Dagur - 13.12.1945, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 13. desember 1945
D A G U R
5
Olíuvélar
2ja hólfa, kosta nú
aðeins kr. 88.00.
Verzl. Eyjafjörður h.f.
Kjólföt,
ný, á grannan mann, ti
sölu ög sýnis á
Saumastofu Gefjunar.
Strásykur
Púðursykur
Vanillesvkur
Skrautsykur
Sætar möndlur
Súkkat
Jólin nálgast
Eins og að undanförnu b jóðum vér yður alls-
konar matvörur o. fl. með beztu kjörum
Súkkulaðiduft, sætt . Kardemommur, heil-
og ósætt
Vanilletöflur
Vanilledropar
Möndludropar
ar og steyttar
Sulta, margar teg.
Þurrkaður laukur
Hjartasalt
Súrkál í dósum, ómissandi með jóla-
steikinni
Rauðber í pökkum, sem fræg eru o. fl.
Blandað grænmeti, Gulrætur niður-
soðnar, Rauðrófur niðursoðnar
Kardemommudropar Natron o. fl.
Kúmen, Sykurvatn, Súpulitur, Soyja
Búðingar margar tegundir
Sælgætisvörur, ný sending kemur í
næstu viku
Amerískt smjör kemur næstu daga
v
Hringið eða sendið í næsta útijbú vort. Bíllinn f er um bæinn
tvisvar á dag með sendingar
Útibú:
Strandgötu 25, sími 381
\r,i i .. í ‘íj Hafnarstr. 20, — 409
Nylenduvorudeild Brekkugötu 47, — 446
, Hamarstíg 5, — 494
KBKHKHKHKHKHKHKBKHKHKBKBKHKHKHKHKHKBKHKHKHKBKBKBKHKHKHKBKBKÍIHKHKHKHKBKHKKHKHKHK
— Fokdreifar
(Framhald af 4. síðu).
En þótt ástandið sé ekki lakara en
þetta nú, þá mun það að líkindum
verða vor hlutur, sem annarra, í sam-
tíð og framtíð, að glíma við vandræð-
in meðal hinna ýmsu yngri og eldri
samborgara, því ágallar vaxandi þétt-
býlis skapa þá aðstöðu, sem mæta
þarf með margs konar úrbótum og
miklu starfi. — Það er því á allan
hátt góðra gjalda vert það mikla og
óeigingjarna starf, sem margir bama-
kennararnir, og sumir aðrir bæjarbú-
ar, leggja af mörkum í samstarfi við
börn og unglinga í bænum, í barna-
stúkunum, skátafélögunum, íþróttafé-
lögunum o. v. Þó niun enn meir við
þurfa, og brýn nauðsyn er á fleiri
leikvöllum í bænum á sumrin, svo að
bömin komizt með ærsl sín og leiki
af götunum, þar sem þau eru offast
sjálfum sér og öðrum til tjóns. Það er
líka rétt hjá konunni, að mikils mundi
um vert að foreldrar gætu komið því
við, meir en nú, að taka a. m. k. elztu
börnin með sér í kirkju á helgum dög-
um. A hinn bóginn mun hinum yngri
börnum notast það bezt og eðlilegast,
að við þau sé talað um hin helgu mál
á þann hátt, sem þroskastigi þeirra
hentar, og því eru barnaguðsþjónust-
ur, og annað slíkt starf með börnum
mikilsvert og æskilegt, þar sem hægt
er að koma því við.
jþESSl HÓGVÆRU orð konunnar
komu einum kennara tveggja
skóla í bænum, Björgvin Guðmunds-
syni, til að leggja orð í belg og vitna,
— um aðra, og sá vitnisburður var m.
a. þannig um alla kennara við skól-
ana í bænum, að þeir, „séu allra
manna ólíklegastir til að sjást í kirkju
eða á öðrum þjóðfélagslegum menn-
ingarsamkomum." (Leturbr. mín. Sn.
S.). Séu þessir starfsbræður hans því
harla léleg fyrirmynd hinna ungu, en
það að vera sönn fyrirmynd mun að
sjálfsögðu vera mikil dyggð í augum
hans.
Annars er þessi samsetningur B. G.,
sleggjudómar hans um menn og mál,
og málreifunin öll, með þeim hætti,
að þögnin hæfir bezt. Og að ætla sér
að fara að svara B. G. svo sem efni
standa til, er verk, sem eg óska a. m.
k. að hliðra mér hjá í lengstu lög,
hvað sem aðrir gera. En eitt rang-
hermi hans þarf þó að leiðrétta.
Boltaleikurinn fór fram eftir messu.
Og ef það er svona stórkostleg van-
helgun á afmæli Matth. Jochumssonar
að menn fari í boltaleik, þá skil ég
ekki hvernig B. G. hefir hingað til
þolað þá miklu vanhelgun á 17. júní,
afmæli Jóns Sigurðssonar, því eins og
kunnugt er, hafa þann dag farið fram
alls konar leikfimisýningar og kapp-
leikir árum saman.
Orð í belg.
„Móðir“ hefir ritað blaðinu bréf og
óskað að leggja orð í belg um þessi
mál. Segir svo í bréfinu:
ÉR OG mörgum fleiri blöskrar
hvernig Björgvin Guðmunds-
son talar um kennarana í síðasta
blaði.... Sízt ætti hann þó að lasta
barnakennarana, sem allir vita að
gjöra sitt bezta og vinna oft miklu
meira en þeim ber skylda til, og má
raunar segja það um starfsbræður
þeirra flesta.
Eg ætla að leitun sé á skóla, sem
betri er en skólinn okkar. Allir vita
hvaða afbragðsmaður skólastjórinn
er, svo að við megum vera þakklát
fyrir að hafa hann. Eg þekki fjöl-
skyldu, sem hefir átt tvö börn í skól-
um í öðrum bæjum, og er mér sagt,
að skólinn hér sé miklu betri en þar.
Eg hefi heyrt fleiri segja þetta sama.
Við megum sannarlega fremur vera
þakklát, en þola það að skólakennur-
unum sé hallmælt. Ætla eg einnig, að
ekki muni maigir taka mark á, er
slíkt er gert. Eg vil senda kennurun-
um kæra kveðju mína og þakka þeim
fyrir mín börn.“
KKHKhKhKhKhWhkhkhkhKhkbkhKbkhkhkhkhkhkhKhkhKhKbKhkbk*
koma eftir liekina
Kaupfélag Eyfirðinga
V ef naðarvörudeild