Dagur - 05.08.1943, Síða 1

Dagur - 05.08.1943, Síða 1
Vikublaðið DAGUR Ritstjórar: INGIMAR EYDAL, JÓHANN FRÍMANN. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Sigurður Jóhannesson. Skrifstofa við Kaupvangstorg. Simi 96. Argangurinn kostar kr. 8,00. Prentverk Odds Bjömssonar. 1 i Bók um Vestfiröi. Gils Guðmundssort: Frá yztu nesjum I. Rvík 1942. Útg. ísafoldarprent- smiðja. BÆJARSTJÚRN AKUREYRAR SKORAR A RÍKISSTJÓRNINA AÐ TAKA AÐ SÉR REKSTUR AKUREYRARSPÍTALA OG BEITA SÉR FYRIR FJÁRVEITINGU TIL BYGGINGAR Á NÝJU FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSI HÉR J^AGUR hefir oft fyrr gert sjúkrahússmálið að umræðuefni og bent á það óréttlæti, sem allir landshlutar, nema Reykjavík og nágrenni, eiga við að búa í þeim efnum. Ríkið rekur Landsspítal- ann í þágu höfuðstaðarins, sem ekki þarf að kosta neitt sjúkrahús, en Akureyrarbær þarf að bera stóran lialla af rekstri Akureyrarspít- ala, sem nú er orðinn nokkurs konar fjórðungsspítali, því að bæj- arbúar nota ekki nema 38% af rúmi hans. Þar að auki hefir bærinn svo lagt stórfé til nýbyggingar, sem mikil þörf er fyrir, en hefir ekki haft bolmagn til þess að lialda þeim framkvæmdum áfram. Það er augljóst hverjum manni með heilbrigða dómgreind, að þessi skip- an felur í sér hið herfilegasta óréttlæti og skapar tvenns konar rétt í landinu, annan fyrir Reykvíkinga og hinn fyrir aðra landsmenn. í bók þessari eru sannar sagn- ir og þjóðsögur frá Vestfjörðum, sem Gils Guðmundsson kenn- ari hefir safnað og skráð. Er hann þegar að góðu kunnur af útvarpserindum og blaðagrein- um. Er þar einkum sagt frá sjó- sókn og afburðamönnum að lneysti. Lengsti þátturinn er um Hans Ellefsen og hvalveiðarnar, er stundaðar voru frá Sólbakka. Er vel farið, að geymd sé frásögn um þann merka athafnamann og starf hans. Þá er skemmtilegur þáttur af Matthíasi Ásgeirssyni og margir fleiri þættir. Gils Guðmundsson segir vel frá og kann vel að velja efni, sem bæði er skemmtilegt og fróðlegt fyrir íslenzka menning- arsögu. Er þess að vænta,að hann fái haldið ritsafni þessu áfram, því að það mun sannast, að „Frá yztu nesjum" mun skipa sess framarlega 1 íslenzkum þjóð- fræðasöfnum, ef svo verður hald- ið fram stefnunni, sem þetta fyrsta hefti bendir til. Útgefandinn, ísafoldarprent- smiðja, á þakkir skyldar fyrir Vestfjarðabækur sínar, sem sýna það sem raunar var áður kunnugt, að þar vestra býr kjarnmikið fólk, sem harnað hefir í baráttunni við óblíða náttúru til lands og sjávar. Akureyri 8. júlí 1943. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. KIRKJUHLJÓMLEIKAR £GGERT STEFÁNSSON söngvari efnir til söng- skemmtunar í Akureyrarkirkju í kvöld kl. 9. Á söngskránni verða ýmis lög eftir íslenzka höf- unda, svo sem: „Heyr himna- smiður (við vers Kolbeins Tuma- sonar) og „Vöggubarnsins ró“ eftir Sigvalda Kaldalóns, og „Sittu heil“ eftir Áskel Snorra- son. Þá mun söngvarinn syngja íslenzk sálmalög og ýmis lög eft- ir fræg, erlend tónskáld, svo sem: Beethoven, Sullivan, Tosti o. fl. Jakob Tryggvason organleikari verður við hljóðfærið og mun ennfremur leika nokkur lög einleik. Eggert Stefánsson mun ekki endurtaka þessa söngskemmtun sína, né halda aðra hljómleika hér norðanlands að þessu sinni. Er þetta því eina tækifærið fyrst um sinn til þess að hlusta á þenn- an þekkta og vinsæla tónlistar- mann, Enginn hefir treystst til að mótmæla þessu á opinberum vettvangi, en tómlæti hefir ríkt í þessum málum af hálfu heil- brigðisstjórnar og ríkisvalds, sem aðsetur hafa í höfuðstaðn- um og virðist tamara en hæfilegt er, að miða allar framkvæmdir hins opinbera við bæjarlönd Reykjavíkur. Nú virðist hins vegar ástæða til að ætla, að skriður sé að kom- ast á þetta mál. Sjúkrahússnefnd Akureyrar sendi bæjarstjórninni hér nýskeð erindi um, að bæjar- stjórnin beindi áskorun til rík- isstjórnarinnar í þessu efni. Á síðasta bæjarstjórnarfundi var eftirfarandi ályktun samþykkt einróma: Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkir að skora á ríkisstjómina, að flytja á Alþingi því, er saman kemur í haust, frumvarp um heimild fyrir ríkisstjórnina, að ríkissjóður taki að sér rekstur Sjúkrahúss Akureyrar og geri það þannig úr garði, að það full- nægi kröfum sem Landsspítali fyrir Norðurland, enda fái ríkis- sjóður sjúkrahúsið til eignar. Jafnframt fer bæjarstjómin fram á, að háttvirt ríkisstjórn taki upp á fjárlagafrumvarp fyr- ir næsta ár 500.000 króna fjár- veitingu til byggingar nýs sjúlua- húss á Akureyri. Það er ástæða til að ætla, að ríkisstjórnina skorti nú ekki skilning á nauðsyn og réttmæti þessa mál. Þessar framkvæmdir munu leiðrétta misrétti milli þegnanna, sem alls ekki er leng- ur viðunandi. Það mundi skapa sjúklingum hér aðbúð, sem nauðsynleg verður að teljast í menningarlandi. Það mundi marka þá stefnu ríkisins í skipan sjúkrahússmála, sem eðlilegust og sjálfsögðust er. Það mundi bæta aðstöðu og aðbúð kekna hér á staðnum og nágrenninn, að eiga aðgang að fullkomnu sjúkrahúsi og rannsóknarstofu, sérstaklega með tilliti til þess hversu samgöngum er háttað við Reykjavík á veturna. AUir Norðlendingar munu !áta sig miklu skipta hvernig þessu máli reiðir af, þá þing kemur saman í haust. Frá Ferðafélagi Akureyrar. V cgagerðin upp úr Eyja- firði um Hafrárdal Fyrsta vinnuferðin á þessu sumri var farin um síðastliðna helgi; er það allmiklu seinna en undanfarin sumur, en því valda mikil snjóalög, sem leysti svo seint að það er fyrst nú að þurrt er orðið þar fremra svo að gott er að vinna. Næsta vinnuferð við vega- gerðina verður farin um næstu helgi og væri æskilegt að sú för yrði fjölmenn. Akureyringar hafa að undanförnu stutt þessar framkvæmdir drengilega og þar sem nú er orðið áliðið sumars, er þörfin fyrir góða þátttöku í vinnuferðunum því meiri og væntir stjórn félagsins, af fyrri reynslu, að ferðin um helgina verði fjölmenn og þeir sem unna fjallaférðum og útiveru sitji þá ekki heima: Þá vill félag- ið minna á skemmtiferðina 15. ágúst í Djúpadálinn. Bæjarstjórn hafnar mála- leitun Verkamannafélags- ins um undirskrift kaup- samnings Ásíðasta bæjarstjórnarfundi var afgreitt erindi Verkamannafé- lags Akureyrarkaupstaðar þess efnis, að bærinn gerðist aðili að samningi þeim, sem félagið Iiafði þegar gert við vinnuveit- endur. — Meiri hluti allsherjar- nefndar lagði til, að tilmælun- um yrði hafnað, þar, eð félagið hefði ekki boðið bænum að taka þátt í samningagerðinni og hefði bærinn enda aldrei undir- ritað slíka samninga, heldur FranUwld á 4. #18«, TVEIR LEIÐTOGAR, sem mjöé hafa komið við sögu und- anfarið, — þeir WAVELL hershöfð- ingi, sem hefir nýleéa verið skipaöur varakonunéur á Indlandi og SMUTS hershöfðinéi, forsætisráðherra Suður- Afríku, sem vann élæsileéan siéur í þinékosninéum þar í s.l. viku. Kosn- inéabaráttan var háð um það, hvort S.-Afríka skyldi halda áfram þátttöku í styrjöídinni eða ekki. SMUTS var fyléjandi áframhaldandi styrjöld við M önd ulveldin. BISKUPINN heimsækir prestssetur sýslunnar Biskupinn, herra Sigurgeir Sigurðsson, hefir verið á ferð hér undanfarna daga. Hefir hann heimsótt nærliggjandi prestsset- ur í eftirlitsskyni, en endurbæt- ur munu fyrirhugaðar allvíða á næstunni. Biskupinn fór héðan áleiðis suður í dag. Fréttir í stuttu máli Mislingar. — Skipulag Rvíkur. — Skipulagsleysi Akureyrar. — Akureyringur fær námsstyrk. Mislingafaraldurinn, sem geng- ið hefir víða um land að undan- förnu, er nú sagður í rénun. Bóluefnið, sem notað hefir ver- ið gegn veikinni mun nú þrotið hér og ekki væntanlegt aftur, þar sem það hefir verið unnið úr blóði mislingasjúklinga í Reykjavík og veikin er svo að segja um garð gengin þar. * Skipulagsnefnd bæja hefir ný- lega lagt fram nýjan skipulags- uppdrátt fyrir Reykjavík, þar sem víðtækar breytingar eru ráð- gerðar í framtíðinni. * Nýr skipulagsuppdráttur fyrir Akureyri hefir hins vegar ekki fengizt ennþá frá nefndinni og er það orðið til stórra óþæginda hversu skipulagsmál bæjarins hér eru á reiki. Væntanlega ræt- ist úr þessu bráðlega. Almenn- ingur hér þarf að fá gott næði til þess að kynna sér það fram- tiðarskipulag sem bænum er ætlað. * Ungfrú Gunnhildur Snorra- dóttir, Sigfússonar skólastj. hér í bæ hefir nýlega hlotið einn af námsstyrkjum þeim sem amerísk- ir háskólar veita íslenzkum stú- dentum. Mun Gunnhildur stunda nám við The American University í Washington D.c. GLERMÁLVERK ÚR ENSKRI KIRKJU SETT í AKUREYRARKIRKJU Fyrsta skreyting þessarar tegundar í íslenzku guðshúsi unnar. Unnið er nú af kappi við w yNDANFARID hefir verið unnið að þvf, að skipta um gler í gluggum Akureyrarkirkju. Er brennt, litað gler sett í aila glugga nema miðglugga kórsins. Þar verður sett glermálverk, mjög fagurt, serfi hingað er köm- ið úr enskri kirkju, er eyðilagðist að öðru leyti í loftárás. Er þetta hin fegursta skreyting og hin fyrsta þessarar tegundar, sem sett hefir verið í íslenzkt guðs- hús. Málverk þetta mun gamalt listaverk og þykir mjög fagurt. Verður kórglugginn þannig raunverulega altgristafla kirkj- þessa skreytingu og vætnanlega verður verkinu lokið um mán- aðamót. SjfiKrasainiaosplifid hæKka —en hiunnindi samiaos- manna vana. Sjúkrasamlag Akureyrar aug- lýsir hækkun mánaðargjalda úr 8 krónum í 10 krónur frá I. þ.m. Jafnframt er tilkynnt, að sam- lagið muni eftirleiðis greiða fæð- ingarstyrk kr. 50,00 og greiða kpstnað við tpku röntgenmynda,

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.