Dagur - 18.01.1945, Blaðsíða 2
5
D AG U R
Fimmtudagur 18. janúar 1945
Málefnasamningur stjórnarinnar og
landbúnaðurinn
Stjórnarflokkarnir hafa stöðvað framgang eins mesta
nauðsynjamáls landbúnaðarins
Stóraukin ræktun landsins er
eitt mesta nauðsynja- og hags-
munamál bænda og um leið allr-
ar þjóðarinnar. Eitt helzta skil-
yrði þess, að þetta komizt í fram-
kvæmd, er að fyrir hendi sé næg-
ur áburður, sem fáanlegur sé
með hagkvæmu verði.
Eitt af nýsköpunaratriðum
stjórnar stórgróðamanna og
kommúnista var að reisa áburð-
arverksmiðju hér á landi með
það fyrir augum að auka rækt-
un í stórum stíl. Forsætisráð-
herra tvíspilaði m. a. þetta at'-
riði á hina þjóðfrægu „plötu“
sína í haust. í raun og veru var
hér þó ekki um að ræða neina
nýsköpun frá hendi núverandi
stjórnar, því að fyrrverandi land-
búnaðarráðherra, Vilhjálmur
Þór, hafði áður vakið mál þetta
upp og undirbúið það rækilega.
Hann sneri sér til eins frægasta
verkfræðingafirma Bandaríkj-
anna í þessum efnum, er nefnist
Chemical ConstructionCorporat-
ion,*' og bað það að rannsaka
skilyrði hér fyrir áburðarverk-
smiðju. Firma þetta sendi verk-
fræðing hingað í þessu skyni, og
var hann hér alllengi við þessar
rannsóknir, og á grundvelil
þeirra skilaði svo firmað ítar-
legri og rökstuddri áætlun. Síð-
an var íslenzkum, álitlegum
verkfræðingi falið að athuga og
segja álit sitt um áætlunina. Eft-
ir að hann hafði leyst þetta verk
af hendi, lýsti hann yfir því, að
hann væri henni samþykkur,
taldi áætlunina skynsamlega,
hlutunum vel fyrir komið, og að
tilveruréttur verksmiðju sem
þessarar virtist hafa óvenjulega
heilbrigðan grundvöll frá hag-
fræðilegu sjónarmiði, enda vær'i
fyrrnefndu Bandaríkjafirma bet-
ur trúandi til þessara hluta en
flestum öðrum.
Þegar á það er litið, hversu
góðan undirbúning áburðar-
verksmiðjumálið hafði fengið
undir handarjaðri Vilhjálms
Þórs, á live góðan rekspöl það
var komið við stjórnarskiptin og
hve vænlega það leit út frá fjár-
hagslegu sjónarmiði eftir áliti
ameríska verkfræðingsins að
dæma, var það skynsamlegt og
að vísu alveg sjálfsagt af nýju
stjórninni að taka það upp í
málefnasáttmála sinn, sem hún
og gerði. Vilhjálmur Þór hafði
fengið því framgengt, að tveggja
rnillj. kr. fjárveiting var tekin
upp í fjárlög fyrir árið 1944
málinu til framkvæmda, og frá-
farandi ríkisstjórn hafði sett í
fjárlagafrumvarpið fyrir árið
1945 sömu upphæð. Fyrrgreind
áætlun sýndi, að áburðurinn,
sem verksmiðjan framleiddi,
yrði a. m. k. þriðjungi ódýrari
en tilsvarandi útlendur áburður
er nú. En síðan áætlunin var
gerð, hefir það vitnast, að fást
mundi 10% ódýrara rafmagn frá
I.akárvirkjun en þar var gert ráð
fyrir. Mundi það enn lækka
verð áburðarins ekki svo lítið.
Hér er því um stórfellda verð-
lækkun að ræða að ræða . sam-
kvæmt öruggustu heimilcfum,
sem fyrir hendi eru og sem
l)yggðar eru á sérfræðilegri
þekkingu og rannsóknum.
En Adani var ekki lengi í
Paradís. Við 3, umræðu fjárlag-
anna ber fjármálaráðherra fram
þá breytingartillögu, að fram-
lagið til áburðarverksmiðjunnar
yrði með öllu fellt niður. Þessi
niðurskurðartillaga fjármálaráð-
herrans var samþykkt með at-
kvæðum stjórnarflokkanna gegn
atkvæðum Framsóknarmanna og
þeirra fimm ' þingmanna Sjálf-
stæðisflokksins, sem ekki styðja
stjórnina. Samtök innan stjórn-
arliðsihs um að ganga af máliinu
dauðu hafa því sýnilega verið
lastsk'orðuð og ráðin fyrirfram.
Af því, sem að framan er
grein, má ráða, að ekki séu liags-
munir landbúnaðarins eftir í
huga þeirra,"sem að „nýsköpun"
stjórnarinnar standa, svo að
ekki sé meira sagt, og eftirtekta-
vert er það, að það málið, sem
rækilegastan undirbúning hefir
fengið í’öllu nýsköpunar-,,plani“
stjórnarinnar, skuli fyrst lagt
niður við trog og það að tilhlut-
an sjálfrar stjórnarinnar.
Þau orð forseta sameinaðs
þings, Gísla Sveinssonar, er hann
ritaði kjósendum sínum eftir
stjórnarmyndun stórgróða-
manna og sósíalista, virðast ætla
að rætast, jafnvel fyrr en varði.
Þau voru á þá leið, að „þetta
nýja stjórnmálaviðhorf eigi eftir
að koma þungt og hart niður á
búandmönnum, enda munu
þeira hagsmunir verða látnir
þoka fyrir bæjarmagninu og
rauða bröltinu“.
Afsakaniirnar.
Það er eins og stjórnin hafi
eitthvað órólega samvizku út af
því að stöðva áburðarverk-
smiðjumálið með því að láta lið
sitt skera niður l járveitingu t il
þess. Ef til vill er það þó öllu
fremur ótti við atkvæðatap í
sveitum landsins til handa Stálf
stæðisflokknum við næstu kosn
ingar, enda ærin ástæða til þess
ótta. Búandmenn eru nokkuð
minnugir á J>að, sem þeim er vel
eða illa gert, en áburðarverk-
smiðjumálið er fyrst og fremst
Jreirra mál. Þess vegna hefir rík-
isstjórninni þótt ráðlegra að
bera frarn einhverjar afsakanir
fyrir niðurskurðinum á jtessu
hagsmunamáli bændastéttarinn-
ar. En allar eru Jrær afsakanir
tylliástæður. «
Stjórnin vill ekki viðurkenna,
að rnálið hafi verið stöðvað,
heldur hafi J)ví aðeins verið
Irestað um óákveðinn tíma
vegna vantandi undirbúnings.
AF SJÓNARHÓLI NORÐLENDINGS
Umræður um vegamál. •
Vegamál og samgöngumál hafa
verið ofarlega á baugi undan-
farna daga. Vegamálastjóri birti
í blöðum og útvarpi skýrslu sína
um framkvæmdir ríkisins í vega-
og brúamálum á s. 1. ári. Hér á
Akureyri hafa orðið talsverðar
umræður um vegina í sambandi
við erindi bílstjóra til Bæjar-
stjórnar Akureyrar um nauðsyn
á betra viðhaldi. Vissulega hafa
bílstjórarnir rétt að mæla. Veg-
irnir hér í bænum og nágrenni
hans hafa verið í hörmulegu á-
sigkomulagi að undanförnu.
Nauðsyn á einhverri breytingu í
þeim efnum dylst engum.' Þó
væri misskilningur að halda, að
ekki sé víðar pottur brotinn en
hér á Akureyri. Viðhaldi veg-
anna á ýmsum alfaraleiðum er
mjög ábótavant. Nýjir vegir end-
ast oft hörmulega illa, verða ill-
færir áður en langur tími líður.
Það er ekki trútt um, að í þessu
efni, eins og raunar mörgum
öðrum, hafi stundum verið lögð
meiri áherzla á að leggja sem
mest land undir plóginn, án þess
að gæta þess jafnframt, að vel
væri unnið-og traustlega. Hroð-
virkni og flausturs gætir því
miður allt of víða í verklegum
framkvæmdum íslendinga. í
vegagerð kemur slíkt í koll áður
|n varir. Þvi fé; sem lagt er í
einstaka vegi er ekki ævinlega
eins vel varið og skyldi.
Dugði ekki minna en heil heims-
styrjöld.
Á Jressum vettvangi vantar
okkur áreiðanlega fleiri kunn-
áttumenn en nú er völ á. Ekki
aðeins meðal duglegra og hag-
sýnna verkstjóra, heldur líka á
æðri stöðum. Það er til dæmis
hart til þess að vita, að það sku'li
hafa þurft heila heimsstyrjöld
með tilheyrandi hernámi til þess
að kenna okkur að nota jarðýtur
og aðrar hagnýtar vinnuvélar.
Slíkt gefur ekki til kynna, að vel
hafi verið fylgst með nýjungum
meðal þeirra Jrjóða, sem lengra
eru á veg komnar í verklegri
kunnátta en við. Nú þykir full-
sannað, að þessar vélar séu sér-
staklega hagkvæmar til vinnu
hér á landi. Hvað hefur Jrað
kostað okkur á undangengnum
árum, að halda dauðahaldi í rek-
una og pálinn, meðan aðrar
þjóðir hagnýttu stórvirka tækni?
Þó er langt frá því, að við
eigum ennþá nægilegan vélakost
til Jress að fullnægja þörf hinna
ýmsu staða á landinu, sem sam-
gönguleysið og torfærurnar eru
að færa í auðn. Margir vegir eru
þannig gerðir, að þeir verða ó-
færir strax í fyrstu snjóum. Þetta
er í rauninni ekki nema hálf
vegargerð þegar vitað er, að með
betri tækni og meiri vandvirkni
gætu þeir verið færir að jafnaði
á snjóléttum vetrum. Samgöngu-
leysið á veturna er ein hin
þyngsta raun margra byggða og
þáttur þess í fólksflóttanum til
bæjanna er ekki smár. Stórhug-
urinn í þessum málum virðist
Jjví miður ekki í samræmi við
getu okkar og þá möguleika,
sem betri tækni skapar.
Harðir kostir, — að búa við
nyrsta haf.
Dæmin eru þar mörg og nær-
tæk. í skýrslu vegamálastjóra er
t. d. getið um það, að unnið hafi
verið s. 1. sumar að vegagerð á
Svalbarðsströnd og eigi sá vegur
á sínum tíma að koma Höfða-
hverfinu í sæmilegt vegarsam-
band við Akureyri og aðalvegi
landsins. Vegurinn komst s. 1.
sumar að Miðvík og eru þá 6
km. eftir til þess að fullgera
hann. Þessu á að ljúka á 2—3
árum! Þessi vegur er bráð nauð-
syn fyrir fjölmenna og blómlega
sveit. Fyrir Akureyri væri það
og ávinningur, að hún kæmist í
greitt samband fyrir bæinn.
Svona dæmi gefa a. m. k. tilefni
til þess, að menn íhugi hvort
það skipulag, sem nú er á yfir-
stjórn og fjárveitingu til veg-
anna sé það ákjósanlegasta.
Hvort ekki væri eins heppilegt
að t. d. sýslufélög hefðu fjárráð
og vald, til stórunj meiri fram-
kvæmda í þesum efnum en nú
er. Metingurinn milli þing-
manna um fjárveitingar til ein-
stakra vegarspotta er ekki endi-
lega eina lausnin á samgöngu-
vandræðum byggðanna. Héröð-
in sjálf hafa í mjög mörgum til-
fellum betri aðstöðu, meiri
Jíekkingu og eins mikinn dugn-
að og forsjá og aljringismenn í
þessum efnum. Stórveldisað-
stöðu höfuðstaðarins hefur og
gætt verulega í vegamálum.
Ólíklegt, að Höfðahverfið hefði
þurft að bíða svo lengi eftir
sæmilegum akvegi, ef það hefði
verið sunnar á hnettinum.
Lítið dæmi úr daglega lífinu.
Ur því að eg er farinn að
minnast á stórveldið við Faxa-
flóa get ég ekki stillt mig um
að nefna eitt lítið dæmi úr dag-
lega lífinu. Útvarpið gat þess í
fréttum fyrir skemstu, að Rauði
kross íslands hefði gefið íþrótta-
sambandi íslands 5 sjúkrasleða.
Væntanlega til flutnings á sjúku
fólki til læknis þegar snjóþyngsli
varna bifreiðum vegi, J)ótt ekki
væri þess getið. íþróttasamband-
ið mun hafa þakkað gjöfina, svo
sem vert var, en stjórn þess af-
henti því næst sleðana ýmsum
íþróttafélögum í Reykjavík!
Lítið land, ísland. Stór borg,
Reykjavík!
Norðlendingur.
En hafi hér aðeins verið urn
frestun og frekari undirbúning
til framkvæmda að ræða, þá var
með öllu ástæðulaust að skera
niður fjárveitingu til áburðar-
verksmiðjunnar. Sá atburður að
safna öllu stjórnarliðinu saman
ti! þess að tryggja það, að fjár-
veitingin félli, sýnir að hér var
um stöðvun málsins að ræða, en
ekki frestun unr stundarsakir.
Stjórninni Jjykir undirbún-
ingi málsins mjög ábótavant og
reynir að gera álit hinna færustu
verkfræðinga tortryggilegt.
Hún heldur því fram, að
áburður sá, ammoníum-nitrat,
sem hér ræðir um, sé óreyndur
og hlaupi saman í hellu við
geymslu. Ennfremur telur
stjórnin, að framleiðsla áburðar-
ins verði svipuð að dýrleika, eins
og útlendur áburður sé nú. Þó'
liggi fyrir skjalfestar upplýsing-
ar um, að tugir verksmiðja
sömu tegúndar og hér er fyrir-
liuguð hali verið reistar víða um
lönd á undanförnum árum, þar
á meðal ein í Noregi, og enn-
fremur að 225 þús. smálestir
þessa áburðar séu notaðar í
Bandaríkjunum á árinu 1944, og
er það 70-fallt meira en ætlast er
til framleitt verði hér til að
fullnægja þörfinni. Islenzki
verkfræðingurinn, sem um mál-
ið hefir fjallað, gefur þær upp-
lýsingar, að geymsla áburðarins
hafi verið noþkrum vandkvæð-
um bundin í röku loftslagi, en á
Islandi, einkum norðanlands,
séu rnjög liagstæð skilyrði fyrir
þessa áburðargeymslu vegna
hins kalda loftslags, en auk þessa
séu fundin örugg ráð til þess að
gera geymsluna áhættulausa. Þar
sem áætlun sérfræðingsins frá
Bandaríkjunum um framleiðslu-
dýrleika áburðarins stangast
mjög við áætlun stjórnarinnar
um sama efni, þá munu flestir
treysta óhlutdrægum sérfræð-
ingi betur sem dómbærum um
þetta, heldur en mönnum sem
eru í leit eftir tyllirökum í því
skyni að gera málið tortryggi-
legt.
Þáttur Mbl.
Aðalmálgagn forsætisráðherra,
Morgunblaðið, hefir rætt þetta
mál talsvert og hneigst á sömu
sveif og ríkisstjórnin og stuðn-
ingslið hennar. Blaðið leggur
megináherzlu á, að ef áburðar-
verksmiðja verði reist, þá verði
hún að vera í Reykjavík. Rökin
fyrir því eru þau, að rafmagn til
reksturs verksmiðjunnar yrði
ódýrara í Reykjavík en t. d. á
Akureyri. í Reykjavík yrði það
rafmagn að fást með virkjun
Efra-Sogsins, en Steingrímur
Jónsson rafmagnsstjóri hefir
reiknað út, að það rafmagn yrði
að seljast á 350 kr. árskw. Aftur
á móti hefir Árni Pálsson verk-
fræðingur upplýst, að með aukn-
ing Laxárvirkunarinnar myndi
árskw. ekki kosta yfir 150 kr.
Fullyrðing Mbl. er því alveg út
í bláinn og getur ekki verið
byggð á öðru en áróðri fyrir
hagsmunum Reykjavíkur, án til-
lits til þess hvað notendum
áburðarins hentar bezt.
Mbl. hefir reyndar haft í
frammi þá fullyrðingu, að nota
(Framhald á 6. síðu^.