Dagur - 13.12.1945, Blaðsíða 6

Dagur - 13.12.1945, Blaðsíða 6
6 DAGUR Fimmtudaginn 13 .desember 1945 ILagt áborð fyrir þrjá I Saga eílir Yirginia Douglas Dawson | XXttHXH>i>ÍH>Ö<H><H>ÍH>l>)>l>5H5 *ÍH>)>m>i>)!H!8>)>t>)!8>i>)!H>S8>i!8>i (Niðurlag). orðið þau sömu, þ(')tt þér hefðuð aldrei konrið í húsið. Og svo ei það ungi maðurinn! Hefir yður aldrei dottið í hug, að hann veið- ur líka að þjást ranglátlega. Þér eigið að hjálpa honum — þér meg- ið ekki láta hann berjast einan við óttann. Hann þarfnast áreiðan- lega hjálpar yðar. Finnst yður ekki, að hann hafi þegar tekið nóg út? Það getur varla verið ætlun yðaV að láta Celíu Arden halda áfram að eyðileggja líf hans.“ Sara Mappin sat grafkyrr. í fyrstu hafðvi hún horft undrandi á gömlu frúna, en svipur hennar nú bar þess vott, að hun háði strið hið innra í lmga sínum. Allt. í einu reis luin á fætur, eins og hún hefði komizt að einhverri niðurstöðu, en þá mundi hún allt í einu eftir því hvar hún var og til hvers hún hafði komið. Hun lét fallast í stólinn aftur og brosti afsakandi til frú Gregory. Gamla frúin endurgalt brosið. „Eg held, að þegar öllu er á botn- inn hvolft, þá þurfi eg raunverulega ekki að hafa neina hjúkrunar- konu hjá mér,“ sagði hún, „en ef þér viljið koma, er staðan laus. En eg mundi frekar ráðleggja yður að fara á staðinn, sem þér Iiugsuðuð um áðan, þegar þér stóðuð svo snögglega á fætur.“ Gleðisvipur færðist yfir andlit ungu stúlkunnar. Hún greip. hendi gömlu konunnar og sagði: „Þakka yður kærlega fyrir allt, frú Gregory, þér hafið verið mér góðar og gert meira fyrir mig en yður grunar.“ Hún stóð á fætur. „Verið þér sælar, og þakka yður ennþá einu sinni alla vinsemdina.“ Gamla frúin hallaði sér aftur á bak í stólinn og hlustaði á létt fótatak stúlkunnar niður stigann. Hún heyrði þegar útidyrahurðin lokaðist á eftir henni og eftir skamma stund var allt orðið hljótt aftur í stóra húsinu. Þá fyrst greip hún bjölluna á borðinu og hringdi. Silfurhljómurinn barst um húsið. Litlu síðar heyrði luin þungt fótatak Lizzíar í stiganum og svo birtist hún í dyrunum. Gamla frú- in og þjónustustúlkan horfðu hvor á aðra. ,,Lizzí,“ sagði frú Gregory og var höst í máli, „hvers vegna notað- irðu ekki Rockingham bollana eins og eg var búin að segja þér?“ Lizzí virtist taka þetta sér nærri. „Þér vitið, frú Gregory, að Rockingham bollarnir eru nú ekki orðnir nema tveir. Eg hélt að báðar stúlkurnar ætluðu að drekka með yður.“ Gamla frúin starði á Lizzí og það var eins og hún yrði ennþá minni og visnari í stólnum. Loksins náði forvitnin yfirhöndinni og hún hvíslaði: „Báðar stúlkurnar? Hvað áttu við?“ „Já, báðar stúlkurnar. Eg vissi ekki að önnur þeirra færi svo snemma, eg meina grannvöxnu, rauðhærðu stúlkuna.“ SÖGULOK. Orðsending Þeir félagsmenn vorir og aðrir viðskiptamenn, sem hafa fengið úttektarlán á yfirstandandi ári, og eigi hafa gert skil, eru vinsamlegast beðnir að gera upp viðskipti sín við félagið eigi síðar en 20. þ. m. Kaupfélag Eyfirðinga, Jóla-eplin OG EF TIL VILL APPELSÍNUR koma með e.s. Snæfell og verða að líkind- um seld fyrripart næstu viku. — Því mið- ur kemur svo lítið af eplum, að skammt- urinn verður aðeins 2 kíló á félagsnúmer. Afgreitt verður út á Skömmtunarseðil KEA, reit nr. 5. Kaupfélag Eyfirðinga og útibú. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu samúð og rinarhug við andlát og jarðarför konunnar minnar, EMILIU KJARTANSDÓTTUR frá Grímstungu. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda. Benedikt Sigurðsson. Níu erlend skip sigla á vegum Eimskips - en þó er nokkurskonar hafnbann á Norð- ur og Austurlandi (Framhald af 1. síðu). víðast hvar upp tekið, er þessi mótbára fjarstæða. Félagið hefir nú yfir að ráða siglingaflota, þrátt fyrir verkfallið, sem er meiri en sá, er nægði til milli- landa- og strandsiglinga þess fyr- ir stríð. Samt hefir það engar ráðstafanir gert til þess að halda uppi siglingum norður og aust- ur fyrir land, þótt haldi við skorti í mörgum héruðum og samgönguleysið sé fjötur um fót öllum athöfnum í þessum byggð- um. Hér er þá eitthvað annað en nauðsynin á hrfeðri afgreiðslu, sem skortir. „Bezt er að lifa í Reykjavík“. Það er þess vert, að leiða at- hygli landsmanna að málflutn- ingi þeim, sem nú er viðhafður í kosningabaráttunni í Reykja- vík. Málgögn Sjálfstæðisflokks- ins halda því fram, að „bezt sé að lifa í Reykjavík" og þakka flokki sínunt. Þéssu til sönnunar benda þau á, að sífelldur straum- ur fólks fer úr dreifbýlinu — „útskæklunum" á máli Morgun- blaðsins — til höfuðstaðarins. Þar logi eldarnir glaðast og þar vilji fólk helzt vera. Þetta á að sanna ágæti stjórnar Sjálfstæðis- manna á Reykjavíkurbæ. — Ein af þeim höfuðstoðum, sem renna undir velsæld Reykjavíkur um þessar mundir, er einokun sigl- iriga og innflutningsverzlunar. Almenningur úti um land verð- ur að sækja nauðsynjar sínar í greipar reykvískra innflytjenda og gjalda þeirn ríflegan skatt af. Neytendur úti um land verða að bera hafnar- og umhleðslugjöld í Reykjavík, af neyzluvörum sín- um, og gjalda þangað verzlunar- álagningn, löglega og ólöglega. Alii framtak til verzlunar- og iðnaðarframkvæmda úti um land er lamað af Jtessum sökum. Á þessu sviði hefir orðið gjör- breyting á stríðsárunum, Jrví að fyrir stríð hafði Reykjavík þó ekki nema 60% af innflutnings- verzluninni, en nú um 95%. Fleiri menn hafa nú viðurværi sitt af verzlun og viðskiptum, í höfuðstaðnum en af fiskveiðum, sem éitt sinn var aðalatvinnuveg- ur höfuðstaðarbúa. Heildverzl- anir hafa þotið upp eins og mý á mykjuskán í skjóli þessarar þró- unar. Svo gjörsamlega áhugalaus — svo að ekki sé sagt f jandsamleg — eru yfirvöld landsins og forráða- menn siglingamálanna um breyt- ingar til bóta, að þegar innlendi kaupskipaflotinn stöðvast, og þar með allar samgöngur til hafna úti um land, er ekkert einasta af nfu flutningaskipum erlendum, sem í gangi eru, látið bæta þar úr. Engin tilraun gerð til þess að forða skorti og firra vandræðum. Landsmenn sjálfir verða að láta smáskip sín sækja brýnustu nauðsynjað í birgðaskemmur Eimskipafélagsins, en erlendu skipin halda uppi stöðugum flutningum milli höfuðstaðarins og útlanda, og eru fleiri en allur floti félagsins fyrir stríð. Það er ekki að ósekju, sem Sjálfstæðis- menn segja, ,.að bezt sé að lifa í Reykjavík!" Krafan um eðlilega blutdeild í innflutningsverzluninni, til handa byggðum landsins, og nýtt skipulag siglingamála, sýnist því ekki eiga miklu fylgi að fagna í höfuðstaðnum Augljóst er, að í forréttindin verður haldið meðan kostur er, og það er kann- ske engin tilviljun, að auðmenn- irnir í Sjálfstæðisflokknum, sem nú tala hæst um „að bezt sé að lifa í Reykjavík“ og ætla sér að vinna bæjarstjórnarkosningar á því, eru jafnframt áhrifamesti að- ilinn í stjórn Eimskipafélagsins. Kann Jíví svo að fara, að breyt- inga sé þá fyrst að vænta, er gripið hefir verið til þess ráðs, að efna til sjálfstæðra siglinga frá Norður- og Austurlandi. Færi vel á ])ví, að sanrvinnufélögin hefðu þar forgöngu, og liafa raunar þegar hafizt handa um það. N auðsyn j askor tur. Samkvæmt •fregnum, sem blaðið hefir frá ýmsum stöðum hér norðanlands, er farið að bera á skorti á ýmsum nauðsynjum, t. d. kolum, olíu og ýmsu fleiru. Hvernig færi, ef ís legðist að Norðurlandi? Hafa forráðamenn Reykjavíkurstefnunnar í sigl- ingamálnnum gert sér það ljóst? Þáttur stjórnarinnar. Þrátt fyrir loforðin um vinnu- frið og allsnægtir lianda öllum, er ekki vitað, að stjórnin hafi gert neinar sérstakar ráðstafanir til Jress að rétta hlut almennings úti um land, jafnvel hefir því verið haldið fram í einu blaði í Revkjavík, að stjórnin hefi heit- ið Eimskipafélaginu einkaleyfi til að leigja erlend skip til vöru- flutninga. Mætti segja, að skipu- lagið væri fullkomnað, ef satt reynist.. Það kann að geta haft hag- kvæm áhrif á kosningabaráttu íhaldsins í Reykjavík, að ástand- ið í verzlunar -og siglingamálum er eins og raun ber vitni, en dýru verði verður sá sigur keyptur, sem byggist á því, að lama af- komumöguleika og lífskjör þess stóra meirihluta þjóðarinnar, sem enn hefst við á „útskæklun- um“ — úti um byggðir landsins. \ Frá Amtsbókasafninu Gömlum útlánum sé skilað tafarlaust. Verða annars sótt á kostnað lánenda. Safnið opið þriðjud., fimmtud. og laugardaga kl. 4—7. Konfektkassar litlir og stórir, eru ódýrastir í VERZL. HRÍSEY. Kvenarmbandsúr fundið. — Upplýsingar í Brekkugötu 31 (niðri). Stúlka óskast á gott, fámennt heimili í Reykjavík. — Afgr. v. á. r Oskilahestur, rauður að lit, náðist í Hvassafellsfjalli 7. ]d. m. Mark: Sýlt biti fr. hægra. Eigandi vitji hestsins að Syðra- Dalsgerði og greiði áfallinn kbstnað. Hálsi, 10. desember 1945. Benedikt Ingimarsson. SKINNHANZKI (selskinns) Hefir fundist. Vitjist á afgr. Dags. Sjafnar ^ Jólakerti 4|i Krónukerti Stjörnukerti TÍL SÖLU: Ný hickoryskíði með nýsilf- ursköntum og gorm-bönd- um. — Afgr. vísar á. HAGLABYSSA NR. 16 ásamt talsverðu af skotum til sölu. — Ennfremur tveir HÆGINDASTÓLAR. - Afgr. vísar á. KVENNADÁLKUR. (Framhald af 4. síðu). Hancla eiginmanninum: Bók- merki, hylki utan um rakdót, ferðaveski o. s. frv. Margt fleira má reyna. Vertu viss, að, að gjalir, sem þú útbýrð, verða vel þegnar. • Bazar kvenskátanna. Skátabazarinn var í barnaskól- anum sl. sunnudag. Þar var margt mjög smekklegra muna og ef þið hafið komið þar, mun- uð þið eflaust hafa fengið margar góðar „Ideur“ um jóla- gjafir. Bazarinn var kvenskátunum til mikils sóma, enda munu honum starfað. Puella.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.