Dagur - 09.05.1945, Blaðsíða 2

Dagur - 09.05.1945, Blaðsíða 2
B A6UR Miðvikudaginn 9. maí 1945 Snúningshraöi kommúnisia Hver maður hefir hlotið að veita því eftirtekt, að kommún- istar á íslandi hafa ekki verið sérlega fastir f rásinni um stefnu sína, og gildir það jafrit fyrir innan- og utanríkismál. Einu hafa þeir þó aldrei k’vikað frá, en það er að vilja jafnan dansa eftir því, sem Rússum þóknaðist bezt. Á því er byggð- ur hinn alkunni „línudans“ þeirra, sem fyrir löngu er orðinn frægur, eða öllu heldur alræmd- ur. Þessi línudans þeirra eftir rússnesku hljóðfalli á rót sína að rekja til þeirrar óbifanlegu ofstækistrúar, að rússneskri yfir- drottnun ge*ti ekki skjátlast í nokkru, hún sé sá óskeikuli páfi, er ætíð sé hægt að treysta og reiða sig á, og það eins fyrir það, þó að sjálfir rússnesku einræðis- herrarnir breyti um skoðun og segi það svart í dag, sem þeir sögðu hvítt í gær.‘ íslenzku kommúnistarnir fallast s^trax á, að hvítt sé svart og svart sé hvítt, ef einræðisherrar Rússlands segja að svo sé. Það er í raun og veru ekki rétt að álasa kommúnistum fyrir þetlta, því að þeim er þetta á ein- hvern hátt ósjálfrátt. Það er eng- in vafi á því, að þeir eru haldnir af brjálæðiskenndri persónu- dýrkun, þegar valdhafar Rúss- lands eiga í hlut. Þá eru þeir ósjálfráðir gjörða sinna og ráða ekki heldur yfir sinni eigin htig- arstefnu. Þá eru þeir óábyrgir sjúklingar í andlegu skrúfstykki Stalins og annarra yfirráða- manna Sovétríkjanna. Margir þeirra, sem í útlönd- um hafa dvalið, kannast við framferði sumra götuprédikara. Hversdagslega eru þeir gæfir og góðlátir menn, en þegar þeir fara að prédika „guðsorð" sitt á strætum og gatnamótum, ærast þeir og útliverfast. Þá hamast þeir froðufellandi, ranghvolfa augunum, vitna um frelsun sína með miklu handapaiti, en vísa ná- ungum sínum leiðina út í hin yztu myrkur. Það er ekki á færi annarra en sálfræðinga að skýra svona fyrirbrigði, ef þeir þá geta það, en /þó dylst engum, að hér er um andlega sýki að ræða á ein- hvern hátt, sem ef til vill á orsök sína í einhliða trúarofstæki á vissar kennisetningar. Forsprakkar kommúnista hér á landi virðast vera andlega skyldir þessum götuprédikurum. Eins og prédikararnir ganga þeir úr mannlegum ham á mann- fundum, tryllast og ausa ókvæð- isorðum yfir þá, sem. aðrar skoð- anir hafa á hinum ýmsu málefn- um. Orsökin er hin sama hjá báðum þessum manntegundum. Hjá kommúnistum ráða öllu einhliða, rússnesk sjónarmið og skriðdýrsháttur gagnvart rúss- neskum valdhöfum, sem hafa það til að skipta heldur freklega urn skoðun, og þar af kemur snarsnúningtir íslenzkra komm- únista, sem við.höfum þreifað á. Þessum orðum skal nú fund- inn staður með nokkrum dæm- um um stefnuhvörf og snúnings- hraða kommúniáta á undanförn- um tímum. Tækifærin. Allir kannasit við óðagot og hringsnúninga kommunista um það, hvort nota mætti gefin tæki- færi til framdráttar áhugamálum sínum. Skrifuðu þeir um það margar fræðilegar greinar. Mynduðu þeir þá orðið „tæki- færissinni", sem um tíma var versta skammaryrði, en annan sprettinn varð það mesta hrps- yrði. Fór það auðvitað eftir því, hvernig vindstaðan var í Rúss- landi til þessa hugtaks. Rak svo langt eitt sinn, að tækifærissinn- ar urðu að standa opinberar skriftir vegna afstöðu sinnar til þessa máls, ganga í sekk og ösku, játa syndir sínar og- biðja auð- mjúklega fyrirgefningar á villu síns vegar, ella yrðu þeir reknir með háðung úr hinni rússnesku paradís. Þessir aumingjar beygðu sig þegar í lotningarfullri auð- mýkt fyrir rússneska sjónarmið- inu, eins og það var í þann svip- inn, því þeir trúðu því, að það hlyti að vera hið eina rétta, hvað sem þeirra eigin sannfæringu liði. Á þenna eina hátt gat þeim hlotnast fyrirgefning sinnar miklu yfirsjónar. Kommúnistar gegn nazistum. Eftir að nazistar hófust til valda í Þýzkalandi, áttu komm- únistar hér engin nógu sterk orð til að lýsa því, hvílíkir fantar og fúlmenni væru þar á ferðinni; tíndu þeir þó saman öll verstu hrakyrði úr málinu þeim til handa, kölluðu nazista m. a. „blóðhunda" og „féndur allrar menningar" o. s. frv., sem allt lýsti ósegjanlegu hatri. Þó að hér væri um klúran og ruddalegan munnsöfnuð að ræða, þá fyrir- gefst kommúnistum þáð, því að flestallir íslendingar voru þeim sammála um þann kjarna máls- ins, að þar sem nazisminn hefði náð undirtökunum í Þýzkalandi, væri að vaxa upp illgresi, sem hætta væri á að kæft gæti niður menningargróðurinn í Evrópu, ef það væri ekki uppræ'tt. Þá báru kommúnistar þau brigzl á einn stjórnmálaflokkinn í landinu, Sjálfstæðisflokkinn, að hann væri nazistiskur í anda. Að sjálfsögðu voru það öfgar að bera þetta á Sjálfstæðisflokkinn í heild, en því verður þó ekki neit- að, að hér var verulegur flugu- fótur fyrir. Menn, sem kölluðu sig Þjóðernissinna, sóru sig mjög í ættina til nazisita í Þýzkalandi um orðfæri, áróður og allan mál- flutning. Þeir gerðu sig að eins konar aukadeild í Sjálfstæðis- flokknum og héldu því fram, að flokkurinn ætti að berjast með ofstæki og hatri gegn andstöðu- flokkunum, láta jafnan kné fylgja kviði og fylgja reglunni, „auga fyrir auga og itönn fyrir tönn“. Þeir vildu með öðrum orðum innleiða hér á landi ómennilega og siðlausa stjórn- málabaráttu eins og átti sér stað í ríki Hitlers og Mussolinis. Sjálfstæðisflokkurinn tók þess- um boðskap þannig, að ráða- menn flokksins heiðruðu Þjóð- ernissinna með því að kalla þá „mennina með hreinar hugsan- ERLEND TIÐÍNDI: Þegar Montgomery hershöfðingi ræddi við Þjóðverja um uppgjöf Allir hinir flokkarnir sýndu hinni nýju hreyfingu fulla and- úð, ekki sízt Framsóknarflokkur- inn, þó að kommúnistar væru ennþá illorðari í garð Þjóðernis- sinna og lærifeðra þeirra, þýzku nazisitanna. Kollsteypan mikla. Nú leið að þeim tíma, er stríð- ið brauzt út, og nazistar réðust með sinn ógurlega herstyrk á ná- grannaríkin. Bretar og Frakkar skárust þegar í leikinn smáríkj- unum til hjálpar, en rússnesku valdhafarnir gerðu vinátítusamn- ing við Hitler og nazista hans, og allur heimurinn stóð undr- andi yfir þessum aðförum, nema kommúnistar. íslenzku komm- únistarnir voru harðánægðir yfir því, að húsbændur þeirra í Moskva bundust vináttubönd- um við ,,blóðhunda“ og „féndur menningarinnar“; nú var það á máli kommúnista aðeins „smekksatriði“, hvort menn væru með eða móiti nazistum. Það væri of lint að orði k'veðið að kalla þessa snöggu stefnubreytingu kommúnista snúningshraða, því hér var um þá stærstu kollsteypu að ræða, sem fyrirfinnst p stjórn- málasögu íslands. Aldrei hefir fram komið auvirðilegri undir- lægjuháttur en í þetta sinn. Jafnframt því að kommúnist- ar snerust í einu vetfangi á sveif 'með nazistum, um leið og, þeir réðust á frelsi og sjálfstæði smá þjóða, sýndu þeir Bretum, sem fórnuðu fé og fjörvi til bjargar smáþjóðunum undan oki og harðýðgi nazisita, fullan fjand- skap. Þeir fjandsköpuðust gegn því, að íslendingar þægju vinnu hjá brezka setuliðinu hér og síð- ar hjá Bandaríkjahernum. Þeir fjandsköpuðust gegn því, að ís- lendingar flyttu matvæli til hinna stríðandi lýðræðisþjóða fyrir frelsi, sjálfstæði og varð- veizlu menningar og siðgæðis Evrópu. Auk þess völdu þeir Bretum mörg hæðileg hrakyrði og gerðu allt, er þeir megnuðu til að spilla fyrir góðri sambúð íslendinga og setuliðsins. Svo kom að þvi að vináttan milli stjórnar, Sovétríkjanna og nazista rofnaði. Þá kom líka til sögunnar ný kollsteypa meðal kommúnista hér. Þá var það ekki lengur „smekksatriði". að vera með eða móti nazistum eins og áður hafði verið, meðan vinátítu- samningurinn var í gildi. Nú, þegar Rússar voru komnir á önd- verðan meið við Hitler, af því að hann hafði ráðizt á land þeirra, þá voru nazistar orðnir vargar í véum. Á meðan nazistar tröðk- uðu á rétti annarra þjóða en Rússa með góðu samþykki Stal- ins, þá var allt í lagi í augum kommúnista. Öðru máli gegndi, þegar hinn nazistiski eyðilegg- ingareldur itók að svíða fingurna á sjálfum Stalin, þá var skylda allra lýðræðisþjóða að rísa upp til hjálpar hinu ginnheilaga átrúnaðargoði kommúnista, enda skorti ekki á að það væri gert. Bretar og Bandaríkjamenn studdu Rússa eftir megni að verja land sitt sem sjálfsagt var. Spurningin er aðeins sú nú, að sitríðslokum, hvort Rússar ætla . * Framhald á 6. síðu Klukkan 6,30 e. h. föstudaginn 4. maí tilkynntu brezkar útvarpsstöðvar þau miklu tíðindi, að herir Þjóðverja í norð-vestur Þýzkalandi, Hollandi, Danmörku, Helgólandi og Frísnesku eyjunum, hefðu gefist upp, skilyrðis- laust, fyrir 2. brezka hernum og 1. kanadiska hernum, sem lúta stjórn Montgomerys marskálks. Eftir fimm ára hernám og kúgun voru Danmörk og Holland frjáls á ný. Þýzkir herir vörðust aðeins í Noregi, Tékkó- slóvakíu og á einangruðum stöðum í Frakklandi og Suður-Þýzkalandi. Lokaþáttur styrjaldarinnar var nær á enda kljáður. Brezkir og amerískir fréttaritarar voru í aðalstöðvum Montgomerys þegar hin sögulega uppgjöf fór fram Ameríski fréttaritarinn Bill Downs útvarpaði skemmtilegri lýsingu á at- burðinum og verður hér stuðst við frásögn hans. Forleikurinn hófst að morgni hins 3. maí. Þýzkur foringjaráðsbíll, með hvítan fána uppi, ók að framstöðvum brezka hersins. I honum voru 4 þýzk- ir herforingjar. Þeir óskuðu að nó tali af Montgomery marskálki. Bretar vísuðu þeim veginn, að aðalbækistöð hans á Lúneborgarheiði, skammt fyrir sunnan Hamborg. Montgomery bjó þar í skrautvagninum, sem herir hans náðu frá ítölum í Norður-Afríku á sinni tíð. Vagninn hefur fylgt Mont- gomery alla tíð síðan. Þegar Þjóðverjarnir komu heim undir vagninn og tjaldbúðirnar, sem þar voru í nánd, gekk Montgomery út á tröppurnar og leit yfir hópinn. Fremstur stóð von Friedeberg aðmír- áll, yfirmaður þýzka flotans. Amer- íski blaðamaðurinn lýsti samræðun- um á þessa leið: „Hvað viljið þið?“ spurði Montgomery, rétt eins og hann væri að tala við umferðasala, sem standa við útidyr manns og bjóða varning sinn. Þeir skýrðu þá frá því, að þeir væru komnir tij þess að biðja Montgomery að veita upp- gjöf þremur herjum, úr hinni svo- nefndu Weichsel-herjasamstæðu, en herir þessir voru á hröðu undanhaldi fyrir herjum Rokossovskys. Mont- gomery hugsaði sig um, andartak, en svo kom svarið, stutt og ókveðið, og j til sóma fyrir „Monty“ um alla fram- tið: „Nei“, sagði hann. „Þessir herir eiga í orrustum við Rússa. Uppgjaf- artilboð ykkar á að leggjast fyrir Sovét-hershöfðingjann, ekki mig. Um- ræðum um þetta atriði er lokið‘‘. Þjóðverjarnir lýstu þá því skelf- ingarástandi, sem ríkjandi væri á sóknarsvæði Montgomerys. Borgar- arnir væru þar beinlínis í víglínunni. Stungu þeir upp á, að samið væri um það, að brezki herinn sækti hægt fram næstu daga, og Þjóðverjar hörf- uðu hægt undan, svo að borgararnir hefðu ráðrúm til þess að forða sér. Aftur svaraði Montgomery neitandi. Hann ætlaði ekki, að semja við þá um sínar hernaðaraðgerðir. Og nú hóf Montgomery gagnáhlaup í þess- um orðaræðum. Hann sagðist skyldi taka við skilyrðislausri uppgjöf herja þeirra, er berðust á vinstra fylkingar- armi hans, í Hollandi, Slésvík-Hol- stein og í Danmörku. Þjóðverjarnir sögðust enga heimild hafa til þess að semja um þær vígstöðvar. Montgo- mery spurði þá, hvort þeir vissu hvernig hernaðarstaðan væri í raun og veru. Þeim var þá sýnt kort, þar sem afstaða herjanna var ljóslega sýnd. Brá þeim mjög í brún er þeir sáu hversu gjörsamlega vonlaus að- staða þýzka hersins var orðin. Nú var liðið að hádegisverði. Þjóð- verjunum var boðið til hádegisverðar í sérstöku tjaldi. Bill Downs skýrði svo frá: „Þegar von Friedeberg sneri baki við Montgomery táraðist hann og hann grét allan tímann yfir borð- um.“ Þegar staðið var upp fró borðum, kallaði Montgomery þó á fund sinn. Þar las hann upp úrslitakosti sína: Skilyrðislaus uppgjöf allra þýzkra herja í Hollándi, norð-vestur Þýzka- landi, Slésvig-Holstein, Danmörku og þýzku eyjunum við ströndina. Þjóð- verjarnir ákvóðu, að tveir þeirra skyldu fara til aðalbækistöðva von Busch marskálks, með skilmála Mont- gomerys, en tveir verða eftir. Var þeim þvínæst ekið til framstöðva brezka hersins. Montgomery hafði sagt við þá að skilnaði: „Þessir skil- málar eru endanlegir. Engar samn- ingaumleitanir munu eiga sér stað. Verði ekki að þeim gengið, mun ég halda áfram stríðinu eins og mér þyk- ir bezt henta.“ Daginn eftir, um klukkan fimm síðdegis komu þeir aftur, von Friede- bprg og fylgdarmaður hans. Þeir höfðu meðferðis umboð til þess að ganga að öllum kostum Montgomerys. Mesta uppgjöf þýzkra herja síðan 1918 var að verða að veruleika. Tvö ríki voru um það bil að endurheimta frelsi sitt. Um klukkan sex var geng- ið til undirskrifta í tjaldbúð á Lúne- borgarheiði. Borðið var hermanna- borð, slegið saman úr hrjúfum plönk- um. Vaðmálsdúkur var breiddur ó það. Montgomery las skilmálana og fékk von Friedeberg til undirskriftar. Síðan rituðu Þjóðverjarnir undir, hver af öðrum, og loks Montgomery sjálfur. Nokkrum mínútum síðar höfðu brezkir og amerískir frétta- menn útvarpað öllu því, sem gerðist á fundinum, af hljómplötum sem þeir tóku á staðnum. Þegar klukkuna vantaði 20 mínútur í sjö voru út- varpsstöðvar víða um heim teknar að flytja fregnirnar. Fregnirnar berazt til Svíþjóðar og fslands. Laust fyrir klukkan 7 birti sænska útvarpið fregnirnar um uppgjöfina ! og frelsun Danmerkur og Hollands. Upp frá því var dagskráin að mestu helguð þessum stórviðburðum. Ýmsir Danir í Stokkhólmi fluttu ávörp og kveðjur heim. Einn þeirra sagði: Menn geta e. t. v. gert sér j grein fyrir því, hvað nazistum var í huga 1941, er þeir minnast þess, að þá sagði háttsettur þýzkur foringi, að andstaðan gegn Þjóðverjum í Dan- mörku væri i rauninni ekkert nema flutningavandamál, (Transport Pro- blem). Það, sem gera þyrfti, væri að- eins, að senda nægilega margar járn- brautarlestir til Danmerkur til þess að flytja á brott einar 4 milljónir manna, það væri vel framkvæman- iegt. Sænska útvarpið hafði fréttamenn, með hljóðnema, til staðar í Malmö, þegar ferjan frá Kaupmannahöfn lagði að bryggju þar, um kvöldið. Þeir farþeganna, sem farið höfðu inn í Kaupmannahöfn voru teknir og látn- ir segja frá því, sem fyrir augu bar í hinni dönsku höfuðborg, þetta síðasta hernámskvöld. Þegar ferjan fór frá Höfn voru fréttirnar í þann mund að berast. Mikill mannfjöldi var alls staðar á götum úti. Þeir, sem ekki vissu þegar um uppgjöfina, gerðu yfirleitt ráð fyrir, að okinu mundi létta þá og þeg- ar. Allir vissu, að hernaðaraðstaða Þjóðverja var orðin vonlaus. Allt kvöldið útvarpaði Stokk- hólmsstöðin ræðum, ávörpum, söngv- um og hljófæraslætti, í tilefni stór- viðburðanna. Þeim, sem hlýddu á þetta útvarp, mun hafa þótt áberandi smekkleysið á birtingu fregnanna í íslenzka útvarpinu. Þulurinn las frétt- ina þegar útvarpið byrjaði og siðan var tekið að leika harmóníkuslagara samkvæmt auglýstri dagskrá! Er leið að dagskrárlokum bjargaði Helgi Hjörvar því, sem bjargað varð, með (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.