Dagur - 21.12.1946, Blaðsíða 1

Dagur - 21.12.1946, Blaðsíða 1
Mikil málaferli í Noregi vegna stjórnar norska flughersins á íslandi Mikil málaferli eru rekin í Noregi um þessar mundir í tilefni af stjórninni á norska flughemum almennt, og ekki sízt á Islandi. Telja ákærend- urnir að flugstjómin hafi sýnt vanrækslu í starfinu, eftirlit með flugvélunum hafi ekki verið nægilegt og hafi mann- skaðar orðið af völdum þess. Þá er og reynt að sanna, að yf- irforingjar flughersins hér á íslandi, hafi neytt áfengis í óhófi og hafi þeir af þeim sök- um ekki verið starfi sínu vaxn- ir. Aðalákæran virðist vera á hendur Brinch offursta, og segir blaðið Norsk Handels og Sjöfartstidende frá því nú nýlega, að eitt vitn- anna í málinu, Bredo Thur- man-Nieken, er dvaldi lengst af hér á Akureyri á vegum . flughersins, hafi birt skjal í réttinum, þar sem greint er frá þvlí, að Brinch og tveir aðr- ir foringjar, hafi vitandi eða óafvitandi, framið skemmdar- starfsemi, vegna þess að þeir hafi sífellt verið undir álirif- um áfengis. Höfundar þessa skjals vom birgðaverðir hers- ins hér. Blaðið segir ennfrem- ur, að Brinch hafi verið yfir- maður flugdeildar Norð- manna hér á Akureyri, unz hann fékk betra starf í Reykjavík. Mál þetta vekur mikla athygli í Noregi. Ungur íslendingur „stjarna“ í frægasta brezka knattspyrnu- félaginu Brezka blaðið ,Daily Mirror" flutti grein um horfur í lands- keppninni brezku í knattspyrnu, hinn 5. desember sl. Segir blað- ið svo frá: „Þar sem ibáðir inn- framherjar Arsenalfélagsins hafa meiðst, er ósennilegt, að þeir geti leikið í næsta kappleik fé- lagsins, gegn Preston. Arsenal mun því að öllum líkindum tefla ifram hinum unga íslend- ingi, Albert Guðmundssyni. Tom Whittaker, þjálfari Arse- nal, hefir mikið áíit á Albert. * Að undanförnu hefur hann ver- ið í varaliði félagsins, og fyrir skemmstu lék 'hann framúrskar- andi leik í keppni Lundúna- félaganna og átti verulegan þátt í sigri sinna gianna. Whittaker er sannfærður um, að þessi ungi maður eigi eftir að verða „stjarna“. Vér erum honum.al- veg sammála.“ Niðurjöfnunarnefnd kosin Bæjarstjórnin hefir kosið niður- niðurjöfnunarnefnd fyrir næsta ár. í nefndinni eiga sæti þessir menn: Dr. Kristinn Guðmundsson, Áskell Snorra son, Halldór Friðjónsson og Svavar Guðmundsson. LL m íf* ■ 1 ð Ala IJ K XXIX. árg. Akureyri, laugardaginn 21. desember 1946. 60. tbl. Vesturveldin vilja kaupa íslenzkar afurðir lyrir hátt verð Rafmagnsverð hækkar um ca. 30 prócent frá áramótum Rafveita Akureyrar þarfnast meiri fjárráða Á síðasta bæjarstjórnarfundi ekki ósennilegt, að hækkunin var endanlega samþykkt talsverð beri nokkurn árangur að jressu hækkun á gjaldskrá rafveitunn- leyti, að menn gæti hófs og sparn- ar. Mun hækkunin nema ca. aðar um notkun rafmagnsins, 30% á gjaldskránni yfirleitt og með þefm árangri, að létt verði á verður þá rafmagnið orðið 100% innanbæjarkerfinu að því marki, dýrara en var fyrir stríð. Ástæðan að það geti komið að fuillum not- til þessarar hækkunar er einkum ■ um. sú, að vegna hinna dýru endur- Augljóst er, að slík takmörkun bóta á innanbæjarkerfinu, sem er þó aðeins bráðabirgðaráðstöf- sífellt er verið að framkvæma, þanfnast Rafveitan aukinna fjár- ráða. Mundi hún ekki komast hjá því að taka lán á næsta ári, ef hækkun þessi hefði ekki verið ákveðin, og var það ekki glæsi- leg tilhugsun, að fyrirtækið þyrfti að taka lán til hinna nauð- synlegustu endurbóta í viðbót við stórlán, sem nauðsynlegt er að fá vegna aukningar á Laxár- veitunni, sem ákveðin hefir ver- ið. Þá mun bæjarstjórnin og hafa talið, að rafmagnið hefði verið og væri tiltölulega mjög ódýrt, í samanburði við verð á éldsneyti og verðlagið í landinu yfirleitt. Augljóst er, að almenn- ingur hefir talið rafinagnið ódýrt, því að mikið ber á óhóf- legri notkun þess og veldur það því, að innanbæjarkerfið er of- hlaðið og lakari spenna í bænum yfirleitt, en ella. T|il dæmis mun un og brýn nauðsyn er að liraða sem mest • hinni fyrirhuguðu stækkun Laxárvirkjunarinnar, bæði með tilliti til vaxandi þarfa bæjarins og þess, að fjöldi manna í ýmsum sveitum bíður þess að fá rafmagn frá Laxá. í vændum er tenging Húsavíkur og ná- grannasveitanna við Laxárkerfið og fleiri slíkar rafveitur eru í uppsiglingu. Barnaskólabörn söfnuðu 12 þúsundum til Evrópu- söfnunarinnar Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefir frá skólastjóra Barnaskólans hér, söfnuðu skóla- börnin um 12 þúsund krónum til Finnlands- og Mið-Evrópusöfn Truman bjartsýnn •j Truman Bandaríkjaforseti ræddi við blaðamenn nú í vikunni um ástandið í alþjóðamálum og innan- landshorfurnar í Bandaríkjunum. Var forsetinn bjartsýnn, og taldi, að betur horfþi nú um alþjóða sambúðina en áður, eítir fund ut- anrikisráðherranna í New York o£ þing Sameinuðu þjóðanna. Um inn- anlandsmálin sagði hann, að horf- ur væru á betri afkomu almenn- inés, ef vel tækist að afstýra deil- um verkamarma og atvirmurek- enda, oé værí ekki ástæða til þess að kvíða.því, að kreppa ætti eftir að skella á. r Aður höfðu Rússar boðizt til að kaupa fiskafurðir í mjög stórum stíl unarinnar, sem nú stendur yfir. notkun lausra rafofna hafa farið (pr þetta mjög góður árangur og mjög í vöxt á síðustu mánuðum taidj skólastjórinn hann til sóma og virðist biýn nauðsyn, að fyr£r foreldra og bæinn. menn gæti hófs í notkun þeirra S B]aðinu er ekki kunnugt um og annaira heimilistækja. Er árangnrirm af hinni almennu ■ ■ ... söfnun, sem fram hefir farið, fyr- ir forgöngu Rauðakrossdeildar Akureyrar. Mikill áhugi fyrir eflingu framkvæmdasjóðs SIS Érindreki Sambands ísl. sam- vinnufélaga, Baldvin Þ. Krist- jánsson, heifir dvalið hér í bæm um að undanförnu, og hefir unn- ið að því, að kynna bæjarbúum framkvæmdasjóð Sís og skulda- bréf sjóðsins. Fyrir nokkru gekkst KEA fyrir fræðslu- og skemmtifundi í Nýja-Bíó og fluttu þeir erindi þar, Jakob Frí- mannsson, framkv.stj., og erind- rekinn. Þá flutti hann og erindi á fundi Starfsmannafélags KEA og á almennum fundi í Kaupfé- lagi Verkamanna. Fjölmargir bæjarbúar hafa sýnt mikinn áhuga fyrir framkvæmdasjóðn- um og þeim framkvæmdum, er Sambandið hefir nú á oddinum. Hefir því orðið góður árangur af komu erindrekans hingað. Þetta er síðasta tbl. 29. árgangs Dags. Blaðið sendir lesendum sínum, nær og fjær, óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Tvær fagrar barnabækur eftir Almreyringa Bókaforlag Æskunnar hefir gefið út tvær fallegar barnabæk- ur, sem samdar eru af kunnum Akureyringum. Hin fyrri þeirra nefnist Sög- urnar hans pabba, eftir Hannes J. Magnússon, yfirkennara við Barnaskólann hér. í bókinni eru 13 fallegar barnasögur, einkurn 'æflaðar börnum innan við 10 ára (Framhald á 8. síðu). Flugfélag íslands hefir flutt 12000 far- þega á þessu ári íslendingar á stórpólitísku uppboði? Nýlega haifa borizt hingað tilboð frá Bretum og Banda- ríkjamönnum um kaup á miklu fiskmagni fyrir talsvert hærra verð en í fyrra. Einkum mun þó óskað eftir hraðfryst- um fiski. Það skilyrði mun fylgja tilboði Breta, að þeir fái mikið af síldarolíu, er fi;am- leidd verður á næsta ári, og munu þeir bjóðast til að kaupa hana fyrir allmiklu hærra verð en fékkst fyrir hana á þessu ári. Ólafur Thors forsætisráðherra skýrði frá þessu, þegar rætt var um ábyrgðarfrv. Áka Jakobsson- sonar, í neðri deild, síðastliðinn mánudag. Eysteinn Jónsson hafði beint þeirn fyrirspurnum til rík- isstjórnarinnar, hvað hún hefði gert til að afla markaða fyrir sjávarafurðirnar, og kom þetta fram í svari Ólafs við þeim. Ólafur upplýsti ennfremur, að hér hefði verið sendimaður frá Rússum í októbermánuði sfðast- liðnum og hefði hann flutt þau skilaboð, að Rússar væru ifúsir til 'að kaupa allmikið af fiski fyrir gott verð, ef þeir fengju veru- legan hluta síldarlýsisframleiðsl- unni. Sendimaður þessi fór þó í burtu, án þess að hann hefði gert ákveðið verðtilboð, og virðist þetta mál hafa legið niðri síðan, en sendimaður þessi fór héðan í októberlok. Samkvæmt frásögn Ólafs gerð- ist það svo næst í máluim þessum, að þann 4. þ. m. hringdi sendi- herra íslands i London hingað og skýrði frá því, að Bretar væru fúsir til að kaupa verulegt físk- magn fyrir hærra verð en í fyrra, einkum þó hraðfrystan fisk. Um líkt leyti, eða nokkru síðar, bár- ust svipaðar fréttir frá Banda- ríkjunum. Tólf þúsundasti farþeginn með Catalina-flugbát héðan síðastliðinn fimmtudag Ldftflutningar verða æ mikil- vægari. þáttur í samgöngukerfi okkar og innanlandsflugið sýnist komið í öruggt og gott horf á mörgum leiðum. Sl. fimmtudag höfðu flugvélar Flugfélags ís- lands flutt samtals 12000 farþega á ýmsum samgönguleiðum á þessu ári. Tólf þúsundasti far- þeginn varð með Catalinaflug- bát suður héðan og var það Frosti Bjarnason, héðan úr bænum. — Flugvélarnar, sem hingað komu á fimmtudaginn, fluttu ca. 2500 kg. af pósti hingað og mikinn póst suður. Reuter-iskeytið. Það eru vissulega gleðilegar fréttir, að vel skuli horfa með fisksöluna á næsta ári. Það mun þó hafa dregið nokkuð úr ánægju ýmsra, að rétt áður en forsætisráðherra hafði flutt þessi tíðindi í þihginu, hafði verið les- in upp í Ríkisútvarpinu Reuters- frétt, sem virðist gefa til kynna, að íslendingar séu á eins konar uppboði hjá stórveldunum, og Bretar og Bandaríkjamenn bjóði okkur góða fisksamninga nú, vegna þess að tilboð hafi komið (Framhald á 8. síðu). /

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.