Dagur - 20.12.1945, Blaðsíða 8

Dagur - 20.12.1945, Blaðsíða 8
8 DAGUR Fimmtudaginn 20. desember 1945 y--11-1—-------------- Úr bæ og byggð I. O. O. F. — 12712218V2 KIRKJAN: Messur um hátí&irnar: Þorláksmessa, Akureyri kl. 11 (barna- guðsþjónusta). Aðfangadagskvöld, Akureyri kl. 6 e.h. Jóladag, Akureyri, kl. 2 e. h. Annan jóladag, Lögmannshlíðkl. 1 e.h. Sunnudagur milli jóla og nýjárs, Gler- árþorpi kl. 1 e. h. Gamlaárskvöld, Akureyri kl. 6 e. h. Nýársdag, Akureyri kl. 2 e. h. Fíladelfía, Akureyri. Jóladag. kl. 5 e. h. Opinber samkoma. Nils Ramse- lius. Jólasamkomur í Zíort. Jóladag kl. 8.30 e. h. — Annan jóladag kl. 8.3p e. h. — Nýársdag kl. 8.30 e. h. —Jkra- mótasamkoman á gamlaárskvölti, kl. 11 e. h., verður í félagi við Hjálpræð- isherinn í samkomusal hans. Áheit á Akureyrarkirkju: Kr. 25 frá N. N., kr. 10 frá Á. S. — Þakkir Á. R. Dagur. — Jólablaðið er komið út. Það er 40 bls. að stærð, prýtt mörg- um myndum. Forsíðumynd er eftir Örlyg Sigurðsson listmálara. I blaðið rita: Pálmi Hannesson, Jakob Krist- insson, Ólafur Ólafsson, Ingimar Ey- dal, Snorri Sigfússon o. fl. Þá eru kvæði eftir F. H. Berg og Kristján frá Djúpalæk, kvennasíða og barnasíða o. fl. Jólablaðið er 50. tbl. Þetta tbl. er 51. tbl. og síðasta blað árgangsins. Dagur kemur ekki út aftur fyrr en fyrsta fimmtudag í janúar. Lokurt sölubúða. Búðir verða opn- ar til kl. 11 e. h. á laugardaginn kem- ur, en lokaðar á Þorláksmessu (sunnud.), nema brauð- og mjólkur- búðir verða opnar eins og venjulega á helgidögum. KEA auglýsir lokun milli kl. 1—3 á laugardaginn, vegna jarðarfarar. Framsóknarfélaé Akureyrar hefir fund í Hótel KEA föstud. 28. des. n.k., kl. 8.30 e. h. Þar verður lagður fram listi félagsins við bæjarstjórnarkosn- ingamar. Umræður um bæjarmál. —- Sjá auglýsingu í blaðinu í dag. Hjúskapur. Sl. laugardag voru gef- in saman í hjónaband af sóknarprest- inum, sr. Friðrik J. Rafnar vígslubisk- upi, ungfrú Kristín Sigurbjörnsdóttir, Akureyri og Gestur Pálsson, pípulagn- ingameistari, Akureyri. Rakarastofur bæjarins verða opn- ar til kl. 11 síðd. laugard. 22. des., frá kl. 9—12 á hád. sunnud. 23. des. og frá kl. 8—12 á hád. mánud. 24. des. Haflgr. Hallérímsson, magister, Reykjavík, lézt þar sl. föstudag. Hann verður fluttur norður til greftrunar. Líkið verður jarðsett á Möðruvöllum eftir komu „Fjallfoss" nú í vikulokjn. Uthlutun skömmtunarseðla fyrir næsta missiri hefst 28. þ. m. Korn- vöruskömmtun fellur niður frá ára- mótum. Er þó ekki eftir nema sykur og smjör af skömmtunarvörum. Jólakort Berklavarnar fást í öllum bókaverzlunum bæjarins og í fleiri verzlunum. Mjög hentug jölagjöf, því að hverju korti fylgir stór vinningur, ef heppnin er með. Styðjið gott mál- •fni! Kaupið jólakort S. í. B. S. Leiðréttiné-1 auélýsinéu frá Bólstr- uð húsgögn h.f., á 2. síðu Jólablaðsins, hefir orðið sú leiðinlega prentvilla, að þar eru nefndar ullargardinur — á að vera RÚLLUGARDÍNUR. Áheit á Strandarkirkju. Frá N. N. kr. 100.00. — Frá N. N. kr. 20.00. Fertugur varð í gær Þórarinn Björnsson menntaskólakennari. eru tilvaldar jólagjafir Merkisdagar Sjötugur varð Kristján S. Sig- urðsson trésmiður, Brekkugötu 5B hér í bænum, í gær. Kristján er Bárðdælingur að uppruna, en kom hingað til bæjarins til tré- smíðanáms hjá Snorra timbur- meistara Jónssyni á Oddeyri ár- ið 1895. Lauk hann sveinsprófi í þeirri iðn. Stundaði hann síðan trésmíðar hér í bænum, á Vopna- tirði, Reykjavík og víðar um niörg ár. Fór utan árið 1915 til þess að kynna sér skíðasmíði. — Kristján er hinn merkasti mað- ur, þjóðhagasmiður, félagslynd- ur með afbrigðum og hefir látið til sín taka í ýmsum félagasam- tökum. • Áttræður er á morgun Ólafur Þ. Þórarinsson, verkamaður, Oddeyrargötu 11. Hann er Hörgdælingur, en hefir dvalið óslitið hér í bænum síðan 1912. Olafur hefir verið fjörmaður mikill um dagana og vinsæll af sam borgt irum sínum. Bættur útbúnaður við jarðarfarir Smekklegur, lokaður líkvagn. Eyþór H. Tómasson hefir boðið fréttamanni blaðsins að skoða hinn nýja líkvagn, sem hann hefir nýlega fengið. Verður hægi að fá þennan nýja vagn til jarðarfara hér eftir. Vagninn er nú alveg lokaður og mjög smekklega búinn. Útskurður er gerður af Geir Þormar, myrid- skreyting af Hauk Stefánssyni og Kristsmyndir af Sigtr. Helgasyni gullsm. Vagninn er yfirbyggður á yfirbyggingarverkstæði BSA samkvæmt teikningu Baldurs Svanlaugssonar. Er verkið allt hið haglegasta, látlaust og smekklegt. Er að þessum lram- kvæmdum menningarauki og j mikil úrbót frá því sem verið! hefir. Hreindýr á Vestur-Öræfum (Framhald af 1. síðu). Jónsson bóndi á Mýri að ganga við fé vestur á Mýrafjalli á svo- kölluðum Þorvaldsdal. Sér hann þá hvar hreindýr kemur brokk- andi niður grófarbarm. Komst liann það næst hreininum að ca. 100 m. voru á milli þeirra. Sá Karl að þetta var hrein-tarfur. Var hægra hornið stórt nokkuð og greint en hið vinstra allmikið minná. Virtist honum stærð hreindýrsins vera svipuð og á fremur lélegum vetrungi. Tveim dÖgum síðar sáust svo enn hreindýrsspor í'snjó niður við Mjóadalsá suður frá Mýri. Sjaífsagt mun þetta vera sama hreindýrið, sem sézt hefir í bæði skiptin og sporin eru eftir. En hvaðan er það? Hefir það sloppið neðan úr byggðum, eða ienti það í öræfavillu, hrakið frá f jölskvldulífi Kringilsárranans til algjörrar einverti Vestur-af- ’éttarins. J- B- FALLEG BÓK. (Framhald af 1. síðu). frá Noregi. Bók þessi er fo’ k unnarfögur að ytra útliti, bund- in í vandað skinnband og skreytt miklum fjölda Ijómandi fallegra mynda, þ. á. m. eru nokkrar lit- prentaðar I jósmyndir, og má það til nýjungar teljast í íslenzkri bókagerð. — Því miður er ekki hægt að geta þessarar bókar nán- ar hér í blaðinu að sinni, en vafalaust er hún einhver allra glæsilegasta bók og skrautleg- asta, sem nú er á jólamarkaðin- um. Jólakerti Krónukerti I t|J Stjörnukerti $ * lULLAREFNI Kambgarnsfataefni Drengjafataefni Kvenkápuefni Ullargarn Lopi, margir litir Ávallt f yrirligg jandi! Ullarverksmiðjan Gefjun Nýja Bíó Firmntudag kl. 9: f leyniþjónustu Fiisttidag kl. 9: Leyndardómui* bókasafnsins Laugatdag kl. 9: Tónaflóð (í súðasta sinn) Sunnudag kl. 3: Hr. Bug skemmtir sér Sunnudag kl. 5: í léyniþjónustu Sunnudag kl. 9: Leyndardómur bókasafnsins Annan í jólum kl. 3: Barnasýning Annan í jóluni, kl. 5, og kl. 9: Óður Rússlands Aðalhlutverkin leika: Robert Taylor — Susan Peters \ í dag koma: Hvítar manchettskyrtur með föstum flibba Hvítir silkitreflar Karlm. Náitföt í góðu úrvali Hvít teygjubönd Brauns Verzlun Páil Sigurgeirsson. Málverkasýning ÖRLYGS SIGURDSSONAR f í Gildaskála KEA Opin daglega frá föstud. 21. des. til 2. jan 1946, frá kl. ;; 10 f. h. til 11 e. h. Lokað kl. 4 aðfangadag og jóladag allan. JI £■»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦»♦♦♦>♦♦»♦♦♦♦♦♦<»»♦♦♦♦>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦& »♦♦♦♦♦♦»♦<»♦♦<»»♦♦♦»»•<»♦♦»»»•♦♦♦♦»♦»♦♦♦»»♦»»»»»»»♦»»»< Auglrsið í „DEGI" >♦♦♦♦♦♦♦♦4

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.