Dagur - 24.06.1943, Side 4

Dagur - 24.06.1943, Side 4
4 DAGUR Fimmtudagur 24. júní 1943 ÚR BÆ OG BYGGÐ Sóknarpresturinn mun verða fjar- verandi þessa viku og nasstu. Situr prestastefnu í Reykjavík. Sr. Benja- mín Kristjánsson þjónar hér í fjar- veru hans. Hjúskapur. Nýlega voru gefin sam- an, af sóknarprestinum, sr. Friðrik J. Rafnar, vígslubiskupi, ungfrú Kristín Sigurðardóttir, Svalbarði og Jón R. Sigurðsson, sama stað. Katolína Guöbrandsdóttir frá Súða- vík, nú til heimilis hjá dóttur sinni, Önnu Jensdóttur og manni hennar, Karli Einarssyni bólstrunarmeistara, Hafnarstrœti 25, verður 85 ára á morgun, 25. þ. m. Sextugur varð 22. þ. m. Zóphus Gissurarson, Glerárþorpi. Zóphus er héraðskunnur fyrir leikarahæfileika sína, gamansemi og eftirhermur. Karlakór Akureyrar hafði samsöng í Nýja-Bíó s.l. sunnudag. Söngstjóri var Svéinn Bjarman. Einsöngvari Jó- hann Konráðsson. Húsfyllir var og söngvurum mjög vel tekið.. Því - mið- ur hefir blaðið ekki tækifæri til þess að geta nánar um samsönginn að sinni, en mun væntanlega gera það í næsta tbl. Kórinn endurtekur söng- inn í Nýja-Bíó næstk. sunnudag kl. 2 e. h. . .Sjötíu o& timm ára varð Stefán D. Grímsson, Árgerði, Glerárþorpi, fyrr- um bóndi að Syðra-Krossanesi, s.l. þriðjudag. Glímuílokkur úr „Ármanni", Rvík, er í sýningarför um Norðurland þessa dagana, undir stjórn Jóns Þor- steinssonar, íþróttakennara. Flokkur- iim hafði sýningu í Samkomuhúsi bæjarins í gærkvöldi og var vel fagn- að. Að glímusýningu lokinni voru sýndar amerískar íþróttakvikmyndir. Frú Hallbjörg Bjarnadóttir er hér í bænum og mun syngja opinberlega á næstunni. Aðaltundur Leikfélags Akureyrar verður haldinn í bæjarstjórnarsaln- um næstk. fimmtudag, 1. júlí, og hefst kl. 8,30 e .h. Ekkjan Jóharma Friðriksdóttir, Oddeyrargötu 34, varð 75 ára 21. þ. mán. Baldur Ingólfsson írá Víðirhóli á Hólsfjöllum lauk nýlega sveinsprófi’ í húsgagnabólstrun með óvenjulega hárri ágætiseinkunn, eða 9,63 sem meðaleinkunn x öllum prófgreinum. I fyrravor lauk hann burtfararprófi frá Iðnskóla Akureyrar með I. ágæt- iseinkunn, 9, 52, en það er eitt hið hæsta próf, sem tekið hefir verið við skólann frá upphafi. Baldur er sonur Ingólfs Kristjánssonar frá Grímsstöð- um, nú bónda að Víðirhóli. Hefir hann lært iðn sína af Karli Einars- syrú húsgagnabólstrunarmeistara hér í bæ, og var prófsmíði hans hæginda- stóll, forkunnar vel gerður. Gjaíir til gamalmennaheimilis í Skjaldarvík: Frá B. J. og M. G. kr. 15. Frá Stefáni Ág. Kristjánssyni kr. 50. Frá E. B., áheit kr. 200. Frá Þ. J. kr. 50. — Hjartans þakkir. Stefán Jónsson. — Gjöfum og áheitum til gamalmennaheimilisins verður fram- vegis veitt móttaka hjá eftirtöldum: Bókaverzl. Þorst. Thorlacius. Bóka- verzl. Gunnl. Tr. Jónssonar. Bóka- verzl. Eddu. Ritstjórum blaðanna á Akureyri og Arna Jóhannssyni gjald- kera K. E. A. og hjá undirrituðum. Stefán Jónsson. Tilkynning frá mæðrastyrksnefnd Nokkrar konur geta komizt í sumardvöl á vegum nefndarinn- ar að Laugum í Þingeyjarsýslu. Komið getur til mála, að kon- urnar liafi með sér eitt barn. Þær, sem vilja sinna þessu, gefi sig fram fyrir 1. júlí við frú Soffíu Thorarensen, Brekku- götu 2 eða frú Ingibjörgu Ei- ríksdóttur, Þingvallastræti 14. SÍLDARVERÐ RÍKISVERK- SMIÐJANNA (Framhald af 1. síðu). jyjEIRI HLUTI verksmiðju- síjórnarinnar hefir nú svar- að bréfi atvinnumálaráðherra, dags. 18. júní, með nýju bréfi, dags. 19. s. m. Hefir bréf þetta þegar birzt í heild í sunnanblöð- unum. Lætur verksmiðjustjórn- in þar í ljós óánægju sína út af þeirri ákvörðun ráðherrans að hafna tillögum meiri hluta verk- smiðjustjórnarinnar viðvíkjandi fasta verðinu á síldinni og rök- styður það nokkru nánar. Því miður er ekki rúm til þess að birta bréf verksmiðjustjórnar- innar í heild að sinni. En bent er þar á það m. a., að síldarverk- smiðjur einstaklinga hafi jafnan keypt sildina föstu verði fyrir áætlunarverð Síldarverksmiðja ríkisins, og muni svo enn reyn- ast. En með þessu skapist nú ósamræmi um síldarverð í land- inu, sem geti skaðað ríkisverk- smiðjurnar og dregið úr við- skiptum þeirra. Þorsteinn M. Jónsson skrifaði undir bréf þetta með fyrirvara, en þar sem ,,Morgunblaðið“ rangfærir fyrir- vara Þorsteins nokkuð í meðferð sinni (líklega þó fremur af van- gá en illvilja), þykir rétt að birta hann hér í heild, án þeirrar af- bökunar: , „Eg undirritaður leyfi mér hér með að minna á sérstöðu mína í máli því, er bréf þetta ræðir um. Aðal- tillaga mín var sú, að verk- smiðjurnar tækju síld að- eins til vinnslu og verðið væri áætlað 18 kr. málið, en í samræmi við þetta taldi eg rétt að kaupa síldina fyr- ir kr. 18.00 málið, ef keypt yrði. Þorsteinn M. Jónsson". glNS OG menn sjá af ofanrit- uðu ber ekki sérlega mikið á milli tillögu meiri hluta verk- imiðjustjórnarinnar um fasta verðið og tillögu þeírrar, er hlaut staðfestingu ráðherra, og sízt svo mikið, að ástæða virðist til þess að hvetja til ófriðar á þeim grundvelli, eins og „Morgunblaðið" hefir nú gert. Þegar þess er gætt, að afköst Síldarverksmiðja ríkisins verða stórum aukin nú frá því sem var á síðasta ári, m. a. með því, að nýjar verksmiðjur bætast nú við þær, sem reknar voru af ríkinu í fyrra, er þess fastlega að vænta, að heildaraflinn verði svo mik- ill, að nákvæmlega sama verð verði greitt fyrir síldina nú, sam- kv. ákvörðun atvinnumálaráð- herra, eins og meiri hluti verk- smiðjustjórnarinnar hefir lagt til að greitt verði. EINSÖNGUR Þ. H. H. (Framh. af 1. síðu). hann ekki náð þeirri karlmennsku og snerpu í söng sinn, sem samsvari rödd hans og persónu að öðru leyti, en enginn efi er á, að þarna er ágæt- ur efniviður, sem óhætt er að treysta til mikilla afreka, þá honum 'vex fisk- ur um hrygg og hann hefir fengið tækifæri til að njóta náms við sitt hæfi. Heyrzt hefir, að hann hyggi á Vesturheimsför einmitt í þeim til- gangi, og er það vel farið. jyfÖRG af viðfangsefnunum varð * hann að endurtaka, M6 þar sýnir í kvöld kl. 9: Korsíkubræður Föstudag kl. 9: Litla Nellie Kelly Laugardag og sunnudag kl. 9: Korsíkubræður Sunnudag kl. 5.: Litla Nellie Kelly NYKOMIÐ Ullarjavi, margar tegundir. Slæður og treflar úr silki og ull. Hanzkar, skinn og bómull. Vasaklútar, góðir og ódýrir. Snyrtivörur, mikið úrval. Hannyrðaverzlun Ragnh. O. Björnsson. Hér með tilkynnist, að mark það, er ég nota á þessu ári er: Tvífjaðrað framan hægra, alheilt vinstra. — Þetta eru meno bcðnir að athuga. Virðingarfyllst, JÓN AUSTFJÖRÐ. FRÉTTIR í STUTTU MÁLI (Framhald af 1. síðu). sonar nokkrar mínútur af dag- skrá sinni og útvarpaði jafn- framt kveðjuorðum til íslenzku þjóðarinnar. Þýzka útvarpið njætti á stund- um mínnast orða hins yísa Salo- mons konungs: Að þegja hefir sinn tíma. Kveðjan, sem Þjóðverjar sendu íslendingum þann 16. júní, var með þeim hætti, að eígi þurfti þar orðum við að bæta. Hún mun eigi gleymast, heldur lifa í minningu allra siðaðra manna, sem dæmi um hið villimannleg- asta og ómannúðlegasta stjórn- skipulag og hugarfar, sem þekkst hefir síðan á dögum Ghengis Khans. nefna „Bikarinn", eftir Markús Krist- jánsson, „Sólin hverfur", nýtt lag eft- ir Björévin Guðmundsson og „Die beiden Grenadiere", eftir Schumann. Af öðrum viðfangsefnum, sem athygli vöktu, má telja nýtt lag eftir Jón Þórarinsson, „Skógardraumur“. Er það einkar athyglisvert. Sænsk þjóð- lög, þrjú að tölu, voru og prýðilega með farin af söngmanninum. Það væri freistandi að ræða nánar um þessa nýstárlegu heimsókn, en því miður leyfir rúmið það ekki að sinni. Dr. v. Urbantschitsch lék undir á flygil af nákvæmni, öryggi og natni hins hámenntaða listamanns. Þökk sé þeim báðum fyrir komuna, " Ábeyrandi. VORMÓT FRAMSÓKNARMANNA á Akureyri og í Eyjafjarðarsýslu verður haldið að Þverá í öngulsstaðahreppi n. k. sunnudag, 27. júní, og hefst kl. 2 V2 e. h. DAGSKRÁ : 1. Samkoman sett. 2. Ávarp til Einars Árnasonar og fjölskyldu. 3. Minni Framsóknarflokksins. 4. Frjáls ræðuhöld. Á milli ræðanna og af og til syngur karlakórinn Geysir, og Lúðrasveit Akureyrar leikur. Veitingar verða seldar á staðnum. Merkjasala. Dans á palli um kvöldið. SKEMMTINEFNDIN. Skömmtunartímabilið er senn útrunnið! Athugið að taka skömmtunarvörurnar í tíma, KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA — nýlenduvörudeild. OPINBERT UPPBOÐ verður haldið að Ósi í Arnarnesshreppi miðviku- dag, 30. júní, og hefst kl, 1 e, h, Þar verður selt, ef viðunandi boð fæst', ýmsir inn- anstokksmunir, svo sem: rúmstæði, sængurföt o. fl. Ennfremur 1 dráttarhestur og ef til vill vetur- gamalt tryppi. Uppboðsskilmálar birtir á uppboðsstaðnum. Ósi, 22. júní 1943. EINAR GUTTORMSSON. RYKFRAKKAR KARLA léttir og hentugir til sumarferðalaga Verð kr. 112.00—160.00 B. Laxdal. Hinn gamli og góði NURALIN taulitur fæst í þessum litum: Rósrauður, Bleikrauður, Citróngulur, Fjólublár. Ií. E. A. — nýlenduvörudeild. Hefi fengið alls konar KRAKKAFATNAÐ, svo sem: Boli, Skyrtur, Buxur (fleiri gerðir). Kjólar og Sokkar væntanlegir á næst- unni. VERZLUNIN L0ND0N 1-2 STÚLKIIR geta fengið atvinnu við buxna- og pilsa- saum. B. Laxdal.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.