Dagur - 12.08.1943, Page 3

Dagur - 12.08.1943, Page 3
Fimmtudaginn 12. ágúst 1943 DAGUR 3 Hulda Benedikts- dóttir Fædd 2. febxiiar 1911. Dáin 8. júlí 1943. Blómkerið gullna er brostið, og bliknuð liljan mín. — Minningin er sú angan, sem aldrei breytist né dvín. * * Þú hlýddir á skóhljóð í húrni, þá hvíldin var öðrum vær. Þú fannst með dvínandi degi, að dauðinn þokaðist nær. Án ótta, en ætíð með lotning, þá allt var kyrrt og hljótt, á fótatak hans þú hlýddir, sem hefir þig unga sótt. Til þess þarf hreinan huga og heilbrigðrar sálar þrótt, því löng er sjúkum og sárum hin svartbrýnda andvökunótt. Þú beiðst, unz hinn bleiki gestur brjóst þitt sprotanum snart. Og næturhúmið hljóða um hvíluna þína varð bjart. * * Engli með ásýnd bjarta réttirðu hægri hönd. Frá lífi til lífs ertu gengin að ljóssins furðusti'önd. Sá friður, sem öllu er æðri, og veröld fær ekki veitt, er þeirra, sem deyja í drottni og drottinn sinn elska heitt. * * Þótt blómkerið gullna bresti og blikni liljan mín, Drottinn! um aldir alda er elskan og náðin þín. F. H. B. hefir náin kynni af þessum málum, hefir tvö undanfarin ár haft á hendi fræðslueftirlit fyrir Norðlendinga- fjórðung og ferðast um öll skólahverfi þar. Auk þess hefir hann langa reynslu að baki í skólamólum. Lausn þessara vandamála er ná- tengd framtíð og hamingju íslenzku byggðanna. Jarðarför BRYNHILDAR BOGADÓTTUR, sem andaðist 6. þ. m., hefst með bæn frá heimili hinnar látnu, Norðurgötu 36, Ak- ureyri, föstudaginn 13. ágúst, kl. 1.30 e. h. — Jarðað verður að Kaupangi. Vandamenn. Jarðarför sonar okkar, JÓNS GUÐJÓNSSONAR, Hreiðarstöð- um, fer fram laugardaginn 14. ágúst frá heimili hins látna, kl. 1 e.h. Anna Jónsdóttir. Guðjón Daníelsson. VIÐSKIPTAMENN vorir eru beðnir að skila pöntunum sínum á S í L D A R- M J Ö L I fyiir 20. ágúst n.k. á skrifstofu vora. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA ÞURRKUÐ EPLI fyrirliggjandi. — Kaupið þau, áður en það verður um seinan. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA NÝLENDUVÖRUDEILD TILKYNNING Viðskiptaráðið hefir ákveðið eftirfarandi ltámarksverð á reykt- urn laxi í smásölu: í heilum eða hálfum laxi kr.17.25 pr. kg. í bútum ............. kr. 19.50 pr. kg. í sneiðum ........... kr. 24.00 pr. kg. Ákvæði tilkynningar þessarar koma til framkvæmda frá og með 5. ágúst 1943. Reykjavík, 28. júlí 1943. Verðlagsstjórinn. sýnir í kvöld kl. 9: Fljótandi gull Föstudag kl. 9: r Utlagarnir f rá Dakota Laugardag kl. 9: Fljótandi gull Sunnudag kl. 3: Smámyndir fvl. 5: Fljótandi gull fvl. 9: r Utlagarnir f rá Dakota Góður frakki ;1 meðalmann, til sölu með tækifærisverði. Gufupressun Akureyrar. í b ú Ð. Maður í fastri stöðu, með þrennt í heimili, óskar eftir íbúð frá 1. okt. n.k. — Fyrirfram- greiðsla, ef óskað er. — Upplýs- hjá afgreiðslu blaðsins. að leggja byggðina í eyði og koma allri þjóðinni fyrir í kaupstöð- um og þorpum á sjávarbakkanum. Með því eina inóti telja komm- únistar sig örugga um trygga valdaaðstöðu í landinu. Þeir óttast mest mátt bændastéttarinnar, ef hún stendur saman um rétt sinn. Þeif vita, að bændurnir eru vanir átökum við harðhenta náttúru og geta fylgt dæmi Ófeigs í Skörðum ef því er að skipta. Kommúnistarnir hafa unriið skipulega að eyðingu sveitanna mörg undanfarin ár. Rithöfundar þeirra hafa ár eftir ár lýst byggðunum og því fólki, sem þar býr á liinn hraklegasta hátt. Þegar bændur töluðu saman var hundahreinsun eða eitthvert þvílíkt stórmál aðalatriðið. Stundum var svo mögnuð ólykt af heimasætunni, að hundar hnerruðu ef þeir komu í nánd. Annað fólk var eftir þessu. Ef bóndi á íslandi byggði sér fátæklegt býli með éigin atorku, þá var hann hlægilegur bjánj. Ef sami bóndi byggði með aðstoð þjóðfélagsins hús úr steinsteypu, þá var hann enn hlægilegri fyrir það. Síðan byrjuðu kommúnistar að senda bændum bækur sínar og tímarit. í skjóli við úrvalsljóð eftir Stephan G. Stephansson og sögurit eftir Sigurð Nordal læddu forystumenn kommúnista inn á heimili sveitafólks, sem þeir ætla að koma á liálan ís, eins konar fí'æðiritgerðum, að landið væri lítt hæft til búskapar. Bústofn ís- lendinga væri liinn vesalasti. íslenzkt kjöt og rnjólk tæplega hundamatur. Vinnubrögð sveitamanna væru hin lélegustu. Menning sveitanna orðin lítils eða einskis virði. Á þennan hátt átti að brjóta niður í augum sveitafólksins trú á gildi byggðanna og koma í þess stað inn i hugi þess vantrú og lítilsvirðingu á öllu, sem kom byggðunum við. Kommúnistum þótti ekki nóg að gera sem minnstan veg þeirra.sveitamanna, sem nú lifa. Þeir leituðu aftur til fornaldarinnar. íslendingasögur, Edda og Heimskringla voru ritaðar í íslenzku byggðunum. Sú staðreynd mátti ekki vekja trú fólksins á að byggðin hefði varanlegt gildi. Þess vegna tóku kommúnistar upp á því að gefa íslendingasögur út í afbökuðu formi, létu fylgja afþáralegar skrípamyndir af söguhetjunum, bæði konum og körlum. Með þessu rnóti átti að vekja sams konar óbeit og lítilsvirðingu á sveitafólki fornaldarinnar og sveita- menningu þeirra alda eins og bændafólkinu sem nú lifir. í sama skyni er það gert, þegar kommúnistar neita að Snorri Sturluson hafi verið íslenzkur bóndi og þegar þeir níðast á því nútíma- skáldi, sem ort hefir ódauðlegt hvatningarljóð til fólksins í byggð- unum, eins og glögglega kom fram við síðustu skiptingu á ríkis- verðlaunum til rithöfunda. Að lokum hafa kommúnistar sagt samvinnufélögum landsins stríð á hendur og byrjað þar fimmtu- herdeildarstarfsemi, þótt lítinn árangur hafi borið. Hernaður kommúnista gegn íslenzku dreifbýli er þáttur í alls- herjarsóknaraðgerðum byltingaflokksins. Gereyðing dreifbýlisins er stefnumarkið, af því að íslenzk sveit getur aldrei orðið lyfti- stöng fyrir sameignarbúskap. í stað þess á að koma véliðjuræktun við kaupstaðina, með Korpúlfsstaði sem fyrirmynd, af því að lífs- kjörin á því stóra heimili eru þroskavænleg fyrir kommana. Sveitin má ekki fá nema sem minnstan stuðning frá samfélaginu svo að hún komist sem fyrst í eyði. Efling dýrtíðarinnar er þáttur í þessari viðleitni. Hrakdómslýsingar af sveitafólkinu og kjörum þess er annarr þáttur. Svokallaðar fræðiritgerðir um ræfildóm byggðanna í einu og öllu eru þriðja sóknargagnið, en hið fjórða er krafan um eyðileggingu samvinnufélaganna, af því að þau hafa orðið lyftistöng sveitalílsins um tveggja mannsaldra skeið. Kommúnistar óttast samtök íslenzkra bænda framar öllu öðru og fara ekki dult með það 1 blöðum sínum. Þeim mun verða að trú sinni. Sú byggð, sem dafnað hefir í dölum og á ströndum ís- lands í þúsund ár mun ekki líða undir lok fyrir moldvörpustarf- semi og fimmtudeildarbrögð kommúnista. Hér á landi verður búskapurinn aldrei þjóðnýttur. íslenzkar byggðir munu á ókomn- um árum verða afltaug þjóðarinnar eins og hingað til. Sendi- sveinar kommúnista, sem ætlað er að draga lokur frá hurðurn í sviksemis skyni, munu falla óhelgir á verkum sínum eins og títt var um þess háttar afbrotamenn í fornum sið, Milli fialls og fjöru Koramúnistar hafa nú hafið sókn á tveim víglínum, til að bæta úr dýrtíðinni. Múrarar i Rvík voru búnir að koma kaupi sínu upp í ca. 200 kr. á dag. Að lil- hlutun ríkisstjórnarinnar voru sett há- marksákvæði, sem dró nokkuð úr hófleysi um kaup múrara. Þeir brugðu þá við og * lögðu niður vinnu, og töldu sig fara í sumarfrí. Sennilega hættir öll bygginga- vinna í Reykjavík, og það því fremur, sem skortur er á byggingarvötum. Litlu síðar brugðu konifnúnistar á Siglufirði á leik og létu rúmlega 20 menn, sem gæta elda í ríkisverksmiðjunum hætta vinnu skyndi- lega og heimta „kjarabætur". Eru þetta önnur samningsrof kyndaranna í verk- smiðjunum á þesstt sumri. Alltaf brugðið við að stöðva vinnu, þegar mikil síld er í þrónum, til að geta gerL sem mestan skaða.Ef eitthvert kaupafólk væri á sveita- bæjum, myndu kommúnistar skipa því að fara í spariföt á morgnum einsýnna þurrkdaga, og heimta kjarabætur af bændum. ns Eftir nokkra daga sezt Alþingi á rök- stóla. Fróðlegt vcrður að vita, hvort ;i- hugamenn í ölltim þrem borgaralegu flokkunum verða jafn fúsir að ganga í stjórnmálasæng með óvinum atvinnulífs- ins, eins og í haust sem leið. Tveir dánir menn tefla nú um lán og líf Alþýðuflokksins. Annars vegar er Hin- rik Iljelke, höfuðsmaður Dana, er sveigði Islendinga með vopnavaldi í Kópavogi undir skaðsamlegt veldi danskra konunga. Hins vegar er Jón Baldvinsson, hinn ný- látni íoringi Alþýðuflokksins, sem var hinn eindregnasti frelsisvinur. Jón Bald- vinsson lét flokk sin heita því á Alþingi 1928, að vinna að afnámi hins danska konungdæmis á íslandi eigi síðar en þegar sáttmálinn frá 1918 væri útrunninn til fulls, en það er unt næstu áramót. Jón Baldvinsson átti mikinn þátt í, að skiln- aðarmálið var tekið upp með miklum dugnaði á Alþingi 1937. Kópavogshöfðing- inn, Hinrik Bjelke, hefir í bili náð valdi yfir aðstoðarkaupamanni við Alþýðublað- ið, Jóni nokkrum Blöndal. En ósennilegt þykir, að giftuleysi þess viðvanings verði þyngra á metunum en fordæmi og fyrir- lag Jóns Baldvinssonar. Skólastjóri garðyrkjuskólans á Reykjum, Unnsteinn Ólafsson frá Ásgeirsá í Húna- þingi hefir nolað gamlar bændaaðferðir í skólastjórn sinni. Garðyrkjuskólinn var stofnaður á tímum, þegar Alþingi liafði mikinn framfaraályiga, en litla peninga. Margir ungir menn, sem á þeinr tíma og stðar hafa gengið í þjónuslu landsins við ný fyrirtæki, hafa verið fjárfrekir í mesta lagi við ríkið. Unnsteinn Ólafsson fór öðruvfsi að. Hann hefir lagt meginstund á, að koma garðyrkjuskólanum áleiðis með þvi að vinna sem allra mest sjálfur, og ætlast til rnikils starfs og áhuga af nemendum. Á fáum árum er Unnsteinn búinn að koma upp mörgum ágætum gróðurhúsum með vinnu sinni og pilta sinna. Hefir ríkið þurft tiltölulega minna fram að feggja á Reykjum en við nokkrar aðrar umbótaframkvæmdir á þess vegum. Af ]>\ í að framkoma Unnsteins er svo ó- venjuleg, þar sem hann leggur mcst á sig, nokkttð á samstarfsmenn sfna, en minnst á ríkissjóð, hafa latir menn og vitgrannir tekið saman ráð sín um að lortryggja þessi gamaldags vinnubrögð. Verður gam- an að vita, livort þjóðin metur meira framsýni og óeigingirni hins unga skóla- stjóra, eða gagnstæða eiginleika hjá af- brýðisömum óvildarmönnum. J. J. Bókagjafir til bókasafns Kristneshælis Bókasafn sjúklinga í Kristnesi hef- ir nýlega borizt rausnarlegar gjafir frá þeim: Eggert Stefánssyni, heild- sala, er sendi því ca. 20 bindi af skáldsögum eftir ýmsa höfunda, og Otto Tulinius, fyrrv. útgerðarm., sem faerði safninu kr. 100.00 í peningum. Béðum þessum mætu Akureyringum vottum við innilegt þakklæti fyrir téðan stuðning við bókasafn okkar og þá.hugulsemi og vinsemd, er þeir jafnframt sýna sjúklingum hælisins. Kristneshæli, 10. ágúst 1943. F. h. Bókasafns Kristneshælis. B ókasafnsnefndin.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.