Dagur - 12.04.1945, Blaðsíða 5

Dagur - 12.04.1945, Blaðsíða 5
Fimmtudagmn 12. apríl 1945 AGUR 5 FOKDREIFAR. (Framháld af 4. síðu). sum bæjarblaðanna dálka sína að staðaldri fyrir ósiðuðum og ómönn- uðum ruddum, sem engin skil kunna á mannsæmandi vinnubrögðum og heiðarlegum leikreglum í blaða- mennsku. Enginn skyldi halda, að það sé ánægjulegt eða þrifalegt verk að* hreinsa til í þeim skólprennum, en það verður þó að gerast öðru hverju ' a. m. k., ef andleg bráðapest á ekki að brjótast út úr slíkum sýklahreiðr- um. Og þá er hressandi að kljást þess á milli við sæmilega hreinleg blöð og blaðamenn, eins og þá, sem lengstaf hafa annast afmælisbarnið. „Dagur“ getur því í fullri einlægni óskað „Is- lendingi“ langra lífdaga í tilefni þess- ara tímamóta æfi hans. Öll þrjú. BLÖÐ ALLRA stjórnarflokkanna hér í bænum, „íslendingur," „Verkamaðurinn" og „Alþýðumaður- inn“, hafa nú tekið til máls og óskap- ast yfir því, að Búnaðarþing skuli hafa leyft sér að átelja þá ráðstöfun ríkisvaldsins, að verðjöfnun skuli engin fara fram á innlendu smjöri og ameríska smjörinu, sem flutt verður á markaðinn. Taka blöð þessi dyggi- lega undir þann söng, sem mélgögn stjórnarinnar í höfuðstaðnum syngja nú fyrir, eins og verðjöfnun á land- búnaðarvörum og annarri framleiðslu og markaðsvarningi sé algerlega nýtt og áður óþekkt fyrirbrigði í sögu ís- lenzkra viðskitamála. Hefir það þó verið hin ráðandi stefna í öllum af- skiptum ríkisvaldsins af markaðs- verði og verðmyndun hér á landi öll ófriðarárin, hvaða stjóm og flokkar, sem farið hafa með völdin á hverjum tíma. Er hér því um algert nýmæli og stefnubreytingu að ræða, þegar ríkisstjórnin hverfur nú í þessu eina atriði frá áður uppteknum hætti. Nú væri fróðlegt í þessu sambandi að fá að heyra, hvernig blöð verkalýðs- flokkanna, er svo kalla sig, tækju því, ef ríkisstjórnin beitti sér t. d. fyrir því að flytja inn verkamenn frá þeim löndum, þar sem verðlagi og kaup- gjaldi hefir verið haldið stranglega niðri með opinberum ráðstöfunum, (þar með er engan veginn sagt, að lífskjör verkamanna séru lakari þar en hér) og léti þá vinna fyrir sama kaupgjald hér og þeir hafa heima hjá sér, sem í mörgum tilfellum væri að- eins brot af kaupi íslenzkra verka- manna. Hætt er við því, að íslenzkir verkamenn létu sér, að vonum, fátt um finnast og heimtuðu einhvers konar „verðjöfnun“ á vinnumarkað- inum. En nú vilja „leiðtogar“ þeirra ómögulega léta sér skiljast, að hér er þó um algerar hliðstæður að ræða — munurinn aðeins sá, að ríkisstjórn- in hefir lagt kaupgjaldið á „syðra“ brjóstið, en afkomu landbúnaðarins og annarrar innlendrar framleiðslu á „nyrðra“ brjóstið í þessu máli, eins og raunar svo oft endranær. En vís- ast er þó, að sú geirvartan, sem að verkamönnum og öðrum launþegum veit, reynist einnig nokkuð treg- mjólka og jafnvel steingeld, þegar svo væri komið, að dýrtíðin og ráðleysið í verðlagsmálunum hefði lágt alla innlenda framleiðslu og athafnalíf fullkomlega í auðn og rústir. Fermingapföt dökkblá, til sölu. Gunnar Kristjánsson, klæöskeri Hafnarstræti 77 Ráðskona! Ráðskona óskast að góðu sveitaheimili í sumar. Má hafa eitt barn. Gott kaup. Þær, sem vildu sinna þessu, gefi sig fram á afgreiðslu Dags fyrir laugardagskvöld næstkomandi, og fá þar allar nánari upplýsingar. ANNALL DAGS. Framhald af 1. síðu Rússar í úthverfum Vínairborg- ar. Hersveitir Titos taka Sara- jevo. 7. APRÍL. Bretar um 20 km. frá Bremen og 30 km. frá Hann- over. Bandairíkjamenn sækja til Erfurt og Leipzig. Áframhald bardaga í úthverfum Vínar. Bandaríkjamenn gera loftárásir á flotadeild Japana og sökkva stærsta orrustuskipi þeirra og mörgum öðrum herskipum. Fimmtándi japanski heilinn tal- inn úr sögunni eftir viðureign- ina við Breta í Burma. 8. APRÍL. Bandaríkjamenn taka háskólabæinn Göttingen. Hersveitir Montgomery komnar í skotmál við Bremen, en vöm Þjóðverja harðnandi þar. Kan- adamenn hefja nýja sókn í Hol- landli og nota fállhlífalið. Banda- menn kreppa áð umkringdu her- sveitunum þýzku í Ruhr. Amer- ískur her kominn inn í Dort- mund og nálgast Essen. Rússar hefja lokaáhlaup á Königsberg. 9. APRÍL. Harðir bardagar við Bremen og Hanover. Banda- menn þrengja hringinn um Ruhr, barist í Essen. Rússar hafa Va Vínarborgar á valdi sínu og sækja í átt til Liinz. Fimm ár lið- in síðán Þjóðverjar réðust á Nor- eg og Danmörku. 10. APRÍL. Bandarjkjamenn komnir inn í HanoVer og rjúfa aðalveginn milli Hanover og Braunschweig. Bretar halda upþi stórskotahríð á Bremen. Áttundi brezki herinn byrjar stórsókn á Italíu. Rússar taka Königsberg. Hafa hálfa Vínar- borg á váldi sínu. 11. APRÍL. Níundi ameríski herlinn tekur Hanover. Bretar berjast í úthverfum Bremen. Kanadamenn nálgast Emden Þriðji ameríski herinn tekur Nordhausen um 180 km. fyrir vestan Berlín. Rússar hafa þrjá fjórðu hluta Vínarborgar á sínu valdi. Svíþjóðarbátarnir. (Framhald af 1. síðu). fyrir sjómennina í íslenzku bát- unum en venjulegum, sænskum fiskibátum. Bátarnir eru að mestu smíðaðir úr eik úr Bohus léni, en í listum er danskur beykiviður. Stærri bátarnir eru yfirbyggðir með stáli. í greininni í Göteborgs Hand els- och Sjöfartstidning er greint frá því, að íslenzka sendinefndin, sem nú dvelur í Svíþjóð, hafi farið í kynnisferð til sænsku skipasmíðastöðvanna, þar sem íslenzku bátarnir eru á stokkun um. Segir blaðið, að nefndar mennirnir hafi verið mjög hrifn- ir af því, sem þeir sáu. Verkfalll jámiðnaðarmanna. Einn skugga bar þó á þessa ánægju, segir blaðið. Fyrstu 15 bátarnir áttu að vera tilbúnir til afhendingar í júnímánuði og þótt vel líti út með smíðina fyrsti báturinn fór á flot 16. fe- brúar — eru eigi að síður ískyggilegar horfur um afhend ing í tæka tíð. Því að verkfall járniðnaðarmanna er þess vald andi, að vélarnar fást ekki eins snemrna og nauðsynlegt hefði verið. „Þetta er mjög óheppilegt fyr- ir okkur,“ sagði annar eftirlits- maðurinn, Ölafur Sigurðsson, ,,því a ðætlunin' var, að fyrstu 15 bátarnir sigldu til íslands svo snemma, að þeir gætu tekið þátt síldveiðunum frá júlí til sept- ember í sumar. En nú er þetta breytt og ekki hægt að búast við, að afhendingin geti farið fram svo snemma". 55 bátar til viðbótar? í samtali, sem blaðið átti við Stefán Jóh. Stefánsson alþm., en hann er formaður íslenzku sendi- nefndarinnar, sagði Stefán, að rætt væri um smíði 55 báta í við- bót við þá 45, sem þegar er búið að semja um. Um þetta segir blaðið, að sænsk stjórnarvöld séu því rnjög hlynnt, að aukin við- skipti takizt með Islendingum og Svíum. Aðalhængurinn á framleiðslu bátanna sé, að ís- lendingar vilji liafa þá úr eik, en eikarbirgðir Svía séu litlar, þótt úr kunni að rætast þegar stríð- inu léttir. Frá sjónarhóli skipa- smiðanna í Bohusléni voru báta- kaupin mjög kærkomin, því að þau hafa skapað atvinnu fyrir fjölda manns, og án þeirra telur blaðið, að útlitið í smábátaiðnað- inurn hefði verið ískyggilegt. 1 þessu héraði vinna nú 500 menn að bátasmíðunum fyrir Islend- inga. Land úr jörðinni Kjarna í Arnarneshreppi er til sölu. Landið er í nágrenni Hjalteyrar og mjög hentugt til þess að reisa á því nýbýli. Rækt'unarsk-ilyrði á ca. 60—80 hekturum, eru góð, auk þess er úthagi og beit til fjalls. Tún er 5j4 hektari, afgirt og vélslægt að mestu. Lega lands ins er ágæt, því að þjóðvegur skiptir því í næstum tvo jafna hluta. Gera má tilboð í landið allt, eða einstaka hluta þess, og sé þeim skilað til undirritaðs fyrir 5. maí næstkomandi. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Árni Ólafsson, Brekkugötu 29, Ak. Iílæðaskápur til sölu. Afgr. vísar á. Tapazt hefir kvenarmbandsúr frá bókabúð Rikku að Hafnarstræti 35. Finnandi vinsamlega beðinn að skila þvi í Hafnarstræti 35 ?egn fundarlaunum. KAUPUM góða sokka og ullarleista VÖRUHÚSIÐ h/í Skáldsaga um ástir og frumskógalíf, villidýr og njósnir! TÖFRAR AFRÍKU EFTIR STUART CLOETE Þessi litríka og blóðheita skáldsaga verður hverjum, sem les hana, um- hugsunarefni í langan tíma. Per- sónur hennar eru sterkar og mikil- úðlegar, leiksoppar sterkra kennda og óstýrilátra ásthneigða og þó fcer maður samúð með þeim öllum. Lesið þessa bók um töfrana í myrk- viðum Afrikulanda, þar sem hvitt samfélag hefir myndazt, meðan heimurinn logar af ófriði og eldi. Kaupið TÖFRA AFRÍKU í dag Það er enginn vandi að velja FERMINGARGJÖFINA þegar ekki þarf annað en reyna Ever sharp-s j álf blekung við búðarborðið og fú nafn fermingarbarnsins grafið á hann meðan þér bíðið. —Öryggið fyrir þessari bezt þegnu gjaf er svo mikið, vegna þess, að Eversharp er tryggður ævarandi Eversharp er bættur hér ef skemmist Eversharp er fallegasti penninn a Eversharp er með hinu rétta verði En þetta fáið þér aðeins í BÓKAVERZL. ÞORST. THORLACIUS ÍWHKHKHKHJ^HKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHWHÍ^HKHKHKHKHJíKHÍÍ Balduin Ryel hí Akureyri er ávallt í fremstu röð vefnaðar- vöruverzlana á Islandi, að því er snertir vörugæði, smekk og sann- gjarnt verð. Vörurnar sendar hvert á land sem er gegn póstkröfu. Sími 64. Balduin Ryel h.f. Akureyri Tvær stúlkur óskast að KRISTNESHÆLI 14. maí, n.k. eða fyrr. MJÖG GÓÐ KJÖR. — Upplýsingar gefur YFIRHJÚKRUNARKONAN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.