Dagur - 12.08.1943, Síða 2

Dagur - 12.08.1943, Síða 2
2 DAGUR Fimmtudaginn 12. ágúst 1943 pryðin að brúnni þAÐ er öldungis vonlaust verk fyrir „Verkamanninn" hér, eða önnur blöð andstöðuflokk- anna, að ætla að telja þeim hluta almennings í landinu, sem eitt- hvað veit og eitthvað skilur, trú um það, að Framsóknarflokkur- inn fjandskapist við bætt kjör verkalýðsins og yfirleitt við menninguna í landinu. Einstak- ar setningar, slitnar úr réttu samhengi, geta að vísu dugað til þess að slá ryki í augu hinna grunnhyggnustu manna, en þær hrökkva engan veginn til að villa um fyrir þeim, sem minn- ast þess, að á einum aldarfjórð- ungi að kalla hefir þjóðin breytzt úr miðaldasamfélagi um at- vinnuhætti, samgöngur og öll ytri lífsskilyrði, og þróast í nú- tímaþjóðfélag, sem veitir þegn- um sínum menningarskilyrði, afkomumöguleika og æfikjör á borð við það, sem bezt gerist annars staðar, og það jafnvel í helztu menningarlöndum heims. Raunar má þessi breyting frem- ur kallast bylting en þróun, þótt hún hafi ávallt gerzt á grund- velli laga og réttar í landinu og á friðsamlegan hátt. Og liugs- andi menn munu gjarnan minn- ast þess, að Framsóknarflokkur- inn hefir ávallt verið í farar- broddi á þessu tímabili, ýmist einn farið með stjórn landsins, eða verið í leiðtoga- og áhrifa- aðstöðu á þingi þjóðarinnar. Ekki gleymist það heldur svo auðveldlega, að allan þennan tíma hefir flokkurinn átt í harðri höggorustu til beggja handa — annars vegar gegn í- haldinu, sem fjandskapazt hefir gegn nýjungunum í lengstu lög, hins vegar gegn öfgamönnunum, sem ávallt hafa fremur verið kenndir við kapp en forsjá, kunnað betur réttindum en skyldum, verið manna frakkastir í kröfum, en úrræðaminnstir, þegar að því kom að ráða fram úr, hvernig þeim yrði helzt full- nægt af viti og fyrirhyggju. jgjlN fyrsta stórfellda réttarbót- in, sem alþýða manna hlaut á þingi þjóðarinnar á þessu tímabili, togaravökulögin, var knúin fram á Alþingi, gegn harðvítugu viðnámi íhaldsins, meðan Alþýðuflokkurinn átti þar enn aðeins einn fulltrúa og Kommúnistaflokkurinn var alls ekki kominn til skjalanna. Á næstu árunum gerði Framsókn- arflokkurinn, sem þá var lengst- af í góðri samvinnu við Alþýðu- flokkinn, hvert átakið öðru stór- felldara til hagsbóta og menning- ar alþýðunni í landinu. Líkleg- ast er, að það samstarf stæði enn órofið, ef kommúnistum hefði ekki tekizt að kljúfa alþýðu- hreyfinguna íslenzku í tvo fjand- samlega hluta, sem keppt hafa síðan með yfirboðum, öfgum og óheilindum um kjörfylgi nokk- urs hluta vinnandi manna við sjávarsíðuna. í þessari gjörninga- hríð tókst kommúnistum að lok- um, illu heilli, að trylla foringja- lið Alþýðuflokksins svo, að þeir stungu rýtingnum í bak sinna fornu samherja. SíSan hefir flokkur þeirra óumflýjanlega verið að rnolna niður, sökum ógiftusamlegrar og misviturrar forystu. gÆNDUR landsins, verka- menn, sjómenn, iðnaðar- menn og annað millistéttarfólk í bæjunum á í raun réttri mik- illa sameiginlegra hagsmuna að gæta. Allt þetta fólk þarf að gæta afrakurs erfiðis síns fyrir bröskurum, fjárplógsmönnum og óþörfum milliliðum. Það þarf í sameiningu að afla sér menningarskilyrða og lífvæn- legra æfikjara. Það þarf að gæta þess, að vinnuafli þjóðarinnar sé hæfilega skipt og skipað nið- ur á hinum ýmsu vígstöðvum at- vinnulífsins, í sveit og við sjó, en hrúgist ekki allt saman á fáa staði og af fullu handahófi. Og — fyrst og síðast — er því lífs- nauðsyn, að atvinnulífið í land- inu standi í fullum blóma, hlut- fallið milli verðlags og kaup- gjalds haldist í réttu og eðlilegu horfi, og ein atvinnustétt gangi ekki á rétt annarrar með hófleysi í kröfum og skammsýni á hag heildarinnar, atvinnulífinu til t jóns og niðurdreps. £jVÍ fer fjarri, að Framsóknar- menn yfirleitt sjái ofsjónum yfir því, að verkamenn hafa hlot- ið nokkrar kjarabæ.tur á þ.eirn veltiárum, sem nú hafa gengið yfir þjóðina. Hinar sönnu, óföls- uðu hagsbætur verkafólksins ná vafalaust enn fremur of skammt en of langt. En Framsóknar- mönnum er hins vegar fullljóst, að raunverulegar kjarabætur vinnandi manna fást ekki ein- vörðungu með síhækkandi kaup- töxtum á jtappímum, ef hver lík hækkun er jafnótt uppetin með sívaxandi dýitíð og gengd- arleysi í meðferð allra fjármuna í landinu. Slíkt hófleysi hlaut fyrst og fremst að koma þeim fá- tækustu og umkomuminnstu í koll, þegar dýrtíðin og verðbólg- an kæmi atvinnuvegum lands- manna — undirstöðu alls mann- lífs og menningu í landinu — á kaldan klaka, er þeir þyrftu aftur á venjulegum tímum að taka upp samkeppni á heims- mörkuðunum við framleiðslu þeirra þjóða, er haldið hafa dýr- tíð og framleiðslukostnaði í hæfilegum skefjum hjá sér á styrjaldarárunum. Það hefir líka ótvírætt komið í ljós, að hinn batnandi hagur almennings á allra síðustu árum er fyrst og fremst fólginn í vaxandi eftir- sjiurn eftir vinnuaflinu — sem því miður er hverfandi stundar- fyrirbrigði — en síður í hinum háu kauptöxtum, sem settir hafa verið, og lítt hefðu einir út af fyrir sig dugað verkalýðnum til raunverulegra hagsbóta, þótt fallegir séu á pappírnum, en hins vegar drjúgum stuðlað að aukinni dýrtíð og vaxandi ring- ulreið í öllu fjármálalífi Jrjóðar- innar, þótt önnur öfl hafi þar einnig — og ekki síður — komið mjög við sögu. í stríðsbyrjun vildu Framsókn- armenn fyrst og fremst gera öfl- ugar ráðstafanir, til þess að halda dýrtíðinni í skefjum, tak- marka kajrphlaupið milli verð- lags og kaupgjalds, taka stríðs- gróðann úr umferð að verulegu leyti og geyma hann atvinnuvegunum til styrktar og viðreisnar á hinum erfiðu eftir- stríðsárum, í stað þess að dreifa honnm fyrirhyggjulaust út í stóraukinni og gjörsamlega falskri kaupgetu og hóflausu braski með hin raunverulegu verðmæti, fasteignir, vörur og vinnuafl. Hæfilegar kjarabætur láglaunafólksins gátu svo siglt í kjölfar þessara byrjunarráðstaf- Framhald & 4. síOu. Vandamál, er hvern íslending varðar. JJEIMILI OG SKÓLI“ heitir " ágœtt tímarit, sem Kennarafélag Eyjafjarðar gefur út. Eins og nafnið bendir til, ræðir rit þetta vandamál barnauppeldisins, og hefir þar jafnan margt verið vel sagt. I síðasta hefti tímaritsins er m. a. grein eftir Snorra Sigfússon, skólastj., er ræðir m'. a. um hina sérstöku erfiðleika dreifbýl- isins í þessum efnum. „Dagur“ tekur sér bessaleyfi til þess að birta nokkra pistla úr þessari grein: Aðstaða kennaranna, — aðbúð barnanna. þAÐ er óneitanlega mikill munur " á aðstöðu kennaranna við hina ýmsu skóla í landinu. Sumir eru þar ömurlega settir. En kennararnir hafa þó frjálst val, þeir geta flutt sig til, margir hverjir a. m. k., eða hætt með öllu. En þetta geta bömin ekki. Lög heimta þau í skóla, og ekki ráða þau sínum næturstað. Þau eru dæmd til að lúta þeim skilyrðum, sem fyrir hendi eru á hverjum stað. . . . “ Skólamir eiga ekki þak yfir höfuðið. „. .. . Sveitirnar hafa yfirleitt bú- ið við mjög ófullkomið skólafyrir- komulag síðan 1907, farskólana, sem á sínum tíma voru góð úrbót, en nægja ekki lengur. . . . Gallar þessa fyrirkomulags eru margir.... Mjög óvíða er sérstakt húsnæði fyrir far- skólana. Verður því að semja um skólastað við einstök heimili þennan og þennan veturinn. Engum ber skylda til að gera þetta, og því geng- ur oft illa að koma skólanum og kennaranum fyrir og fer sífellt versn- andi, svo að skólanefndir víða eru í standandi vandræðum með allt sam- an. . . . Auk lélegra borða og bekkja og ófullkominna kennslutækja, er oft á tíðum skortur á nægilegu loftrými og nægum og þægilegum hita og er það ekki ósjaldan aðalmeinið. Börn, sem koma heit og þreytt af langri göngu, verða að koma í þægilegan hita í stofu, þar sem þeim er skipað að sitja kyrrum við nám. ... Og þó er kannske einna verst, að enginn kennari tollir (við slíka aðbúð) svo að segja árinu lengur, ef hann á ann- ars kost, en stöðug kennaraskipti skapa glundroða í starfinu og ræna æskuna víða í sveitum þeirri hjélp, sem góður, búsettur kennari gæti veitt henni við félagsleg og menning- arleg viðfangsefni heima fyrir. Farskólamir verða að þoka — skólaheimili að rísa upp. þEIM, sem við farskólabaslið búa, " mun varla blandast hugur um, að þetta fyrirkomuulag verði að þoka fyrir öðru, betra og raunhæfara. . . . En hvað á að koma í staðinn? Svarið við þeirri spurningu getur varla orðið nema á einn veg: Það þarf að reisa skólaheimili í sveitun- um, þar sem börn geta gengið að, er næst búa, en hin fái þar heimavist. .... Eg ætla, að þeir heimavist- arskólar, sem þegar eru til og starfa, hafi ótvírætt sannfært menn um það, að börnunum líður þar vel, að þau læra margt, sem farskólinn getur ekki veitt, að þau mannast við félags- legt samlíf og samstarf, og að hinn fjárhagslegi þungi af rekstri skólans er engan veginn eins mikill og ætlað var. Happdi-ætti í þágu skólaheimil- anna! gTOFNKOSTNAÐ heimavistar- " skólanna leggur ríkið nú fram að hálfu, og auk þess hið árlega ráðs- konukaup. En þótt þetta sé stórmikil aðstoð þyrfti hún þó að vera meiri, t. d. þrír fimmtu hlutar. Og ef virki- legt átak væri gert til viðreisnar, þar sem erfiðleikar sveitanna fara vax- andi.... ætti að taka happdrættið í þjónustu þessara mála um svo sem 10 ára skeið, þegar það hefir byggt háskólann, því að það rnunu margir mæla, að ekki sé minna um vert und- irstöðu en yfirbyggingu hinnar þjóð- legu menningarhallar, er við ætlum að reisa öldnum og óbornum til geng- is og blessunar". — Það er full ástæða til að gefa þess- um orðum skólastjórans gaum. Hann JÓNAS JÓNSSON: Hvers vegna vilja kommúnistar eyða byggðunum? Það eru ekki allt vondir menn, sem trúa því, að sálir fólks með innarlegar skoðanir kveljist í eilífum eldi. Sama má segja um marga bolsévíka. Þeir hafa trú á blóðugum uppþotum, ránum og kúgun, án þess að þessi grimmd og siðleysi sé í nokkru eðlilegu sambandi við aðra þætti sálarlífsins, eða daglega framkomu jieirra. Ein af kennisetningum íslenzku bolsévíka-leiðtoganna er, að það þurfi að þurrka út og eyðileggja sveitabúskap og sveitamenn- ingu hér á landi. Mörgum bónda mun þykja þetta of fjarstætt til að gera ráð fyrir, að liér sé rétt sagt frá. Sömu mönnum gæti líka fundist voðalegt, að tala við fólk sem trúir fastlega á eilífar kvalir meðbræðra sinna. Hér er um tvenns konar afsakanir að ræða. En þeir sem trúa á eilífa útskúfun, og hinir, sem trúa á ævarandi liyltingaþörf telja sig geta fært glögg rök fyrir málstað sínum. Leiðtogar kommúnista viðurkenna að eyðing íslenzku byggðanna sé þeirra áhugamál. Hafa þeir og sýnt það í verkinu. Þegar raf- lagnir um allar byggðir landsins voru til umræðu á Alþingi í vet- ur sýndu kommúnistar málinu hina mestu óvild, og einn af þing- mönnum þeirra lýsti skýrt og skorinort yfir, að raflágnir um byggðina væru óæskilegar, af því að þær tefðu fyrir eyðingu dreif- býlisins. Einn af helztu áróðursmönnum kommúnista, Halldór Laxness, sagði í haust sem leið, í aðalmálgagni flokksins, að Korpúlfsstaðabúskapurinn væri eina rétta leiðin í íslenzkum landbúnaði. íslendingar ættu að Iiætta sjálfstæðri landbúnaðar- framleiðslu-og að reyna að selja vöru sína erlendis. Hér ætti að hafa kraga ræktaðs lands í nánd við kaupstaði og kauptún, vinna þar með Korpúlfsstaðasniði, og framleiða eingöngu fyrir íslenszka þéttbýlið eftir þvf sem það þyrftiaðpotamjölk.kjöt.fimjörogegg. Samkvæmt þessu mega leggjast niður allir bæir í dölum og með ströndum landsins. Þar yrði afrétt fyrir sauðkindur þéttbýlisins og þar mundi hin nýja þjóð eyða nokkru af hvíldardögum sínum, við silungsveiði á sumrum en skíðagöngur á vetrum. Hér er um að ræða rússneska fyrirmynd og að líkindum rúss- neska fyrirskipun. Þegar hinn fámenni hópur rússneskra verka- manna hafði með ofbeldi hrifsað til sín völd haustið 1917, sá Lenin þann kost vænstan, að afla byltingunni í bili nokkurrar bændavináttu, og gaf þess vegna rússneskum leiguliðum allar ábýlisjarðirnai', sem áður voru í eigu kennara, klerka, aðals- og auðmanna. En þessi dýrð stóð ekki nerna nokkur ár. Þegar Stalin hafði fest sig í sessi tók hann með illu og góðu jarðirnar af bænd- unum og kom á þjóðnýtingu í landbúnaðinum. Stjórnin notaði jöfnum höndum lögregluna, herinn og hungurdauðann til að ná jörðunum aftur í sína eigu. Stjórnin bauð tvo kosti: Ekkert út- sæði og hungurdauða eða afhenda stjórninni býlið og verða róðrarkarl á þjóðnýtingarskútunni. Stalin tókst með þessum hætti að koma á samyrkjubúskap. Ótal býli eru felld saman og komið á rússneskum Korpúlfsstaðabúskap, þar sem vélar stjórna mönnum, en ekki menn vélum. íslenzku kommúnistarnir vita vel, að Stalin þorði ekki að eiga yfir höfði sér stétt frjálsra bænda. Fyrr eða síðar hefði slík stétt hrint af sér oki kommúnismans. Þess vegna lagði Stalin út í út- rýmingarstríð við bændur, og breytti sveitabúskapnum í stóriðju, þar sem áhrifalausir þjónar ráðstjórnarinnar fylgjast með vél- unum. Hér á íslandi verður slíku ekki kornið við. Jafnvel hinn fáfróð- asti kommúnisti lætur sér ekki koma til hugar, að hreppstjórinn, sýslumaðurinn eða atvinnumálaráðherrann geti búið sameigin- lega á öllum jörðum í hreppnum, sýslunni eða landinu. Náttúru- skilyrðin á íslandi eru þess eðlis, að annað hvort verður þar að vera búskapur frjálsra og sjálfstæðra bænda eða enginn búskapur. Islcnzku komrnúnistarnir tóku því þann kostinn að vinna að því.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.