Dagur - 29.07.1943, Blaðsíða 1

Dagur - 29.07.1943, Blaðsíða 1
Vikublaðið DAGUR Ritstjórar: INGIMAR EVDAL, JÓHANN FRÍMANN. Afgreiðsla, auglýsingar, innheirata: Sigurður Jóhannesson. Skrifstofa við Kaupvangstorg. Sími 96. Argangurinn kostar kr. 8,00. Prentverk Odds Bjömssonar. ■N i iUl XXVI. árg. Akureyri, fimmtudaginn 29. júlí 1943 31. tbl. Ritfregn Þingvísur 1872—1942. Safnað hefir Jóhannes úr Kötlum. Útg. Þórhallur Bjarnarson. Rvík 1943. MOKKUR sýnishorn úr bpk þessari ^ hafa áður birzt hér i blaðinu, en um hana sem heild má segja, að þar kenni margra og allmisjafnra grasa. Gaman okkar Islendinga er tiðast nokkuð grátt, og má sjá þess glögg merki á verulegum hluta kveð- skapar þess, er þarna hefir verið sam- an safnað, en beinskeyttar eru þær margar og harðskeyttar stökurnar, og sjálfsagt ekki alltaf jafn sælt að standa í skotmarkinu miðju, þegar slík skeyti eru á lofti. Mikið myndi það hafa aukið gildi bókarinnar, ef Alþingisrímur Valdimars heitins As- mundssonar hefðu verið teknar upp í hana í heild sinni, en þær eru vafa- laust jafnmergjuðustu og listfengleg- ustu þingvisur, sem kveðnar hafa verið á Islandi. Frágangur bókarinnar er hinn prýðilegasti og skýringarnar, sem vís- unum fylgja, víða nægilega ýtarleg- ar, en þó miklu viðar full lauslegar, a. m. k. fyrir yngri kynslóðina, sem er ókunnug flestu því, er við kemur sögu eldri þinga og þingmanna. En auðvitað hefði það lengt bókina mjög, ef gerð hefði verið rækileg til- raun til þess að verða við slíkum kröfum. — Alþýðukveðskapur á borð við þennan er ávallt kærkomið lestrarefni margra, enda þjóðleg, ram- íslenzk list, sem ekki má leggjast nið- ur og sjálfsagt er að halda til haga í hæfilegú úrvali. /. Fr. Einn dagur á austurvígstöðvunum CJVO nefnist rússnesk kvik- mynd, sem Nýja-Bíó sýnir nm þessar mundir. Var blaða- mönnum boðið til reynslusýn- ingar á myndinni fyrir skemmstu, en opinberar sýning- ar- eru nú byrjaðar. Myndin er tekin af tugum rússneskra kvikmyndatöku- manna í ýmsum héruðum Rtiss- lands, 13. dag júnímánaðar 1942, og á að sýna einn dag í lífi rússnesku þjóðarinnar við víg- línuna og að baki hennar. Skýr- ir myndin í meginatriðum greinilega og eftirminnilega frá gangi viðburðanna. Margar myndanna frá vígstöðv- unum eru ægilegar og áhrifa- miklar. Er sjálfsagt hollt fyrir ýmsa hernaðarsérfræðinga vora, sem ekki þekkja annað til hern- aðar en liægindastól og útvarp, að íhuga þær og allar þær hörm ungar, sem nútímastyrjöld hef ir í för með sér, ekki aðeins fyrir liermennina í eldlínunni, held- ur kannske fremur fyrir óbreytta borgara í þorpum, bæjum og borgum. Myndin er yfirleitt mjög fróð- leg og áhrifamikil, einna sízt þó þegar sjónglerinu er snúið að framleiðslutækjunum að baki víglínunnar. Er sá kafli alllang- ur og ekki laus við lélegri ,,pro- paganda" en hinir, t. d. eru vinnubrögð verkamanna í verk NAUÐSYNLEG STÆKKUN LAXÁRSTÖÐVARINNAR i VÆNDUM Nýju vélarnar væntanlegar hingað í september Stöðin verður stækkuð unr 4000 liestöfl, úr 2400 í 6400. Gert er ráð fyrir því, að Húsavík og sveitirnar í Eyjafirði og Suður- Þingeyjarsýslu fái rafmagn frá stöðinni í framtíðinni. gNUT OTTERSTED raf- veitustjóri hefir skýrt svo frá, að hinar nýju vélar til Laxár- stöðvarinnar séu búnar til út- skipunar í Ameríku og væntan- legar, ef allt fer að réttum sköp- um, hingað til landsins í septem- ber n.k. Mun þá væntanlega undinn bráður bugur að því að korna þeim fyrir í stöðvarhúsinu, og gera aðrar nauðsynlegar ráð- stafanir til þess, að raforka til bæjarins verði aukin svo fljótt, sem nokkur kostur er á. Höjgaard & Schultz A/S hafa tekið að sér að sjá um undirstöð- ur fyrir hina nýju vélasamstæðu, en amerískir rafmagnsmenn munu annast uppsetningu sam- stæðunnar. Þrýstivatnspípur, stöðvarhús og háspennulína var — svo sem kunnugt er — þegar í upphafi miðað við þá orkufram- leiðslu, sem nú er á döfinni. Bú- izt er við, að stækkunin kosti um tvær miljónir króna. Notkun rafmagns til suðu og hitunar hefir vaxið mjög hér í bænum, síðan Laxárstöðin var tekin í notkun í október 1939. Þá hefir og alls konar iðnaður, er krefst raforku til rekstursins, færzt mjög í aukana á þessu tímabili. Verður því bætt úr brýnni þörf með fyrirhugaðri stækkun stöðvarinnar. Þá er ennfremur ljóst, að sveitir og sjá'varþorp hér í grennd þarfnast mjög rafmagns, og er líklegast, að Laxárveitan verði að full- nægja þeirri þörf, áður en langt um líður. Hins vegar er enn ekki ráðið, hvaða fyrirkomulag verð- ur haft á framkvæmd þess máls, þegar til þeirra kasta kemur. Fleiri þjóðir en Þjóðverjar einir eiga kafbáta, sem skeinuhættir geta reynzt skipum óvinanna á höfum úti. — Myndin sýnir eina slíka fleytu í eigu Ameríkumanna, er henni var hleypt af stokkunum einhvers staðar á Atlants- hafsströnd Bandarikjanna, en slíkir viðburðir gerast þar harla tíðir nú orðið. — Bráðum tekur þessi kafbátur þátt í hildarleiknum á einhverju heimshafanna. Séra Sigurður Stefánsson, Möðruvöllum: Endurbyggmgarsjóður Möðruvalla- klaesturskirkju í Hörgárdal smiðjunum með þeirrt fádæmum, að kommúnista hlýtur að reka í rogastanz, og ef þeir ætlast til að myndin sé öll tekin bókstaflega, er sýning hennar vafasamur hagur fyrir þá, út frá sjónarmiði breta- og bæjarvinnu. Yfirleitt mun kvikmyndin þó Iiollt íhugunarefni öllum, nema þeim, sem hafa týnt eiginleik- anum til þess að hugsa sjálfstætt Framhald á 4. slðu. gÍÐASTLIÐIÐ haust var þess minnzt með guðsþjónustu og nokkrum hátíðarhöldum á Möðruvöllum í Hörgárdal, að 75 ár voru þá liðin frá byggingu hinnar veglegu kirkju, er Þor- steinn Daníelsson á Skipalóni reisti þar á árunum 1865—67. Á þessu byggingarafmæli kom fram sú tillaga að stofna til sér- staks sjóðs, er kirkjan ætti og aldrei yrði skertur fyrr en að því kæmi að byggja þyrfti nýja kirkju á staðnum. Var flutnings- maður tillögunnar Þórhallur bóndi Ásgrímsson á Þrastarhóli. En henni var hið bezta tekið, og sóknarpresti og sóknarnefnd fal- inn undirbúningur málsins. Á safnaðarfundi í vor var svo lögð fram skipulagsskrá fyrir Endurbyggingarsjóð Möðru- vallakl.kirkju og hún samþykkt þar, en síðan staðfest af biskupi landsins 1. þ. m. í skipulagsskránni segir m. a.: „Tilgangur sjóðsins er að tryggja það, að sem mest fé verði fyrir hendi, er til þess kemur að byggja þurfi nýja kirkju á Möðruvöllum í Hörgárdal og má aldrei skerða sjóðeignina nema til slíkrar endurbyggingar á kirkju staðarins (3. gr.). Og ennfremur: „Sjóðurinn veitir viðtöku gjöfum og áheitum og öðru því fé, er til kann að falla (Framhald á 4. síðu). Fréttir í stuttu máli Fólkseklan í sveitum. Noregs- söfnunin. Elmer Davis á Islandi, J^ÁÐNINGARSKRIFSTOFA landbúnaðarins er nú um • það bil að ljúka störfumaðþessu sinni. 450 bændur hafa óskað eftir aðstoð hennar með útvegun kaupafólks, en ekki liefir verið unnt að sinna nenra nokkrum hluta beiðnanna, þar sem eftir- spurn eftir landbúnaðarstörfum hefir verið mjög lítil. Þessar ráðningar hafa tekizt fyrir milli- göngu skrifstofunnar: 64 kaujra- menn (beðið hafði verið unr 134), 75 kaupakonur (beðið um 321), 42 drengir (lreðið um 100), 17 unglingstsúlkur (beðið um 37), og 1 vinnunraður (beðið um 3). Ennfremur Irafði verið beðið unr 2 vinnukonur og tvenn hjón í ársvistir, en ekki fengizt. — Aldrei fyrr lrefir lrinn íslenzki landbúnaður verið jafn illa staddur með verkafólk senr nú, og er ekki annað sýnt en að skera verði niður meira eða minna af búpeningi landsmanna í haust — einmitt þegar brýnasta nauðsyn ber til þess, að við get- um lifað sem mest á eigin fram- leiðslu okkar í öllum greinum. Má segja, að ekki sé ein báran stök fyrir bændur, þar sem þessi vandræði bætast nú ofan á fjár- pestirnar, grasbrestinn, ótíðina og lrinn erfiða og geysi heyfreka vetur. * * jgOREGSSÖFNUNIN er nú að komast upp í 800 þúsund- ir króna. Eru þar þó enn ótaldar ýmsar upplræðir, senr vitað er um að safnazt hafa, en enn eru ókomnar í hendur söfnunar- nefndarinnar. Má því vænta þess, að söfnunin nemi ekki minna en (Framh. á 4. síðu). Miissolini hrekkur upp af klakknum! Hvenær fer næsti einræðislierrann sömu leiðina? . . Síðastliðið sunnudagskvöld var það tilkynnt í Rómaborg, að Benitó Mússólini, „11 Duce“ Ítalíu, hefði beðizt lausnar frá störf- um, en Badoglió marskálkur hefði tekið við völdum sem eftir- maður hans, þó með þeim breytingum frá því sem áður var, að Victor Emanuel konungur tekur sjálfur æðstu herstjórriina í sínar liendur. þEIR Badoglió og Victor Em- anuel hafa flutt sitt ávarpið hvor til þjóðarinnar. Báðir hvöttu jreir þjóðina til þess að taka þessum tíðindum með ró- semi og „dæma engan“(!) — Þá hefir jrað ennfremur verið til- kynnt, að ítalía muni halda stríð- inu gegn Bandamönnum áfram, en líklegt er jró talið, að það verði aðeins um stundarsakir og muni hin nýja stjórn leitast við að fá sérfrið og bjarga -þannig því, sém þjargað verður. Herlög gilda nú raun\’erulega í öllu landinu, samkomustöðum hefir verið lokað frá því áð dimma tekur á kvöldin og þar til í birt- ingu að morgni. og fólki er bannað að hópast saman á göt- um úti. TTerinn hefir fengið fyr- irskipanir um að bæla miskunn- arlaust niður allar óeirðir. Þrátt (Framhald á 4. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.