Dagur - 24.06.1943, Qupperneq 2
2
DAGUR
Fimmtudagur 24. júní 1943
Skilyrði kommúnista fyrir samstarfi við
Framsóknarflokkinn og Alþýðuflokkinn
Fulltrúar Sósíalistaflokksins á
Alþingi héldu því fram, að miðl-
unartillögur Framsóknarmanna
í níu manna nefndinni bæru
vott um afturhaldsstefnu Fram-
sóknarflokksins og væru svo
fjarri því að geta verið grund-
völlur að myndun vinstri stjórn-
ar, að þær væru í sjálfu sér ekki
svara verðar.
Jafnframt gátu sósíalistar þess,
að heppilegast mundi fyrir flokk
þeirra að stofna til verzlunar-
sambands við Sjálfstæðisflokk-
inn!
í síðasta blaði var sýnt fram á,
hverju sósíalistar höfnuðu, er
þeir harðneituðu að sinna að
nokkru tillögum Framsóknar-
manna. Áður höfðu sósíalistar í
orði lagt ríkt á um það, að stríðs-
gróðann yrði umfram allt að
skattleggja duglega. Nú gafst
þeim færi á að sýna þann vilja
sinn í verki, en þá linuðust þeir
allir upp. Þá höfðu þeir og þótzt
bera mikla umhyggju fyrir
auknum verklegum framkvæmd-
um og þar með trygging atvinnu
fyrir verkalýðinn. En nú brá svo
við, að stórauknar verklegar
framkvæmdir voru orðnar að
afturhaldsstefnu á máli þeirrar
foringjaklíku, sem ræður í
Sósíalistaflokknum. Að hennar
dómi er það ekki í þágu al-
mennings í landinu, bænda,
fiskimanna og verkamanna, að
mynda samstarf um slíka stefnu.
Að þeirra áliti er það ólíkt nota-
drýgri stefna fyrir verkamennina
að verzla við Sjálfstæðismenn
um að fá nokkra fúlgu til al-
þýðutrygginga gegn því, að
gróðafélögin fái skattaívilnanir.
Að lokum fór svo, að sósíalist-
um leizt ekki meira en svo á
málstað sinn og voru hræddir
um, að kjósendur þeirra mundu
sjá í gegnum blekkingarvefinn.
Þeir tóku því það ráð að reyna
að hypja upp sig einhverjum
umbótaflíkum. Þá tilkynntu
þeir ,að þeir óskuðu að leggja
fram gagntillögur af sinni hálfu
í níu manna nefndinni.
í þessum „samkomulagstillög-
um“ sósíalista, sögðust þeir m. a.
vilja afnema varasjóðshlunnindi
almennra hlutafélaga, en að
þessum hlunnindum verði sett
takmörk eða felld niður iijá
þeim félögum, sem safnað hafi
hæfilegum sjóðum. Á þenna hátt
ætluðu þeir að þvo hendur sín-
ar í skattamálunum, en hve sá
þvottur hefir reynzt haldgóður
og verið af miklum heilindum
ger ,sézt bezt á því, að í þinglok-
in dreit Sósíalistaflokkurinn í
sitt eigið hreiður með því að
hjálpa stríðsgróðamönnum til
þess að halda sjóðhlúnnindum
sínum.
Þetta er talandi vottur um
hina dæmalausu grautargerð
kommúnista í skattamálunum.
Þegar þeir eru orðnir svo að-
þrengdir, að þeir komast ekki
lengur hjá að sýna einhverja af-
stöðu, bera þeir fram í níu
manna nefndinni tillögur um
ákveðna skattaálagningu á stríðs-
gróðann, en ganga síðan í lið
rneð forsvarsmðnnum strfðsgróð-
ans um að drepa sínar eigin til-
tögur.
Hitt og þetta annað var í
,,samkomulagstillögum“ komrn-
Únista, er var svipað eða nær
samhljóða því, er Framsóknar-
menn höfðu áður borið fram í
sínum tillögum og þá var kallað
afturhald. En til þess að það
væri alveg öruggt, að enginn
árangur næðist í störfum nefnd-
arinnar, stráðu kommúnistar
ýmsum ,,skilyrðum“ inn í tillög-
ur sínar, sem þeir vissu, að hinir
flokkarnir gátu alls ekki gengið
að. Eitt slíkra skilyrða var um
afstöðuna til styrjaldarinnar.
Samkvæmt því áttu íslendingar
að taka virkan þátt í stríðinu
með Bandamönnum, en af því
sem á undan var farið, efaðist
enginn um, að þetta gilti aðeins
á meðan atvikin haga því svo,
að Rússar eru á sömu línu og
lýðræðisþjóðirnar gagnvart naz-
ismanum. Af undanfarinni
reynslu vita menn, að breyttust
atvikin á þá leið, að Rússar sner-
ust til vinfengis við nazista, eins
og komið hefir fyrir áður, þá
mundu skilyrði kommúnista hér
breytast á þá lund, að íslending-
ar ættu að hallast á sveif með
Hitler. Að slíku skilyrði geta
lýðræðissinnar aldrei gengið. Og
það vita kommúnistar ofur vel.
Kommúnistar, eða sósíalistar,
eins og þeir nú vilja láta kalla
sig, héldu vel til haga öllum hin-
um upphaflegu „skilyrðum“ sín-
um í því augnamiði vitanlega að
gera ágreininginn sem mestan og
girða fyrir, að samkomulag næð-
ist. Og þrátt fyrir þetta þóttust
þeir vera að gera „samkomulags-
tilraunir“. Auk þess gerðu þeir
kröfu um, að lokið væri að
ganga frá stórmálum, er engan
undirbúning höfðu fengið, og
voru tillögur þeirra í samræmi
við undirbúninginn í sumum
þeim málum, því að ekki varð
ráðið af tillögunum hvað fyrir
þeim sjálfum vekti, svo voru þær
óljóst og aumlega orðaðar.
T. d. settu kommúnistar það
Það eru vordagar 1943. F.nn
ber hvorki á hlýindum eða græn-
um laufum. Ég er staddur uppi
í sveit og heyri á vegum útvarps-
ins bergmál af kröfugöngum í
Reykjavík. Þær virðast hafa ver-
ið tvær. Annars vegar er Alþýðu-
sambandið, undir andlegri for-
sjá Einars Olgeirssonar. Hins
vegar átti að fylkja launamönn-
um ríkis og bæja. Sigurður Thor-
lacius talaði fyrir þá deild. í
þetta sinn mun hún ekki hafa
verið fjölmenn. En tilgangurinn
er að fylkja hér liði til tangar-
sóknar á hendur atvinnuvegun-
um og ríkinu. í vor var þetta æf-
ing fyrir komandi tíma.
Það má kallast furðulegt, að
nokkrum„launþeigja“(til að tala
máli Alþbl.) skuli hafa komið til
hugar að gera kaupkröfugöngur
í vor. Á undangengnum missir-
um hafa kaupkröfur borið þann
árangur, að nú eru laun og kaup
á íslandi hærri en nokkru sinni
fyrr i *ögu landsln*, Kaup og
skilyrði, að tekin yrði upp alveg
ný stefna í fátækramálum þjóð-
arinnar, þar sem ákveða átti í
snatri að landið yrði eitt fram-
færsluhérað og fátækrastyrkur
lögboðinn fastur, og var þó þetta
stórmál órætt og ekkert undirbú-
ið. í öðru lagi settu kommúnist-
ar það skilyrði, að réttarfarinu
yrði breytt í frjálslyndara horf.
Ilvorki var þetta mál þó rætt
eða undirbúið, og heldur engin
vitneskja um það í tillögum
þeirra, í hverju breytingarnar
ættu að vera fólgnar.
í bæklingi Eysteins Jónssonar,
Hvers vegna var ekki mynduð
róttæk umbótastjórn? dregur
hann m. a. fram tvö dæmi um
lokaafstöðu Sósíalistaflokksins í
samningunum milli flokkanna.
Þeir kröfðust þess, að fastákveð-
ið yrði í einstökum atriðum,
hvernig atvinnuleysistrygging-
um skyldi fyrir komið framvegis,
„allt án þess að nokkur undir-
búnings-athugun hafi fram far-
ið, og án þess að þeir hafi rætt
málið á samningafundum nefnd-
arinnar”.
Hitt dæmið er um raforkumál
sveita og sjávarþorpa. í því máli
höfnuðu sósíalistar allri skipu-
legri lausn. Stefna Framsóknar-
manna í því máli er, að ríkið
hafi forgöngu um stærstu raf-
orkuveitur, því að öðruvísi verði
málið ekki leyst, nema fyrir örfá
þéttbýlissvæði. „Þessari stefnu
ganga sósíalistar á móti með
fjandskap, en í staðinn eiga að
koma loðnar yfirlýsingar um
„undirbúning" og „rannsóknir",
og að svo mikið fé, sem „fært
þykir“, verði handbært til slíkra
framkvæmda. Síðan kom í ljós á
Alþingi, að sósíalistar vildu
heldur láta gróðahlutafélög
halda hlunnindum sínum, en
féð rynni í raforkusjóð“.
Eitt af „skilyrðum" kommún-
ista var að afnema yrði bann
vinnulöggjafarinnar gegn póli-
tískum verkföllum. Kommúnist-
ar heimta fullt frelsi til þess að
mega standa fyrir verkföllum,
sem hafa þann tilgang að traðka
lögum og rétti. Þetta telja þeir
svo mikið umbótamál fyrir
verkalýðinn, að allar aðrar um-
bætur verði að víkja fyrir því.
Dómur brezka verkalýðsins um
starfsemi kommúnista þar í
landi.
JpLOKKSÞING verkamannaflokks-
ins brezka, er.kom saman nú um
hvítasunnuna, samþykkti með stór-
kostlegum meiri hluta atkvæða að
synja kommúnistaflokki Englands
um upptöku í verkamannaflokkinn,
eins og stjórn þess flokks hafði farið
fram á. Þessi fregn kemur að vísu
ekki á óvart, því að miðstjórn verka-
mannaflokksins hafði áður samþykkt
að leggja til við flokksþingið, er það
kæmi saman, að hafna öllum tilmæl-
um í þessa étt, og lýstu sumir leið-
togar flokksins við það tækifæri
neðanjarðarstarfsemi brezku komm-
únistanna heldur ófagurlega, og hví-
líkri spillingu, sundrung og ófriði
þeir hefðu ávallt valdið innan verk-
lýðshreyfingarinnar brezku. M. a.
minntu þeir á afstöðu þeirra til ófrið-
arins, er þeir reyndu eftir beztu getu
að grafa grunninn undan viðnáms-
þrótti ensku þjóðarinnar gegn sókn
Nazista, þegar óvænlegast horfði, en
þá voru þeir Hitler og Stalin gengnir
í eina sæng pólitískt fyrir nokkru,
Ekkert sýnir betur en þetta, að
það er bylting en ekki umbætur,
sem fyrir klíku kommúnista
vakir.
Loks má nefna þingrofsskil-
yrðið. Sósíalistaflokkurinn krafð-
ist þess að fá þingrofsrétt. Einn
fimmti eða þaðan af minni hluti
þingsins átti, hvenær sem hon-
um sýndist, að geta sprengt allt
stjórnarsamstarf og kastað þjóð-
inni út í kosningar. Það hefði
verið svo einkar þægilegt fyrir
kommúnista að fá þetta afbeldis-
vopn í hendur og geta beitt því í
þágu síns elskaða föðurlands, eða
kannske öllu heldur í þágu síns
ennþá meira heittelskandi föð-
urlands í austurátt.
Að öllu þessu búnu segja svo
kommúnistar, er nú kalla sig
sósíalista: Það stóð ekki á okkur
að stofna til umbótastjórnar með
hinum flokkunum. Það voru
þeir, sem voru svo hlálegir að
vilja ekki Ællast á hin fínu
,,skilyrði“ okkar.
svo sem mönnum er enn i fersku
minni. Fyrrverandi forseti verka-
mannaróðsins brezka sagði m. a. við
þetta tækifæri: „Sú staðreynd, að
Alþjóðasamband kommúnista hefir
verið leyst upp, án þess að spyrja
deildirnar í hinum ýmsu löndum
róða, eða leita álits þeirra, sýnir bezt,
að kommúnistaflokkarnir um víða
veröld eru í vasa Rússa. Vér treyst-
um enn ekki kommúnistaílokki
Bretlands".
Brezkur verkalýður og íslenzkur.
JjESSI skýlausa afstaða og ákvörð-
un ársþings brezkra verkamanna
sýnir ljóslega, að Bretar kunna vel
að greina á milli þess að leggja Rúss-
um, her þeirra og ríkisstjórn allt það
lið, er þeir framast mega í baráttunni
gegn Möndulveldunum, þar sem
framtíð allrar siðmenningar í heimin-
um virðist undir því komin að villi-
mennska Nazista og ójöfnuður verði
niður kveðin, og hins að leggja verka-
lýðshreyfinguna brezku að fótum
kommúnista í blindri undirgefni og
átrúnaði og gefa þeim þannig stór-
um aukin áhrif ög bætta aðstöðu í
hinni innlendu þjóðmálabaráttu. Hið
fyrra atriðið eru þeir algerlega sam-
mála um að sé lífsnauðsyn, hið síð-
ara er þeim mjög fjarri skapi. —
Vafalaust mættu margir íslendingar
læra nokkuð í þessu efni af reynslu
og skoðunum hins stóra nágranna
okkar í suðri, því að hér eru því mið-
ur til þeir menn, sem vilja, að ís-
lenzka þjóðin leggist hundflöt fyrir
kommúnistiskum áhrifum og innlend-
um ofsatrúarmönnum af því sauða-
húsi, aðeins sökum þess, að heimur-
inn stendur í óbættri þakkarskuld
við Rússa fyrir hina vasklegu vörn
þeirra gegn „blóðhundum Hitlers“
síðustu tvö árin.
Fjórir dvergar og einn risi.
gÍÐASTI „íslendingur“ birtir langa
hugvekja eftir ritstjórann út af
því, að fleiri menn starfi nú við
„Dagur“ en nokkurt hinna bæjarblað-
anna. Sjálfur kveður hann sér enga
skotaskuld verða úr því, að vera allt
í senn á sínu heimili: ritstjóri blaðs-
ins, auglýsingastjóri og afgreiðslu-
maður. Ut frá þessum forsendum
kemst ritstjórinn svo að hinum furðu-
legustu niðurstöðum, ekki aðeins um
misjafna starfhæfni hinna ýmsu
blaðamanna hér, heldur sér hann
einnig í þessu ýmis merkileg jarteikn
í þjóðmálabaráttunni yfirleitt. Höf-
um vér enga löngun til þess að
Nýtt stjórnmálajafnvægi á íslandi
laun eru meira að segja svo há,
að hvenær sem dregur úr þeim
tekjum, sem landsmenn hafa
beinlínis í sambandi við tilkostn-
að Bandamanna við styrjöldina,
hrynur allt atvinnulíf landsins í
rústir, og ríki og bæir standa eftir
með miklar kröfur frá hálfu ann-
arra en litlar tekjur.
Launþegar landsins hafa hald-
ið kröfudag 1. maí s.l., eins og
vant er, en í þetta sinn væntan-
lega í sögulegum skilningi, til að
minnast unninna sigra. í bili er
ekkert til að heimta meira en það
sem fengið er.
Alþýðusambandið hefir nú
sameinað allan verkalýð bæjanna
um eitt mál: Hærra kaup og auk-
in hlunnindi. í þessu sambandi
eru menn úr fjórum stjórnmála-
flokkum. Þeir skiptast eftir póli-
tískum flokkum á kjördegi. En
um hagsmunamál stéttarinnar
standa þeir saman í einni fylk-
ingu, undir meginstjórn leiðtoga
kommúnistaflokksins. Kringum
þessa fylkingu er almenn ringul-
reið. Borgaraflokkarnir skiptu
árið sem leið fimm sinnum um
stjórn eða stjórnarstuðning. —
Þrennar kosningar með vaxandi
upplausn fóru fram á árinu. Að
lokurn gat þingið ekki myndað
stjórn. Ríkisstjóri skipaði þá
nokkra röska utanþingsmenn í
landsstjórn. Það er einskonar
landshöfðingjastjórn, sem gefst
vel, eins og á stendur. En þingið
hefir ekki getað leyst sína eigin
skyldu af höndum, af því að jafn-
vægi vantar í þjóðfélaginu.
Gamla jafnvægið er glatað, og
hið nýja er að verða til.
Frá 1830 til 1916 leitaði þjóð-
in að pólitísku jafnvægi í lausn
sjálfstæðismálsins. En árið 1916
skapaðist nýtt jafnvægi, og í
þetta sinn um innanlandsmálin.
Sambandið við Danmdrku var að
slitna svo að segja af sjálfu sér.
Samvinnumenn í sveitum lands-
ins mynduðu Framsóknarflokk-
inn. Hóglátir og umbótasinnað-
ir verkamenn mynduðu Alþýðu-
flokkinn. Þessir tveir flokkar
störfuðu saman nálega óslitið í
20 ár. Morgunblaðsflokkurinn
myndaði jafnvægið til hinnar
hliðar. Á þessum árum lyftu
Framsóknaxmenn og Alþýðu-
flokkurinn grettistaki um fram-
farir landsins og umbætur á lífs-
kjörum stærstu stéttanna í land-
inu. Árið 1936 rufu tveir Al-
þýðuflokksmenn, Héðinn Valdi-
marsson og Vilm. Jónsson, sam-
starf þessara tveggja flokka með
þriggja mánaða víxlinum. Upp
úr því hættu þeir pólitískri starf-
semi. Flokkur þeirra lamaðist, en
kommúnistar efldust á þeirra
kostnað og komu með nýja
stefnu inn í íslenzk stjórnmál.
Þeir viðurkenndu ekki grund-
völl þingstjórnarinnar, en kröfð-
, ust algerðrar innanlandsbylting-