Dagur - 24.05.1945, Page 5

Dagur - 24.05.1945, Page 5
Fimmtudagur 24. maí 1945 BAGUR 5 AF SJÓNARHÓLINORÐLENDINGS Bakeldagerðin. Á þessum björtu maídögum, þegar veðurspáin lofar okkur blíðviðri á degi hverjum, er fróð- legt að athuga, hvernig viðrar í pólitíkinni. Eg var nýlega að glugga í hinn pólitíska veður- vísir nýsköpunarstjórnarinnar — Morgunblaðið. Mér sýndist vís- irinn standa lágt. I5að var engu líkara en hauststormarnir væru þegar byrjaðir að næða um glugga hússins við Austurstræti. Lægðin og lágkúran virðast una sér í því nágrenni, hvernig sem viðrar í öðrum landshlutum. Mér þótti það bera vott um, að skammdegi „nýsköpunarinnar“ væri furðulega nálægt sólstöðun- um í ríki náttúrunnar,. þegar þetta blað eyðir enn 15 smá- letursdálkum á skömmum tíma til þess að reyna að smala bænd- um og öðrum „útskæklalýð" inn fyrir grindurnar. — Tíðarfarið skapar manninn, segir brezkur veðurspámaður, og má r^unar segja, að það eigi ekki síður við um hið pólitíska veðurfar, að minnsta kosti hefir það áhrif á skapsmunina. Um það vitnar Morgunblaðið. Orðbragðið þar verður því ljótara, sem nær dreg- FOKDREIFAR. (Framhald af 4. síðu). isstjórnarinnar, sem um getur í klausu þessari, og fer því að gerast harla tor- veld réðgáta, hvernig hægt sé að reka „skipulagða skemmdastarfsemi‘‘ gegn því, sem aldrei hefir til verið — ann- ars staðar enn á pappírnum! Sæla er það, að landinn skyldi vera drepinn! rrOMMÚNISTABLÖÐIN eru ágæt- lega samméla um, að það sé aíls- endis óþörf tilfinningasemi og jafnvel „þjónustu við bornamorðingjana“, er önnur íslenzk blöð kalla það „hörmu- leg tíðindi" o. s. frv., þegar íslenzkur ríkisborgari og jafnframt nafnfrægt skóld og rithöfundur, er myrtur án dóms og laga í fjölmenni og á opin- berum veitingastað úti í löndum. Slíkar aðferðir eru kommúnistum vel að skapi, enda eru blöð þeirra ekki spör á að láta fögnuð sinn í ljósi og dæma samlandann réttdræpan hverj- um þeim, sem gera vill „menning- unni“ þann greiða að stytta honum aldur. En svo kemur bara gustur bölvaðra staðreyndanna og sker úr um það, að engar sakir hafa verið á þeim dauða og fulltrúar stjórnar þeirrar þjóðar, sem „Þjóðviljinn“ og „Verkamaðurinn“ hér höfðu að órannsökuðu máli fullyrt, að hann hefði unnið gegn, og tilkynna tíðlega við líkbörur hans, að honum verði reistur minnisvarði í heiðursskyni af þessari sömu stjórn og þessari sömu þjóð. En blessaðir verið þiðl Komm- únistablöðin hafa svo sem ekkert að skammast sín fyrir: Landinn er dauð- ur og það er gott, því hugsanlegt var, að hann hefði eitthvað brotið af sér einhvem tíma, ef honum hefði orðið lífs auðið og enginn sannur byltinga- maður má veigra sér við því að kveða upp dauðadóma, jafnvel ekki yfir löndum sínum, sem þeir hafa hvorki heyrt né séð eða vita hið minnsta um málavöxtu. Nei, góðir hálsar! Dauður er hann, og það er bæði kveifarlegt og skammarlegt að súta slíkt smáræði eða telja það eftir, þótt hann hafi sak- laus verið. drepinn! Fari þeir bara sem flestir sömu leiðina! Það sýnir aðeins, að mikið stendur nú til við „hrein- geminguna" í heiminum, »vo sem vera ber! ur skammdegi nýsköpunar- skrumsins. Nú síðast eru þeir, sem ekki hlýta liinni pólitísku veðurvísun blaðsins, kallaðir „spellvirkjar”' og „skemmdar- verkamenn" og leggur blaðið eindregið til, að stjórnin'losi sig við þessa vandræðamenn á þann hátt, sem nú er algengastur í Ev- rópu. Mun mega til sanns vegar færa, að nýsköpunin verði meira en orðin tóm, ef þessi fyrirheit verða framkvæmd. En það hefir hent fleiri en þá Morgunblaðsmenn, að kárna í skapi, þegar haustrigningar ganga í garð. Grettissaga mun vera tiltæk þar á skrifstofunni. Þar er sagt frá því, að Ásmundur á Bjargi gerðist heitfengur mjög er hausta tók. Fékk hann þá Gretti syni sínum það starf, að strjúka um bak sitt, og því fastar vildi hann að strokið væri, sem svalara blés um dali og skörð þar vestra. Þeim fer eins, Morgun- blaðsmönnum. Því meir, sem svali staðreyndanna leikur um nýsköpunarskrumið, því fastar vilja þeir að bændur og aðrir „útskæklamenn“ strjúki bak stjórnarinnar. Væri þó synd að segja, að nokkur vettlingatök hefðu þar verið á áður. Það var ■til þess að eggja Eyfirðinga við' bakeldagerðina,wsem Morgunbl. birti hundaþúfupistilinn, sem víðfrægur er. Ætlunin var, að Iauma tréhesti inn fyrir varnar- múra bændasamtakanna til þess að blása þar að glóðum öfundar og haturs. Takmarkið var sundr- u.n kaupfélaganna og afnám Framsóknarflokksins. Fyrr var ekki nógu fast strokið um bakið á Reykjavíkurhöfðingjunum. Eg gat þess til, að þessj^ reiðskjóti mundi verða gerður afturrækur á Korpúlfsstaðatúnið. Þar er sagður góður útigangur fyrir gæðinga broddborgaranna. Þessi von hefir ekki brugðizt. „Óþekkti riddarinn“ í Mbl. hefir fengið nýjan farkost, er hann heldur norður um heiðar í annað sinn. Svo geyst er nú farið á hryssunni Kengálu, að ekkert hóf er þar á. Riddarinn virðist hafa fundið það í hinni fyrri ferð, að samvinnumenn höfðu ullar- kamba tiltæka, eins og Grettir forðum, og skaplyndi til þess að láta þá ganga ofan eftir bakinu á slíkum útsendurum. Að minnsta kosti hefir hann „hlaupið upp og orðið óður við“ atlotin. Nú nægja ekki illmælin og blekking- arnar, heldur er stafprikið einn- ig á lofti og því heitið, að ganga milli bols og höfuðs á Framsókn- armönnum og öðrum stjórnar- andstæðingum. „Skemmdar- verkamenn" og „spellvirkjar" heita þeir á máli hans, og máls- staður þeirra er „fjörbaugssök". Minna kostar það ekki að vera í stjórnarandstöðu á fyrsta ári hins endurlieimta lýðveldis. Það voru sannarlega orð í tíma töluð, sem Bernharð Stefánsson viðhafði hér í blaðinu fyrir skemmstu, um einræðistóninn í stjórnar- blöðunum. Aldrei hefir annað eins ofstæki þekkzt á landi hér. Landráðamenn er nafngift ,,Sjálfstæðis“lilaðsins, en „fasist- ar“ hrópa konnnúnistar. Má með sanni segja, að ekki hallist nú. lengur á um málflutning þessara flokka. • Það fer raunar að verða erfitt að merkja hvorum flokknum, kommúnistum eða sjálfstæðis- mönnum, Kengáluriddarinn er handgengari. Mönnum er enn í fersku minni samþykkt komrn- únistaflokksins frá 1942 um að þrískipta samvinnufélögunum, eftir stéttum, með valdboði. — Þessi tillaga þeirra hefir ekki átt að fagna fylgi annarra en æstustu línudansara. Enginn annar af stjórnarflokkunum hefir hingað til ætlað sér þá dul, opinberlega, að minnsta kosti, að knýja hana fram. Það er því fyllilega þess vert, að því sé gaumur gefinn af samvinnumönnum um land allt, er aðalmálgagn Sjálfstæðisflokks- ins lýsir því yfir nú,. 15. þ .m., að það sé fylgjandi þessari skipting- arhugmynd kommúnista. Þarf þá raunar ekki lengur vitna við um tilgang þessara skrifa Morg- unblaðsins. Yfirskynið er um- hyggja fyrir bændum, en undir býr sú ákvörðun flokksstjórnar- innar, að knýja bændur til að ganga inn í raðir stjórnarflokk- anna, ella verði samtök þeirra lögð í rústir með valdboði. TiL frekari áréttingar leggur blaðið til, að samtök eyfirzkra bænda verði sett undir sérstakt ríkiseft- irlit til þess að fyrirbyggja það, að þeir, ásamt stéttarbræðrum sínum um land allt, „taki fram fyrir hendurnar á ríkinu" og fari að verja eigin fé í að byggja áburðarverksmiðju fyrir íslenzk- an landbúnað. Það er málgagn Eignaréttarflokksins hans Jóns Pálmasonar, er svona mælir. Hvernig lízt mönnum á framtíð eignaréttarins í þjóðfélaginu, ef það gengur glæpi næst, að ein- staklingar og félög ráðizt af sjálfs- dáðum í stórframkvæmdir fyrir eigin reikning? „Aðrar stéttir leita ásjár ríkisins", segir Mbl. Það er fyrirmyndin. Framtak einstaklinganna í einkarekstri og samvinnu er til viðvörunar. Þessi ummæli í sjálfstæðisblað- inu eru ekki síður furðulegt fyr- irbrigði en haustrigningarnar við glugga Morgunblaðsins í sumarbyrjun. Þegar stjórnarflökkarnir vís- uðu áburðarverksmiðjumálinu á bug á síðasta þingi,varþví haldið fram hér í blaðinu, að ástæðan til þess væri að verulegu leyti sú, að meirihlutanum, sem Reykja- vík hefir komið sér upp innan veggja Alþingishússins, hefði þótt nokkur hætta á, að fyrirtæk- ið yrði sétt utan lögsagnarum- dæmis bæjarins. Sérfræðilegar at- huganir höfðu bent á aðra stað- reynd, er hagkvæmari þóttu. Það verður nú ekki lengur um það villzt, að þetta sjónarmið hafi verið gildur þáttur í ákvörðun Alþingis. Engin frambærileg mótbára er fyrir hendi af Al- þingis hálfu, að neita samvinnu- félögunum um leyfi til þess að reisa fyrirtækið, eftir að bændur um land allt hafa óskað jjess og boðizt til að leggja fram fé til framkvæmdanna. Þó er Morgun- blaðið byrjað að undirbúa það, sem koma skal. Kengáluriddar- inn lýsir fullum fjandskap við þessa fyrirætlun bænda. Her- stjórn Sjálfstæðisflokksins hefir í Mbl. lýst aðdáun sinni á þessum forríðara. Ummæli hans verða því ekki sett utan við ábyrgð flokksins. — Staðarákvörðun Reykjavíkurhöfðingjanna fyrir áburðarverksmiðjuna á að standa óhögguð, ella verður mál- ið barið niður. Þeir, sem vilja reisa áburðarverksmiðju fyrir eigið fé þar á landinu, sem hag- kvæmast er, eru með því að svala „metnaði" sínum og „minni- máttarkennd". Öfund yfir „við- gangi Reykjavíkur“ er lyftistöng- in undir þessar fyrirætlanir, seg- ir Mbl. Hér ber allt að sama brunni. Enn er ekki nægilegt storkið urn bakið á forréttindaklíkunni og Kveldúlfsvaldinu. Enn eiga mannskræfurnar, sent enn hald- ast við um breiðar byggðir lands- ins, að standa sveittar við bak- eldagerðina. Þeim, sem finnst ærið heitt orðið um hönd og vilja snúa sér að eigin búverk- um, gengur ekkert til nema öf- undin og illgirnin, segir Mbl. Það vill svo vel til, að nú eru fyrir hendi óyggjandi staðreynd- ir um það, í hvaða eldaskála glaðast hefir logað á undanförn- um árum. Hér í blaðinu hefir því verið haldið fram þráfald- lega, að yfirgangur Reykjavíkur í verzlunar- og siglingamálum væri að draga allan níátt úr fólk- inu úti um land til framkvæmda og sjálfsbjargar. Verzlunin er nær öll komin þangað. Lands- menn verða að sækja undir högg heildsala og stórgróðamanna þar daglegt brauð og viðurværi. Siglingamálunum hefir verið komið þannig fyrir til hags fyrir Reykjavíkurstefnuna, að bærinn er orðin nær eina innflutnings- höfn landsins, en sveitir og þorp verða að gjalda ærinn skatt þang- að í hafnargjöldum, umhleðslu- gjöldum og heildsalaálagningu, löglegri og ólöglegri. Hér hefir ekki orðið nein smávegis bylting síðan í stríðsbyrjun. í nýútkomn- um verzlunartíðindum er greint frá því, að í árslok 1943 hafi Reykjavík haft nær 90% af inn- flutningi landsins og hafði þessi hlutfallstala af heildarinnflutn- ingi landsins þá hækkað um nærri 30% á þremur árum. Allir aðrir staðir á landi hér, sem telja þó 2/s þjóðarinnar, höfðu 10% rösk af innflutningsmagninu í árslok 1943 og er þá meðtalinn innflutningur til síldarverk- smiðjanna hér norðanlands, svo sem kol og olía, en sá innflutn- ingur nemur verulegum hluta a: þessurn 10%. Samfara þessari þróun varð vitaskuld önnur á sama tímabili. Sextíu nýjar heildverzlanir risu upp í höfuð- staðnum og sízt mun þeim hafa fækkað síðan. Á sama tíma verða þau tíðindi, að fólki, sem vinnur í opinberri þjónustu þar, fjölgar svo, að það verður fleira en þeir, sem stunda fiskveiðar, og starfs- mannaskari þessara verzlana allra er orðinn 1/5 bluti íbu- anna. Samfara J:>essu kemur svo alræði Reykjavíkur innan Al- jingis eftir kjördæmabreytina;- una 1942. Andspyrnuna gegn þessari þró- un, sem m. a. lýsir sér í undir- búningi fjórðungsbandalága og samtökum kaupstaðanna utan Reykjavíkur, nefnir Mbl. öfund yfir „viðgangi Reýkjavíkur". Þar með er sýnt hverjar viðtökur við- leitni fólksins úti urtr laiid til þess að rétta sig úr kútnum og taka í sínar hendur eðlilegan skerf af verzlun landsmanna, muni fá. Forréttindaklíkan syðra og allt það lið, sem hefir viður- væri sitt af viðhaldi J>essa farg- ans, mun ekki ætla að sleppa neinu af því, sem hrifsað hefir verið úr höndum landsmanna á undanförnum árum. — Heiftin 5égn samvinnufélögunum hefir hlotið endurnæringu af þessum baráttuhug. Þau eru einu félagssamtökin í 'andinu, sem hafa ennþá afl og vilja til þess að gera hér breyt- ingu á. Mbl. virðist ekki ætla að hirða um stefnumál flokks síns um viðhald eignaréttar og per- iónufrelsis, heldur gera ríkið að allsherjar skildi til þess að brjóta réttmætar kröfur landsmanna um jafnrétti. „Aðrar stéttir leita ásjár ríkisins," segir Kengálu- burtreiðarmaðurinn, er bændur ætla sér að ráða því sjálfir, hvað þeir gera og hvernig þeir verja þVí fé, sem þeir hafa eignast á iiðnum árum. Það eru þessi sjón- armið, sem virðast ráða í innsta hring Sjálfstæðiseflokksins í Reykjavfk. Landráðabrigzl til Framsóknarmanna eru úr hand- raða Jaessarar klíku. Það er aug- Ijóst, að einskis verður svifist til þess að halda í forréttindin í lengstu lög. • Það er vonlaust verk fyrir Mbl., að ætla sér að vinna mikið fylgi fyrir þennan málstað úti um byggðir landsins, hvaða flokki sem menn fylgja þar. Það er hætt við því, að svo muni fara fyrir blaðinu, sem fyrir Ásmundi á Bjargi, að „illt muni að treysta merinni“ Kengálu og þótt það orð hafi leikið á kostum hennar, að hún væri „svo vís um veðr og vatnagang" að aldrei brygðist, getur Mbl. gengið að því sem vísu, að hún muni leita h’éitn. undir hús á Korpúlfsstöðum fyrr en vonir þess standa til, með burtreiðar-flugumanninn ein- samlan í hnakknum. Gamla rógsiðjan, blönduð kommúnista-lævísi, mun hafa þær afleiðingar einar að opna augu æ fleiri landsmanna fyrir þeim málum, sem hér er raun- verulega deilt um, hvað sem Mbl. hefir að yfirvarpi. Stærsta mál allra byggða landsins nú, er framsókn til jafnréttis um lífs- kjör og afkomumöguleika. Með- (Framhald ó 8. síðu).

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.