Dagur - 28.10.1943, Page 2
DAGUR
Fimmtudagur 21. október 1943
2____________
OFSTOPAMENN
Á það hefir hvað eftir annað
verið bent af Framsóknarmönn-
um, að eina heilbrigða ráðið til
lækningar á dýrtíðinni væri í
því fólgið að lækka kaupgjald og
verðlag eftir rétturn hlutföllum.
Nú er verið að gera tilraun í
þessa átt að frumkvæði ríkis-
stjórnarinnar. Fulltrúar fram-
leiðenda og neytenda sitja á rök-
stólum og ræða mál þetta sín á
inilli, en um niðurstöðuna af
þeim umræðum veit enginn enn
og ef til vill verður hennar nokk-
uð langt að bíða.
Á meðan beðið er eftir niður
stöðunni, fallast allir Framsókn-
arþingmenn og nokkur hluti
Sjálfstæðismanna á þá bráða-
birgðaráðstöfun að halda dýrtíð-
inni í skefjum með framlögum
úr ríkissjóði, en kommúnistar og
Alþýðuflokksmenn berjast þar á
inóti og vilja því láta sleppa
dýrtíðinni lausri umsvifalaust,
en afleiðingar þess kæmu hart
niður á neytendum, því að öll
innlend framleiðsla á landbún-
aðarvörum mundi þá stíga all-
mjög í verði frá því, sem nú er.
Það hefir ekki staðið á bænd-
um um frjálst samkomulag í
þessum efnum og það mun ekki
standa á þeim enn. Þeir krefjast
þess eins, að Jreir fái að búá við
svipúð kjör og aðrar vinnandi
stéttir.
En það er öðru nær en að
kommúnistar, sem jafnan trana
sér fram sem fulltrúar verka-
inanna í kaupstöðum, vilji unna
ftændum þessa jafnréttis við aðr-
ar stéttir. Það sýnir glöggt hið
nýja frumvarp þeirra urn sölu
injólkur og mjólkurafurða. í því
er gengið beint til verks um að
gera bændur að ánauðugum
Jirælum. Fyrst á að svipta bænd-
ur rétti til að verðleggja fram-
leiðslu sína, en það' er sama og
að þeir megi ekki verðleggja
vinnu sína, í öðru lagi á að taka
af þeim ráðstöfunarrétt yfii
framleiðslu þeirra, og f þriðja
lagi mega bændur samkv. frv.
ekki halda eignum sínum á sama
liátt og stjórnarskráin tryggir
öðrum landsmönnum.
Það er kunnara en frá þurfi a?
segja, að kommúnistar telja verk
fallsréttinn hinn helgasta rétt séi
og sínum mönnum til handa
Þeir segja, að í honum felist þaé
eina vopn, sem verkamenn geti
beitt í kaupdeilum. Ffafi á ein-
hvern hátt átt að takmarka verk
fallsréttinn með löggjöf, þó ekk
væri nema um stundarsakir, þ;í
Jiafa kommúnistar kallað þ^ð
þræla- og kúgunarlög og þá
menn, sem að þessu hafa staðið
verklýðsböðla og öðrum ljótuni
nöfnum. En þegar kommúnist-
um er l>ent á, að bændur eig;
líka að hafa verkfallsrétt, og aí
þeir geti beitt þessu vopni gagn-
vart kúgun á hendur þeim, J>á ei
því svarað með liótunum fr;-
kommúnistum. Þeir Jieimta Jaga
vernd sér til handa til þess að
mega beita verkfallsvopninu, en
vilja láta Jianna bændum að nr ta
sama vopn. Þeir heimta full rétt-
indi sér til handa, en vilja Játa
traðka á mannréttind.um Iiær.da-
stéttarinnar.
Það, sem einkennir framkomti
kommúnista í opinberum mál-
um, er ofstopi. Kommúnistar
eru ofstopamenn. Þeir krefjast
að fá að dansa á frjálsan Jrátt eft-
ir hinum ýmsu „línum“, sem
Jieim eru gefnar frá „æðri stöð-
um“, en vinna jafnframt að því
að gera lieila stétt manna að
réttlausum þrælum. En það
skulu kommúnistar vita, að þó
að bændur séu seinþreyttir til
vandræða og séu vanir að þola
margt misjafnt, þá geta þeir í
sameiningu snúizt að }>ví ráði, að
setja ofstopanum nókkur tak-
mörk og það jafnvel með fram-
leiðsluverkfalli, ef á þarf að
lialda.
í HAUST voru mér dregin 3
lömb með mínu marki: Biti
framan hægra. Stýft og biti fram-
an vinstra. — Þessi lömb á eg
ekki. Sá, sem sannað gæti eignar-
rétt sinn á þeim, tali við mig sem
fyrst (símastöð Krossar), greiði
áfallinn kostnað og semji við
mig um markið.
Hauganesi, 17. okt. 1943.
Jóhannes Reykjalín.
Kennara vantar
við unglingaskólann á Sval-
barðseyri. Kennslutíminn 3
mánuðir — frá 1. des. n. k.
— Nánari upplýsingar gefur
JÓHANN FRfMANN skólastj.,
Akureyri, sími 76, eða
KJARTAN MAGNÚSSON
Svalbarðseyri.
1HVÍTIR BORÐDÚKÁR I
OG SERVSETTUR f
I N Ý K O M I Ð í
I BRAUNS VERZLUN j
I PÁI.L SIGURGEIRSSON I
»4>3>^^3><Í-$><Í><Í*»<S><í><«><Í’<SxS><$xSx$x$k$x$k$x$>3x$x$xJx$x$^x$k$>$x$x§x$>§xSx$x$xÍx$xSxSxSxSx$><$x$x$4
frá lándssímánum
Nætursímavarðai-stárfið við landssímastöðina hér er laust
til umsóknar, til 10. nómvember næstkomandi. — Upplýs-
ingar gefur undirritaður.
Símastjórinn á Akureyri, 25. október 1943.
Gunnar Schram.
KARLMANNAFÖT
AMERÍSK
nýkomin í fjölbreyttu úrvali.
VERÐ FRÁ KR. 352.00.
KAUPFÉLÁG EYFIRÐINGA
Vefnaðarvörudeild.
JÓNAS JÓNSSON:
RÍKISSTJÓRNIH OG OLtUMÁLIÐ
Það er mál margra, að Alþingi og ríkisstjórn séu vanmegnug
og lítt hugsandi og starfandi um málefni þjóðarinnar. Þetta er
ekki ný saga. Á öllum tímum eru margir menn, sem kasta stein-
um að Alþingi. Þar eru jafnan fremstir í flokki Jieir, sem mjög
liafa óskað að eiga þar sæti, en ekki tekizt að ná því marki. Gagn-
rýni þessara manna er ekki mikils virði, en hún hefir verið tölu-
vert hávær á síðustu tímum, eftir að flokkur hefir myndazt í þing-
inu, sem vill eyðileggja þingstjórn og vestræna frelsismenningu.
Eg ætla að helga Jiessum óánægðu og afbrýðisömu samborgur-
um stutta frásögn um olíumálin. Sú saga sýnir ótvírætt, að þrátt
fyrir alla þá upplausn, sem stafar frá kommúnistum, er unnið af
Alþingi og ríkisstjórn að þjóðmálum á þann hátt, að sýnt er að
ekki þarf að leita austur til Asíuþjóða um úrræði til að beita
stjórnhæfileikum við erlend félagsmál.
Haustið 1942 fékk íslenzka ríkisstjórnin tilkynningu um, að
Bretar mundu hætta að flytja olíu til landsins, en Bandaríkja-
menn taka við. Kom lirátt í ljós, að þeir liöfðu á þeim málum
annað skipulag, mun dýrara í framkvæmd. Sýndist svo, sem það
mundi geta kostað ríkið 8—10 milj. kr. á ári. Þessi hækkun var
svo gífurleg, að hún hlaut að lama, ef ekki að eyðileggja, megin-
hlutann af útvegi landsmanna. Ríkisstjórn Ólafs Thors hafði,
meðan hún starfaði, byrjað að vinna að úrbótum í þessu efni, en
engin breyting á orðið. Þegar Vilhjálmur Þór tók við forustu at-
vinnumálanna, féll 1 hans hlut að beitast fyrir viðunandi lausn.
Fyrst um sinn fékkst engin lausn á málið. í byrjun vertíðar til-
i
Fjölsímar.
INN 12. þ. m. var opnað nýtt fjöl-
símasamband milli Akureyrar og
Reyðarf jarðar. Með opnun þessa sam-
bands er landið í annað sinn símgirt
allt í kring. í fyrsta sinn var það árið
1929, er lokið var við lagningu Suð-
urlandslínunnar um Skaftafellssýslur.
Fyrsti fjölsíminn hér á landi var lagð-
ur árið 1932 milli Reykjavíkur og
Borðeyrar. Árið 1936 var hann látinn
ná til Akureyrar. í sumar var lokið
við fjölsímann suður um land milli
Reykjavíkur og Reyðarfjarðar. Orðið
fjölsími táknar ekki endilega, að
margÍT geti talað ó línunni í einu.
Fjölsímarnir hér á landi eru sumir
„einfaldir" og geta þá aðeins tveir
talað um hann í einu. Svo er t. d. um
nýjustu línuna: milli Akureyrar og
Reyðarfjarðar. Aftur á móti geta
fjórir talað í einu milli Reykjavíkur
og Akureyrar, þar af þrír um fjölsím-
ann. Fjölsíminn suður um til Reyðar-
fjarðar er þrefaldur. Setuliðið hefir
verið með í verki um þessar nýlegu
aukningar og hefir íslenzka þjóðfé-
lagið því ekki not nema af tvöföldum
síma. Þegar setuliðið fer, fellur kerfið
allt til íslenzkrar notkunar. Jarðsími
er fullkomnara taeki en fjölsími að
því leyti að með þeirri aðferð má
koma fleiri símtölum í einu á línuna,
en á meðan línan er ekki tíföld, er
jarðsími dýrari. Með fjölsímaaðferð-
inni er notaður einn og sami þráður-
inn, en hann verður að vera úr eir.
Aðferðin byggist á því, að nota mis-
jafna sveiflutíðni. Með því má senda
fleiri strauma samtímis gegnum þráð-
inn.
(Þjóðólfur).
Prestaeklan í landinu.
ITT AF alvarlegustu vandamálurn,
þjóðkirkjunnar nú er prestaekla
sú, sem nú er í landi. Eftir því sem
nýkomið „Kirkjublað" skýrir frá,
standa nú óveitt 18 af 113 prestaköll-
um landsins. — I tveim þessara kalla
eru nú settir prestar, en 16 verða að
hlíta þjónustu nágranna presta, sem
er, afar erfitt og hlýtur því að vera
alLsendis ófullnægjandi. Má þar nefna
t. d. þjónustu Grímseyjarprestakalls
frá Olafsfirði, þjónustu Árnesspresta-
kalls frá Stað í Steingrímsfirði o. s.
frv. Farast blaðinu svo orð um þetta
ástand:
»3
T GUÐFR/EÐIDEILD Háskólans
r,í voru á síðastliðnum vetri um 20
nemendur. Af þeim útskrifuðust tveir
í vor sem leið. Þetta er allt of lítið og
horfur um viðunandi prestsþjónustu í
landinu í náinni framtíð því allt ann-
að en glæsilegar.
Þessi tilfinnanlega prestaekla hlýt-
ur að vera ærið áhyggjuefni, ekki að-
eins hinum prestlausu söfnuðum víðs
vegar um landið, heldur og öllum
þeim, sem kristindómi og kirkju
unna.
Er því full þörf á, að hið bráðasta
verði reynt að athuga, hvað því veld-
ur, að svo fáir ungir menn búa sig nú
undir prestsstarfið hér á landi, jafn-
framt því sem tala þeirra, sem aðrar
greinar stunda við Háskólann, fer ört
vaxandi.
Kirkju og kristindómi í þessu landi
er það hin mesta nauðsyn, að valinn
maður skipi hvern sess innan presta-
stéttarinnar, og því aðeins að svo sé,
verður málefnum trúarinnar sæmi-
lega borgið með þjóðinni.
Hinar raunverulegu orsakir til hinn-
ar ríkjandi prestaeklu í landinu verð-
ur að finna, og ráða síðan á þá bót, að
eigi aðeins verði komið í veg fyrir
það í náinni framtíð, að fjölmenn
prestaköll í landinu séu svo til þjón-
ustulaus,. árum saman, heldur verði
jafnframt stefnt að því, að svo margir
verði til þess að stunda guðfræðinám,
að úrvalsmenn einir takist prestastörf-
in á hendur“.
Góð stúlka
óskast strax.
KRISTÍN BJARNADÓTTIR,
Þingvallastræti 18. — Sími 3 7 0.
kynntu olíufélögin Vilhjálmi, að þau yrðu að stórhækka olíu-
verðið, eða annars að hætta sölunni. Villijálmur sýndi fram á, að
ríkisstjórn, sem væri einhuga með að minnka dýrtíðina, gæti ekki
leyft neina liækkun. Var liinu sama lialdið fram af liálfu stjórnar-
innar gagnvart þeim erlendu stjórnarvöldum, sem hlut áttu að
málum. Ríkisstjórnin lagði málið fyrir Alþingi á lokuðum fundi.
Kom til orða, að ríkið yrði um nokkurra daga eða jafnvel vikna
skeið að taka á sig nokkra ábyrgð á olíu til útgerðarinnar meðan
unnið væri að réttingu Jiessara mála vestan liafs. En bæði ríkis-
stjórnin ög mikill nteiri hluti þingmanna voru samþykkir þessari
leið, taldi hækkunina svo gersamlegt brot á eldri samningum og
svo rangláta, að ekki væri um að ræða neitt undanhald í málinu.
OJíufélögin tilkynntu þá, að þau yrðu að hætta að selja olíu, en
Vilhjálmur Þór svaraði því, að ríkið yrði þá að taka söluna í sínar
hendur, því að ekki yrði útvegurinn stöðvaður, meðan olía væri
til í landinu. Félögin liéldu Jiví áfram sölunni, raunverulega á
kostnað landsmanna, því að ef engin úrbót liefði fengizt, mundi
landið liafa tapað sköttum og skyJdum af þessum gamalkunnu
gróðafyrirtækjum. Stjórnin sætti nú færi um lausn málsins, bæði
hjá sendihérra Bandaríkjanna í Reykjavík og með aðstoð íslenzka
sendiherrans í Washington. Undir vor var málinu Jokið á hinn
æskilegasta hátt. Stjórnvöld Bandaríkjanna viðurkenndu, að ís-
lenzka stjórnin liefði lög að mæla og kom þeirri breytingu á flutn-
inga til íslands, að þeir urðu ekki óhagstæðari en áður var. Hafði
þessi olíusenna staðið um margra mánaða skeið.
Nú vill svo til, sem aldrei hefir komið fyrir áður, að í ríkis-
stjórninni eiga sæti einn af helztu forkóJfum kaupfélaganna og
einn af forgöngumönnum kaupmannastéttarinnar. Þeir höfðu
mikinn hug á að freista að gera meira í olíumálinu heldur en
jafntefli við það, sem áður var.
Atvinnumálaráðherra hóf nú samninga við hinn nýja aðila,
sem hafði ráð á olíu hér við land, um að fá olíu til sölu fyrjr