Dagur - 05.02.1947, Blaðsíða 1

Dagur - 05.02.1947, Blaðsíða 1
Fylgiblað Dags .5. febrúar 1947 MYNDASAGA »DAGS« Hershöfðingi konungsins. Heillandi ástarsaga um hugrakka konu og ófyrirleitinn ævintýramann Eftir DAPHNE DU MAURIER Myndir eftir GEORGE TETZEL ,,Hvers vegna kemur þú hingaS, Ríchard?" ÞEGAR EG kvaddi Menabilly í þetta sinn, flaug mér ekki .í hug, að það góða heimili ætti eftir að horfa á mikinn harmleik, sjá blóð og tár drjúpa.^Eg kyssti Rash- leigh fjölskylduna í kveðjuskyni og lofaði þeim, að eg skyldi koma til þeirra aftur eins fljótt og aðstæður leyfðu. Eyðilegging stríðsins, sem blasti hvarvetna við á ferð minni, fékk mjög á mig, en eg komst ekki hjá því að sjá, að einu hermennirnir, sem héldu aga, báru skjaldarmerki Grenvilleættarinnar. Dvöl mín hjá Jóni bróður mínum var heldur ekki sársaukalaus. Hann hélt sig fyrirmannlega, eins og flestir landeigendur og leit stórt á sig. Eg fann fljótt, að hann hataði Sir Richard fyrir stærilæti hans og ófyrirleitni. Fyrsta kvöldið, sem eg var þar, kom Richard sjálfur allt í einu inn, óboðinn, á meðan við sátum að kvöldverði. Hann kinkaði kolli til heimafólksins, en gekk beint til mín og kyssti hönd mína. „Hvers vegna í dauðanum fórstu hingað, en ekki heim til mín í Buckland?“ spurði hann. Eg vissi ekki hverju eg átti að svara þessu, en hann beið ekki eftir svari, heldur fór að tala um Dick son sinn. „Drengur- „Sir Richard krefst þess að fá inni." inn talar um þig allan guðs langan daginn og hælir þér svo óskaplega, að mér er orðin raun að hlusta á hann.“ Hann sneri sér allt í einu fram að dyrunum, og kallaði: „Komdu, drengur!" Dick laumaðist inn fyrir dyrnar, en þegar hann sá mig, glaðnaði yfir honum. Frændur mínir sátu þegjandi á meðan þessu fór fram, en Richard lét sem hann tæki ekki eftir þykkju þeirra, heldur hélt áfram að tala um heima og geima, um stríðið, kónginn og þingið. Og ekki vantaði gagnrýnina, því að hann hæddi aðalsmennina og konunginn í eigi minni mæli en andstæðinga sína. Eg veit ekki hvað fjölskylda mín hefir haldið um sam- band okkar Richards, en ekki mun eg hafa vaxið í áliti hjá henni, þegar Richard greip mig upp úr stólnum mínum og bar mig léttilega upp til herbergis míns. Þótt ég elskaði hann ennþá, og ef til vill meira en þegar eg var átján ára, neitaði eg hinum þrálátu bónum hans um að koma með honum til Buckland, en það átti eftir að draga dilk á eftir sér. Daginn eftir reið hópur hermanna í hlað og fyrirliðinn „Eg skal hefna hans," sagði hann,- gekk á fund bróður míns. „Sir Richard krefst þess að fá innx hér fyrir nokkra foringja sína.“ Mótmæli bróður míns áorkuðu engu. Richard flutti til okkar daginn eftir og enn- þá gekk stríðið erfiðlega fyrir konungsliðið. Það var um þetta leyti, sem Richard ákvað að tefla á tæpasta vaðið og múta yfirmanni setuliðsins í Plymouth til þess að afhenda borgina. Hann sendi ungan vin sinn til borgarinnar, en förin endaði-með skelfingu, því að upp- reistarmennirnir náðu honum og hengdu hann í hefndar- skyni. Þessar aðfarir juku hefndarþorstann í brjósti Rich- ards. Eg hafði vonað, að hann mundi læra eitthvað af þessu, að mótlætið mundi e. t. v. mýkja skap hans, en mér skjátlaðist. Þetta kvöld kom hann til mín, hryggur og reiður og sagði: „Eg skal hefna hans. Héðan í frá skal það vera helzta ætlunarverk mitt, að leggja eins marga upp- reistarmenn að velli og tök eru á.“ Eg skildi þá, að ást mín mundi aldrei geta breytt fyrir- ætlunum hans, og að hann mundi halda áfram að elta ó- gæfustjörnuna, sem hafði leitt hann að undanförnu. „Eg mun ekki þekkja þig aftur.” RICHARD dvaldi sex mánuði í Radford, og þótt hann . færi við og við í ferðalög um Devon og Cornwall, til þess að afla sér nýliða í sveitir sínar, kom hann jafnan aftur til okkar. Þannig leið sumarið og haustið, og nýtt ár rann yfir okkur. Plymouth varðist ennþá, og landeigendurnir í kring- um okkur virtust vera orðnir þreyttir á því, að fæða her Richards og taka við fyrirskipunum frá honum. Um þessar mundir ákvað Richard að senda Dick son sinn til Frakklands, bæði til þess að mennta hann og í ör- yggisskyni. Drengurinn kom að kveðja mig, og eg sá, að honum féll þungt að skilja við mig. „Þegar þú kemur aftur, verðurðu orðinn stór maður, og eg mun ekki þekkja þig aftur. Þú verður umsetinn af kvenfólkinu og verður lík- lega, eins og ungum mönnum er títt, farinn að fást við Hermennirnir heilsuðu virðulega. skáldskap." „Skáldskap," sagði Dick, hlæjandi. „Það verður dálag- legur skáldskapur, eg kem til með að skrifa á frönsku." Dick lagði af stað fyrir jólin, og litlu síðar sýndi Richard mér nýjar áætlanir, sem hann hafði gert, til þess að taka Plymouth. Ætlun hans var, að taka ytri virki borgarinnar með áhlaupi og beina síðan byssum virkjanna að borginni sjálfri, unz hún gæfist upp. Eins og ævinlega, þegar eitt- hvað mikið stóð til, var h'ann í ágætu skapi og virtist bein- línis hlakka til átakanna. „Þú hefur aldrei séð liðsmenn mína, þegar þeir eru að búa sig undir orrustu," sagði hann. „Komdu með mér, og eg skal sýna þér fríðan drengjahóp." Það var kalt og bjart þetta síðdegi. Ungur liðsforingi ýtti stólnum mínum, en Richard gekk við hlið mér. Þegar við nálguðumst herbúðirnar var auðsætt, að eitthvað mikið „Þama eru óvinirnir," sagði Richard. stóð til. Þegar það vitnaðist, að hershöfðinginn væri kom- inn í herbúðirnar, var blásið í lúðra, hermennirnir heilsuðu virðulega og fáni Grenville-ættarinnar blakti við hún. Eg man vel þennan dag. Þeir kyntu bál víða á svæðinu til þess að verma sig, og þegar við gengum fram hjá, stukku þeir á fætur og heilsuðu. Þeir voru flestir stórir, myndarlegir og útiteknir menn, litu út fyrir að láta sér ekki bregða við smámuni. Að síðustu komum við alla leið að framstöðvunum. Þar voru ekki kynt bál og þar var allt hljótt. Menn voru að búa sig til orrustu. Við hvísluðumst á, því að framstöðvar hersins voru í nánd við stöðvar uppreistarmanna. Richard benti mér á skugga við sjóndeildarhringinn. „Þarna eru ó- vinirnir,“ sagði hann. „Áhlaupið hefst í dögun.“ Richard stjórnaði sjálfur aðförinni. RICHARD kyssti hönd mína í kveðjuskyni, því að nú sneri eg aftur heim til Radford, en hann varð kyrr hjá mönnum sínum, því að hann ætlaði sjálfur að stjórna aðförinni. Skömmu fyrir dögun heyrðum við fallbyssudun- umar, og eg vissi þá, að nú mundi Richard sjálfur vera í Eg las það, sem hann hafði hripað. Loksins," sagði hann — „loksins ertu kominn.' broddi fylkingar. Um miðjan dag höfðu kóngsmenn náð þremur af fjórum útvirkjum borgarinnar. Byssunum var beint gegn borginni sjálfri og Plymouthbúar kynntust nú kúlunum frá sínum eigin varnarvirkjum. Þegar líka tók á daginn og aðeins þrjár klukkustundir dagsbirtu voru eftir, var útlitið ekki eins gott. Uppreistar- mennirnir gerðu gagnáhlaup og náðu tvemur virkjunum aftur. Örlög Plymouthborgar voru nú undir því komin, (Snú).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.