Dagur - 12.08.1943, Qupperneq 4
4
DAGUR
Fimmtudaginn 12. ágúst 1943.
ÚR BÆ OG BYGGÐ
Messur í Möðruvallaprestakalli:
Bakka, sunnudaginn_22. ágúst, Myrk-
á, sunnudaginn 29. ágúst, Glsesibæ,
sunnudaginn 5. sept., Möðruvöllum,
sunnudaginn 12. sept.
Hjúskapur. Nýlega voru gefin sam-
an í hjónaband ungfrú Guðrún Frið-
riksdóttir frá Efri-Hólum í Núpa-
sveit og Steingrímur Bernharðsson
(Stefánssonar alþm.), kennari.
Dánardægur. Þann 1. þ. m. andað-
ist hér í bæ Guðbjörg Jonsdottir,
komin á níræðisaldur. Var hun eigin-
kona Sigurjóns Þorkelssonar fyrrum
bónda í Holti í Grundarsókn. Þau
hjón eiga uppkomna syni hér í bæ, og
auk þess á Guðbjörg roskna dóttur í
Ameríku.
Ferðafélaé Akureyrar og Hesta-
mannafélagið Léttir raðgera sameig-
inlega skemmtiferð um næstu helgi
suður í Djúpadal. Síðdegis á laugar-
dag verður farið á hestum að Árgerði
og gist þar. Á sunnudagsmorgun verð-
ur ekið á bílum frá Akureyri að Ár-
gerði og síðan að Stóra-Dal og útvega
félögin nokkra hesta á þessum bæj-
um, til þess að þátttakendur geti far-
ið á hestum suður um dalinn að eyði-
bæjunum Strjúgsá og Kambfelli og
ýmsum fornum seljum. Á þessum
tlóðum er landslag víða stórfenglegt.
Karl Siéurðsson bóndi á Drafla-
stöðum í Fnjóskadal ó sjötugsafmæli
n. k. föstudag, 13. þ. m.
Virminéar í happdrætti Arskóéar-
akóla:
Dregið var hjá sýslumanninum í
Eyjafjarðarsýslu 15. júlí 1943. Upp
komu þessi númer:
27 Skíði.
, 127 Bílferð milli Akureyrar og
Akraness. ,
217 Skjalataska.
466 Fótbolti.
602 Lindarpenni.
1331 25 kr. í peningum.
1447 50 kr. í peningum.
1708 6 silfurskeiðar.
1852 Fótboltaskór.
1870 Myndavél.
2191 12 manna kaffistell.
3214 Ávaxtastell.
3371 Kaffidúkur.
4021 Peningaveski.
4998 Saumavél.
5314 2 stoppaðir stólar.
5442 Skinnlúffur.
5488 Skinnhanzkar.
5599 Flugferð milli Akureyrar og
Reykjavíkur.
5858 Dömuveski.
Þeir, sem hafa í höndum vinnings-
miða, snúi sér hið fyrsta til Jóhann-
esar Óla, Árskógi, Árskógarströnd.
Sími: Krossar, sem afgreiðir vinning-
ana. Verði einhverra vinninga ekki
vitjað,. áður en 3 mánuðir eru liðnir
frá dráttardegi, falla vinningarnir
happdrættinu sjálfu.
Barnastúkan Samúð og Bernskan
fara skemmtiferð í Reykjahverfi n.k.
sunnudag, ef veður leyfir. — Þeir fé-
lagar, sem ætla að taka þátt í ferð-
inni, verða að tilkynna gæzlumönnum
það fyrir föstudaéskvöld. Fargjald
verður væntanlega 10—15 krónur.
Kirkjuhljómleika hélt Eééert
Stefánsson söngvari í Matthíasar-
kirkju fimmtudaginn 5. þ. m. og end-
urtók þá á þriðjudagskvöldið í þess-
ari viku. Á söngskránni voru 14 lög
eftir erlend og innlend tónskóld. Við
hljóðfærið var Jakob Tryéévason
organleikari, og lék hann einnig ein-
leik tvö tónverk eftir Bach, Kóralfor-
spil og fúgu í h-moll. Áheyrendur
voru ekki margir, en munu hafa
skemmt sér vel. „Alþýðumaðurinn"
hér í bæ sagði um fyrri hljónjleikana,
að það sé „mál áheyrenda, að þessir
hljómleikar hafi verið einir þeir beztu
og hetjulegustu, er Eggert hefir hald-
ið hér“, og má vel vera að svo sé. Og
hetjulegur var Eggert á síðari hljóm-
leikunum líka.
TILKYNNING
til timburinnflytjenda
Þeir, sem hafa í hyggju að festa kaup á tintbri í Ameríku, til
innflutnings á síðari hluta þessa árs og fyrstu mánuðum næsta
árs, þurfa að senda Viðskiptaráðinu umsóknir um gjaldeyris-
og innflutningsleyfi fyrir timbrinu fyrir 15. þ. m.
Taka skal fram í umsóknum magn og áætlað verð. Einnig hvort
um harðvið, furu eða krossvið o. þ. h. unnið timbur er að ræða.
6. ágúst 1943.
VIÐSKIPTARÁÐIÐ
TILKYNNING
FRÁ DÓMSMÁLARÁÐUNEYTINU.
Athygli almennings skal vakin á því, að óheimil för
inn á bannsvæði herstjórnar eða óheimil dvöl þar
varðar sektum, varðhaldi eða fangelsi, nema þyngri
refsing liggi við að lögum, enda hafi bannsvæði verið
auglýst og sé það afgirt eða för inn á það eða um það
bönnuð með merkjum eða með öðrum glöggum
hætti, sbr. lög nr. 60, 1943.
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 5. ági'ist 1943.
STRIGASKÓR
\
í öllum stærðum, nýkomnir.
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
SKÓDEILD
B0K HEIMILANNA
Heilsurækt og mannamein, heitir ný bók, sem kernur út í
haust. Er hún að mestu leyti sniðin eftir nýrri, amerískri
lækningabók, og hafa 18 þekktir íslenzkir læknar unnið að
henni. Bókin á að miðla þekkingu á læknisfræði nútímans
og heilsuvernd. Er þess vegna ómissandi á hverju heimili.
Áskriftarverð í bandi 95 kr. (Bókhlöðuverð 150 kr.). Tekið
á móti áskrifendum í Fornsölunni Hafnarstræti 105.
BALDVIN SIGVALDASON.
„Heyrnarhjálp64
jTRINDREKI félagsins ,Heyrn-
arhjálp', ungfrú Kristín
Jónsdóttir frá Reykjavík, hefir
verið á ferð hér um Norðurland
undanfarnar vikur, til þess að
gefa heyrnardaufu fólki kost á
að reyna tæki þau, er félagið hef-
ir útvegað frá Ameríku, og þeg-
ar eru komin í notkun á nokkr-
um stöðum. Dvaldist hún á
Blönduósi, Sauðárkróki, Siglu-
firði, Ólafsfirði, Akureyri og
Húsavík, nokkra daga á flestum
stöðunum.
Alls vitjuðu hennar 119
manns og reyndu tækin 56 karl-
ar og 63 konur. Reyndust 75 af
þessum hóp að hafa nokkurt eða
algert gagn að tækjunum (Sone-
tone), en 44 virtust ýmist hafa
þeirra lítið gagn eða ekki.
Á Akureyri voru tækin reynd
á alls 54 körlum og konum, og
29 reyndust að hafa þeirra nokk-
urt eða gott gagn. Á Siglufirði
varð árangurinn einna beztur.
Af 21, sem komu þar til sköðun-
ar fóru aðeins 5 erindisleysu.
Erindrekinn tók við pöntun-
um á 54 tækjum, og munu fleiri
á eftir koma. Þeir, sem óska eftir
að komast í samband við þennan
félagsskap, snúi sér annað hvort
til sóknarprests síns, eða beint
til Félagsins Heyrnarhjálp í
Reykjavík. Þó að heyrnartækin
geti ekki öllum hjálpað hefir
mjög margt heyrnarlítið fólk
mikil not þeirra.
Prýðin að brúnni.
(Framh. af 2. síðu).
ina, til viðbótar hinni stór-
auknu atvinnu í landinu. Flokk-
urinn fékk þessu ekki ráðið, og
þegar svo var komið, að dýrtíð-
ardraugnum var, illu heilli,
leppt lausum og í algleyming í
þjóðlífinu, var ekki eðlilegt né
^anngjarnt að ætlast til þess að
Itvorki bændur né verkamenn
ætu hjá og héldu að sér höncl-
um í þeirn óþarfa og hættulega
leik, sem þar með var hafinn en
ekki endaður.
^LLVÍÐA á landinu hagar svo
til, að stríð straumvötn falla
um víða sanda eða sléttlendi.
Erfitt er að brúa og beizla slíkar
kemjur, og stundum hefir svo
krið, þegar Jtað hefir verið
eynt, að vötnin hafa flutt sig
um set, undan brúnum, og hafa
bá mannvirki þessi staðið ein eft-
r á þurru landi, en farartálminn
/erið jafn illur og ógreiður sem
íður — en aðeins á öðrum stað.
?rýðin og gagnið að slíkum
/egabótum hefir jafnan þótt
tokkuð vafasamt.
Kommúnistar hafa að vísu
ítt verið kenndir við brúar-
míði og vegabætur liér á landi
ram að þessu. Slíkar umbætur
- bæði í bókstaflegri merkingu
ag í líkingum talað — hafa tíðast
komið í hlut ann^rra manna og
flokka. Þó hafa Jreir lengi og frá
upphafi baksað við eina brúar-
aníði: Þeir hafa reynt að brúa
hina óstýrilátu elfi íslenzks at-
v-innulífs á einn — og aðeins
einn — hátt: með háurn kaup-
töxtum á fínum pappir. Hitt
hafa þeir svo látið sig litlu
Hinir margeftirspurtfu,
lieúnsfrægu
SHEAFFER’S
Lindarpennar og blýantar
nýkomnir.
Umboð á Akureyri:
Bókaverzlunin EDDA
Ferðatöskur
ýmsar stærðir.
Sjóstakkar
Trollarabuxur
Pöntunarfélagið.
Gluggatjaldaefnin
eru komin.
Verzlunin Skemman
Skipagötu 1.
Vinnuskyrtur
Vinnuskór (gúmmí)
Vinnuvettlingar
Sjóstakkar
Vöruhús Akureyrar
Tilboð óskast
í 16 manna farþegabyrgi (,,Body“). Allar
nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Jóni
Þorvaldssyni, Munkaþverárstræti 19, Ak.,
eða í síma 341. Tilboðum sé skilað eigi
siðar en 18. þ. m. Réttur áskilinn að taka
hvaða tilboði sein er, eða hafna öllum.
Kaupum
óskemmdar dósir
undan neftóbaki
(stærri tegundina)
Sápuverksm. SJÖFN
Regnhlífar
Pöntunarfélagið.
skipta, hvort sú elfur hefir
breytt um farveg eða jafnvel
þorrið með öllu. Það hefir helzt
komið í hlut Framsóknarmanna
að freista þess að halda þessu
fallvatni í réttum farveg undir
brúnni, Veita því til landsbóta
á áður ófrjó svæði, og loks að
beina þeyvindum góðvildar og
samvinnu að fönnunum við upp-
tök fljótsins, svo að eitthvert
frjósamt vatnsmagn megi þó
ávallt renna undir hinn fagra og
skrautlega brúarsporð kommún-
istanna. Sumum mönnum virð-
ist, að ekki sé einsýnt, hvort
þjóðinni hefði farnazt stórum
verr, þótt nokkuð meiri vinna
hefði verið lögð í þetta áveitu-
starf, en minni áherzla lögð á
skreytinguna og útflúrið á
brúnni.
J. Fr.
ROTTUEITUR
Stjörnu Apótek
K.E.A.
LANDLEIÐIR SUÐUR.
(Framhald af 1. síðu).
ekki ennþá haft dug til að yfir-
stíga á skipulegan hátt, kemur
mikill hluti vegakerfisins ekki
að hálfu gagni nema yfir hásum-
arið. Alla hina löngu vetrarmán-
uði búa þúsundir landsmanna
við svo lélegar samgöngur við
aðra fjórðunga, að þær væru
litlu verri, þótt enginn vegar-
spotti hefði nokkru sinni verið
lagður hér.
Hér virðist ekki þurfa nema
herzlumuninn, skipulegt átak og
vilja samgöngumálastjórnarinn-
ar til þess að búa betur að þeim,
sem strjálbýlið byggja. Greiðfær
leið til þess að lyfta einangrun-
inni af J/essu liéraði og Jreim er
næst liggja, er opin, ef vilji og
dugur er fyrir hendi.
NYTT!
Krakkaskór
Buxur
Peysur
Nærskyrtur, m. teg.
Skriðföt
Sokkar, fl. teg.
Kjólar, fl. stærðir
Smekkir
Undirkjólar
Kot, væntanl. m. næstu ferð
VERZLUNIN L0ND0N
Eyþór H. Tómasson.
Sírni 359..
Tapazt hefir
lauðstjörnóttur hestur, með hvltan annan
afturhóf. Mark: heilrifað hægra, gagnbit-
að vinstra. Sá, sem kynni að verða hans
var, geri undirrituðum aðvart.
Möðruvöllum í Hörgárdal, 10. 8. 1943.
Gunnar Kristjánsson-
Reölusamur ky^. skfftul
O oskar eftir herbergi,
einn eða ineð öðrum námsmanni. Trygg
greiðsla. Upplýslngar í sím* 76.