Dagur - 07.03.1946, Blaðsíða 6

Dagur - 07.03.1946, Blaðsíða 6
DAGUR Fimmtudaginn 7. marz 1946 SÚGÞURRKUN Á HEYI Bændur, sem áforma að taka úpp súgþurrkun á heyi næsta sumar, geta fengið ókeypis hjá oss fullkomna verkfræðilega aðstoð og leiðbeiningar ásamt kostnaðaráætlun. — Sendið oss: 1. Skissu af gólffleti hlöðunnar, þar sem gefin er upp lengd, breidd og vegghæð, merkið einnig, livar koma má fyrir blásara. 2. Upplýsingar um aðrar aðstæður: svo sem hvort kostur er á rafmagni, frá hvers konar orkustöð, hve miklu og með hvaða spennu, hvort hveraiiiti er á staðnum, hvort þér eigið mótor, sem hægt væri að nota við blásara, o. s. frv. Að fengnum þessum upplýsingum látum vér í té tillögur vorar ásamt kostnaðaráætlun. JtS Sími 6445 — Reykjavík J_ Sérfræðingar viðvíkjandi vélum Ofar stjörnum ★ I Saga eftir ÚRSÚLU PARROTT I j<hj<hj<bj<hj<hj<hj<hj<hj<hj<>sh; <hj<hj<hjíhj<hj<hj<hj<hj<hj<hj- 9. dagur (Framhald). hans en venjulegan giftingarhring. Innsiglið var merki flugmanna- klúbbs, sem Derek var meðlimur í. Umslagið með ljósmyndunum var lítið og létt. Þau höfðu ætlað að taka margar myndir, en það var sVo margt annað sem kallaði að. Fyrsta myndin var af Edwin Maitland, glöðum og reifum, þar sem ftann stóð á tröppunum á húsi Dereks. Hundurinn þeirra lá við fætur hans. „Við erum rík, Derek,“ hafði hún sagt við hann. ,,Við eigum hús, hund og vin.“ Edwin var trúnaðarmaður Jreirra og vinur. Hann hafði gefið þeim hundinn og þau nefndu hann Mussó í höl'uðið á Mussolimi, því að hann gellti hátt og hressilega, en kjarkinum var ekki fyrir að lara. Ef hastað var á hann, lagði hann rófuna á milli fótanna og filjóp á brott. Þá var mynd af þeim hjónunum, Derek og Gínu, brosandi í sól- skininu. Þau höfðu dvalið þá stundina niður við sjóinn. Þar var hellisskúti og þaðan var gott að leggja til sunds, þótt vatnið væri stundum hálfkalt. Dag nokkurn var óvenju kalt í veðrinu. „Derek, hugsaðu þér, sumarið er bráðurn liðið,“ hafði hún sagt. „Og það er svo dásam- lega langt þangað til vorið kemur.“ Hún hafði loksins fengið sam- þykki föður síns til þess að vera kyrr í Englandi til vors, en þá mundi hún þurfa að fara bónarveg að honum á nýjan leik. En nú lmgsaði hún ekki um það. „Þegar vorið kemur höfum við verið saman allar árstíðirnar fjór- ar,“ sagði hún. „Við höfðum sumarið. Nú er haust. Veturinnverður langur, en hann verður kyrrlátur og unaðslegur. En þó hlakka eg mest til vorsins." Derek hallaði sér upp að henni, reykti pípu sína og horfði upp í loftið. „Þig lan'gar til þess að sjá árangurinn af endurbótum Jrínum á garðinum heima,“ sagði hann. Gamla frú Spratling hafði nefnt Jrað við Gínu, að þörf væri á að endurnýja sum fjölæru blómin í garðinum. Gína fékk áhuga fyrir málinu og svo undarlega vildi til, að hún fann Jrað sem hún þurfti í blómabúð í London einmitt þegar loftárásirnar stóðu sem hæst. Þetta gaf henni ánægjulegt starf í þrjá heila daga, þegar Derek var ekkj heima, annað hvort að fljúga eða „flækjast á flugvellinum," eins og hann orðaði Jrað venjulega. Hann hafði sagt henni það aftur og aft.ur, að venjulega þegar hún væri hrædd um hann, væri hann bara ,,að flækjast á flugvellin- um eða spila bridge við einhverja félaga sína.“ En hvað hann gerði Jrar fyrir utan, þegar hann var ekki heima, um Jrað ræddu Jrau aldr- ei. Hún spurði aldrei um það, því að hún vissi að hann kærði sig ekkert um segja henni frá Jrví hvaða daga hann flaug eða livort liann lenti í bardaga. „Veiztu, góði minn, að eg er búin að gróðursetja fjörutíu og átta nýjar rósir í garðinum þínum?“ „Fjörutíu og átta rósir! Það var svei mér heppilegt að eg giftist til fjár,“ sagði hann og hlátur hans bergmálaði milli klettanna við ströndina. Hann hafði bannað henni að nota sína eigin peninga til nokkurra innkaupa fyrir heimilið. Hún hafði viljað breyta áklæð- inu á sumum húsgögnunum, en hann vildi ekki heyra það nefnt. Hann sagði, að sér Jrætti vænt um það, eins og það væri, og sumt áklæði væri þannig, að Jrað yrði bara fallegra með aldrinum. Ilún var eiginlega að komast á sömu skoðun. „Næsta ár verðum við að hafa matjurtabeð í garðinum, Derek.“ „Sjálfsagt. Eins og þú vilt.“ En nú var rödd hans breytt, og hún sá, að hann starði upp í loftið, alvarlegur á svip. Hátt, hátt uppi, í skini kvöldsólarinnar, svifu litlir, silfurlitaðir deplar. „Hvað er þetta, Derek?“ (Framþald). NÝJA BfÓ Fimmtudagskvöld kl. 9: Strengleikar í aðalhlutverkunum: Barbara Stanwyck og Joel McCrea Föstudagskvöld kl. 9: Strengleikar Laugardagskvöld kl. 6: Tónaregn Laugardagskvöld kl. 9: Madame Curie Sunntrdag kl. 3: Heimþ rá Sunnudag kl. !>: Strengleikar Sunnudagskvöld kl, 9: Tónaregn Aluminiumpottar nýkomnir Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.