Dagur - 05.02.1947, Blaðsíða 2

Dagur - 05.02.1947, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudagur 5. febrúar 1947 hvort Richard gœti haldið þriðja virkinu eða ekki. En gæfan hafði yfirgefð hann, því að liðsauki sem koma átti, lét bíða of lengi eftir sér, og Richard varð að hörfa úr virk- inu. Það var erfið raun fyrir hann, og í ægilegu reiðikasti' skaut hann fyrirliða þann, sem ekki hafði verið nógu fljót- ur að koma liðsaukanum á vettvang. Þar með fengu öf- undarmenn hans í liði konungs ennþá eitt tilefni til andúð- ar á honum og herstjórn hans. Það var á páskadaginn, sem riddari þeysti heim að Red- ford og hafði meðferðis bréf til mín. „Hvað er það?“ spurði ég áður en ég gaf mér tíma til þess að opna bréfið. „Hershöfðinginn er hættulega særður,“ sagði hann. „Við óttumst um líf hans.“ Eg reif bréfið opið og flýtti mér að lesa það sem hann hafði hripað. „Ástkæra Honor. Nú er illa komið. Líklegast er, að eg missi annan fótinn, og vel gæti svo farið, að eg missti lífið, því áð eg hefi stórt sár á síðunni. Nú skil eg, hvað þú hefir þjáðst. Komdu til mín og kenndu mér þolinmæði." Richard var í Exeter. Eg kallaði á Matty. „Nú verður að hafa hraðan á,“ sagði eg. „Þú lætur allan farangur okk- ar í töskur, því að við förum tafarlaust til Exeter.“ Sex dagar liðu, áður en við kæmumst til höfuðborgar Devonshéraðs, og þár frétti ég, að Richard væri enn á lífi. Jack Grenville, frændi hans, tók á móti mér og sagði mér, að koma mín mundi áreiðanlega mikið gleðiefni fyrir Richard, og eigi síður fyrir þá, er ættu að hjúkra honum. „Hann rekur hjúkrunarfólkið á dyr og segir, að Matty eigi að búa um sórin á meðan Honor tali við sig.“ Auðséð var, að Matty var upp með sér, og við hröðuð- um okkur á fund hans. Kirkjuklukkunum í hinni miklu dómkirkju var hringt rétt í þann mund, er við geng- um inn í herbergið, og eg heyrði, að hann kallaði: „Segið þeim að hætta þessum hringingum.“ En svo kom hann auga á mig og brosti. „Loksins,“ sagði hann, „—loksins ertu komin.“ (Framh. í næstu viku.) Úgerðarvörur fyrirliggjandi: Stálvírar, 5/8-214 Vantavirar, 11,4-2 Vi” Vírmanilla, 1-2 V2” Grastóg Netagarn Lóðabelgir Fiskilínur Línuönglar Handfæraönglar Keðjur, galv. 5/16-34.” Skrúflásar, allskonar Keðjulásar Keðjuhlekkir Kevar Kósar, allskonar Ræði r Attavitar logg Logglínur Skipsklukkur Mastursbönd Tréblakkir, einf. 4-8” — tvöf. 4-8” - þref. 6-8” Járnblakkir, allskonar Björgunarbelti Sjónaukar Vélatvistur Vélaþéttir, allskonar Smurkönnur Kaupfélag Eyfirðinga, Jám- og glervörudeild. Náttjkjólar Undirföt Nærföl Kaupfélag Eyfirðinga | Vefnaðarvörudeild. BÆNDUR! Höfum fyrirliggjandi og útvegum alls konar varahluti í okkar góðkunnu land- búnaðarvélar, svo sem: Dráttarvélar Plóga Herfi Sláttuvélar v Rakstrarvélar Múgavélar r Aburðardreifara Skilvindur Strokka og ýmsar fleiri vélar Athugið: • * x Vegna örðugleika um útvegun varahluta er brýn nauðsyn að athuga vélarnar nú þegar og panta varahluti strax, en geyma það ekki til næsta sumars. Samband ísl. samvinnufélaga Jafnvel húsbóndinn er liðtækur við matreiðsluna, þegar þér notið Gula bandifi og Flóru!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.