Dagur - 20.12.1945, Blaðsíða 4

Dagur - 20.12.1945, Blaðsíða 4
4 DÁGUR Fimmtudaginn 20. desember 1945 DAGUR Ritstjórl: Hccukur Snorrason. Afgreiðslu og innheimtu annast: Marinó H. Pétursson. Skrifstofa í Hafnarstraðti 87. — Sími 166. Blaðið kemur út ó hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Bjömssonar. Nú eru jól að ganga í garð JjMNN FANGA ÞEIRRA, er sigur Bandamanna leysti úr dýflissum Þjóðverja síðastliðið vor, var nýlega að því spurður af blaðamanna hverjir fanganna hefðu bezt staðizt hina andlegu áraun, sem pyndingar fangavistarinnar hefðu á jrá lagt. Leysinginn hugsaði sig stundarkorn um, áður en liann svaraði spurningunni, en mælti síðan: ,,Eg lield, að prestarnir liafði að jafnaði staðið sig bezt, þegar öll kurl koma til grafar." — Óneitan- lega stingur þessi vitnisburður nokkuð í stúf við ]>að, sem menn kynnu að hafa búizt við að óreyndu. Um langt skeið hefir Jrað verið mikil tízka hér á iandi — eins og raunar svo víða annars staðár í he.iminum — að skáld og rithöfundar og aðrir þeir, sem helzt hafa talið sig til andlegrar forystu fallna, hafa haft „andlegrar stéttar menn“, presta og trúmenn, mjög að skotspæni og dregið miskunnarlaust dár að öllu Jrví, er til trúar- reynslu hefir getað talizt. Tímarnir hafa vissu- lega staðið mjög í tákni efnishyggjunnar. Trúar- brögðin hafa sannarlega ekki átt upp á pallborð- ið hjá þeirri kynslóð, sem sáði því sæði, sem spratt örazt á blóðugum vígvöllum Evrópu og Austurálfu undanfarin styrjaldarár og ber ennþá ávöxt sinn í fullum blóma meðal sveltandi mil- jónanna á meginlandi álfunnar og víðar úti um heim. gKKI ERU ÞESSI ummæli leysingjans rifjuð hér upp til þess að bera blak af prestunum. Þess gerizt væntanlega engin þörf, eins og sakir standa. En trúdeigum mönnum gæti orðið það hollt íhugunarefni nú um jólaleytið, hvaðan þeim muni hafa komið styrkur til þess að þola lirellingar og skelfingar fangavistarinnar öðrum mönnum betur og gerast fordæmi samfanga sinna og þjáningarbræðra um skapfestu og sálar- ró, þegar mest reyndi á. Karl Marx, faðir sósíal- ismans, kallaði trúarbrögðin ópíum alþýðunnar. Verið getur, að mannkyninu væri þó þörf stærri inntöku af því ópíum, áður en postular efnis- hyggjunnar og trúleysisins gera fleiri holskurði á Jreirri kviku en Jregar er orðið. Myndi Jrað ekki nærri réttu lagi, sem spekingurinn Swift sagði á sínum tíma: ,,Við höfum meðtekið nægilegan skammt af trúarbrögðunum til Jress að læra að hata hvert annað, en ekki nógu stóran til þess að elska náungann eins og okkur sjálf, svo sem okk- ur hefir verið boðið.“ QG NU ERU JÓLIN enn á ný að ganga í garð - hátíð fagnaðar og friðar rennur upp yfir veröld, sem er saurguð blóði og lauguð tárum. Sjaldan hefir dimmari skammdegisnótt skorts og nauða, þjáninga og vonleysis, haturs og hefnda, grúft yfir mannkyninu en einmitt nú. Látum okkur vona, að nú séu vetrarsólhvörf — ekki að- eins í náttúrunni, heldur einnig í samlífi þjóða og einstaklinga — að nú taki daginn að lengja og sól fári hækkandi á lofti. Jólin rninna mennina, hvar sem þeir eru staddir á jörðinni, á hina miklu lífsnauðsyn, að Jreir eiga að varðveita frið- inn sín á milli, svo að þeim geti notazt að þessum heimi, að fegurð hans og gæðum, og að ekkert annað en kærleikur, friður, góðvild og bræðralag allra manna og þjóða getur bjargað okkur hér, líðan okkar, afkomu og allri framtíð. GLEÐILEG JÓL! Enn orð í belg. Björgvin Guðmundsson, tónskáld, ritar blaðinu eftirfarandi: pG VERÐ að viðurkenna, að eg varð talsvert undrandi yfir at- hugasemd Snorra Sigfússonar skóla- stjóra út af fokdreifa-línum mínum á dögunum, og kemur skrif hans mér þannig fyrir sjónir, að það hljóti að vera á misskilningi reist, að einhverju leyti. Það var málefni en ekki menn, sem eg hafði í huga, þegar eg skrifaði áminnstar línur, skólafyrirkomulagið og kennarastéttina í landinu yfirleitt, en engan veginn sérstaklega samkenn- ara mína. Eg hefi aldrei efast um góð- an vilja kennaranna til að leysa hlut- verk sitt vel af hendi, enda kemur það skýrt fram í fyrrnefndum grein- arstúf mínum, þar sem eg tala um mjög svo lofsamlegan og mannúöleg- an ásetning eða tilgang, en eg hefi ef- ast um fyrirkomulagið og árangurinn. þAÐ ERU ÞVÍ áreiðanlega leiðirn- ar en ekki markmiðin, sem skilja á milli mín og ýmsra kennara eða þess anda, sem mér finnst sveima þar yfir vötnunum. Og þvi aðeins lagði eg „orð í belg“, að mér þykir vænt um börnin, og þó umfram allt, vænt um þjóðina, en alls ekki í því skyni að særa samkennara mina, sem mér er meira og minna hlýtt til allra sam- an, enda finnst mér skólastjórinn taka það óþarflega stinnt upp, og þar sem hann lýsir mig hálfgildings ósann- indamann, hlýt eg að gefa þá skýr- ingu, að allar samkomur, sem fara inn á messutímann, hljóta að ganga út yf- ir messuna. Nú eru miðdegismessur sjaldan úti fyrr en kl. 3.15 og enda siðar, sé t. d. skírt, en kappleikurinn var auglýstur kl. 3. Raunar stóð eg í þeirri meiningu, að hann ætti að hefj- ast kl. 2, og hvernig sem á því stend- ur, var það hald margra í bænum í vikunni áður en hann fór fram. Ann- ars hefði eg komizt öðruvísi að orði, enda þótt eg sjái lítinn mismun, úr því að kappleikurinn gekk inn á messutímann hvort sem var. |JM KIRKJUSÓKN kennaranna, sókn þeirra að konsertum o. þ. u. 1. eru fleiri til vitnis en eg, og sleppi ég því að fjölyrða um það, að- eins skal það tekið fram, að í þessum efnum geri eg hærri kröfur til kenn- arastéttarinnar en annarra. — Rúms- ins vegna get eg ekki, að þessu sinni, gert grein fyrir skoðunum mínum í mennta- og uppeldismálum. Eg hefi eitthvað hreyft þeim áður opinber- lega, og aldrei farið í grafgötur með andstöðu mína gegn ýmsum hefð- bindingum, sem mér virðast vera að ná tökum á uppeldismálum þjóðar- J7ITT AF ÞVÍ er t. d., að því er mér virðist, ört vaxandi einangrunar- stefna skólanna. Þessar hópferðir með börnin i stúkur, skátafélög o. s. frv.. Þrátt fyrir það, þótt hér sé um góðan félagsskap að ræða, hjálpar. hann óbeinlínis til að fjarlægja böm- in samneyti við fullorðna fólkið, og þá líka frá kirkjuhni, sem, hvað sem hver segir, verður að skoðast megin- undirstaða siðgæðis og fágunar. - Ekki efast eg heldur um, að kennar- arnir' leggja allt það vafstur, sem þessi félög útheimta, á sig í góðum og fórnfúsum tilgangi. En það geta verið skiptar skoðanir um árangur- inn fyrir því, og þann ágreining ætti að vera hægt að ræða á hæverskra manna hátt í vinsemd og bróðerni. Það er fásinna, að blanda nokkrum persónulegum óvildar tóntegundum inn í slíkar umræður. Þær eru bezt fallnar til að leiða athygli fólks frá málefninu, sem um er rætt, til mann- anna, sem þau deila. Auk þess má oft- ast ganga að því vísu, að fleiri en einn málsaðili fari meira og minna skrám- óttur út úr slíkrí viðureign, og við það getur ekkert unnist en mikið tap- ast. íH><H><H><H><H><B><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><I Vegiia jarðarfarar verða sölubúðir vorar og skrifstofur lok- aðar frá kl. 1—3 síðdegiS, laugardaginn 22- desember næstkomandi. Kaupfélag Eyfirðinga. ><t<H><H><H><H>b<HKH>Ö<t<H><H><H><H><H><f<t<K^O<H><H><H><H><H><B><HKH><H><HKl Ljósakrónur 3, 4 og 5 arma Borðlampar f jölbreytt úrval Pergamentskermar Ljósaskálar Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeild. KhKh><h><h><h><h?<h><h><h><h><h><h><h><h><h><h><h><h><b><h><h><h><h><h><h><h Leikföng eru uppeldistæki. og margir fleiri muna eftir, þegar börnin gátu leikið sér að kubbakösSum, mekkanói og ýmsum öðrum uppbyggilegum leikföngum. Þessi leik- löng fást ekki lengur og hafa ekki fengist um mörg ár. Börnin, sem nú eru að vaxa upp þekkja þau ekki, og naumast önnur leikföng en tréleik- föng, sem hér eru smíðuð innanlands og því mið- ur eru ekki ævinlega eins sterk, falleg og með- færileg og æskilegt væri. Urvalið er einnig næsta fábrotið. Ár eftir ár eru það sömu gerðirnar af bílum og tréhestum, sem fólk hefir að velja úr til jólagjafa handa börnunum. Þetta er engan veg- inn eins lítilfjörlegt atriði og margur heldur við fyrstu sýn. Leikföng eru ekki óþarfi, það er að segja, heppileg leikföng, sem þroska ímyndunar- afl og skipulagsgáfu barnsins og svala löngun þess til þess að starfa. Meðal annars hefir það verið vafasöm stefna, að útiloka allan innflutning á góðum leikföngum frá öðrurn löndum á sama tíma og við höfum flutt inn alls konar vaming, sem í daglegu tali er nefndur „skran“, fyrir hundruð þúsund. Ennfremur hefði yfirstjórn fræðslumálanna vel mátt leiðbeina leikfanga- smiðum um val og gerð leikfanganna. Nýlega hefir stofnun ein í Ameríku, senr fæst við barnauppeldismál, gefið út leiðarvísir til for- eldra um það, hvaða leikföng beri að telja góð og holl fyrir barnið. Eg ætla til gamans að taka hér upp helztu atriðin: .Leikfangið er gott, ef það: — gefur barninu tækifæri til .þess að búa til eða breyta hlutum og þannig þroska hugvitsseini og ímyndunarafl, er breytilegt, þannig, að hægt sé að búa til ýmsar myndir eða gerðir, samkvæmt vilja og uppfinningasemi barnsins sjálfs. Leik- föng eiga að bæta upp og endurspegla reynslu barnsins úr lífinu sjálfu, en ekki koma í staðinn fyrir hana. # # * — gefur barninu tækifæri til þess að láta í ljósi tilfinningar sínar. # # # — eykur eigin áhugamál barnsins, en ekki endilega þau áhugamál, sem foreldrarnir vilja Iáta það tileinka sér. # # # — er við hæfi aldurs barnsins. Má hvorki vera svo auðvelt viðfangs ,að barninu leiðist fljótt að fást við það, né heldur svo erfitt, að það þreyti barnið um of. # # # — er þokkalegt í heimili og hæfilegt fyrir pyngju foreldranna. Tiltölulega dýrt leikfang getur verið gott kaup þegar til lengdar lætur, ef það endist í mörg ár. Ódýr, ónýt leikföng eru ekki verð þeirra peninga, sem fyrir þau eru látn- ir, ef þau verða aðeins stundargaman. # * # er þannig gert, að J>að getur ekki skaðað barnið. Hvassar rendur og oddar geta verið hættulegar. # # # Þannig er leiðarvísirinn í stórum dráttum. Því miður verður ekki sagt, að þetta geti átt við þorrann af þeim leikföngum. sem fáanleg hafa verið um þessi jól, þótt margt gott megi um ýms J>eirra segja. Úr þessu þyrfti að bæta hið fyrsta. ★ Áhyggjur. í erlendu blaði var nýlega gerð þessi skilgrein- ing á áhyggjum fólks út af daglegum, oft smá- vægilegum viðburðum: Hlutir, sem aldrei gerast 40%. Liðnir atburðir, sem ekki gerast aftur, hvað miklar áhyggjur sem maður hefir af þeim, 30%. Smámunir einir, 10%. Óþarfa áhyggjur vegna heilsunnar, 12%. Raunverulegar áhyggjur, sem ástæða er til að hafa, 8%.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.