Dagur - 13.11.1946, Blaðsíða 3

Dagur - 13.11.1946, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 13. nóvember 1946 DAGUH 3 Ivappleikuriim á sunnudaginn. „Magni“ vinnur „Þór“. Leikur „Magna“ og „Þórs“ sl. sunnu- dag var ekki eins fjörugur og við hefði mátt búast, hann var yfirleitt bragð- laus og daufur út í gegn. „Magna“- menn höfðu augsýnilega meiri sigur- vilja, enda féll sigurinn þeim í skaut. I leikbyrjun hófðu Þórsarar sókn, all- snarpa er strandaði þó á vörn þeirra Sverris og Adda, sem láta ekki vaða í gegn fyrir ekki neitt. Varð nú nokkurt þóf um völlinn og upphlaup sjaldséð og nokkurt fum á spilamennskunni. Eftir miðjan hálf- leik fær „Magni“ hornspymu á „Þór“, hún er framkvæmd og Björgvin er auður, fær boltann og sendir í mark, staðsetningarveila. Espast nú Þórsarar ögn og ætla að kvitta, en fá ekki aðgert fyrr en á síð- ustu mínútu hálfleiksins að Sverrir yf- irgefur Tryggva, sem hann þó annars passaði vel, og sækir að næsta manni, en sá hinn sami vippar boltan- um yfir til Tryggva og á vinstri jark- ann, og þá þurfti nú ekki að því að spyrja í hvoru markhorninu boltinn lá. I seinni hálfleik lá töluvert á „Magna“ og var mörgu tækifærinu glatað hjá báðum. Er um fimm mín- útur voru -eftir af leiknum fær „Magni“ vítaspyrnu á „Þór“, Svavar spyrnir, Baldur ver en missir boltann frá sér. Svavar nær honum aftur og spyrnir í mark. Þórsarar vakna nú ögn af værum blundi og hefja sókn, en fá ekki að- gert og endar leikurinn , því 2 :1 „Magna“ í vil. Magnamenn léku betur nú en stundum áður, þeir hafa nú lagt mik- ið af löngu spymunum á hilluna, en tekið upp styttri sendingar er munu reynast þeim haldbetri. Þórsliðið virtist vera ákaflega sinnulítið og óþekkjanlegt frá því er það lék við K. A. hér um daginn, þó verð eg að undanskilja Eyjólf, því að hann er sannkallaður listámaður á knattspyrnuvelli ef svo mætti að orði komast. Dómari var Sveinn Kristjánsson, er hann nýliði við þau störf í meistara- flokki, en tókst allsæmilega, þó ætti hann að athuga það að flauta ekki of snemma á rangstöður. Áhorfendur voru matgir og sýndu þeir að „Magni“ á hér alltaf sterk ítök, enda hefir hann hér marga hildi háð. Þökk sé því heiðursfélagi fyrir heim- sóknina. E s s b é. Erich Maria Remarque er eitt víðfrœgasta stórskáld veraldarmnar á pessari öld. Metsölubók í Bandaríkjunum varð SIGURBOGINN þegar á fyrstu mán- uðuin ársins, og með þeim fádæmum hefir 'sala hennar verið og er, að jafnvel er álitið, að það mundi koma í ljós, ef rannsóknir yrðu gerðar þar um, að hún sé ekki aðeins mest selda bókin í enskumælandi heimi á þessu ári, heldur að líkindum metsölubók í Banda- ríkjunum árum saman eða jafnvel áratugum. Og varla leikur vafi á, að hún muni vera ein mest umtalaða bókin í heiminum á þessu ári, og sú, sem snert hefur flesta hjartastrengi mannanna og vakið mest rót í hugum og tilfinningum. Erlend bókmenntarit víðsvegar um heim og ritdómarar heimsblaðanna hafa verið á einu máli síðan í byrjun þessa árs um það, að þegar hið nýja stórverk Erich Maria Remarque: SIQURBOQINN kom út, að með þeirri miklu bók hafi hann náð því marki, sem aðeins næst nokkrum sinnurn á hverri öld, — því, sem þeir kalla „hátind snilldarinnar". Hiklaust hafa þessir hæstaréttardómarar í heimsbókmenntunum talið liana til hinna fáu tröll- auknu andans verka, sem gnæfa upp úr og yfir haf alda og kynslóða eins og skínandi' bjartir ólympiskir tindar, rísa upp i vold- ugri tign sem einstök sigurmerki mannsandans, sem vaka yfir jörðinni, verkin, sem lýsa ei'ns og brennandi vitar óraleiðir yfir vegum mannkynsins og varða hinar miklu leiðarstjörnur þess. „í annað sinn bergmála hjartaslög þeirra tíma, sem við lifum á, í skáldverki eftir Remarque," segja umsagnirnar enn- fremur. Og það er vissulega satt; en þessi bók gerir miklu meira en það, hún bergmálar hjartaslög allra tíma, meðan mannleg hjörtu bærast og mannlegt eðli heyir sína þrotlausu baráttu í orðum, hugsunum og gerðum við tilhneygingar og hvatir dýrs- ins í sínu eigin blóði og holdi — bergmálar hjartaslög allra manna og allra tíma, meðan bróðir berst gegn bróður, meðan systkini jarðarinnar, hinar nrannlegu verur, óttast, hata, pinta og þrælka, svíkja og svívirðe hvert annað, en þó þjáð og sjúk af þrá í innsta eðli sínu og leyndum hjartnanna eftir sanrúð, vináttu, trausti og kærleika hvers annars — sjúk af þrá eftir nýjum lreimi og nýrri ,jörð, samtímis því sem þau þó kappkosta að sundurtæta og smirga sína eigin veröld með öllum þeim níðingsverkunr, dýrslegum lifnaði og vitstola lrermdarverkum, ljóst og leynt, senr alrar lrinar lægstu lrvatir og eyðiöfl í eigin sárum geta hvíslað þeinr í eyra. Slík er þessi bók, sem enginn getur lesið ósnortinn, bókin, sem svo að segja flytur alla veröldina, alla ólguna undir niðri, spillinguna, óttiann og nautnaæði millistríðsáranna inn í lrugann — bókin, senr nærri lanrar oss með ofurmagni hughrifa sinna, hrærir við hverri kennd okkar, snertir oss með hryllingi og unaði, kærleika og miskunnarleýsi, óttia og von, fegurð og andstyggð. Eitt magnþrungnasta og tröllauknasta skáldritið á bókamarkaði heimsins þessa mánu.ðina. Þýðinguna hefur frú Maja Baldvins gert, sem áður hefur þýtt eitt af snilldarverkum allra alda: „Don Quixote“ (kíkjót) með svo miklum ágætum, að sú bók hlaut einróma viðurkenningu allra þeina, er báru skyn þar á. — Og þýðing hennar á þessu stórkostlega skáldverki 20. aldar mun án efa ekki hljóta minni aðdáun, því með slíkum glæsileik og lipurð tungu- taksins er hún gerð, — og mun það því frekar verða undrunarefni, svo mjög sem tunga vor hefir verið talin, og með nokkrum rétti, — ótamin, rustaleg og óhefluð, þegar þurft hefir að beita henni inn á þau ýmsu svið viðkvæmnis- og „feimnismála“ svo- kallaðra, sem þessi bók eðlilega fjallar víða um afdráttarlaust og án nokkurrar yfirbreiðslu, — á þeim stöðum, sem höfund- urinn kafar niður í undirdjúpin í stórborginni og í mannlegu lífi og kryfur sjúklingana kviknakta fyrir augum okkar, opnar jafnvel leyndustu afkima lastanna og tekur miskunnarlaust til meðferðar allt, sem geymt er i myrkrum þeirra undirdjúpa, — gott og illt. ^ Þannig er bókin, sem opnar fyrir yður veröldina, — allan liinn undarlega ævintýraheim millistríðsáranna í „þöfuðborg lieimsins" — París. Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar, Akureyri. $>$><Í>$><$^*S>$>$>$h$><S*$><»$><S*S><S^>$>$>$>$>$k$><Í><Í*Í*S>«><$><$>^$>$>$>$*$^^^ <HKHKHKHKHKHKHKBKHKHKHKHKHKBKBKHKBKBKHKBKB>)kbKHKHKBK< Rennilásar 17, >22, 25, 30, 40, 45’ 47 og 50 cm. f Verðið mjög lágt Kaupfélag Eyfirðinga | Vefnaðarvörudeild. Hnotu-spónn l fyrirliggjandi Kaupfélág Eyfirðinga Byggingarvörudeild. ^ShKhKHKhKhKHKBKhKhKhKbKhKhKhKhKhChkhKhKbKhKHKhKBKhKh}

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.