Dagur - 24.05.1945, Blaðsíða 7

Dagur - 24.05.1945, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 24. maí 1945 7 Ð AGUR IíÁNÚIBOÐ í dag og næstu daga tökum vér á móti pöntun- um á allt að kr. 300.000.00 af skuldabréfum Siglu- fjarðarkaupstaðar vegna Skeiðfossvirkjunarinnar. Lánið er að upphæð kr. 2.500.000.00 og er af- borgunarlaust árið 1945 og 1946, en greiðist síðan með jöfnum afborgunum á 23 árum samkvæmt útdrætti. Skuldari hefir þó rétt til að segja láninu upp til útborgunar eftir 2. janúar 1955. Upphæð skuldabréfanna er kr. 5000.00 og kr. 1000.00 og bera þau 4% ársvexti, sem greiðast eftir á 2. janúar ár hvert. Landsbanki fslands annast greiðslu vaxta og út- dreginna skuldabréfa. Ríkisábyrgð er til tryggingar skilvísri og skað- lausri greiðslu höfuðstóla og vaxta skuldabréfanna. Skuldabréfin bera vexti 1. apríl s.l. og miðast vaxtagreiðslan við það. Pantanir verða afgreiddar í þeirri röð, sem þær berast og verða bréfin seld fyrir nafnverð til þeirra, sem gera pantanir fyrir 1. júní n.k., eftir því sem upphæðin hrekkur til. Fasteigna- & verðbréfasalan (LÁRUS JÓHANNESSON, hrm.) Suðurgötu 4 — Reykjavík — Símar 4314 og 3294 >Wm><H><B><H>*H>i><H><H><H><H><B><H><BKB><B>i><H><B><B>^^ AÐALFUNDUR Flugfélags Islands h. f. verður haldinn í Reykjavík fimmtudaginn 31. maí, kl. 1.30 eftir hádegi. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. STJÓRNIN. Smjörskömmtun Mjólkursamlags K.E.A. verður aukin um helming frá 1. júní n. k. og þar til öðruvísi vejrður ákveðið. Smjör- skömmtuninni verður hagað á sama hátt og verið hefir, að öðru leyti en því, að út á hvern 250 gramma skömmtunarseðil fást 500 gr. ■Akureyri, 16. maí 1945. Mjólkursamlagið. Aðvörun Fjáreigendur á Akureyri eru hér með alvarlega minntir á', að það er stranglega bannað að láta fé ganga laust innan- bæjar. Sama gildir um annan kvikfénað, svo sem kýr og hesta. — Skemmdir þær, sem slíkar gæzlulausar skepnur valda, verða eigendur að greiða auk sekta, sb. VII. kafla lögreglusamþykktar kaupstaðarins. Akureyri1, 16. maí 1945. ♦ BÆJ ARSTJÓRI. Gefið börnunum hinar hollu Clapp’s niðursuðavörnr Alls konar grænmeti Mjög holl barnafæða Kðupf jelag Eyf irðinga Nýlenduvörudeild og útibú. 4«545455554Í4«5«544545«5454555«45«55454«Í55455445«54555«54544$5545^ Bílferðir milli Húsavíkur og Akureyrar Vér höfum, eins og undanfarin ár, áætlunar- ferðir milli Húsavíkur og Akureyrar tvo daga í viku, mánudaga og föstudaga. Farið er frá Húsavík kl. 8 f. m. og frá Akur- eyri kl. 6 e. m. Bíllinn flytur bæði fólk og vörur. Afgreiðsla á Húsavík hjá oss, sími 31. Á Akureyri hjá Bifreiðastöðinni Bifröst, sími 244. Fólk, sem ætlar að fá far með bílnum austur, panti það þar. Þangað ber einnig að skila flutningi, sem óskað er eftir að verði fluttur með bílnum. Sömuleiðis að spyrja þar eftir sendingum, sem fólk á von á að fá héðan að austan. Húsavík, 11. maí 1945. Kaupfélag Þingeyinga. &4 Til Guðna Þorsteinssonar hreppstjóra í Lundi á sjötugsaf- mælii hans 1. maí 1945. Vandi er á verði að standa, vaka yfir lýðsins málum, mörg því hafa mönnum orðið misstig, á þeim vegi hálum. Ólík viðhorf, allra vilja erfitt muni til greina að taka, svo að þá, sem fremstir fara, fólkið oft um margt vill saka. Heill sé þeim, sem heilir mega hættustigu slíka ganga. Heill sé þeim, sem tállaust traustið trúlega fylgir æfi langa. — Þú heíir notið þeirrar auðnu, þú hefir urtnið vel og íengi, á þann veg, að allar minjar aðeins snerta hlýja strengi. Heim í Lund á liðnum árum Ijúf hefir mönnum gangan fundizt, hér hefir minning yls og yndis ætíð vitund gestsins bundizt. Og á þessum merku mótum minjadegi æfi þinnar, færa memi þér fyllstu þakkir falslaust vitni hlýju sinnar. Óskir hníga að einu marki, enginn þarí sinn hug að skoða: að megirðu enn í starfi standa, stýra á milli skers og boða. — Um þig geislar Ijúfir leiki, lánsældin þér krans sinn bindi, sæla friðar, sólarhlýja sveipi kvöldið tign og yrtdi. Jórunn Ólaísdóttir, Sörlastöðum. Ávalt fyrir- Hattar Húfur Manchettskyrtur Bindi Nærföt Sokkar Sokkabönd Axlabönd Vasaklútar Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild. By F. H. Cumberworth Billi og Balli ABCMfM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.