Dagur - 31.10.1946, Blaðsíða 1

Dagur - 31.10.1946, Blaðsíða 1
1 MYNDASAGA »DAGS« (* Systurnar í Höfrungastræti. Spennandi skáldsaga um ástir og ævintýri Ofsafengin eftirvænting greip hann. „Heimskingi," tautaði Vilhjálmur. Kvensnift hafði gabbað hann. * Eftir ELIZABETH GOUDGE Myndir eftir LAWRENCE BUTCHER „Hver skrambinn," rumdi í O'Hara skipstjóra. gOLVAÐUR HEIMSKINGI," tautaði Vilhjálmur, þar " sem hann sat og fól andlitið í höndum sér, upp við kaldan steinvegg. Hann fann ofurlitla huggun í því, að for- maela léttúð sjálfs sín. Hann hafði ekki rennt grun í, að menn gaetu orðið eins aumir og hann Var nú, alteknir af beinverkjum og höfuðverk. Hann hafði látið kvenmann gabba sig. Hún hafði verið heillandi, en það hafði ekki aftrað henni frá því að gefa honum inn svefnlyf og ræna hann. Hann átti ekkert eftir, nema skyrtuna og buxurnar, sem hann var í, gamla Maóría-hnífinn sinn óg perlufestina, sem hann hafði ætlað að kaupa, um hálsinn. Hún hafði átt að vera handa Mar- gréti. Honum varð flökurt, er hann hugsaði til þess. Hann staulaðist á fætur. I huga hans klingdi ein setning, jafnt og þétt, eins og klukka gengi, og hvert orð eins'-og hamars- högg: „Freigáta hennar hátignar siglir í dögun. Freigáta hennar hátignar siglir í dögun.“ Eftir langa mæðu hafði honum tekizt að komast niður að höfninni. Þar úði og grúði af skipum margra þjóða, evrópskum þrímöstrungum og kínverskum júnkum, en hvergi gat hann komið auga á hinar reisulegu siglur frei- gátunnar „Orion“. Freigátan hafði siglt í degun. Hann æddi um hafnarhverfið, nær því viti sínu fjær, en það varð ekki lengur um það villzt. Freigátan var á bak og burt. Allt í einu greip ofsafengin eftirvænting u*i sig í huga hans. Framundan blöstu við honum þrísiglur „Græna Höfrungsins", reisulegar og fallegar og það glampaði á kol- svarta kinnunga skipsins í morgunsólinni. Vlihjálmur var kominn að niðurfalli af þreytu, «n samt tókst honum einhvern veginn að klifra upp landganginn og staulast niður á þilfarið. Hann studdi sig við borðstokkinn og var innan skamms kominn inn í káetu O’Hara skip- stjóra og ríghélt sér í eikarborðið, sem hann hafði grafið stafina sína í, fyrir mörgum árum. Hann leit í kringum sig. Þetta var eins og að koma heim, friðsælt og notalegt. Hann lokaði augunum og hlustaði á hávaðann, sem barst niður til hans frá þilfarinu. Hann þekkti þau hljóð vel. Það var auðheyrt að skipið var að leggja frá. Káetuhurðin var opnuð. Vilhjálmur opnaði augun. Frammi fyrir honum stóð Nat, með óhreina nátthúfu á kollinum, grettur, ein- eygður og apaköttslegur, alveg eins og í gamla daga. „Nat! Nat!“ hrópaði Vilhjálmur, en meira gat hann ekki sagt. Honum var svo mikið niðri fyrir. ,;Hver skrambinn gengur hér á,“ rumdi í O’Hara skip- stjóra, sem kom í- þessum svifum inn í káetuna. Vilhjálm- ur leit upp. „Þú sagðir eitt sinn, skipstjóri, að þú mundir ekki gleyma mér,“ sagði hann og fleygði um leið Maóría- hnífnum sxnum á eikarborðið. Nat rak upp skrítinn hlátur, og benti með fingrinum á upphafsstafina V. O., sem skom- ir voru í borðið. j^RENGURINN SÁ,“ rumdi í skipstjóranum, um Ieið " og h'ann fylgdi með augunum fingrinum á Nat, sem benti á upphafsstafina á borðplötunni. „Drengurinn frá litlu, skemmtilegu eyjunni. Já, eg man það, eins og það hefði gerzt í gær. En,hvað er nú á seiði, sonur sæll? Ertu í einhverjum vandræðum?" Þegar skipstjórinn nefndi eyjuna, brast Vilhjálmur í grát. En seinna, þegar hann hafði áttað sig, sagði hann skipstjóranum upp alla söguna, en gat þess þó hvergi, að hann hefði verið foringi á freigátu hennar hátignar. Sagði aðeins, að hann hefði haft landgönguleyfi og komizt í vandræði. „Og þegar eg kom aftur niður að höfninni, var skipið farið. Og þá sá eg allt i einu „Græna Höfrunginn" og flýtti mér um borð.“ Skipstjórinn glotti. „Jæja,“ sagði hann. „Kvenfólk og svefnlyf. Maður hefir heyrt getið um það fyrr.“ „Bannsettur græningi. Það ertu, kallinn," bætti hann vic^ en var vingjarnlegur. „Þú hefir verið á kaupskipi, vænti eg. Og þess vegna geti eg kannske bjargað þér. Mig vantar háseta og þú get- ur fengið plássið. Við erum á leið til Nýja Sjálands með te-farm.“ Þannig atvikaðist það, að Vilhjálmur varð skipsmaður á „Græna Höfrungnum“. „Heyrðu, þú þarna Ozanne,“ hrópaði skipstjórinn dag nokkum, þegar Vilhjálmur átti sin einskis ills von. „Eg þarf að tala við þig. Komdu með mér, og engar vífilengj- ur.“ Vilhjálmur flýtti sér allt hvað af tók, og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. En þegar þeir vom orðnir einir í káetunni, var skipstjórinn ekkert nema ljúfmennskan. — „Jæja, drengur minn,“ sagði hann. „Eg er búinn að taka eftir þér nú í tvær vikur og eg hefi séð að þú kannt skrambans lítið til venjulegra sjómannsverka. Og nú sé eg, að þú kemur ekki af kaupskipi hingað um borð, heldur af herskipi hennar hátignar.“ Hann þagnaði amdartak, en sagði síðan: „Þú ert þjónandi foringi í sjóliði hennar há- tignar, er það ekki, kallinn?“ Vilhjálmur stokkroðnaði út undir eyru og það nægði til þess að sannfæra skipstjór- ann. „Þú ert búinn að koma þér í laglega klípu, drengur minn,“ sagði hann. „Þú ert liðhlaupi úr flotanum og það þýðir, að þú getur ekki horfið heim til Englands aftur, eða til litlu eyjunnar þinnar. Seztu! Við skulum spjalla um málið." Hann hóf að segja Vilhjálmi ýmislegt frá Nýja-Sjálandi og hvernig að það hefði borið að, „að á þessu herrans ári 1840 hefði landið verið lagt undir krúnu hennar hátignar. Og hvítir landnemar flykktust til landsins." „Kannske einhver þessara landnema geti látið mig fá eitthvað að starfa?" sagði Vilhjálmur. Skipstjórinn mældi hann með augunum. „Mér sýnist, að menn, eins og þú, ættu að vera velkomnir til hvaða landnáms sem væri. Og svo er það Maóríarnir. Þú heyrir eitthvað um þá. Ef haus- inn á þér á ekki eftir að prýða stafninn á einhverjum bátnum þeirra, þá verð eg að segja, að þeir eru ekki þeir menn, sem eg hélt. Því að það er matur í þér, drengur minn. Það verð eg að segja.“ Og með þessum skelfilegu spádómum lauk samtali þeirra að því sinni. Ókunni maðurinn ætlaði að grípa um hálsinn á Vilhjálmi, T rlLHJÁLMUR OZANNE skildi, að skipstjórinn hafði * haft rétt að mæla. Hann gat ekki snúið aftur til Eng- lands. Honum var þungt innanbrjósts. Þarna var hann kominn um borð í „Græna Höfrunginn" á leið til Nýja- Sjálands. Þetta var land leyndardómanrra, sem skipstjór- inn hafði eitt sinn sagt þeim frá. Skipið nálgaðist Cook- sund og brátt reis undarlegt, fjöllótt land úr hafi. Háreist fjöll umluktu höfnina, en við fjallsræturnar stóð Welling- ton, landnemabær með frumbyggjalegum timburhúsum og hlykkjóttur götum. Þama átti hann að byrja nýtt líf. Strax og þeir vom komnir í land, kynnti O’Hara hann fyrjr presti nokkmm þar á staðnum og fékk honum vist hjé honum til bréðabirgða. Vilhjélmi leixt ekki roeira en svo vel á sig. „Þú ert bezt kominn hjá þeim, meðan þú ert ókunnugur," sagði skipstjórinn. Og Vilhjálmur fékk að reyna það á árunum, sem fóru í hönd. En fyrstu þrjá dag- ana, sem hann dvaldi hjá Súsönnu og Samúel Kelly, var hann eirðarlaus. Hann langaði heim til eyjunnar sinnar fögru og vinanna þar. Hann hafði skrifað kveðjubréf til Soffíu LePatourel og skýrt henni frá ógæfu sinni. „Græni Hörfungurinn" átti að flytja það heim til Englands. Að kvöldi þriðja dagsins biðu þeir O’Hara eftir því að skipsbáturinn frá „Græna Höfrungnum“, kæmi að sækja skipstjórann. * „Vertu hughraustur, sonur,“ sagði O’Hara, og lagði sterklega hendina á öxl hans. Augnabliki síðar var hann á leið til skips. Síðustu tengsli Vilhjálms og heimilisins voru rofin. Hann sneri upp í bæinn, með grátstaf í kverkunum. í von um að geta gleymt, lagði hann leið sína inn í veit- ingakrá Hobsons. Þar var húsfyllir fyrir, heitt og mollulegt inni. Vilhjálmur settist við borð, gegnt manni nokkrum, sem var stórmannlegur og mikill á velli. Auðséð var, að hann var í áliti. Hann var útitekinn og harðlegur og bar djút ör á kinninni. Vilhjálmur horfði á manninn, sem drakk romm og heitt vatn án afláts, án þess að það virtist hafa nokklxr áhrif á hann. Höndin, sem hélt um glasið, virtist styrk eins og bjarg, en hin höndin, sem lá á borðinu, með kreppta fing- ur utan um skammbyssuskefti, var eins og hún hefði verið skorin út úr harðvið. Allt í einu og án þess að segja orð, rétti ókunni maðurinn hendina yfir borðið, eins og hann ætlaði að grípa utan um hálsinn á Vilhjálmi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.