Dagur - 05.08.1943, Blaðsíða 2

Dagur - 05.08.1943, Blaðsíða 2
2 DAGUR Fimmtudaginn 5. ágúst 1943 Vanmáttartilfinning íslendinga Á niðurlægingartímabili ís- lenzku þjóðarinnar var sú skoð- un ríkjandi meðal hennar, að íslendingar væru ekki menn til að ráðast í neinar stórar fram- kvæmdir. Framsóknarhugurinn var lamaður og trúin á eigin mátt steindauð. í sambúð við slíkan hugsunarhátt var ekki að vænta nokkurrar framfaravið- leitni meðal almennings. Lengi yel létu íslendingar sér nægja að varpa svo að segja öllum áhyggj- um sínum upp á stjórnina í Kaupmannahöfn og treysta á náð hennar og föðurlega um- hyggju konungsins. Þessi vanmáttartilfinning var eitt allra háskálegasta fyrirbrigð- ið í þjóðlífi íslendinga. Hún var alstaðar fjötur um fót og batt hendur manna við uppgjöf og aðgerðarleysi. Vonleysið um batnandi hag fyrir eigin atorku vafðist eins og þykk þoka um hugi manna og byrgði fyrir allt útsýni. Það er ekki ýkja langt síðan sú trú var algeng á landi hér, að íslendingar væru ekki færir um að eiga sín eigin skip og stjórna þeim á vegum hafsins. Oll því- lík stjórn hlaut að vera í hönd- um Dana eða annarra útlend- inga. Verzlunar- og siglingamál- in voru ofviða liæfileikum ís- lendinga að þeirra tíma hugsun- arhætti. Þau áttu Danir að ann- ast af miskunn sinni og hjarta- gæzku. Alla æðri menntun var sjálfsagt að sækja til Dana. Þess vegna átti hugmyndin um stofn- un háskóla á íslandi mjög örð- ugt uppdráttar framanaf. Aftur- haldsöflin í landinu risu upp á móti þeirri huginynd og töldu hana fjarstæðu, því að fram- kvæmd hennar einangraði okk- ur frá öllu andlegu samneyti við Dani. Jafnvel gáfaðir menn héldu því fram, að stofnun há- skóla á landi hér legði allan fjár- hag þjóðarinnar gjörsamlega í rústir og yrði okkur aðeins til vansæmdar og álitshnekkis í augum umheimsins. Mörg dæmi af þessari tegund mætti til tina. En þess gerist ekki.þörf. Nú er mikilvæg breyting á orðin í þessum efnum. Einstakir menn brutust undan oki venj- unnar og tóku að beita sér fyrir margs konar framkvæmdum. Al- menningur kom á eftir, þegar hann sá og þreifaði á mætti sam- - takanna. Vanmáttartilfinningin tók að réna meðal fjölda manna, en í stað þess fóru þeir að öðlast trú á eigin getu og komast að þeirri niðurstöðu, að öll alís- lenzk mál væru - bezt komin í höndum íslendinga sjálfra. Hvatning skáldsins er svo hljóðar: „Drag þér af augum hvert dapurlegt ský, er dylur þér heiminn og fremdarljós ný“, hefir orðið að veruleika. En þó eimir enn eftir af van- máttartilfinningu fyrri tíma meðal nokkurra íslendinga. Það eru leifar af arfi frá niðurlæging- artímunum, þegar menn hér á Jandi treystu Dönum miklu bet- ur en sjálfum sér og vildu því Þetta kemur einna gleggst fram nú á tímum í sjálfstæðismálinu. Að réttum lögum og samkvæmt ótvíræðum samningi eigum við kost á að taka öll vor mál óskor- að í okkar hendur á næsta ári. Raddir liafa komið fram, sem vara mjög við að stíga þetta skref að svo stöddu og er ýmsu við liorið, lítt frambærilegu. Mun ekki undirrótin vera hin gamla vanmáttarkennd, sem ekki má til þess hugsa, að Danir sleppi með öllu Iiendinni af ís- landi? Jónas Jónsson liefir orðað Jretta svo, að undansláttarmenn- irnir í sjálfstæðismálinu þori ekki að verða frjálsir. Þetta kjarkleysi gagnvart sjálfstæði ís- lands og frelsi íslendinga er eitt raunalegasta fyrirbrigði í stjórn- málasögu landsins á síðari tím- um, af því að þar birtist oftrú á Dani en vantrú á okkar eigin krafta. F.n undansláttarmönnunum í sjálfstæðismálinu, sem ekki þora, að Danir sleppi af okkur hend- inni, af því að þá muni allt fara um koll á íslandi, má benda á, að það eru ekki Islendingar ein- ir, sem hafa rétt til að segja upp sambandslagasáttmálanum frá 1918. Danir liafa einnig þenna sama rétt. Hugsum okkur, að þeir hefðu notað þenna rétt. Hvað þá? Samkvæmt Inxgsunar- hætti undansláttarmannanna hefðu Danir þá lnakið okkur út á gaddinn og stofnað íslenzku þjóðinni í voða. Við hefðum þá líklega ekki haft önnur ráð en að knékrjúpa Dönum og grát- biðja þá um að halda yfir okkur verndarhendi sinni enn um hríð! Undarlega má þeim íslending- um vera farið, senr hugsa á þessa leið. En sem betur fer, munu þeir ekki vera margir. Það mun koma í ljós við atkvæðagreiðslu þjóðarinnar í sjálfstæði'smálinu á sínum tíma. Milli f jalls og f jöru Lýðveldismálið verður að öllu for- fallalausu samþykkt með öllum greiddum atkvœðum é Alþingi í árs- byrjun 1944. Síðan kemur hin al- menna atkvæðagreiðsla, og þarf hún að vera jafn glæsileg og til sæmdar öllum borgurum landsins. En þar sem sú atkvæðagreiðsla þarf að fara fram í marz eða aprxl, á þeim tíma, þegar veður geta verið hörð og óstöðug, verður kosningin að nokkru leyti að vera heimakosning og standa yfir dögum saman. Með því eina móti er unnt að tryggja að svo að segja hvert mannsbarn á landinu geti endurheimt það frelsi, sem Hákon gamli ginnti Is- lendinga til að afsala sér á mikilli ó- gæfustund. Síðan ætti vel við að halda á Þingvöllum þjóðhátið 17. júní 1944 og ljúka þar erfdanlega við heimflutn- ing hins æðsta valds. Þingvallanefnd hefir fyrir nokkru ritað ríkisstjórninni og beðið um að hún legði fyrir Alþingi tillögu um að biðja Alþingi um fé til að flytja til Þingvalla fré Kaupmannahöfn bein Jónasar Hallgrímssonar, þegar stríð- inu lýkur. Fáir íslendingar eiga fyrir allra hluta sakir jafn sjálfsagðan graf- reit á Þingvöllum eins og listaskáldið góða. Þegar liðnar voru nokkrar aldir keypti enska þjóðin húsShakespeares í Stratford on Avon, og kom þar uþp minningarsafni um skáldið.. — „Sigurhæðir" Matthíasar Jochums- sonar standa enn, lítið breyttar, á Akureyri. Til orða hefir komið, að á næsta Alþingi yrði veitt fé úr ríkis- sjóði móti Akureyrarbæ til að kaupa hús skáldsins og byrja að safna þang- að bókum og munum í minningar- safn. J.J. Hreingerningakonu vantar mig nú þegar. MARGRÉT ÞÓR K. E. A. JÓNAS JÓNSSON: ÞEGAR KOMMÚNISMINN KOM „HEIM AD HÓLUM". Hólar í Hjaltadal voru höfuðsetur Norðlendinga í margar ald- ir, og enn er þessi bær eitt af helztu merkissetrum landsins. Samband íslenzkra samvinnufélaga ákvað að hafa nú í ár aðal- fund sinn ;í þessum merka sögustað. Sú samkoma var haldin þar um miðjan júlímánuð. Fulltrúar komu á þennan fund svo að ‘ segja úr hverri byggð og bæ á íslandi. Á þessum fundi voru rædd öll hin venjulegu áhugamál samvinnufélagannú með sömu festu, gætni og framsýni eins og jafnan gætir á fundum samvinnu- manna. En það gerðist ein nýung. Rússneska byltingastefnan barði í fyrsta sinn á dyr Sambandsfundar. Kommúnisminn kom í fyrsta sinni „heim að Hólum“. Og hin austræna byltingastefna fékk þar þær viðtökur, sem lengi munu í minnum hafðar. Fundarmenn á Hólum höfðu, þegar þeir voru á leið þangað, fengið tvær nýjar sannanir um vinnubrögð kommúnista nú í sumar. Þeir, sem komu vestan yfir Vatnsskarð, sáu uppi á fjallinu mörg vegamannatjöld. Þar starfa nú í sumar nokkrir tugir ungra og vaskra manna að því að gera góðan þjóðveg yfir nokkurn hluta fjallgarðsins. Kommúnistar höfðu sent þessum ungu mönn- um fyrirlög um, að þeir mættu ekki vinna nema 8 klukkutíma á dag. Piltunum þótti þetta ómaklegt boð. Þeir vildu vinna 10 tíma. Verkstjórinn sagði, að fyrir lægi blátt bann Alþýðusam- bandsins að vinna meira en 8 stundir á sólarhring. Piltarnir sögð- ust þá fara að eins og kommúnistar vildu láta gera. Þeir sögðust beita ofbeldi til að vinna sæmilegan vinnudag. Og þeir tóku fela þeim forsorgun fyrir sér. skóflur og haka og \innn 10 tíma á- dag, án þes§ að spyrja um leyfi A' „Hin eina mannaða stétt“.. DONDI“ skrifar blaðinu nýlega á " þessa leið: „Fyrir skömmu birtist í einu sunn- anblaðanna athyglisverð grein um efni, sem gjarnan er þess vert, að það sé tekið til endurskoðunar og yfirveg- unar. En í grein þessarri er á einum stað komizt svo að orði um okkur bændurna, að við séum „hin eina mannaða stétt á Islandi“. Það skal tekið fram, að þessi ummæli voru viðhöfð í aðsendri grein, sem blaðið hafði tekið upp á arma sína, svo að kannske er vafasamt, hvort hægt er eða rétt að gera blaðið sjálft beinlín- is ábyrgt fyrir þeim. Vera má, að þessi tilfærðu ummæli hafi farið fram hjá ritstjóranum af einhverjum ástæðum, er hann las handrit grein- arinnar, og hafi þau þannig komizt inn í dálka blaðsins fyrir eins konar vangá. Ekki skal neitt um það full- yrt. En hitt veit eg, að mér þykir þetta mikil ofrausn í garð okkar bændanna, eða réttara sagt hlægileg firra. Fyrr má nú rota en dauðrota, stendur þar, og fyrr má nú unna okk- ur bændagörmunum fulls sannmælis og bera af okkur blak, þegar ómak- lega er á okkur ráðizt, en að svo djúpt sé tekið í árinni, sem hér er gert. Okkur er raunar harla lítill greiði með því gerður. JIL skamms tíma var svo ástatt á íslandi, að mikill meiri hluti þjóð- arinnar var búsettur í sveit, og mátti þá ef til vill svo að orði kveða, að þorri landsmanna væri ýmist land- bændur, útvegsbændur eða hvor- tveggja. En jafnvel þá, þegar svo var ástatt, er meira en vafasamt, hvort hægt hefði verið að segja með nokkr- um rétti, að bændurnir væru hin eina mannaða stétt á Iandinu. Eg er hræddur um, að okkur íslendingum þætti sneyðast meira en vert væri menningararfur okkar, ef þáttur ým- issa embættismanna íslenzkra frá þeim tímum væri að fullu strikaður út af spjöldum þjóðar okkar og áhrif þeirra afmáð með öllu. Nú er hins vegar högum manna í landinu svo breytt, að mikill meiri hluti þjóð- arinnar hefir á skömmum tíma flutzt burtu úr strjálbýlinu og setzt að í bæjum og þorpum. Við höfum eign- azt dugmikla og vel mannaða iðnað- stétt, verzlunarstétt og verkamanna- stétt, auk annarra ágætra manna, sem leggja stund á aðrar starfsgreinir í landinu, sem nauðsynlegar eru hvérju siðmönnuðu nútímaþjóðfélagi. I mínum augum hefir þessi þróun verið æskileg og óumflýjanleg, ef þjóðin átti ekki að staðnæmast á stigi mið- alda- eða fornaldarþjóðfélaga, en slík stöðvun og kyrrstaða getur aldrei samrýmzt menningunni og þróuninni, heldur hlýtur hún ávallt að leiða til afmönnunar og hrörnunar. — „Því mönnunum munar annað hvort aftur é bak, ellegar nokkuð á leið“. — Full kyrrstaða er aldrei hugsanleg til lengdar. JJITT er svo annað mál, að þessi breyting, þjóðflutningar, atvinnu- bylting, eða hvað menn vilja nú kalla það, hefir vafalaust gerzt með meiri skyndingi og minni forsjálni en æski- legt hefði verið. Bændastéttin hefir ávallt verið undirstaðan, kjölfestan í íslenzku þjóðlífi, og að mínum dómi verður hún alltaf að vera það, ef vel á að fara. Og ekki er það hollt, að of miklu af kjölfestunni sé rýmt burtu fyrir alls konar léttavarningi, sem gjarnan mætti missa sig í bili. Og óneitanlega hefir allt þetta skyndi- lega umrót skapað ýmis konar veilur og vandræði, taumleysi og rótleysi — ekki aðeins í fjölmenninu sjálfu held- ur einnig úti í strjálbýlinu. Við því var raunar alltaf að búast, og hvað sem því líður hygg eg að segja megi með fullum sanni um allar hinar nýju stéttir, að „hver héfir sér til ágætis nokkuð“. — A hinn bóginn er vafa- laust alltof margt af alls konaf ábyrgðarsnauðum, vanmenntuðum og þroskasmáum lausingjalýð í öllum stéttum — nokkuð misjafnlega margt þó, af ýmsum skiljanlegum ástæðum. — En því miður fer því fjarri, að við bændurnir getum svarið fyrir það með öllu, að slíkt fólk fyrirfirmist ekki líka í sveitum landsins, ef vel væri leitað. VIÐ bændurnir erum því vanastir að rætt sé með takmörkuðum skilningi um málefni okkar, hag og hugsunarhátt í blöðum þjóðarinnar, Alþýðusambandsins eða hinna hærri stjórnarvalda. Kommúnistar sendu erindreka sinn til að reyna að koma viti fyrir þessa ungu menn, sem voru svo hlálegir að vilja fá að vinna. En það hafði enga þýðingu. Ungu vegavinnumennirnir tilkynntu erindrekan- um, að þeir hefðu ekki gert hann að fulltrúa sínum, allt umstang hans þeirra vegna væri í óþökk þeirra. Þeir sögðust kunna hon- um litlar þakkir fyrir að spilla fjárhagsafkomu og vinnubrögðum þeirra. Síðan héldu Jreir áfram með nryndarskap og áhuga að brúa fjallgarðinn. En erindrekinn hvarf heim til Bi'ynjólfs Bjarnason- ar og sagði honum Jrá sorgarsögu, að æskan í landinu væri farin að hafa óbeit á velgerningum kommúnista. Á Siglufirði höfðu kommúnistar heitið að eyðileggja öll vinnubrögð í ríkisverksmiðjunum á mjög frunrlegan hátt, ef vinnutíminn yrði ekki styttur úr 8 stundum, en með sönru kaup- greiðshx. Fastir samniirgar voru um Jretta atriði milli verksmiðju- stjórnarinnar og kommúnista frá því í haust senr leið. En þegar síld var farin að berast til verksmiðjanna og lranrleiðsla síldarflot- ans var í voða ef verksmiðjurnar gátu ekki starfað, þóttust komm- únistar fá tækifæri til að rjúfa samninginn án nokkurs tilefnis. Þeir hótuðu að láta vélar verksmiðjanna kóhra fimm sinnum á sólarhring, fyrst og fremst á kvöldin og auk þess í matmáls- og kaffitímum. Verksmiðjustjórnin lét undair og stytti vinxrudaginn unr hálfa stund, af sömu ástæðu og ferðamaður semur við ræn- ingja á förnum vegi, senr nrundar að lronum skammbyssu og seg- ir: „Peningana eða lífið“. Þessi dæmi úr atvinnulífinu voru að verða heyrunr kunn með- an fulltrúar á Sambandsfund voru að streyma að Hólunr í Hjalta- dal. Það var eins konar fyrirboði urn þýðingarmeiri félagsleg átök á hinum forna biskupsstað. - Konrnrúnistar sendu á Sambandsfund tvo af sínunr nreiri háttar agentum, Sigfús Sigurhjartarson og Steinþór Giiðroundsson. Þetta voru fulltrúar frá KRON í Reykjavík. En auk þess sendi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.