Dagur - 01.06.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 01.06.1944, Blaðsíða 4
4 DAQUR Fimmtudagur 1. júní 1944 DAGUR Ritstjórn: Ingimar Eydal. lóhann Frímann. Haukur Snorrason. Afgreiðslu og innheimtu annast: Sigfús Sigvarðsson. Skriístoía við Kaupvangstorg. — Sími 96. Blaðið kemur út á hverjum íimmtudegi. Argangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Björnssonar. ,Pils handa Svíum.‘(!) UNDANFARNA DAGA hafa í blöðum lands- ins og útvarpi birzt ýmis ummæli erlendra blaða, er fallið hafa í tilefni af þeim atburðum, sem gerzt hafa hér heima, svo sem þjóðarat- kvæðagreiðslunni, orðsendingu konungs til ís- lenzku þjóðarinnar og svari ríkisstjómarinnar við henni. Fyrstu blaðaummælin, sem bárust út hingað frá Svíþjóð, eftir að kunnugt var orðið um þessi skeytaskipti, voru því miður ekki byggð á fullum skilningi á málstað okkar, en síð- an hafa ýmis hin merkustu blöð sænsk birt vin- samlegar greinar í okkar garð og sanngjarnlega á málunum tekið eftir því, sem við er að búast, svo örðugt sem nú er um beint samband og greið skipti milli okkar og annarra Norðurlandaþjóða. þESSI FYRSTU ummæli sænskra blaða voru auðvitað þakksamlega þegin af þeim íslend- ingum, sem skapa vilja andúð og ríg á milli ís- lendinga og Svía. Málgögn kommúnista biðu til dæmis ekki boðanna, heldur helltu sér með ókvæðisorðum yfir Svía í tilefni af þessu. T. d. stakk „Þjóðviljinn“ upp á því 11. maí sl., að við íslendingar auruðum saman í pils handa Svíum og gæfum þeim, og muni þeir þáþagna.Erþarna í senn gefið í skyn — á svo rustalegan og ósvíf- inn hátt, sem orðið getur — að Svíar séu kveif- arleg þjóð og svo siðferðilega aumir, að hægt sé að múta þeim til hvers, sem vera skal. Síðan tekur Halldór Kiljan Laxness svo undir þennan söng í sama blaði, og sízt á vinsamlegri né kurteislegri hátt. J^ITARI NORRÆNA FÉLAGSINS á íslandi, Guðlaugur Rósinkranz yfirkennari, ritar nýlega grein í „Tímann“ til þess að hnekkja þessum ómaklega áróðri kommúnista gegn Sví- um. Farast Guðl. R. svo orð í lok greinarinnar: „Reiði kommúnista í garð Svía er skiljanleg. Hún stafar ekki fyrst og fremst af þessum um- mælum sænsku blaðamannanna, heldur af því, að þeir hafa andúð á Svíum, sem í augum kommúnista hafa unnið sér margt til óhelgis. Svíar eru engir sérlegir aðdáendur Rússa, þótt þeir láti þá jafnan njóta sannmælis. En þeir hafa hjálpað nágrönnum sínum, Finnum, marg- víslega í þrengingum þeirra, og slíkt er höfuð- synd. í Svíþjóð ráða socialdemókratar mestu um alla stjórn landsiins og framkvæmdir. Loks er almennum velferðarmálum þjóðarinnar svo vel fyrir komið í Svíþjóð, að öðrum þjóðum hef- ir verið til fyrirmyndar, og þetta skipulag er ekki kommúnistiskt, heldur blátt áfram borg- aralegt, og svona gott borgaralegt skipulag er hættulegt í samkeppni við kommúnismann. í þessu er raunverulega að finna ástæðuna fyrir því hatri í garð Svía, sem fram kemur hjá kommúni«tum“, BERJAST GEGN JAPÖNUM í BURMA. Maðurirm með hattinn, t. v. á myndinni, er Joseph W. Stillwell hershöfðingi, leiðtogi kínversku herjanna sem berjast i Norður-Burma með aðstoð amerísks flughers. Stillwell hershöfðingi hefir barizt með Kínverjum í mörg ár. rG KANN ÞVI illa, að „Puellu" minni hefir verið gert bilt við hér í dálkinum við hliðina á mér af þess- um óhræsis „skólamanni“, sem var að senda henni tóninn héðan úr mínu horni nú á dögunum — og það alger- lega að ástæðulausu, að því er hún sjálf segir. Eg mun því eftirleiðis setja þann náunga undir stranga rit- skoðun og jafnvel í fullt ritbann, ef hann heldur uppteknum hætti að gera stúlkunni ónæði, þegar hún uggir sízt að sér. — „Puella“ mun vera búin að átta sig á því, að fleiri skólar hér á landi en barnaskólamir einir veiti nakkra tilsögn í verkleguni greinum, og sé því ekki rétt að álasa þeim fyrir það, að þeir „byggi ekkert ofan á“ það, sem barnaskólarnir gera í þeim efnum. Þetta var nú mergurinn máls- ins, en á það drepur hún ekkert í svari sinu til „skólamannsins11. — A það skal svo sætzt, að hún hafi ekki viljandi sent neinum sérstökum skóla skeyti í fyrri grein sinni, en þó langar mig til að spyrja hana, áður en eg set „skólamann11 í fullt ritbann, hvað hún eigi við með þeim ummælum sínum, að hús Gagnfræðaskólans hér „kunni að minnka eitthvað, þegar inn er komið“. Annað hvort er þetta mein- ingarlaus hortittur — því að auðvitað eru ÖII hús minni að innan en að utan- verðu — eða það er talsvert meinleg sending, sem beint er að þessari stofnun og þeim, sem þar starfa. Og vafalaust er þeim vorkunn, þótt þeir óski þess eindregið, að „Puella“ segi þeim hreint og afdráttarlaust til synd- anna, ef hún telur þá hafa til þess unnið, fremur en með dylgjum og hálfkveðnum vísum. Það væri líka ólíkt „Puellu" þeirri, sem við höfum annars haft svo góð kynni af í kvennadálkinum, ef hún temdi sér slík vinnubrögð að jafnaði. En vel get eg skilið það, að hún óskar þess, að hún þurfi ekki að „rífast um keisarans skegg“ við fleiri skólamenn, því að hvassir broddar eru nú ^kki lengur í tízku og af það ,sem áður var, að skegglaus koss var talinn eins og brauð án salts! — Og svo skal „köku hvolft yfir“ allt það, sem þessi bless- aður „skólamaður" kann að hafa meira um þetta að segja og friður saminn milli „Fokdreifa“ og „kvenna- dálksins." Fyrirspurrt til ráðamartrta. ÝZKAR flugvélar hafa nokkrum sinnum flogið hér yfir bæinn — sú síðasta nú sl. mánudag. — Hefir þá venjulga verið hafin á þær all- snörp skothríð úr loftvarnabyssum hersins, þó einkum eftir að þær hafa verið farnar, eða a. m. k. teknar að sýna á sér fararsnið. Að lokum hefir svo verið gefið loftvarnamerki og veg- farendur reknir í loftvarnabyrgi um #tund[. í tilefni af þessari atburðarás hefir blaðið verið beðið að koma þeirri fyrirspurn á framfæri við rétta hlutaðeigendur — hvort það er nú ís- lenzka loftvamanefndin eða her- stjórnin, sem ræður þvi, hvenær slík hættumerki eru gefin — hvort ekki sé hugsanlegt — og jafnvel heppilegt — að haga þessu svo, að fyrst komi hættumerkin og síðan skothríðin og flugvélarnar samtímis, en ekki öfugt, svo sem verið hefir. Einkum virðist þessi tilhögun myndi vera hentugri fyrir þá, sem kynnu að hafa hug á því að forða sér í loftvarnabyrgin ÁÐUR EN þýzku sprengjukúlrnar dræpu þá, ef einhvern tíma skyldi færast alvara i leikinn eins og alltaf má búast við að verði. Orðsertdingin til Kiljans. 'TILEFNI af þeim ummælum H. K. Laxness í „Þjóðviljanum" ný- lega, „að vér íslendingar þekkjum þá þjóð (þ. e. Svía) ekki neitt, og kær- um okkur ekki mikið um að kynnast henni“ og öðrum álíka dólgslegum orðum 1 garð Svía, er birzt hafa að undanförnu í sama blaði, — hefir sænski sendikennarinn við háskólann i Rvik, frk. Anna Z. Osterman, birt orðsendingu til Laxness í „Alþýðu- blaðinu" nú fyrir skemmstu. Þar sem grein þessi hefir vakið allmikla at- hygli og umtal, en ætla má, að fæstir lesendur „Dags“ sjái „Alþýðublaðið“ að jafnaði, leyfum vér oss að birta nokkra kafla úr orðsendingunni hér á eftir: ÉR HAFIГ, segir sendikennar- inn m. a., „víst ekki gleyma því, herra rithöfundur, að þér hittuð einu sinni á ferðalagi í Svíþjóð, vorið 1938, bláfátækan kvenstúdent, sem af áhugasemi hafði lagt það fyrir sig, að kynna þjóð sinni íslenzka menningu og einkum íslenzkar bókmenntir. Hún var um þær mundir meira að segja að þýða bók eftir íslenzkan rithöfund, sem ekki mun vera yður að öllu ókunnugur.1) Eins og þér vel vitið, við frk. Osterman sjálfa. hét bók þessi „Sjálfstætt fólk“, og kostaði hún þýðanda drjúgan skilding, sem hefir enn ekki fengizt endurgold- inn og fæst sennilega aldrei. Þér haf- ið sjálfur lýst því yfir, að þýðing sú sé vel af hendi leyst, og það mun því ekki vera þýðanda um að kenna, að bókin skuli ekki enn hafa komið út í Svíþjóð, að því er eg veit bezt. En gæti það verið, að kuldi sænskra bókaforleggjara í yðar garð sé hin eiginlega ástæða til hatrammra um- mæla yðar í garð þjóðar minnar? Eða á hún að gjalda þess, að stjórnmála- trú yðar og skoðanabræðra yðar á eins litlum vinsældum að fagna i Sví- þjóð og raun ber vitni? — Það getur (Framhald á ö. síðu). ’) Kunnugir vit«, «6 hér mun étt ÖRLÍTIÐ UM SÖNGMÓTIÐ. Söngmenn úr ýmsum sveitum Norðurlands settu skemmtilegan svip á Akureyri á annan hvítasunnudag. Hundruð syngjandi sveina og sunnan blíða hjálpuðust að því að gera þennan dag að sann- kölluðum sólskinsdegi, sem Akureyringar munu lengi minnast. Allir þeir, sem unnu að því að þetta söngmót gæti orðið, eiga miklar þakkir skilið. Um söngmótið sjálft verður áreiðanlega ritað og rætt ýtarlegar, en hér; enda ætlaði eg, með þessum fáu orðum að þakka einum aðila, sem óbeint starfaði að þessu móti, en vera kann að öðrum sjáist yfir að minnast á. Þessi aðili eru húsfreyjurnar í sveitunum og þorpunum — konur söngmannanna. Víðast hvar er það svo í sveitum landsins, að fólksfæðin er svo mikil, að engan má vanta til hinna daglegu starfa. . Vorið er annatími í sveitinni, og ekki er eg grunlaus um, að einhver húsfreyjan hafi bætt við störf sín til þess að maður hennar gæti kom- izt að heiman. Þær hafa áreiðanlega, fleiri en við höldum, átt sinn þátt í því, að gera þátt- töku söngmótsins jafn glæsilega og hún varð. Sumum kann að virðast þetta atriði næsta ómerkilegt, en þó held eg, að fleiri séu, sem muni vera mér sammála um það, að konunum, sem sátu heima í sveit sinni, beri einnig að þakka. Eg sendi því konum sönggestanna okkar kær- ar kveðjur og þakkir. „Puella". ★ FARSÆLT HEIMILISLÍF. Til þess að gera heimilislíf farsælt þarf sex hluti. Undirstaðan þarf að vera guðsótti. Ráð- vendni og regla að standa fyrir stjórn. Hlýja skal heimilinu með kærleika og lýsa það með glaðværð. Viðra þarf það með iðjusemi, svo að loftið endurnýjist daglega og heimilismenn haldi góðri heilsu og fjöri. (Raspaid). ★ Trúðu ekki öllu, sem þú heyrir. Föðurbróðir minn var vanur að segja: „Hafirðu heyrt eitt- hvað illt um einhvern, skaltu skipta því í tvennt og halda öðrum helmingnum. Skiptu síðan þeim helmingnum í fernt og haltu eftir einum f jórða partinum, og talaðu síðan ekki við nokkurn mann um þessa litlu ögn, sem þú hefir haldið eftir. ★ GOTT RÁÐ. Ef blaðlús kemst á plöntur, hvort heldur er inni- eða garðplöntur, er gott að sprauta á blöð- in volgu og vægu sápuvatni. ★ TIL FORELDRA. Ef þú neitar um eitthvað, þá láttu líka þar við sitja. Taktu aldrei neina skipun aftur, nema þú sért neyddur til þess. Láttu þér umhugað um skemmtanir barn- anna. Það veldur miklum fögnuði, ef pabbi og mamma taka þátt í ánægju smælingjanna. Bjóddu þeim góða nótt með kossi, þegar þau eru háttuð. Það kunna þau svo undurvel við, og það á góðan þátt í að draga þau að þér. Varastu að hræða börnin. (Sundhedsbl.). ELDHÚSIÐ. (Matarbrauð með hveitiklíði). 1 bolli rúgmjöl. 2 bollar hveitiklíð. 3 bollar hveiti. 1 matsk. sykur. 1 tesk. salt. 3 tesk. ger- duft. Mjólk eftir þörfum. — Þegar þetta er bak- að, er það smurt að ofan með volgu sykurvatni. * * * Menn læra aldrei að þekkja k________w sjálfa sig með íhugan og hug- leiðingum. En reyndu að gera skyldu þína, og þú munt brátt - komast að raun um, hve mikið er í þig varið. (Goethe). v

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.