Dagur - 12.08.1943, Qupperneq 1
Vikublaðið DAGUR
Riutjórar: INGIMAR EYDAL,
JÓHANN FRÍMANN.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Sigurður Jóhaunesson.
Skrifstofa við Kaupvangstorg.
Simi 96.
Argangurinn kostar kr. 8,00.
Prentverk Odds Björassonar.
IF*
mmm
XXVI. árg.
Akureyri fimmtudaginn 12. ágúst 1943
33. tbl.
Samband ís-
lenzkra sam-
vinnnfélaga
1902-1942.
S. I. S. gefur út minningarrit um
fjörutíu ára starfsemi sína í land-
inu. Gísli Guðmúndsson alþ.m.
hefir samið bókina.
QAMBAND ísl. samvinnumanna og
félög þess, sem fyrir mannsaldri
síðan voru aðeins veikur og blaktandi
vísir, eru í dag orðin öflug félagssam-
tök og mikils virt innan lands og ut-
an. í sambandsfélögunum fimmtíu
eru nú full 20 þúsund félagsmanna,
og stór hluti þeirra fjölskyldufeður.
Má á því marka þátttöku þjóðarinn-
ar í þessari miklu félagsmálahreyf-
ingu. A hverju ári annast Sambandið
kaup og sölu á vörum, innan lands og
utan, fyrir marga tugi miljóna króna.
í einkarekstri væri þarna tækifæri
til mikillar auðsöfnunar. En sam-
vinnumenn hyggjast ekki fyrst og
fremst að safna auði, heldur að gera
verzlun landsins hagstæða og tryggja
sér sannvirði vinnu sinnar. Með
myndun hinna sterku sjóða í félögun-
um og Sambamdinu vilja þeir tryggja
þessa miklu félagsverzlun lands-
manna gegn áföllum á erfiðum tím-
um. Samvinnumenn óska þess ein-
læglega, að verzlunarsamtök þeirra
þurfi aldrei að fá eftirgjafir hjá lán-
ardrottnum sínum, enda hefir Sam-
bandið aldrei þurft þess fram að
þessu.
Það er vel farið, að S. í. S. hefir nú
minnzt 40 ára starfsemi sinnar i land-
inu með prýðilega myndarlegu riti,
þar sem gerð er — eins og segir í |
formála höfundar bókarinnar — „til-
raun til að gefa þeim 20 þúsund fé-
lagsmönnum, sem Sambandið vinnur
fyrir, ýtarlegri skýrslu en hingað til
hafa verið tök á, um þau verk, sem
unnin eru þar, og hafa verið unnin, og
þau viðfangsefni, sem þar hafa verið
til úrlausnar, — um það, sem á hefir
unnizt, og um mátt og þýðingu Sam-
bandsins nú fyrir þá, sem í því eru,
og fyrir þjóðina í heild. Það er skil-
yrði fyrir framtíð alls samstarfs, að
þeir, sem þar eru þátttakendur, viti
sem gerst um allt það, sem samstarfið
miðar að. Með því einu fæst sá sam-
hugur, sem er lífgjafi alls félags-
skapar“.
Heildarsaga samvinnuhreyfingar-
innar á Islandi er enn óskráð, og bíð-
ur það merka, verkefni úrlausnar. En
ýmsum þáttum hennar hafa þegar
verið gerð góð og verðug skil með
minningarritum nokkurra stærstu og
merkustu kaupfélaganna og nú síðast
með þessu ágæta minningarriti Sam-
bandsins, sem vissulega mun verða
vel þegið af ýmsum áhugasömum og
fróðleiksfúsum samvinnumönnum.
Tvö ummæli eru í þessu riti til-
færð eftir tveimur minnsstæðustu for-
vígismönnum Sambands ísl. sam-
vinnufélaga frá liðnu érunum, Pétri á
Gautlöndum og Hallgrími Kristins-
syni. Hallgrímur sagði: „Samvinnu-
menn þurfa að vera bjartsýnir". Pét-
ur sagði: „Mér hefir aldrei orðið að
slysi að treysta mönnum". — Nú er
það glöggt, hvað þeir megna, hinir
bjartsýnu menn, sem treysta hver
öðrum. Það sýnir Samband ísl. sam-
vinnufélaga eftir 40 ára starf.
TÍMITIL KOMINN AÐ LANDLEIÐUM SUÐOR SE HALDIÐ
OPNUM YFIR VETRARMÁNUDINA
Það er hægt, ef vilji er fyrir hendi
CJENN líður að liausti. Innan tveggja mánaða má búast við.fyrstu '
snjóum. Kannske fyiT. Úr því dregst aldrei lengi, að fannir loki
þjóðvegum liéðan aústur og suður. Tímabili hinna greiðu sam-
gangna við aðra Landshluta lýkur. Hinar strjálu skipaferðir, og
óreglubundnu flugferðir verða aftur um meginhluta ársins eina
samband þessa héraðs við umheiminn. Hinar miklu framfarir, sem
orðið hafa í samgöngum öllum síðustu áratugina ná vart til þessa
liéraðs og þeirra, sem austar liggja, nema fjóra mánuði ársins. Hinn
tíma þess búa þau við samgöngur, sem raunverulega eiga lieima á
annarri öld. — Hvað veldur þessu ófremdarástandi? Eru það óyfir-
stíganlegir erfiðleikar fjallveganna í vetrarbúningi eða er það
fvamkvæmdaleysi landsmanna?
j^ÍTUM þá á staðreyndirnar.
Reynsla undanfarinna ára
hefir sannað að þjóðvegurinn
milli Reykjavíkur og Akureyrar
er fær bifreiðum allan árshring-
FLOGINN
Fimmtuéur varð Halldár Áséeirs-
son sölustjóri hjá K.E.A. s.l. fimmtu-
dag.
Sjötuésaimæli átti Stefán Steíáns■
son að Svalbarði, fyrrum bóndi á
, Syðri'VarSgjá, s.1, mánudag.
Fréttir í stuttu máli
Þýzk flugvél skotin niður. —
Tveir Akureyringar kaupa
Þjórsártún. — Læknastyrkir
Rockefellerstofnunarinnar.
í tilkynningu frá herstjórn-
inni segir s.l. föstudag:
Þýzk flugvél af Focke-Wulf
gerðinni var á sveimi fyrir norð-
an ísland í gær, þegar amerísk
orustuflugvél réðist á hana og
skaut hana niður. Sjö menn af
áhöfn þýzku flugvélarinnar
björguðust í gúmmíbát, og skip
úr brezka flotanum var sent á
vettvang og setti flugmennina á
land á Norðurlandi. Flugmenn-
irnir, sem skutu niður flugvél-
ina eru: lst Lieutenant Richard
N. Holly frá Glenvale, Arizona
og lst Lieutenant William E.
Bethea frá Jenly, North-Caro-
ina. Amerísku orustuflugvél-
arnar urðu ekki fyrir neinum
skemmdum. Herstjórnin vill
geta þess um leið og þessi fregn
er birt, að þessi orusta átti sér
stað á sömu slóðum og þar sem
Focke-Wulf flugvél réðist á
,,Súðina“ þann 16. júní 1943 og
varð að tíana tveirn íslendingum
og særði fimm af áhöfn „Súð-
arinnar".
þEIR Stefán Gunnbjörn Egils-
son, ráðsmaður Menntaskól-
ans hér, og Ölver Karlsson, bif-
reiðastjóri, hafa fest kaup á sam-
komustaðnum og veitingahús-
inu að Þjórsártúni í Rangár-
vallasýslu og munu hafa í
hyggju að flytja suður þangað
og reka gistihúsið eftirleiðis.
QLAFLJR læknir Sigurðsson,
Guðmundss. skólameistara
hér, hefir nýlega hlotið fram-
haldsnámsstyrk frá Rockefeller-
stofnuninni í Bandaríkjunum
og mun á förum vestur um haf.
Fjórir aðrir íslenzkir læknar
hafa hlotið þenna námsstyrk að
þessu sinni,
inn að kalla, þegar veturinn er
sæmilega snjóléttur, nema tveir
kaflar: Vatnsskarð og Öxnadals-
heiði. Af þessum tveimur farar-
tálmum er Öxnadalsheiði mikl-
um mun erfiðari viðfangs, en
báðiE'eru þannig vaxnir, að þess
er ekki að vænta, að þar yfir
verði vetrarbraut fyrir bifreiðar
á næstu árum. En það er engu
líkara, að þegar bifreiðarnar eru
úr sögunni, finnist þeim, sem
stjórna samgöngumálunum, að
allir landvegir séu lokaðir.
Nú vita það allir í þessu hér-
aði, að Öxnadalsheiði er vel fær
ferðamönnum alla mánuði árs-
ins í sæmilegu veðri. Menn fara
í bifreiðum eins langt og þær
komast eftir Öxnadalsveginum,
en grípa síðan til þess samgöngu-
tækisins, sem fylgt hefir íslandi
frá landnámstíð, en nú virðist
vera að falla í gleymsku, — fara
ríðandi þar til hægt er að ná til
bifreiða Skagafjarðarmegin tor-
færunnar.
Með þessu móti komast menn
greiðlega vestur og suður á bóg-
inn, en með ærinni fyrirhöfn þó.
Hver einstaklingur, sem Jrarf að
fara þessa leið, og þeir gerast nú
margir síðan samgöngur á sjó
gerðust jafn erfiðar og nú er
raunin á, — verður að búa út
leiðangur, líkt og hér tíðkaðist
fyrir hundrað árum.
Hér virðist ekki Jrurfa nema
einfalda skipulagningu af hálfu
póststjórnarinnar og Jreirra er
stjórna samgöngumálum. Halda
uppi bifreiðaferðum a. m. k.
tvisvar í viku frá Reykjavík norð-
ur, og héðan suður, það sem bif
reiðarnar komast, og hafa síðan
nægilega rnarga hesta á taktein-
um til þess að ferðamenn og
póstur geti komizt greiðlega yfir
fjallvegina. Á þennan hátt gætu
þeir, sem Norðurland byggja,
ferðast eins greiðlega og krefjast
verður af Jyjóð, sem vill búa í
menningarlandi og búið við
póstsamgöngur, sem ekki eru
með marki frumstæðra Jrjóða.
Hver borgari landsins greiðir
ærna skatta á ári hverju til vega
og brúagerða. Vegna einstakra
torfæra, sem landsmenn hafa
(FramhaJd i i síðu).
VESTTJR VM HAF.
Lundúnaútvarpið tilkynnti s.l. þríðju-
daéskvöld,að CHURCHILLværi enn
kominn vestur um hai, ásamt æðstu
heriorinéjum Breta, til fundar við
ROOSEVELT oé MACKENZIE-
KING, forsætisráðherra Kanada. —
Þetta er sjötti fundur þeirra Roose-
velts oé Churchill síðan stríðið hófst.
Minning
Jóns Arasonar
pYRIR nokkru kusu Skagfirð-
ingar nefnd til Jiess að ann-
ast nndirbúning að minning-
ingarhátíð Jóns biskups Arason-
ar á 400 ára aftökuafmæli hans
og sona hans árið 1950. Efnir
nefnd þessi til hátíðahalda að
Hólum í Hjaltadal næstk.
sunnudag til Jress að kynna mál-
ið og afla því fjár. Hefst hátíðin
með messugerð í Hóladóm-
kirkju, þar sem biskup landsins
mun prédika. Að messu lokinni
verður flutt erindi urn Jón Ara-
son, og gerir það sennilega
Brynleifur Tobiasson mennta-
skólakennari, sem nú starfar að
samningu og útgáfu á sögu Skag-
firðinga o. fl. Verður svo ýrnis-
legt annað til fróðleiks og
skemmtunar. Prestar Hólastiptis
hins forna munu verða þarna
flestir viðstaddir.
Mánudagsmorguninn 16. þ.
m. hefst svo, einnig á Hólum,
prestafundur Hólastiptis, og
mun standa þann dag. Verður
biskup landsins þar einnig við-
staddur.
Nýtt leikrit eftir Davíð Stefánsson frá
Fagraskógi
Öll Ijóð skáldsins í heildarútgáfu
LEIKRIT hefir DavíÖ skáld frá Fagraskógi samið og
verður það að líkindum leikið í Reykjavík af Leikfélagi
Reykjavíkur á komandi vetri. Um leið mun leikritið koma út á
forlagi Þorsteins M. Jónssonar hér, en hann hefir gefið út öll rit
skáldsins.
Landsmönnum munu
fiessi tíðindi góð.
þykja
Danðaslys af áf engis
eitrun í Vestmanna-
eyjum
þAU hörmulegu tíðindi gerð-
ust í Vestmannaeyjum um
s.l. helgi, að margir menn veikt-
ust hættulega af áfengiseitrun og
hafa níu þeirra látizt síðan. —
Nokkrir menn eru ennjrá Jrungt
haldnir. Mennirnir munu hafa
neytt vökva, er annað tveggja
hefir rekið eða fundizt á floti og
álitið vera spíritus. Hefir senni-
lega verið um lianvænan tré-
spíritus að ræða. Málið er í rann-
sókn. Ýmsa hluti rekur nú á fjör-
ur landsmanna af völdum stríðs-
ins á hafinu, en varast skyldu all-
ir að notfæra sér, eða neyta
nokkurs þess, sem þeir hafa ekki
fullvissu fyrir hvað er. Marg-
ítrekaðar aðvaranir til almenn-
ings um þetta efni hafa verið
bjrtav í blöðurn og útvarpi.
Skáldið mun verjast allra
frétta um efni og byggingn Jiessa
nýja leikrits. En Jrað mun vera
táknrænt nútímaleikrit í mörg-
um sýningum og taka til með-
ferðar ýms helztu viðfangsefni,
sem nú eru efst á baugi.
Félagar í Leikfélagi Reykja-
víkur munu hafa kynnt sér leik-
ritið nokkuð og telja það af-
burða snjallt.
Menn munu bíða með óþreyju
eltir því að fá að sjá og heyra
Jretta nýja leikrit Davíðs Stefáns-
sonar.
Þá hefir Þorsteinn M. Jónsson
skýrt svo frá, að í haust muni
koma á bókamarkaðinn öll ljóð
Davíðs Stefánssonar í heildarút-
gáfu. Heildarútgáfan verður í
þremur bindum. Er pappfrinn
mjög vandaður skrifpappír og
bandið vandaðasta skinnband,
sem völ er á.
Eyrsta bindið er fullprentað
og annað bindið er í prentun.
KIRKJAN. Ekki messað sunnudag-
inn 15. ágúst vegna fjarveru sóknar-
presýsins.