Dagur - 13.09.1945, Blaðsíða 1

Dagur - 13.09.1945, Blaðsíða 1
Markverðar tilraun- ir með niðursuðu síldar Haf a borið góðan árangur, segir dr, Jakob Sigurðsson Dr. Jakob Sigurðsson frá Veðramóti, og fleiri, hafa unnið að tilraunum með niðursuðu fersksíldar í Siglufirði í sumar. Er síldin tekin glæný og soðin niður með öðrum hætti en tíðk- ast hefir hér hingað til. Ætlunin mun vera, að fá úr því skorið með þessum tilraunum, hvort takast rnegi að hafa nýja, niður- soðna síld á boðstólum sem al- menna neyzluvöru í helztu mark- aðslöndum okkar, en ekki sem lúxusvarning, svo sem nú er með meginið af íslenzkum niðursuðu- vörum. Dr. Jakob Sigurðsson var hér á ferð fyrir skömmu og átti blaðið tal við hann um þessar tilraunir. Hann kvað þær hafa gengið ntjög að óskum og mikilvæga reynslu hafa fengist. Þessar tilraunir munu standa í sambandi við fyrirætlanir um byggingu fullkominnar niður- suðuverksmiðju, sem nú eru á döfinni og vikið er að í ályktun sjómannafélaganna hér í bænum og getið er um annars staðar í blaðinu í dag. Snorri Sigfússon1 tekur við stjórn barnaskólans á ný frá 1. október Snorri Sigfússon, skólastjóri, sem gegnt liefur störfum náms- stjóra í Nörðlendingafjórðungi að undanförnu, hefur nú til- kynnt skólanefnd barnaskólans hér, að hann muni verða við á- skorun hennar og bæjarstjórnar- innar um, að taka aftur við skóla- stjórn barnaskólans. Mun hann því láta af störfum námsstjóra og taka við skólastjórastarfinu frá 1. okt. n.k. DAGUR XXVIII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 13. september 1945 36. tbl. STÉTTARSAMBAND BÆNDA STOFNAÐ Krefst afnáms búnaðarráðslaganna. Fulltrúar úr öllum sýslum landsins sátu stofn- fundinn að Laugarvatni. Fógetaréttur hrindir ofbeldísstjóm kommúnista í Kaupfél. Siglfirðinga Uppvöðsluseggjunum gert að greiða krónur 5 þúsund í málskostnað S.l. fimmtudag felldi setufógeti, Gunnar Pálsson, fulltrúi, fógetaúrskurð í kaupfélagsmálinu á Siglufirði. Er úrskurð- urinn á þá leið, að stjórn Kaupfélags Siglfirðinga, sem kosin var 21. júní 1945, skuli fá sig setta inn á ábyrgð gjörðarbeið- anda, gegn þeirri tryggingu, er fógeti kann að krefjast. Enn fremur úrskurðast, að ofbeldisstjórn kommúnista, sem setið hefur í trássi við meirihluta félagsmanna, þeir Ottó Jörgensen og fleiri, skuli greiða ujjp í málskostnað krónur fimm þúsund. Kommúnistar hafa ákveðið að áfrýja dómin- unt til Hæstaréttar. Hinn almenni kirkjufundur Mikill áhugi ríkti á fundinum - Mörg merk mál rædd Þesstim merkilega fundi lauk í fyrradag. Hafði hann þá staðið í 3 daga og var alla dagana hald- inn í hátíðasal Menntaskólans, en inngangur hans var guðsþjón- usta í Akureyrarkirkju á sunnu- daginn, 9. þ. m., eins og dagskrá fundarins greindi og var hún prentuð í síðasta blaði. Kirkjufundinn sóttu fulltrúar frá mörgurn söfnuðum í öllum Fyrsti fulltrúafundur eyfirzkra hús- mæðra í Kaupfélagi Eyfirðinga SÍÐASTA aðalfundi Kaupfé- Eyfirðinga var samþykkt til- laga þess efnis, að fela deild fé- lagsins, að kjósa fulltrúa úr hópi kvenna til þess að mæta á full- trúafundi á Akureyri, þar sem rætt yrði um þátt kvenna í sam- vinnustarfi og aukna samvinnu húsmæðranna og kaupfélagsins. Á þessu vori og sumri voru full- trúarnir kjörnir og 3. sept. s.l., var fyrsti fulltrúafundur ey- firzkra húsmæðra settur hér á Akureyri. Voru þar mættir 57 fulltrúar frá nær því öllum fé- lagsdeildum og auk þeirra stjórn KEA og framkvæmdastjóri. Ein- ar Árnason, form. félagsstjórnar- innar, setti fundinn og lýsti til- gangi hans, en Jakob Frímanns- son framkv.stj. flutti ýtarlegt er- indi um tilgang og verkefni þess- ara samtaka og drap á ýmsar nýj- ungar, sem nú ryðja sér til rúms erlendis, til hagsbóta fyrir hús- mæðurnar og benti á möguleika þá, að konurnar og kaupfélagið hefðu samvinnu u/n frarn- kvæmdir slíkra nýjunga hér, er fært þætti. Margar konur tóku þátt í um- ræðunum. Samþykkt var tillaga um að kjósa nefnd til að undir- búa áframhaldandi samvinnu kvenna á félagssvæðinu. Voru þessar konur kjörnar í nefndina: Frk. Rósa Einarsdóttir, Stokka- hlöðum, frú Hólmfríður Þórðar- dóttir, Grænavatni, frk. Hall- dóra Bjarnadóttir, Mólandi, frú Helga Jónsdóttir, Akureyri, frú Jónína Björnsdóttir, Laugalandi, frú Anna Sigurjónsdóttir, Þverá og frk. Elísabet Eiríksdóttir, Akureyri. Konurnar skoðuðu verksmiðj- ur og fyrinæki KEA rneðan þær dvöldu hér og sátu miðdegis- verðar- og kaffiboð hjá félaginu. landsf jórðungum, og einnig margir klerkar, en þeir voru sömu dagana á aðalfundi Presta- félags íslands hér á Akureyri. Hinir almennu kirkjufundir liafa nú um 12 ára tíma verið haldnir annað hvort ár, en ávallt í Reykjavík, þangað til nú, að stjórnarnefndin flutti funda- haldið til Akureyrar að þessu sinni. Biskupinn yfir íslandi sat báða fundina, en forseti hinna almennu kirkjufunda var nú, eins og áður, Gísli Sveinsson. Flutti hann ávarp til fund- arins, er hann setti fundinn kl. 2 á sunnudaginn. Ræddi hann þsfr um hlutverk kirkjufundanna, trúmálin með þjóðinni og hvatti til sameiningar og samstarfs um málefni kristindóms og kirkju. Um kvöldið fyrsta fundar- daginn flutti G. Sv. erindi um kirkjur, þar sem hann tók til meðferðar, hversu ástatt væri í landinu um kirkjusókn, og einkanlega ástand kirkjuhúsanna og hvernig'' bót yrði ráðin á göllum þeim, er þar ríktu, en um það efni hefir hann áður allmikið ritað og rætt og flutti á síðast Al- þingi (1944) frumvarp það um kirkjubyggingar, sem kunnugt er orð- ið og markar algerlega breytt viðhorf í greiðslukostnaði við kirkjubygging- ar. Er ætlast til, eftir ákvæðum frum- varpsins, að ríkið greiði mestan hluta þess kostnaðar, og telur G. Sv. það rétta afleiðing af ríkiskirkju- eða þjóðkirkjufyrirkomulaginu. Um þetta mikla mál var gerð álykt- un síðar á kirkjufundinum. Annað aðalmál kirkjufundarins var „miðstöö kristileés mermingarstaris á íslandieða hið mikla „kirkjuhús", er reisa skal í Reykjavík, og flutti biskupinn, dr. Sigurgeir Sigurðsson, um það framsöguerindi fyrsta fundar- daginn, svo og yaldimar Snævarr skólastjóri. Má segja, að biskupinn sé einnig upphafsmaður þessa máls, og (Framhald á 8. síðu). Stéttarsamband bænda var stofnað að Laugarvatni dagana 7.—9. þ. m. af fulltrúum bændastéttarinnar í öll- um sýslum landsins. Fundurinn setti sambandinu lög og kaus því framkvæmdastjórn. Mikill einhugur var ríkjandi meðal fulltrúanna um það megin viðfangsefni, að sameina bændastéttina innan sambandsins til varnar og sóknar í málefnum landbúaðarins. Bændur eru stað- ráðnir í því að gera Stéttarsambandið að jafnréttháum aðila og sambönd launþega eru og fá viðurkenndan rétt þess sem samningsaðila fyrir hönd bændastéttarinnar. felld úr gildi og framkvæmda- stjórn Stéttarsambands bænda verði falið að ákveða verðlag landbúnaðarvara. * — Fulltrúafundur bænda, haldinn að Laugarvatni 7.-9. sept. 1945, ályktar að skora á Alþingi, að nema það ákvæði úr lögum um Búnaðarmála- sjóð, að ráðstöfun á fé sjóðsins sé háð samþykki landbúnaðar- ráðherra. Það hefir vakið mikla athygli bænda í sambandi við stofnun Stéttarsambandsins, hvernig sam- tökunum er tekið í blöðum landsins. Sérstaka athygli hefir vakið grein í Morgunblaðinu sl. þriðjudag, Jrar sem Stéttarsam- bandinu er skipað innan vé- banda Framsóknarflokksins og talið, að mótmæli fundarins gegn Búnaðarráðsskipuninni sé runn- in undan rifjum Framsóknar- flokksins. Ennfremur undrast blaðið Jrað, að Stéttarsambandið, skuli hafa látið pólitísk mál eins og bráðabirgðalögin um búnað- arráð til sín taka! Það er rétt að vekja athygli á því, í sambandi við þessi skrif, að meiri hluti stjórnar hins nýja Stéttarsambands er skipaður Sjálfstæðismönnum, og að mót- mælin voru samþykkt í einu hljóði á fulltrúafundinum, og vita allir, senr nokkuð Jrekkja tií, að þar átti fjöldi Sjálfstæðis- manna sæti. Blaðinu ætti ekki að vera ofraun að draga þá ályktun af þessum augljósu staðreyndum, að bændastéttin er nær því ein- huga í andúð sinni á þessum of- beldistilraunum ríkisstjórnar- innar, hvaða stjórnmálaflokki sem bændur annars fylgja, og staðráðnir í því, að berjast fyrir rétti stéttar sinnar og gegn kúg- unartilraunum, hvaðan sem þær koma. Hins vegar varð nokkur ágrein- ingur meðal fulltrúanna um Jrað, hvort Stéttarsambandið skyldi vera deild í Búnaðarfélagi ís- lands, s\o sem gert var ráð fyrir í frumvarpi síðasta Búnaðar- þings, eða standa utan þess. Sam- Jrykkt var með miklum meiri hluta atkvæða, að Stéttarsam- bandið skyldi verða deild í Bún- aðarfélagi íslands, en jafnframt var ákveðið, að gefa búnaðarfé- lögum landsins .tækifæri til þess að greiða atkvæði um endanlegt skipulag að þessu leyti næsta vor. Fundurinn tók þegar afstöðu til tveggja mála, er mjög varða landbúnaðinn, og nú eru á dag- skrá. Fundurinn samþykkti harð- orð mótrpæli gegn bráðabirgða- lögum ríkisstjórnarinnar um búnaðarráð og mótmælti einnig þéirri skipan, að fé búnaðarsjóðs sé háð vilja landbúnaðarráð- herra. Eins, og fyrr segir sátu fundinn fulltrúar allra sýslna landsins, 2 frá hverri, 48 fulltrúar alls. For- seti fundarins var Pétur Ottesen alþm. Fundurinn kaus fram- kvæmdastjórn sambandsins og hlutu þessir menn kosningu: Sverrir Gíslason, Hvamrni, Jón Sigurðsson, Reynistað, Pétur Jónsson, Egilsstöðum, Sigurjón Sigurðsson, Raftholti, Einar Óla- son, L'cékjarhvammi. Varastjórn var kosin þannig: Sigurður Snorrason, Gilsbakka, Jón Jóns- son, Hofi, Helgi Jónsson, Segl- búðum, Sveinn Einarsson, Reyni, Guðmundur Andrésson, Hálsi. Framkvæmdastjórnin kaus sér formann og hlaut Sverrir Gísla- son í Hvammi kosningu. Mótmælatillögur fundarins voru samþykktar í einu hljóði og eru þannig: Fundurinn mótmælir ein- dregið að ríkisstjórnin skipi fulltrúa til þess að fara með verðlagsiftál landbúnaðarins og krefst þess, að bráðabirgða- lögin um Búnaðarráð verði Athuéasemd frá Konráð Vilhjálms- syni, í tilefni af aths. landsbókavarðar við grein hans í síðasta blaði, mun birtast hér í blaðinu í næstu viku.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.