja flokks, Þjóðólfs,
var sparkað frá blaðinu, sökum klíku-
skapar, flokkadrátta og persónulegs
ófriðar og reipdráttar innan þessa fá-
menna safnaðar. Við ritstjórn blaðs-
ins tók Árni Jónsson frá Múla, þjóð-
irboðaásiglingaleiðir samvinnu-
skútunnar í því augnamiði að
sprengja hana í loft upp. Þetta
mætti unga kynslóðin, sem nýt-
ur hlunnindanna af framsóknar-
baráttu fyrri tíðar manna, vel
taka til íhugunar og festa sér í
minni.
Frá því að Jón Sigurðsson hóf
að skrifa um verzlunarmálið í
Ný félagsrit, leið rúmlega einn
tugur ára, þar til verzlunin við
Island var gefin frjáls við allar
þjóðir, en allt að 40 ár þangað
til fyrsta kaupfélagið, Kaupfélag
Þingeyinga, var stofnað. Bæði
þessi mikilvægu spor í verzlun-
arsögu íslands má rekja til
áhrifanna af starfi Jóns Sigurðs-
sonar.
Og enn í dag eru íslenzkir
samvinnumenn að starfa undir
merki Jóns Sigurðssonar og
hlýða 100 ára gamalli rödd hins
mikla foringja.
1941. Þrátt fyrir alla erfiðleika
hefir aðstaða félaganna að þessu
leyti því ekki versnað.
Verzlun sambandsins, N. K.
L., gekk verulega saman þegar
eftir hernámið, mestmegnis
vegna þess að leiðir milli landa
lokuðust.
Verzlunin minnkaði úr 62V4
millj .kr. árið 1939 í 53 millj.
árið 1941, en þrátt fyrir þetta
stendur sambandið fjárhagslega
allstyrkum fótum; eigið fé þess
jókst úr 6i/2 tnillj. kr. í 8VÍ
millj. á sama tímabili.
Undirbúningur er hafinn að
aukinni fræðslu- og upplýsinga-
starfsemi strax að styrjöldinni
lokinni. Ráðgert er m. a., að
samvinnuskóli taki til starfa á
vegum sambandsins. í vörslu
sambandsins er sérstakur sjóð-
ur, kenndur við Dehli, forvígis-
mann norsku kaupfélaganna á
NORSK KAUPFÉLÖG OG HERNAMIÐ
Eftir THORSTEN ODHE
í nýkomnu hefti af tímariti sænskra samvinnumanna, „Kooperatören“, birtist eftir-
farandi grcin um norsku samvinnufélögin í sambúðinni við nazista. Höfundurinn
er þekktur hér á landi af bók sinni „Det modema Island och des Kooperation", sem
út kom fyrir nokkrum árum, og sem ritstjóri „Kooperatören".