Dagur - 04.04.1946, Page 5

Dagur - 04.04.1946, Page 5
Fimmtudaginn 4. apríl 1946 D A G U R 5 Frú Dómhildur Jóhannesdóttir Hinn 27. f. m. var til grafar borin frá Akureyrarkirkju, frú Dómhildur Jóhannesdóttir, ekkja Magnúsar Kristjánssonar, fjármálaráðherra. Jafnframt voru þá um leið jarðsettar líkamsleif- ar manns hennar, en hann and- aðist í Kaupmannahöfn 8. des. 1928. Var líkið brennt, en duftið sent heim og varðveitt hér. Mikill mannfjöldi var við- staddnr jarðarför þessara þjóð- kunnu sæmdarhjóna. Vígslubisk- upinn flutti bæn í heimahúsum og ýtarlega mimjingarræðu í kirkjunni. í heimahúsum voru sungin minningarljóð, er ort hafði Jóhanna Magnúsdóttir í Ólafsfirði, dóttir þeirra hjóna. Frú Dómhildur var fædd í Yztuvík á Svalbarðsströnd 25. júlí 1863. Voru foreldrar hennar Jóhannes Jónsson l'rá Yztuvík og kona hans, Jóhanna Jóhannes- dóttir í Núpufelli. Til Akureyr- ar fluttust foreldrar hennar árið 1871 og átti frú Dómhildur heima hér í bænum óslitið síðan. eða í 75 ár. Dómhildur Jóhannesdóttir giftist Magnúsi Kristjánssyni ár- ið 1887. Stundaði hann þá verzl- unarstörf hér í bænum, en síðar varð hann kaupmaður, bæjarfull- trúi og alþingismaður, og síðast ráðherra. Þau hjón eignuðust 7 börn og lila þrjú þeirra: Kristín, ógift, dvaldist með móður sinni, Jóhanna, gift Árna Bergssyni, kaupmanni í Ólafsfirði, og Frið- rik héraðsdómsfögmaður, kvænt- ur Fanneyju Guðmundsdóttur, Akureyri. Frú Dómhildur var um margt óvenjuleg kona. Hún nant mik- illa vinsælda og virðingar alla tíð í bæ og héraði, sakir mann- kosta og glæsimennsku. Með henni er fallinn einn hinna traustu stofna, er um langt skeið settu svip á bæinn. Hvað kostar maturinn? Eftir Gunnar Jónsson, sjúkrahússgjaldkera. c . 1 I hinum deglegu skrifum og ein. Verður nú gerð tilraun til að finna út hvað þessar 3089 hita- einingar kosta yfir árið. Sundurliðuð neyzla á ári (karlmannsíæði). Segldúkur tali um verðbólguna, eru það fæðutegúndirnar, sem mest er rætt um og Jaá aðallega landbún- aðarafurðirnar. Eg hefi livergi séð þess gerð glögg skil hvað rnikill hluti af tekjum manna fer til kaupa á þessum lífsnauðsynj- um. Skal það nú hér lagt hlut- laust fyrir til athugunar: Lífeðlisfræðingarnir Sherman og König o. fl. telja, að hitaein- ingaþörf á sólarhring sé: (Sam- anb. Árb. Læknafél. ísl.). 1. Andleg vinna, skrifstofu- fólk, embættismenn o. s. frv., 2200-2800. hitaein. 2. Hæg vinna, klæðskerar, prentarar, kennarar, úr- smiðir o. s. frv. 2600—2800 hitaein. 3. Miðlungs vinna, skósmið- ir, bókbindarar, bakarar, póstmenn, sendlar o. s. frv), um 3000 hitaein. 4. Erfiðisvinna, málarar, tré- smiðir, járnsmiðir o. s. frv., 3400—3600 hitaein. Nr. 4, 6, 7, 8, 9, 10 og 11. Ávallt fyrirliggjandi! Kaupfélag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeild KHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKHKHKHKHKHKHKHKhK CHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHWHlHWHWHWHWHWHWHí TIL SÖLU Viljum selja matjurtagarð okkar við Brunná, ef viðunandi boð fæst. Stærð ca. 1 dagslátta. Ágæt kartöflugeymsla á staðn- um fyrir 80—100 tn. Útsæði getur fylgt, ef óskað er. Tilboðum sé skilað fyrir 10. þ. m. — Réttur áskilinn að taka hvaða til- boði sem er eða hafna öllum. Allar nánari upplýsingar gefa undirritaðir. Akureyri, 2. apríl 1946. Gestur Jóhannesson. Magnús Gíslason. ÍKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKHKHKHKKKKHKKHKKHKHKÍ WWHWHWHWHjiKHWHWHKHWKWHWHWHKHWHKHWHWHWHWHKHWHWHWWHWHj^ Fiður Höfum fengið mjög gott enskt fiður, af ýmsum grófleikum Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeild CHKHKHKHKHKHKHJIKHKHKHJíKHKHKHJIWKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHK bKhKhKhKhkhkhKhKhKhkhkhkhKhKhkhkhKhKhKhkhkhkhKhKhkhKC Barnavagnar Ódýrir barnavagnar, 3 tegundir Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeild KHKHKhKhKhKhKhKhKhKhkhKhKhKhKhkhKhKHKhKhKhKhKKhkhKhk 0. r> Mjög erfið vinna 5000 hitaein. 4000- Til þess nú að finna verð fæð- istegundanna verður að finna út hitagildi þeirra. Liggur rann- sókn fyrir um Jiað efni í hinni merkilegu bók „Mataræði og heilsufar á íslandi" eftir dr. Júlí- us Sigurjónsson. Á opnu 42—43 í nefndri bók sýnir tafla XXIII raunverulega neyzlu í karlmannsfæði í 6 kaup- stöðum og kauptúnum á íslandi. — Sýnir rannsókn þessi, að magn karlmannsfæðis í kaupstöð- um hefir orðið 3089 hitaeining- ar-á dag, en í sveitum 3553 hita- Kr. 1. Mjólk 247,85 kg. á kr. 1/60 .................... 396.56 2. Smjör 5,66 kg. á 21/00 120,84 3. Kjöt 48,33 kg. á 10/85 styrkur 174/00 frádr. . . 350,38 4. Fiskur 94,94 kg. á 1/00 94,94 5. Síld 1,02 kg. á 1/50 . . . 1,53 6. Harðfisk. 4,12 kg. á 5/50 22,66 7. Slátur 10,77 kg. á 6/00 64,62 8. Jarðepli 80,30 kg. á 1/25 100,37 9. Rabarbari 4,27 kg. á 0/75 3,20 10. Kál 1,53 kg. á 3/00 .... 4,59 11. Ávextir 2,74 kg. á 6/00 16,44 12. Rúgbr. 32,47 kg. á 1/70 55,19 13. Hveitibrauð 54,79 kg. á 2/40 .................... 131,96 14. Sykur 27,16 kg. á 1/68 45,63 15. Hafragrjón 13,17 kg. á 1/27 ..................... 16,73 16. Egg 3,80 kg. á 15/00 . . 57,00 17. Smjörlíki 9,45 kg. á 5/00 47,25 18. Áskurður 5,58 kg. á 12/00 66,85 Kr. 1569,85 Hér er um ársneyzlu að ræða. Fyrir Jaessar kr. 1569,85 fást 1,127,485 hitaeiningar, sem er meðal ársneyzla karlmanns í Jressum 6 kaupstöðum, eða 3089 hitaeiningar á dag. En við þetta efni í fæðunni verður að bæta ýmsu, svo sem kaffi, tei, kryddi o. fl. og reiknast mér til að það nenii um kr. 62,00 og verður sem næst efni í karlmannsfæði kr. 1631,85 á ári eða kr. 4,47 á dag. Út frá þessu má draga ýmsar ályktanir. Til dæmis er vert að athuga hvort verð á fæði er í nokkru samræmi við þessar nið- urstöður. Reglur virðast vanta um Jrað ,hvað margar hitaeining- ar fæðissölum er skylt að láta fæðiskaupendur fá í daglegri fæðu. Eins er það áberandi, live misjafn matur er að gæðum og tilbúningi á gisti- og matsölu- stöðum í landinu, en er þó selt fyrir sama verð. Væri Jrað Jress vert, að setja reglur um þetta með matseðlum. Eg hefi haft fæðissölu í 21 ár og hefir mér reynst að blöndun fæðntegundanna væri mikilvægt atriði í sambandi við kostnað og ekki síður til þess að fæðið líkaði vel. Þá má af tölurn Jressum gera sér dálitla grein fyrir Jjví, hve mikill hluti af tekjum ínanna fer til efniskaupa í fæði, og einnig, hve mikill hluti fer til kaupa á hinum margumdeildu, en hollu fæðutegundum, sem landbúnað- urinn leggur til. Mun láta nærri að sú upphæð, sem fer til kaupa á landbúnaðarafurðum í karl- mannsfæði, ásamt verzlunar- álagningu, kostnaði sláturhúsa, mjólkurvinnslustöðva o. s. frv., sé um 1100 krónur, eða sem sam- svarar einum fatnaði og einum frakka, en saumalaun á þessar tvær flíkur eru kr. 670,00. Að síðustu má geta þessa til samanburðar: Efni í karlmannsfæði kostar samkv. ofangreindu kr. 134,10 á mánuði. Matsöluhúsin selja það á kr. 480,00. Kostar matreiðslan Jrá kr. 345,90 á mann. í karl- inannsföt og frakka fer ull fyrir kr. 69,50 ,en þegar þessar flíkur eru fullgerðar kosta þær 1100 til 1200 krónur. Það sýnist því þess vert, að gera leit að verðbólgunni víðar en í herbúðum bænda- stéttarinnar. SWt^HKHKHKHKHKHKHKHKHKKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKf Stálvírar 5/8” og 2” KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Járn- og glervörudeild SWKhkhkhkhkhkhkkhkhkhkhkhkhkhkkkkhkhkhkhkhkhkhkhkh><« JÍHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKKHKKKHKfttSHKKKKKKKKKKKKKKKKKKKK Skotfæri Haglaskot, nr. 12 og 16 Riffilskot Messingpatrónur Perlur KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Véla og varahlutadeild MttHKKKHKKHKHKKKHKKKHKHKKKKHKKKHKKKHKKHKHK^^ 5ÍHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKHKHKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKH; Kjólföt nýkomin Kaupfélag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeild IKKKHKhKhKhkhkhKhKhKHKhKhKhKhKhkKHKhKhkKhKhkKKKhKKhKK NÝJA BÍÓ Finimtiidagskvöld kl. 9: Gatan Sænsk kvikmynd a£ skáldsögu Ivar Lo-Johansson Föstudagskvöld kl. 9: Prinsessan og sjóræninginn Laugatdag kl. 6: Kátir karlar Laugardagskvöld kl. 9: Gatan Sunnudag kl. 3. 5 og 9: Undir austrænum himni Nýkomið Hrökkbrauð Mariekex, danskt Sýróp í glösum Hrísmjöl Ávaxta Jelly Marmelade Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.