Dagur - 12.04.1945, Blaðsíða 4

Dagur - 12.04.1945, Blaðsíða 4
4 D A © U R Fimmtudaginn 12. apríl 1945 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðslu og innheimtu annast: Marinó H. Pétursson. Skrifstofa í Hafnarstræti 87. — Sími 166. Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Bjömssonar. Staðarprestur og kapelán |£UNNUGIR VITA, að ritstjóri „Verkamanns- ins“ er ekki ögreindur maður að eðlisfari og getur verið sæmilega pennafær, þegar hann vand- ar sig. Yfirleitt hefir liann og það taumhald á tungu sinni, ímyndunarafli og blekkingahneigð, að hann lætur að jafnaði ekki önnur ósannindi á þrykk út ganga í blaði sínu en þau, sem liann treystir öllum þorra lesenda sinna til að trúa svona nokkurn veginn a. m. k. Þessi skynsam- lega varfærni mannsins ber því óneitanlega ofur- lítinn keirn af siðgæðisvitund og blygðunarsemi, þótt raunar sé einnig á það að líta, að takmörk þessi eru livorki sérlega þröng né ófrjálsleg, því að söfnuður sá, sem ritstj. messar yfir, mun engan veginn vandfýsinn né klígjugjarn, þótt honum sé öðru hvoru ætlað að gleypa það, sem öðru fólki þætti hvorki lystugt né fitandi sálarfóður. Hins vegar virðist aðstoðarprestur sá, senr svo oft stígur í stól „Verkamannsins“ nú upp á síðkastið, í for- föllum aðalritstjórans, ekkert þekkja til þeirra takmarka, sem sæmileg greind og sómatilfinning setja ritmennsku annarra manna, þegar þeir eru ófuilir. Það er sök sér, að rithöfundur þessi er engan veginn sómasamlega' sendibréfsfær unt rét-tritun og aðra meðferð íslenzks máls. Hitt er aðalatriðið, að svo blygðunarlaus, ósvífin og raka- laus sorpskrif sem þau, er fljóta úr penna hans, munu öldungis dæmalaus í íslenzkri blaða- mennsku, og er þá óneitanlega mjög langt til jafnað, því að sannarlega var þar ekki allt í sóm- anum, áður en þessi herramaður kom þar til skjalanna. * JjAÐ MUN HAFA VERIÐ þessi kapelán, sem messaði í kirkju „Verkamannsins" um síðustu helgi. 1 grein, er nefnist „Stjórnmálafræði Tíma- Dallins“, er fullyrt, að íslenzkir Framsóknarmenn séu nazistar — allir sem einn, að því er virðist. — „Ástin á Hiklers-nazismanum gerir þá æfinlega blinda,“ stendur þar. „Framsóknarmenn virðast leggja þá merkingu í HLUTLEYSI, að aldrei megi á nokkum hátt gagnrýna nazista eða leggja glæpum þeirra lastyrði. Til sönnunar þessu er það, að Framsóknarforkólfarnir hér rísa æfinlega upp á afturfótunum, eins og creiðir raltkar, ef ís- lendingar lláta á sér skilja, að þeim líki miður, þegar þýzku nazistarnir drepa tugi og aftur tugi íslenzkra borgara. . . . Engin fórn er nógu stór handa Hitler og hans böðlum, að áliti Framsókn- airmanna. . . .“ o. s. frv., o. s. frv. — Um frétta- burð Framsóknatblaðanna frá styrjöldinni og boðskap þeirra yfirleitt segir, að „Tíminn" og „Dagur“ „emja hér uppi (sic!) á íslandi enn hærra en þýzku nazista-forsprakkarnir sjálfir og biðja Rauða hernum óbæna". Blöð Framsóknar- manna gera, segir þar ennfremur, „kenningar ehlendra fasista að sínum eigin.... Það er vafa- mál, }>ótt nazistar hefðu hér opinbert málgagn, að það héldi betur uppi vörn fyrir Hitler og Þýzkaland en Framsóknarblöðin hafa viiljað gera öll stríðsáhin.“ Öll er greinin í þessum sama dúr. ■ylÐ ÞÁ MENN, er svona rita, er tilgangslaust að rökræða eins og siðaðir menn ættu í hlut. Það væri öldungis jafn mikil fjarstæða ^ð skír- skota til skynsemi þeirra eins og til sómatilfinn- ingar þeirra og sannleiksástar. Þeir þekkja livort eð er ekki slík hugtök nema af óljósri afspum. Þeir myndu halda áfrarn að þræta, þótt allar þær greinar um styrjaldarmálefni og afstöðuna til nazista, er birzt hafa í blöðum Framsóknar- manna frá upphafi til þessa dags, væru lagðar í innrAs A okinava Bandaríkjamenn gcngn fyrir nokkru á land á japösku eynni Okinava í Ryukyu-eyja- klasanum sunnan við Japan. Notuðu þeir niörg hundruð flutningaskip og hcrskip við hernaðaraðgerðirnar. Japönum tókst ekki að hindra landgönguna, þótt þeir beittu flughcr sínum gcgn innrásarflotanum. Myndin sýnir herinn á leið í innrásarbátana. „íslendingur" þrítugur. gLAÐIÐ „ÍSLENDINGUR“ hér í bæ gaf út allmyndarlegt auka- blað í tilefni þrjátíu ára afmælis síns 9. þ. mán. Stofnandi blaðsins var Sig- urður E. Hlíðar dýralæknir og núver- andi alþingismaður Akureyrarkjör- dæmis, en Ingimar Eydal kennari gerðist meðritstjóri hans þegar frá upphafi. Á þessum árum hafaoftorðið ritstjóraskipti við blaðið, og þótt naumast verði fullyrt, að þar hafi ávallt verið breytt til batnaðar, er óhætt að segja það, að ritstjórar blaðsins hafa lengst af — eða jafnvel einn bunka þeim til vinstri handar, ásamt Alþýðublaðinu, sem aldrei hefir heldur verið myrkt í rnáli, er það lýsti andúð sinni og fyrirlitningu á Möndul- veldunum og öllu þeirra athæfi, — en á hægri hönd þeirn Morg- unblaðið — meðan óvænlegast horfði fyrir Bandamönnum — en þó fyrst og fremst „Þjóðviljinn" og „Verkamaðurinn“ sjálfur með öllum níðgreinunum um Vest- urveldin og leiðtoga þeirra og vinskaparmálunum við Þjóð- verja, meðan vináttusamningur þeirra Hitlers og Stalins var enn í fullu gildi og Rússland enn ekki komið í styrjöldina. — Sag- an hefir að vísu sannað, að lygin og óskammfeilnin hafa stundum reynzt bitur vopn í höndum kænna áróðursmanna, en það þarf þó a. m. k. visst lágmark vitsmuna og varfærni til þess að beita þeim vopnum svo, að gagni komi. Aðstoðarprestur „Verka- mannsins" á enn langt þroska- skeið fyrir höndum, áður en hann nær þessu lágmarki. Högg hans eru því klámhögg og annað ekki og sízt hættulegri en brek annarra vangefinna og illa sið- aðra óknyttastráka. Það er að sönnu óþrifalegt verk að hirta hann, meðan hann klínir sig enn út í sínum eiginn saur, en verður þó að gerast, meðan þess er ein- hver von, að hann verði að lok- um — með nauðsynlegum aga og uppeldi — hæfur í samfélagi sið- aðra manna. alltaf — verið mætir og vel menntir menn og flestir prýðilega ritfærir. Má þar ekki sízt nefna þann manninn, sem lengst hefir stýrt blaðinu, eða samfleytt 14 ár, en það er Gunnlaug- ur Tryggvi Jónsson, nú bóksali hér í bænum. Má glöggt marka vinnu- brögð hans-við blaðið á því, að hann naut ávallt mikilla vinsælda og álits, meðan hann gegndi því starfi sem ávallt endranær — jafnt pólitískra andstæðinga sem samherja sinna og flokksbræðra. Um málstað þann, sem blaðið hefir barizt fyrir á hverjum tíma, má auðvitað alltaf deila, enda hefir það ekki ávallt verið einhama í þeim efnum. Skal hér ekki lengra út í þá sálma farið að sinni, en það eitt þakkað og viðurkennt, sem vel hefir verið um stefnu blaðsins og starf, síðan það hóf fyrst göngu sína. „Vandfýsni um valandstæðinga“. j AFMÆLISBLAÐI „íslendings“ segir svo rh. a. í grein um starfsemi blaðsins: .... Hann (þ. e. „Islend- ingur“) hefir oftast haft orð á sér fyr- ir hófsaman og kurteislegan rithátt". Með orðinu oftast er þarna sleginn svo hæfilegur varnagli, að við „Dags- menn“ getum gjarnan strikað undir málsgrein þessa í heild og verið henni samþykkir. „Degi“ er það ánægjuefni að geta með fullum heilindum vottað, að vonaviðskiptin við „Islending“ hafa lengstaf á liðnum árum verið stórum menningarlegri og hæfilegri en við hin andstöðublöðin í bænum. Sæmilegra leikreglna hefir þar að jafnaði verið gætt á báða bóga.----- Brezka stórskáldið Oscar Wilde komst einu sinni svo að orði, að „menn geti aldrei verið vandfýsnir um of, er þeir velja sér andstæðinga“. („A man cannot be too careful in the choice of his enemies“). Þetta er vissulega hverju orði sannara. Menn geta þroskað rökvísi sína og riddara- mennsku á því að deila — og deila hart, ef með þarf — við verðuga og hæfa andstæðinga, en á hinn bóginn þurfa menn ávallt að vera vel á verði, ef viðureign við lágkúrulega, ófima og illa siðaða andstæðinga á ekki að lækka þá sjálfa og smækka. En við blaðamennirnir getum því miður ekki ávallt látið þann munað eftir okkur að „velja okkur andstæðinga". Lífið sjálft — ekki sízt á stjórnmálasviðinu — breytir öfugmælunum stundum í spakmæli. Þannig verðum við blaða- mennirnir stundum að „standa í skít- verkum í þégu hreinlætismálanna“, engu síður en götusóparar og aðrir hreingerningamenn. Því miður opna (Framhald á 5. síðu). Góða veðrið og garðarnir EG HEFI einhvers staðar lesið það, að sá, sem vilji eignast fallegan garð, fái ekki góðan árangur, nema hann hefjist handa snemma að vorinu og það meira að segja mjög snemma. — Áður en sáning getur hafizt, er margt, sem þarf að gera, ef vel á að vera-, Ef þú t. d. ætlar að mála grindurnar, kassa, áburðartunnu eða annað í garðinum, er bezt að gera það snénnna, eða áður en nokkuð af trján- um fer að laufgast. Feyskjur þarf að hreinsa burt,*og ef breyta á í garðinum blómabeðum eða öðru, er bezt að gera það sem fyrst og búa þannig allt í haginn undir það, sem koma skal. Góða veðrið þessa dagana er ákjósanlegur tími til slíkra starfa. Það er hressandi að koma út í garðinn og láta morgungoluna leika um vang- ann. Kjóstu þér garðhrífuna að fylgdarsveini, og gakktu með henni urn landareigniiia. Þið munið rekast á margt, sem þarf lagfæringar við, og í sameining munið þið geta unnið garðiTium mik- ið gagn og veitt sjálfum ykkur gleði og annað, ekki svo lítilvægt — matarlyst! Það mun veita okkur óblandna ánægju að hafa gárðinn okkar vel útlítandi, hreinan og þokka- legan þegar sáning úti hefst. Ánægjan af starfinu mun verða margfalt meiri og árangurinn betri. ★ SÁNING. EIN ÞEIRRA tegunda, sem bezt er að sá inni, er stjúpurnar. Ef þeim er sáð nú strax, ættu þær að blómstra seint í júní. Levkoj, morgunfrú og nemensia er bezt að koma vel til inni. Valmúa, nemopholia og blönduðu sumarblómafræi er heppilegast að sá beint í garðinn um rniðjan maí. Sarna er að segja um iberis, hör (lín) og strandlevkoj. Grænmetisfræi má fara að sá. — Grænkáli o°' O spínati er bezt að sá inni í kassa, en aftur á móti salati, hreðkum og gulrótum beint í garðinn. Gott er að láta gulrótarfræið liggja a. m. k. viku í vatni áður en því er sáð, en þurrka verður það vel, t. d. á dagblaði, svo að fræin tolli ekki saman, þegar farið er að sá. (Samkvæmt frásögn Jóns Rögnvaldssonar.garð- yrkjumanns). TIL FRÓÐLEIKS. EITT HEIMILI hér í bæ, sem eg veit um, hef- ir hal t nýtt grænkál í garðínum í allan vetur í súpur og annað. Síðustu laufin voru borðuð fyr- ir fáum dögum. Þið sjáið af þessu, að grænkálið er harðgerð jurt, þolir bæði frost og snjó, svo að viturlegt væri að sá miklu grænkálsfræi. POKI FYRIR PELSINN. F ÞÚ hefir eignazt pels, silfur- eða bláref, l eða einhverja loðskinnsflík, þá ættirðu að gæta hennar vel, því að það hefir eflaust kostað mikið að eignazt hana. — Poka þann, er myndin sýnir, er auðvelt að gera, og hann mun hlífa peslinum vel yfir sum- arið, eða þann tíma, sem þú not- ar hann ekki. Svart loðskinn verður brún- leitt, ef það hangir lengi í birtu, brúnt verður rauðleitt og hvítt gulleitt, svo að pokinn sá arna hjálpar til þess, að feldurinn haldi liinum rétta lit sínum. — P-els er dýr flík, og ættu konur að hafa það hugfast að reyna að verja hann skemmdum. — Þessi Poki er ágæt hlífð fyrir birtu og ryki. Karlmennirnir hafa mikil sér- i-^-réttindi, - þeir mega vera ófríðir. Madame de Sévigné

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.